Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frá gleymsku „Samkvæmt Borgesi vann Snorri það verk að varðveita fornan menningararf germönskum þjóðum til handa jafnvel þótt sú varðveisla hafi ekki haft meiri áhrifá umheiminn en Ameríkufundur Is- lendinga. Hann var„einhvern veginn meðvitund Norðursinsa, segir Borges um Snorra. “ Sigrún Á. Eiriksdóttir Jorge Luis Borges, argentínski rithöfundur- inn og fræðimaðurinn, var efni erindis sem flutt var á hugvísindaþingi guðfræðideildar crg heimspeki- deildar Háskóla íslands fyrir tveimur árum, en erindin eru nú tiltæk í ritinu Milli himins ogjarð- ar. Maður, guð og menning í hnot- skurn hugvísinda (útg. Háskólaút- gáfan 1997). Það er Sigrún A Ei- ríksdóttir, lektor í spænsku og þýðandi, sem undir yfírskriftinni Borges og íslenskar fornbók- menntir freistar þess að leiða les- andann í sannleikann um efnið. Eins og Sigrún bendir á var Borges hugtekinn af Snorra St- ui-lusyni: „Samkvæmt Borgesi vann Snorri VIÐHORF það verk að varðveita forn- an menningar- Eftir Jóhann Hjálmarsson arf germönsk- um þjóðum til handa jafnvel þótt sú varðveisla hafí ekki haft meiri áhi-if á um- heiminn en Ameríkufundur Is- lendinga. Hann var „einhvem veginn meðvitund Norðursins", segir Borges um Snorra: „Ef til vill vann hann það verk að skrá þessa gömlu, norrænu hluti vegna þess að hann fann á sér að þeir voru að líða undir lok; ef til vill skynjaði hann hrun þessa heims í sínu eigin hugleysi og svikum.“„ Síðar hefur Sigrún þetta að segja um Borges: „Segja má að Borges sé í mörgum verkum sín- um, með beinum og óbeinum til- vísunum í liðna höfunda og tíma, að bjarga hlutunum frá gleymsku." Að mati Borgesar náði ger- mönsk menning „hátindi í menn- ingu, sem í þágu frelsis, útlegðar og saknaðar varð til á íslandi" og íslensk menning hátindi í verkum Snorra. Þetta rifjar Sigrún upp og tengir að nokkru Argentínu sem var byggð aðkomufólki eins og ís- land og minnir einnig á það sem Sigurður Nordal hefur til mála að leggja í bók sinni um Snorra þar sem stendur að upptök íslenskrar sagnaritunar sé óhamingjusöm ást á Noregi. Borges, sem var af enskum ættum í föðurætt, var stundum gagm-ýndur í heima- landinu fyrir að vera of evrópsk- ur. Þetta reyndi hann að afsanna, ekki síst í smásögum sínum þar sem argentínskur hugsunarháttur og lífsvenjur eru oft í fyrirrúmi. Þeim reyndi hann að bjarga frá gleymsku eins og svo mörgu öðru. Borges, sem orti Ijóð um Snorra Sturluson, talar sem fyrr segir um hugleysi Snorra, það að hann hafí ef til vill skynjað hrun heimsins í eigin hugleysi og svik- um. Um þetta segir Sigrún: „Borgesi fellur vei í geð þver- sögnin í lífí Snorra, rithöfundar- ins og heigulsins sem skráði sög- ur um bardagamenn og hetjur. Borges hefur sjálfur skrifað mik- ið um forfeður sína sem líkt og persónur Snorra tóku þátt í bar- dögum, hann hefur einnig mikinn áhuga á hetjuskap í því sem manni virðist tilraun til að sætta sína eigin nútíð við líf forfeðr- anna. Hann lætur stundum í ljós eftirsjá eftir að hann skyldi ekki vera hugrakkur hermaður..." I einni af hinum fjölmörgu bókum sem skrifaðar hafa verið um Borges eftir lát hans, 1986 (The Man in the Mirror of the Book eftir James Woodall, Hold- er & Stoughton, 1996), stendur að Borges hafi verið huglítill og á margan hátt venjulegur maður. Minnst er