Morgunblaðið - 17.10.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 43
FRÉTTIR '
Norsk unglingamynd
í Norræna húsinu
kostuð hafa verið að hluta eða að öllu
leyti með því fé sem samtökin hafa
fengið undir þessum lið frá stofnun
1994. Listinn fer hér á eftir:
Verkefnin sem voru kostuð
„Starfsskilyrði og samkeppnis-
staða. í tengslum við störf stjórn-
skipaðrar nefndar um starfsskilyrði
og samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar
var veittur styrkur til þess að vinna
að samantekt efnis og rannsókna
vegna skýrslu á vegum nefndarinn-
ar.
Iðnaðarhorfur. Styrkur til reglu-
bundinnar söfnunar lykiltalna og
könnunar á ástandi og horfum iðnaði
og reglubundinnar útgáfu rits með
helstu niðurstöðum.
Byggingarkönnun. Styrkur til að
gera sérstaka könnun á ástandi og
horfum í byggingariðnaði.
Auglýsingar og kynningarstarf-
semi. Styrkur til ýmissa aðgerða til
þess að auka markaðshlutdeild ís-
lenskrar framleiðslu. Hér má nefna
verkefnið Islenskt, já takk, sem var
rekið í samvinnu við verkalýðs-
hreyfmguna og sérstaka byggingar-
daga sem haldnir eru til þess að
kynna almenningi íslenskan bygg-
ingariðnað.
Samkeppnishæfni. Styrkur til að
þýða og staðfæra könnun samtaka
evrópskra iðn- og atvinnurekenda,
UNICE, um samkeppnishæfni evr-
ópskra og íslenskra fyrirtækja.
Evrópufréttir. Styrkur til útgáfu
fréttaritsins Evrópufréttir sem
ski-ifað er á skrifstofu SI og VSÍ í
Brussel í þeim tilgangi að upplýsa ís-
lensk fyrirtæki um möguleika evr-
ópsks samstarfs og markaðstæki-
færi.
Uppbygging á fræðslusviði - nám-
skeiðahald. Styrkir til þess að
byggja upp fræðslustarfsemi í iðn-
aði, til námskeiðshalds og gerðar
fræðslu- og kennsluefnis. Styrkur til
þess að undirbúa stofnun Félags- og
fræðslumiðstöðvar iðnaðarins.
Hönnunarmiðstöð. Styrkur til
reksturs hönnunarmiðstöðvar í sam-
vinnu við iðnaðarráðuneytið.
Félags- og fræðslumiðstöð iðnað-
arins. Styrkur veittur til stofnunar
og reksturs Félags- og fræðslumið-
stöðvar iðnaðarins.
Hagvaxtarstefna. Styrkur til þess
að vinna að fræðilegum undirbúningi
fyrir mótun hagvaxtarstefnu þar
sem reynt er að draga úr sveiflum í
raungengi og öðrum starfsskilyrð-
um.
Afkomukannanir í iðnaði. Styrkur
til þess að efla þennan þátt hag-
rænna upplýsinga, m.a. í samvinnu
við Þjóðhagsstofnun, til þess að nota
við mat á stöðu iðnaðarins á hverjum
tíma.
UNICE. Stjukur til þess að gera
SI kleift fylgjast betur með og taka
þátt í evrópsku samstarfi sem mótar
æ meir allt starfsumhverfi íslensks
iðnaðar. Til þess að efla þennan þátt
í starfseminni er nauðsynlegt að
taka virkan þátt í störfum samtaka
evrópskra iðn- og atvinnurekenda í
Brussel.
Þróunarverkefni. Styrkur til þátt-
töku í sérstökum þróunarverkefnum,
s.s. Nordfood, SMB-forum, þar sem
fjallað er um stöðu smærri fyrir-
tækja og MINT sem fjallar um
möguleika og tækifæri fyrirtækja til
þess að tileinka sér nýjungar í
stjórnun og tækni til þess að styrkja
samkeppnisstöðu sína.
Menntafélag byggingariðnaðarins.
Styrkur til að vinna að undirbúningi
og stofnun Menntafélags byggingar-
iðnaðarins.
