Morgunblaðið - 17.10.1998, Side 71

Morgunblaðið - 17.10.1998, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 71 JL. www.vortex.is/stjornubio/ Sýnd kl. 5 og 6.50 OIQITAL jbaiigitvegi »4 TFTx jjllli FRUMSÝNING: VESALINGARNIR IUM N' I I SON C.tOI I RiV Rt SH , UMA THCRrft.V Cl«lRH*Xl S Sigild saga um nsá ★ ★ ★ samvisku, 0 sannfæringu ut uv og hugprýoi LES MiséráBLE S I*j 6 ð S ít g íl H Ö f) l ít S t / í f Nýjasta meistaraverkið frá danska leikstjóranum Bille flugust (Hús flndanna, Lesið í Snjúinn og Pelle Sigurvegari) meö úrvalsleikurum Liam Neeson (Schindler's List), Uma Thurman (Pulp Fiction), Geoffrey Rush (Fékk óskarinn fyrir hlutverkið sitt í Shine) og Claire Oanes (Romeo & Juliet). Klassísk skáldsaga, klassísk kvikmynd. Sýnd kl. 4, 6.30, 9og 11.25.8.1.14. HÆTTULEG THOUND II 553 2075 ALVÖRUBÍÓ! nnDoiby STflFR/FNT STirasn T.j.»miÐ jvifð KLJÓÐKERFIÍ |UV ni f ntut ft'.fii iBnni ■ ■ * * N =—sr OLLUIVf SOLUn/H Það er annað líf.. ...og nú er það komið til jarðar Það er timi til að fjölga sér - aftur! Frábær visindahrollvekja með glæsilegustu geimveru allra tíma Natöshu Henstrige. Mynd sem fær hárin til að rísa Sýnd kl. 5,7,9 og 11. B.i.ie. http://www.mgm.com/speciesii Frá lcikstjóra Goldcncye og framleiðcndum Mcn In Black Sýnd kl. 5 og 9. b.i. 12. H PALTROW WÆRSÖéuR TVOFOiD SKEMMRJN ★ ★★ ÓHT Rás 2 FJÓRÐA 5TÆRSTA ' MYND BRETA FRÁ UPPhAn . MYND SEM ÞU VERÐUR AÐSJÁ Sýndkl. 5, 7, 9 og 11. Nýja sjónvarpsstöðin Áttan DJ Cosmo frá New York spilar hérlendis Kona í karlasamfélagi DJ COSMO er annað nafn yfir sprundið Colleen Murphy. Nafn- giftin varð þannig til að þegar hún var T5 ára var hún með útvarpsþátt ásamt vini sínum þar sem leikin var rafmögnuð, „funk“ og „Hip- hop“-tónlist. „Vini mínum fannst við ferlega góð og nafnið Colleen stóð engan veginn undir þeirri ímynd,“ segir hún og hlær. í einu af lögunum sem þau léku gjarnan hrópar lista- maðurinn: „Cosmo, komdu með taktinn!" Og þar með var það ákveðið. Spilar um allan heim Colleen lagði reyndar niður nafnið Cosmo ári síðar en þegar henni bauðst að flytja aðra tónlist meira í ætt við „soul“, diskó og „house“ á WNY-útvarpsstöðinni tók hún upp nafnið aftur. Eftir það fóru atburðirnir að vinda upp á sig. Hún sá um tónlistina í nokkrum þáttum, tekið var eftir henni, fast- ur hlustendahópur myndaðist og brátt var henni boðið að spila á skemmtistöðum. Nú er svo komið að hún er með fastan útvarpsþátt og leikur á skemmtistöðum um all- an heim. En hvernig varð henni við þegar húnfékk símtal frá íslandi? „Eg varð alveg himinlifandi," svarar hún. „Ég hafði hitt Tommy [DJ Tommi] nokkrum árum áður í New York og við þekkjumst ágæt- lega. Hann er einn af eigendum út- gáfufyrirtækisins Icon Records og ég spila stundum tónlist þaðan. Ég kann stórvel við mig á íslandi. Það búa svo margir í New York en hér virðist náttúran meira í brennid- epli. Ég kom við í Bláa lóninu fyrr í dag og svo ætlar hann [DJ Tommi] með mig að sjá Keikó,“ heldur hún áfram og hlær ógur- lega. Honum virðist ekki vera hlát- ur í huga. Spilað síðan hún var 14 ára Hvað er svona merkilegt við DJ Cosmo? „Ég hefði einmitt ekkert á móti því að vita það sjálf,“ svarar hún og brosir - hógværðin uppmáluð. „Ætli það sé ekki meðal annars það að ég er jafnvíg á flestar tónlistar- stefnur og nokkuð vel að mér í tón- list eftir að hafa fíktað við þetta síðan ég var 14 ára.