á ísland í fáein skipti vegna íslandsferða Borgesar og skandinavískar og norskar (ekki íslenskar) bókmenntir sem áhrifavalda. Við eigum mikilvægar heimild- ir um Borges og ferðir hans hingað til lands í samtölum þeirra Matthíasar Johannessen (M Samtöl II, Aimenna bókafé- lagið 1978). Matthías spyr Bor- ges m.a. hvað hann hafí einkum lært af íslenskum fornbókmennt- um: „Sparsemi,“ sagði hann. „Alhr, sem skrifa á spænsku, hafa tilhneigingu til að teygja úr stílnum. Cervantes er sagður hafa verið raunsæishöfundur. En sögupersónur hans tala aldrei saman. Þeir halda alltaf ræðu. Snorri Sturluson er stórkostleg- asta leikritaskáld sem uppi hefur verið. Leikritaskáld án leikhúss. Shakespeare er alltof langorður. Stíll hans er of teygður. Snorri hefði lagt Hamlet betri lokasetn- ingar í munn en Shakespeare." Um sparsemina segir Borges enn fremur: „Sögumar kenndu mér að nota eins fá orð og unnt er. Cervantes hefði aldrei í lýs- ingu á Einari þambarskelfí og Ólafi konungi notað setningu eins og: að skjóta Noreg úr hendi sér. Þegar ég las þetta fyrst, grét ég af gleði.“ Eins og Sigrún víkur að voru kenningar Borgesi dæmi um orð- skrúð, en hann hreifst líka af þeim og játaði það. í þessu sam- bandi er eftirfarandi ályktun hennar mikilvæg: „Borges er skáld þversagna og andstæðna, fordæmir ekki án þess að rétt- læta í sama mund, andmælir sjálfum sér stöðugt. í ritgerð hans um kenningarnar kemur þetta glöggt fram, því að þrátt fyrir þau neikvæðu orð sem hann lætur falla um kenningarnar greinir lesandinn að ekki er um að ræða fullkomna fordæmingu." Að andmæla sjálfum sér stöðugt, ekki aðeins í skáldskap sínum heldur líka í hugrenning- um og ummælum, telst háttur meiri háttar skálda. Minni háttar skáldin eru aftur á móti alltaf viss í sinni sök og leggja því lítið til skáldskaparins og bókmennt- anna yfirleitt. Þeim tekst ekki að vinna úr hefðinni heldur viðhalda henni án þess að bæta nokkru við frá sjálfum sér. Af því að þau endurskapa ekki bjarga þau ekki neinu frá gleymsku. Skáld á borð við Borges leika aftur á móti á gleymskuna og það gerði hinn varkári Snorri líka sem var hug- laus íyrir hönd framtíðarinnar sem þurfti á minni hans að halda. Allt fé til hagrannsókna úr Iðnlánasjóði til Samtaka iðnaðarins Stóð undir um 1/5 af kostnaði við verkefnin SVEINN Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, sem átti sæti í stjórn Iðnlánasjóðs, segist ekki hafa skýringar á því að styrkir úr Iðnlánasjóði til hagrannsókna og aðgerða, sem stuðla áttu að þjóð- hagslega hagkvæmri iðnþróun í landinu, voru ekki auglýstir sérstak- lega eins og almennir styrkir úr vöruþróunar- og markaðsdeild sjóðs- ins. Slíkir styrkir hafa verið auglýst- fr tvisvar á ári. Sveinn áréttar að þetta hafi hins vegar verið mikill minnihluti þeirra styrkja sem veittir voru úr sjóðnum. Alls runnu um 77 milljónir króna til Samtaka iðnaðarins og forvera þeirra á árunum 1990-1996 en það var jafnframt allt það fé sem veitt var úr Iðnlánasjóði á þessum tíma til hagrannsókna og aðgerða sem stuðla að hagkvæmari iðnþróun í landinu, samkvæmt ákvæði í lögum um sjóð- inn. Sveinn sagðist telja að íyrirsögn fréttar í Morgunblaðinu um þetta efni á fímmtudag hafi verið villandi og hafi ekki gefið rétta mynd af mál- inu. Sveinn segir að öllu þessu fé hafi Samtök iðnaðarins varið í samræmi