Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 ^. ............. —.......... HALLGRIMUR VALDIMAR HÚNFJÖRÐ KRISTMUNDSSON Hallgi'ímur Kristmundsson fæddist 1. nóvember 1923 á Sæunnar- stöðum í Hallárdal, Vindhælishreppi, A- Hún. Hann andaðist á Landspítalanum 9. f október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristmundur Frím- ann Jakobsson og Jóhanna Arnadótt- ir. Systur hans eru Anna, búsett í Reykjavík, og Ingi- björg, búsett á Egilsstöðum. Föðurforeldrar Jakob Þorbergsson og Þórdís Kristmundsdóttir. Móðurfor- eldrar Arni Hallgrímsson og Halla Tómasdóttir. Hallgrímur tók minna mótorvélsljórapróf í Reykjavík 1960. Var vélstjóri á ýmsum bátum lengst á mb. Helgu Björg HU 7, 1961-1971. « Stofnaði 1972 útgerðarfélagið Björg sf. í félagi við Jón Ivars- son og Gylfa Sigurðsson, það ráku þeir til 1996. Hallgrímur kvæntist 25. des- ember 1964 Ingibjörgu Axelmu Ráðvendni, dyggð ogreglusemi húsið heiðri skrýddi, guðsótti leiddi, en gæfa studdi lífsins leiðar vagn. Alla skyldurækt ástundaði, sveitar sómi og stytta, metinn ogvirtur í mannfélagi sem heiðursmanni hæfði. Góðu dagsverki guði og mönnum skilaði hann með heiðri. Sigraður er dauðinn, sálin frelsuð og hnossið dýrðar hlotið. (Bólu-Hjálmar.) Elsku pabbi, nú ert þú horfinn yf- ir móðuna miklu, eins og gjarnan er sagt þegar einhver deyr. Alvara og þungi þessara sakleysislegu orða verður manni ekki ljós fyrr en við andlát náins ættingja. Fráfall þitt kom óvænt, þrátt fyrir áfallið sem þú varðst fyrir. Ég og fjölskylda mín vorum þess fullviss að þú hefðir sig- ur í þeirri baráttu eins og öðrum á lífsleiðinni. Þú varst af þeirri kyn- slóð sem nú er óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Kynslóð sem ekki var mulið undir og þekkti ekkert nema harða lífsbaráttu, sem um leið var mótandi fyrir einstaklinginn. Úr þeim jai-ðvegi spruttu oftar en ekki sérstakir og litríkir karakterar. Þannig var því háttað með þig. Við nútímakynslóðin höfum ekki þennan karakter í okkur, við virðumst öll steypt í sama mótið. Þegar ég lít til baka og læt hug- ann reika um okkar samskipti þá koma aðeins upp góðar minningar og á stundu sem þessari kalla þær fram ekka og tár. Því miður áttum við ekki margar stundir saman þeg- ar ég var að stíga mín fyrstu spor í lífinu, því þú varst langtímum sam- an að heiman. Ymist á síld fyrir austan eða á vertíð fyrir sunnan. En ég man þá skelfilega stuttu daga þegar þú varst heima. Ég man þegar við leiddumst niður á bryggju, fórum um borð í „Helgu Björg“ og . niður í vélarúm, þar var þitt must- eri. Þar var allt svo hreint og fágað að það voru nánast helgispjöll að fara niður á skónum. I vélarrúminu bar margt fyrir augu og ungi mað- urinn þurfti margs að spyrja um þennan „töfraheim". Ailtaf fékk ég greinargóð svör og aldrei vékstu þér undan að svara. Og oftar en ekki í.fékk ég fræðslu um hluti sem mér Axelsdóttur, f. 2.8. 1931, þau skildu. Foreldrar hennar voru Axel Helgason og Jóhanna Lárus- dóttir. Börn Hall- gríms og Ingibjarg- ar eru Jóhanna Bryndís, f. 15.11. 1949, búsett í Borg- amesi, maki hennar er Jakob Skúlason, synir hennar af fyrra hjónabandi em Hallgrínmr Ingi og Þorvaldur. Sæv- ar Rafn, f. 3.1. 1951, búsettur á Skagaströnd, kona hans er Ragnheiður Magnús- dóttir, böm þeirra em Magnús Filip og Alma, en Sævar átti fyr- ir soninn Arnar. Axel Jóhann, f. 29.6. 1957, búsettur í Reykjavík, kona hans er Herborg Þorláks- dóttir, börn þeirra em Bryndís, Hallgrímur Þór og Ingibjörg Axelma. Barnabarnabömin era orðin þijú. títför Hallgríms fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dga og hefst athöfnin klukkan 14. sást yfir að spyrja um. Þannig fékk ég með eindæmum góða kennslu á öllu sem viðkom vélinni og öðru gangverki skipsins, að ég hefði get- að sett „Mannheiminn í gang“ og „drepið á“ hjálparlaust 8 ára gamall. Og ófá skiptin sendir þú mig „niður í vél“ til að kúpla að spilinu þegar löndun hófst eftir róður. Ekki ósjaldan sendi ég þér kveðju í óska- lögum sjómanna, og beið spenntur, skyldi kveðjan koma með umbeðnu óskalagi og skyldir þú hafa heyrt hana? Alltaf færðir þú