Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 11
FRÉTTIR
Ný skíðalyfta reist
á Seljalandsdal
HÓPUR sjálfboðaliða á ísafírði
vinnur nú að því að reisa njrja
skíðalyftu á skíðasvæði fsfirðinga
á Seljalandsdal. Hefur bæði verið
safnað íjármunum hjá fyrirtækj-
um og einstaklingnm og lögð
fram vinna við verkið. „Við von-
umst til að geta endurheimt fyrri
stöðu okkar hér með skemmtileg-
asta skíðasvæði landsins," sagði
Tryggvi Guðmundsson á Isafirði,
einn þeirra sem hafa haft for-
göngu um máljð.
Skíðasvæði Isfirðinga eru nú
bæði í Tungudal, þar sem eru
tvær lyftur, og á Seljalandsdal
þar sem er ein lyfta í dag. Kom
hún í staðinn fyrir Gullhólslyftuna
gömlu en sú lyfta og önnur, sem
stóð utar og ofar í Eyrarfjalli,
hurfu báðar í snjóflóðinu 1995.
Lyftan sem nú er í smíðum er að
sögn Tryggva 550-570 metra
löng en fallhæð hennar er um 250
metrar og brattinn því mikill.
Segir Tryggvi að vantað hafi
lyftu fyrir þá sem vilja mikinn
bratta og einnig að snjóbrettafólk
geti notað þetta brattasta svæði í
gilinu í Eyrarfjalli.
Byijað er að steypa undii-stöður
fyrir þessa nýju lyftu og hafa sjálf-
boðaliðar unnið við verkið. Segir
Tryggvi að þetta hafi sannað fyrir
mönnum að tírni sjálfboðavinnu
væri ekki liðinn þar sem unnt
hefði verið að ná samstöðu um
verkefnið. Auk vinnunnar sagði
hann einstaklinga meðal annars
hafa Iagt fram á aðra milljón
króna til að kosta steypuna í und-
irstöðumar. Tryggvi vonast til að
unnt verði að taka lyftuna í notk-
un kringum áramótin og taldi
hann að þá ætti að vera kominn
nægur snjór en hann var af skorn-
um skammti í skíðalöndum Isfirð-
inga á síðasta vetri.
Morgunblaðið/Halldór^Sveinbjörnsson
HÓPUR sjálfboðaliða hefur að undanförnu unnið að því að reisa nýja skíðalyftu á skíðasvæði ísfirðinga
á Seljalandsdal.
Umferðar-
átak á Suð-
vesturlandi
DAGANA 20. til 27. október mun
lögregla á Suðvesturlandi standa
fyrir átaki í umferðarmálum þar
sem sjónum verður einkum beint
að akstri við gatnamót, notkun
stefnuljósa, Ijósabúnaði öku-
tækja, gangandi vegfarendum og
notkun enduskinsmerkja. Öku-
menn á eineygðum bílum og
gangandi vegfarendur án endur-
skinsmerkja verða m.a. áminntir
um úrbætur. Lögreglan mun
fylgjast sérstaklega með hvemig
ökumenn virða rétt gangandi
vegfarenda.
Ný um-
ferðarljós
KVEIKT verður á nýjum
hnappastýrðum umferðarljósum
í dag fyrir fótgangandi (gang-
brautarljósum) á Vatnsmýrar-
vegi við Bústaðavegsbrú, segir í
frétt frá Gatnamálastjóranum í
Reykjavík.
Stöðunefnd skilar niðurstöðum um umsækjendur landlæknisembættis
Þrír taldir hæfastir í embættið
og sex aðrir eru taldir hæfir
STÖÐUNEFND skilaði í fyrradag
mati sínu á umsækjendum um emb-
ætti landlæknis til heilbrigðisráð-
herra. Af tíu umsækjendum eru
þrír taldir hæfastir, sex aðrir taldir
hæfir en einn er ekki talinn uppfylla
skilyrði auglýsingar um víðtæka
reynslu af stjórnun. Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra
gerir ráð fyrir að skipað verði í
stöðuna í lok næstu viku.
Læknarnir þrír, sem stöðunefnd
telur hæfasta, eru Guðjón Magnús-
son, forstöðumaður Norræna
heilsuverndarháskólans í Gauta-
borg, Haraldur Briem, sóttvarna-
læknir, sem er sérfræðingur í smit-
sjúkdómum, og Sigurður Guð-
mundsson, sérfræðingur á Land-
spítalanum í almennum lyflækn-
ingum og smitsjúkómum. I umsögn
stöðunefndar segir að Guðjón hafi
mesta menntun og reynslu við
stjórnun af þessum þremur en
Haraldur og Sigurður hafi meiri
klíníska reynslu og meiri reynslu
við vísindastörf. Stöðunefnd raðar
þessum þremur hæfustu ekki nið-
ur.
Þeir sem að mati stöðunefndar
teljast hæfir eru Haukur Valdi-
marsson, sérfræðingur í embættis-
lækningum, Júlíus Valsson, sér-
fræðingur í gigtarsjúkdómum og
embættislækningum, Kristján
Oddsson, sérfræðingur í heimilis-
lækningum með embættislækning-
ar og heilbrigðisstjórnun sem und-
irgreinar, Lúðvík Ólafsson, sér-
fræðingur í heimilislækningum,
Ólafur H. Oddsson, sérfræðingur í
heimilislækningum og embættis-
lækningum, og Sveinn Magnússon,
sérfræðingur í heimilislækningum.
Ólafur hæfastur
af sex hæfum
Stöðunefnd segir þessa umsækj-
endur sex alla hafa svipaða menntun,
að allir hafi reynslu aif störfum sem
sérfræðingar og allir nema Haukur
og Kristján hafi talsverða stjómun-
arreynslu. Þá segir að Ólafur Hergill
Oddsson teljist hvað hæfastur þess-
ara umsækjenda vegna menntunar
og langrar reynslu af héraðslæknis-
starfi en Kristján Oddsson síst hæf-
ur vegna lítillar sérfræðireynslu.
Einn umsækjenda, Þorsteinn
Njálsson, sérfræðingur í heimilis-
lækningum, er ekki talinn uppfylla
skilyrði auglýsingai- um víðtæka
reynslu af stjómun. Segir í umsögn
stöðunefndar að honum hafi verið
gefinn kostur á andmælum sem
hann hafi nýtt sér.
Stöðunefnd telur að landlæknis-
embættið sé veigamikið embætti
með veigamikið hlutverk í heil-
brigðiskerfinu. Mikilvægt sé að í
starfið veljist læknir með mikla
starfsreynslu, m.a. í samskiptum við
sjúklinga. Stöðunefnd telur mikil-
vægt að landlæknir hafi viðeigandi
menntun, vemlega reynslu af sér-
fræðistörfum, veralega stjómunar-
reynslu og góða samstarfshæfni. Þá
telur nefndin æskilegt að landlækn-
ir hafi verulega vísindareynslu,
verulega klíníska reynslu og nokkra
kennslureynslu. Stöðunefnd skipa
Guðmundur Pétursson prófessor,
Magnús Jóhannsson prófessor og
Ólafur Ólafsson landlæknir.
Bankastræti 9 • 551 1088