Hagskýrslugerð. Styrkur til þess
að þróa og útfæra nýjar aðferðir við
að fylgjast með hagstærðum í iðnaði,
t.d. þeim möguleikum sem felast í
frekari úrvinnslu vsk-skýrslna, ann-
arra skattgagna og ekki síst þeim
möguleikum sem felast í því að nýta
strikamerkingar í þessu samhengi til
þess að kanna markaðshlutdeild og
sveiflur á markaði.
Útboð á EES-svæðinu. Styrkur til
að kanna á hvem hátt best verður
staðið að miðlun upplýsinga tU iðn-
fyrirtækja um útboð á EES-svæð-
inu. Tilraunaverkefni sem felur í sér
að velja og flokka upplýsingar úr
TED-útboðsbankanum og miðla til
fyrirtækja.
Hagskýrslugerð. Styrkur tU viða-
mikillar rannsóknar í samvinnu við
Robert E. Rowthorn, prófessor í
hagfæði við Cambridge háskóla í
Bretlandi, um af-iðnvæðingu (de-
industrialization) á Islandi, orsök og
afleiðingar og leiðir til úrbóta.
Efnaiðnaðm-. Styrkur til þess að
standa straum af margvíslegum
verkefnum sem miða að því að laða
hingað til lands erlenda fjárfesta og
fyrirtæki, einkum á sviði efnaiðnað-
ar, t.d. polyolframleiðslu.
MIDAS. Styrkur til reksturs svo-
kallaðrar MIDAS skrifstofu sem SI
tók að sér að reka skv. samningi við
ESB, en tilgangurinn með henni er
að hvetja fyrirtæki til þess að nýta
sér möguleika upplýsingatækninnar.
NAS-North Atlantic Solutions.
Styrkur til þess að gera markaðs- og
kynningarátak með véla- og tækja-
framleiðendum fyrir veiðar og
vinnslu."
KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir
böm eru í Norræna húsinu alla
sunnudaga kl. 14. Hinn 18. okt. kl.
14 verður sýnd leikin, norsk ung-
lingamynd, Markús og Díana.
I fréttatilkynningu segir: „Mark-
ús er 13 ára, minnstur í bekknum
og er hræddur við flest sem mögu-
legt er að óttast hér í heimi. Sem
betur fer er besti vinur hans algjör
andstæða. Markús hefur að tóm-
stundagamni að skrifa aðdáenda-
bréf til frægs fólks. Þá skrifar
hann ekki í eigin nafni heldur læst
vera fullorðinn, t.d. gömul kona í
hjólastól. Þannig reynir hann að
losna við óttann við umhverfið.
Dag nokkurn skrifar hann
Hollywoodstjömunni Díönu Mor-
tensen. Það verður til þess að þau
fara að skrifast á. En hvað á Mark-
ús að taka til bragðs, þegar Díana
boðar komu sina til Noregs og vill
hitta pennavin sinn, sem hún held-
ur að sé einstæður milljónamær-
ingur?“
Handritið er eftir Klaus Hager-
up og leikstjórn í höndum Sveins
Scharffenbergs. Myndin hæfir
best eldri en 10 ára. Hún er með
norsku tali og sýningartími er 90
mín.
STÆRSTA SYNINGARSVÆÐI Á ISLANDI MEÐ EFNI TIL INNRETTINGA
Heimilisleg
tiboö
NY LJOSADEILD
NY GOLFDUKADEILD
HELGARTILBOÐ
Viö höfum opnaö nýjar deildir meö Ijós og gólfdúka í
Hólf og Gólf í Breiddinni. í dag og næstu daga bjóöum
viö heimilisleg tilboö á Ijósum, dúkum, parketi ofl. Ef þú
ert að leita aö nýjum innréttingum skaltu
segja okkur hvaö þú vilt og viö gerum þér hagstætt tilboð.
Komdu og skoðaðu úrvaliö og veröið. Viö tökum vel á
AFGREIÐSLUTÍMI
VirKir dagar Laugard.
Hólf&Gólf 8-18 Sími: 515 4030 10-16
móti þér og í dag bjóðum upp á vöfflur og kakó.
Verði þér að góðu!
BYKO
Hólf & Gólf
B R I* J D J) I N N I