við lögin, þ.e.a.s. til verkefna sem flokkast undir hagrannsóknir og að- gerðir til að stuðla að hagkvæmari iðnþróun í landinu. Þetta hafi verið ýmis verkefni, sum hafi verið til skamms tíma en önnur til langs tíma. Alls hafi þessir peningar ekki gert meira en að standa undir kostn- aði við 1/5 -1/6 af þeim kostnaði sem iðnaðurinn bar vegna slíkra verk- efna. Þá sagði hann að við úthlutun hinna almennu vöruþróunarstyrkja úr Iðnlánasjóði hafi þeir notið for- gangs, sem greitt höfðu Iðnlána- sjóðsgjaldið, og að í raun hafi verið litið svo á að með Iðnlánasjóðsgjald- inu væri iðnaðurinn að borga í sjóð, sem ráðstafa skyldi í þágu atvinnu- greinarinnar. Stór verkefni sem ná til heiila greina eða iðnaðarins í heild Sveinn sagði ennfremur að á þeim tíma sem lögin voru sett, hafi hag- rannsóknir og hagskýrslugerð í landinu verið með allt öðrum hætti en er í dag enda séu lögin að stofni til áratugagömul og á þeim tíma hafi mun minni upplýsingar legið fyrir um mannafla, framleiðslu og þróun í einstökum greinum. Sveinn segir að samnefnari þeirra verkefna sem Samtök iðnaðarins hafa varið þessu fé til frá árunum 1994 sé að þau séu býsna stór og nái til heilla iðngreina eða til iðnaðarins í heild en ekki til einstakra fyrir- tækja. A heimasíðu Samtaka iðnaðarins er birtur listi yfir þau verkefni, sem ISLENSKT MAL AÐ AUGABRAGÐI skala maður annan hafa, segir í Háva- málum. Menn eiga ekki að vera með háðslegar augnagotur um náungann. Okenndum þér, þó aumur sé, aldrei til leggðu háð né spé, segir sr. Hallgrímur í 14. Passíu- sálmi. Eysteinn munkur segír í Lilju að þótt tungur manna og engla þegðu ekki eitt augabragð, yrðu þær allar yfirkomnar af þreytu, áður en þeim tækist að lofa Mar- íu guðsmóður svo sem vert væri. Þetta var bara um augabragð, sem okkur er tamara að nefna nú augnablik. En orðið bragð hefur mjög breytilega merkingu, og merkingin „smekkur“ hygg ég að sé ekki fjörgömul. Ég held til dæmis að í málshættinum Bragð er að þá barnið finnur merki bragð eitthvað annað. Ég get varla ímyndað mér að böm hafi sljórra bragðskyn á fæðu en full- orðnir. En hvað merkir þá máls- hátturinn? Fyrir mér þýðir hann að mikil brögð séu að einhverju, þegar jafnvel smáböm („óvitar") taki eftir því. En þetta getur ver- ið misskilningur. Þá er það bragð í merkingunni smekkur. Mér er tamara að segja að gott bragð sé að matn- um en af honum. Hvort tveggja hef ég þó margsinnis séð og heyrt. Þó að minn málsmekkur sé skýr, tel ég ekki að smekkur annarra þurfi að vera verri. „De gustibus non disputandum,“ sögðu þeir gömlu. Gagnslaust er að deila um smekkinn. Við skul- um að minnsta kosti ekki gera þetta að kappsmáli. Það væri að gífra um geitarull. Við getum vel kennt Dönum um af í stað að, ef við viljum halda gömlum sið. I Orðabók, kenndri við Sigfús Blöndal, stendur: „9. (smekkur) Smag, Mundsmag: finna b[ragð] að mat, mærke (en bestemt) Smag af Maden“. ★ Ævin teygist eins og spjör. Yndislok í heimi hægt er að þreyja, haddavör. En hvað á að segja, gaddabör? (Þorbjörn Pórðarson; stikluvik þríhend.) ★ Hallótta er fornnorrænt nafn, Umsjónarmaður Gísli Jónsson 975. þáttur sjaldgæft. Einhver skandínafi þýddi þetta „den lutande“, og hefur margur haft þetta eftir síð- an, að því er virðist hugsunarlít- ið. Ég held að þessi skýring nái engri átt. Forliðurinn Hall