“ „Kannski líka að þú ert kona,“ skýtur DJ Tommi inn í. „Sjálfsagt, þær eru ekki margar í New York þótt þær séu heldur að sækja í sig veðrið. Áður fyrr voru nær einungis karlar í þessu starfi. Líklega vegna þess að tækninni var ekki beint haldið að stúlkum í uppeldinu eins og hljóm- flutningstækjum, mögnurum og hljóðblöndurum. En það stendur allt til bóta. Það er kannski út af þessu sem ég kann svona vel við nafnið DJ Cosmo. Þetta er nefnilega kynlaust nafn. Þegar fólk sækir staðina býst það ekki endilega við konu og mæt- ir því fordómalaust. Þegar það kemst að því að kona er plötusnúð- ur hefur það þegar heyrt tónlistina og tekur fyrst og fremst afstöðu til hennar." Getur dillað sér Hver er munurinn á því að spila á skemmtistöðum og í útvarpi? „Maður kafai- meira inn á við í útvarpi," svarar hún. „Þá er maður ef til vill einn í upptökuherberginu þótt það séu ógrynnin öll að hlusta og hefur ekkert til að styðjast við nema eigin tilfínningu fyrir tónlist- inni. Ef maður er að spila á skemmti- stað er stemmningin miklu meiri og margir sem skapa andrúmsloft- ið. Þá getur maður ekki farið alveg að eigin duttlungum og stjómast kannski meira af öðmm, en það getur líka verið skapandi að koma til móts við þá. Til dæmis þorgar sumt fólk sig inn til þess að fá að dansa.“ Ætlar þú að dansa í kvöld? „Ég vona það,“ svarar hún og hlær. Ert þú góður dansari? „Tja,“ svarar hún og hlær. „Ég hef spilað fyrir marga af bestu dönsurum í heimi sem stráðu jafn- vel barnapúðri á gólfið til þess að geta sýnt meiri tilþrif. Ég er hins vegar enginn afbragðs dansari. En ég get dillað mér,“ segir þessi geð- þekki plötusnúður að lokum. Kynning á dagskrá og öðru efni NÝJA sjónvarpsstöðin Áttan hef- ur útsendingu 22. október næst- komandi. „Við viljum eigna okk- ur hnapp á fjarstýringunni, hnapp númer átta,“ segir Jó- hannes Skúlason markaðsstjóri þegar hann er spurður um nafn- ið. ^ Á nýju stöðinni verða upplýs- ingar um dagskrá annarra sjón- varpsstöðva, en Jóhannes segir að Islendingar hafí aðgang að 25 sjónvarpsstöðvum, og auk þess verða kynningar á kvikmyndum, myndböndum, leikjum og tónlist- armyndböndum. Einnig verða „viðtöl við fræga fólkið“, fréttir, upplýsingar um veður og færð, íþróttir og aug- lýsingar. „Fyrirmyndin að þessu er sjónvarpsstöðin Preview í Bandaríkjunum," segir Jóhannes. „Við munum senda út á breið- bandi og örbylgju og gerum ráð fyrir að ná til um 70% lands- manna." Undirbúningur hefur að sögn Jóhannesar staðið yfír frá því í janúar. „Við höfum látið okkur dreyma um þetta í mörg ár eða frá þvi við sáum sjónvarpsstöðina JÓHANNES Skúlason, mark- aðsstjóri, í húsnæði nýju sjón- varpsstöðvarinnar. úti.“ Hann segir að Áttan sé þó ekki í neinu samstarfi við er- lendu sjónvarpsstöðina „að öðru leyti en því að við höfum fengið að skoða hvernig þeir standa að útsendingum hjá sér.“ Starfsmenn Áttunnar verða 5 til 6 talsins en Jóhannes segir að r - hún sé ódýrari í rekstri en annað sjónvarp þar sem ekki verði nein efniskaup sem séu stærsti út- gjaldaliður sjónvarpsstöðva í dag. Stöðin verður alfarið rekin á auglýsingum og er send út ókeypis fyrir landsmenn. Búningur Hitlers ALVARLEGT andlit sýningargests speglast í rúðu sem stendur milli hans og búnings nasistaforingjans Adolfs Hitler. Búningurinn er sem stendur til sýnis í Rússneska varn- arsafninu í Pétursborg. Rússneskir ' hermenn fúndu búningimi í fleti Hitlers í Berlín í maí 1945. ORIGINM BY '^CZSZtZ Ik Sérstakir blekpennar fyrir húðskreytingu. Fást í fjórum litum. Útsölustaðir: Apótekin og snyrtivöruverslanir um Land allt TANA Cosmetics. Einkaumboð: S. Gunnbjörnsson ehf., símar 565 6317 og 897 3317. iaoannn£33s®0©0^ f é y A w

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.