í mannanöfnum táknar allt annað en stofn sagnarinnar að hallast. Hallur er steinn, og menn trúðu á stokka og steina. Viðliðurinn óttur, ótta, merkir full(ur), rík(ur) af einhverju, sbr. röndótt- ur, kenjótt. Hallótta er þá sú sem er rík af því góða sem forlið- urinn felur í sér, þó að við vitum ekki nákvæmlega hvað það er. Öll vitum við þó að steinar eru gæddir hörku og sumir staðfestu. Hitt er svo annað mál, að mörg nöfn, sem hófust á Hall, voru misskilin, þó sennilega ekkert jafn-hastarlega og Hallvör. Sú hefur ekki geiflaðan munn, held- ur er verndardís, gædd því góða sem hallurinn geymir. Árið 1703 höfðu íslendingar enn pata af góðri merkingu nafnsins Hallótta, enda hétu þá 22 konur svo, þar af fimm í Kjós- arsýslu og aðrar fimm í Gull- bringusýslu. Árið 1801 er misskilningsins tekið að gæta. Þá eru fimm eftir, suðvestanlands, og allar fullorðn- ar. Engin Hallótta var til á land- inu 1845, og nafnið virðist ekki hafa verið endurnýjað. ★ „Það vann næst nýs niður Ylfinga fyrvestanver, ef þig vita lystir, eregbjörnutók í Bragalundi og ætt ara oddum saddag.“ Sá, sem hér segir frá afrekum sínum, er Helgi Hundingsbani í Völsungakviðu hinni fornu. Við- mælandinn er valkyrjan Sigrún Högnadóttir. „Ætt ara“ eru em- ir, ari er örn. „Björnu" er þolfall fleirtölu af björn. Það orð er u- stofn, og þess vegna endaði þol- fall fleirtölu á u, en er nú birni. Þó eimir eftir af gömlu beyging- unni, þegar við tölum um að stemma stigu við einhverju eða tölum um sonu okkar, en ekki syni. En hvað er að „taka björnu"? Ég er ekki viss. Þó að bjöm sé jafnan haft um skógarbjöm, er beorn í gamalli ensku = hermað- ur, höfðingi. Það er því ekki úti- lokað að Helgi Hundingsbani hafi unnið bug á einhverjum köppum, og þá ekki síst „íyr vestan ver“. Nú er skrýtið að við skulum ekki hafa um skógarbjöminn svipað orð og Rómverjar og Grikkir, það er ursus eða árktos. Ásgeir Bl. Magnússon kennir að bannhelgi (tabu) hafi verið á nafni dýrsins vegna máttar þess og því hafi menn tekið upp gælu- orðið bjöm, sem í rauninni merk- ir „hinn brúni“. Bjöm og Bjarni urðu snemma vinsæl skfrnarheiti á Norður- löndum, og ætla má að í þeim nafngiftum felist annaðhvort ósk um styrk dýrsins, eða sé vemd- araðgerð, því að gömul var sú trú að björn dræpi ekki nafna sinn. Kvenbjörninn hét bera eða birna, og hefur hvort tveggja verið gert að skfrnarheitum. Rómverjar höfðu nafnið ursa um kvendýr bjarnarins, og með lat- neskri smækkunar- eða gælu- endingu varð það Ursula. Barst þetta nafn norður á bóginn, varð heiti helgrar meyjar og tiltakan- lega vinsælt í Þýskalandi. Hjá okkur varð þetta nafn í lítið eitt breytilegum gerðum, og nú hafa menn jafnvel skírt nafninu Úa, eftir að Kristnihald undir Jökli kom út. Svo sem fram kemur í kven- heitinu Bera er rót orðsins björa ber. Þótt klofning yrði í nöfnun- um Bjarni og Björn, gat rótin komið fram óklofin í karlheitum. Dæmi er Bersi, þar sem si er lík- lega smækkunarending. Það nafn er nú löngum Bessi, því að rs breyttist greiðlega í ss með svokallaðri samlögun. ★ Salóme sunnan kvað: Markús.er merktur í íraman, mikið er það annars gaman; englarispur það skulu sem í Guðsgjafaþulu, en góða mín, hver er þá daman? ★ „Öll skip, sem koma af hafi, láta aftur úr höfn.“ (Sverrir Kristjánsson.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.