mér eitthvað þeg- ar þú komst heim af vertíð. Ég man eitt skiptið þegar þið voruð nýkomn- ir, og það var verið að hífa netin og annað dót upp úr lestinni. Ég og fleiri strákar vorum komnir um borð og kíktum niður í lestina. Þar blasti við geysifagurt blátt reiðhjól út í einni stíunni. Við fylltumst strax ákafa og undrun, hver skyldi nú eiga þetta hjól, greinilegt var að alla langaði í það. Þegar það var híft upp kom í ljós að það var mitt. Mér fannst ég hafa höndlað heiminn, slíkur gripur var ekki við hvers manns dyr þá, eins og nú. Ég leiddi hjólið heim með allan krakkaskar- ann á hælunum. Ég þorði ekki að stíga á bak og hjóla af ótta við að skemma þennan dýrgrip. Það voru ófáar sjóferðirnar sem ég fékk að fara með þér og því fylgdi ósvikin gleði og ánægja. Þegar ég fór síðar meir að stunda stangveiði mér til gamans, kom það fyrir að þú komst með. Mér er sérstaklega minnisstæð ein slík veiðiferð. Það var þegar við fengum þann stóra í Fossánni. Hann var erfiður og við urðum báðir að leggjast á eitt að hemja hann þegar búið var að landa honum, enda reyndist hann vera 63 cm langur en okkur láðist að vigta hann. Æði oft, sem við sátum yfir kaffibolla, börðumst við við urriða skömmina og lönduðum honum aft- ur og aftur. Það er kannski til merkis um hvaða mann þú hafðir að geyma að aldrei heyrði ég þig segja styggðar- yrði um nokkurn mann.’Og þú barst virðingu fyrir öllum, háum sem lág- um. Bubbi, hvolpur, sem einn skips- félaga þinna átti, en treysti sér ekki til að halda þegar hann hætti á Helg- unni, er lýsandi dæmi um þig. Hans beið ekkert nema „svefninn" en þú gast ekki hugsað þér að láta það ger- ast og tókst hann að þér. Hann varð síðan heimilisfastur hjá okkur þegar hann var ekki á sjó með þér. Hann varð trúnaðarvinur minn og leikfé- lagi þegar hann var „heima“. Við MINNINGAR Bubbi áttum það sameiginlegt að vera vinafáir en okkar samveru- stundir voru ósviknar gleðiborgir. Við „vorum eitt“, hann hlýddi engum nema mér þegar hann var í „landi“. En svo kvað sorgin dyra hjá mér í fyrsta sinn, hann Bubbi hvarf af skipinu í höfn fyrir austan. Sorgin varir, en enn man ég mýkt og lit feldsins sem ég áður strauk og enn finnst mér ég sjá dökk biðjandi augu hans, heyra gelt og ýlfur. Það var þá sem ég kynntist sársauka og þungri byrði sorgarinnar, og nú hefur sorg- in enn kveðið dyra en á allt annan og sársaukafyllri hátt. Útgerðarfélag Höfðakaupstaðar, sem þú starfaðir sem lengst hjá, hætti starfsemi 1971 og sameinaðist Skagstrendingi. Þið félagarnir, þú, Daddi og Gylfi, sem starfað höfðuð saman á Helgunni, hélduð samstarf- inu áfram og stofnuðuð eigin útgerð í árslok 1972, keyptuð 20 tonna bát og nefnduð Helgu Björgu HU 7. Hún var máluð í grænum lit, sem var þinn uppáhaldslitur. Helguna gerðuð þið út óslitið þar til í hittið- fyrra er þið slituð útgerðinni vegna aldurs þíns, en þú varst elstur ykkar félaga, þá 73 ára. Samstarf ykkar fé- laga var með slíkum eindæmum gott, að til var tekið og um talað. Þar voru sannir vinir og félagar á ferð, sem einn maður væri, enda voru einkunnarorð ykkar: ,Alhr fyr- ir einn og einn fyrir alla“. Það var á unglingsárum mínum sem þið mamma slituð samvistum og hún flutti suður. En við bræðurn- ir vorum um kyrrt hjá þér og við bjuggum hjá þér í góðu yfirlæti uns við stofnuðum okkar eigið heimili. Aldrei fór ég bónleiður til búðar þyrfti ég á aðstoð þinni að halda og fyrir það fæ ég aldrei fullþakkað. Það sem helst var til vandræða í okkar samskiptum var að biðjast undan aðstoð ef þú taldir hennar þörf. Ymis skemmtileg atvik koma upp í hugann þegar ég lít til baka. T.d. þegar ég var nýfluttur á Hólabraut- ina, á móti þér, og hafði fest kaup á útiljósum og sett þau upp. Stoltur af nýjum útiljósum lét ég lifa á þeim fram eftir kveldi. Þegar áliðið var kvölds, hringir þú yfir, og það fyrsta sem þú segir er: „Það loga hjá þér útiljósin." Það er ekkert með það, ég fleygi frá mér símanum og orga á fjölskylduna: „Það er kviknað í úti- Ijósunum." Við það sama þutum við út, en þegar út kom var það sem við blasti tvö ljós sem skörtuðu sínu fegursta í rökkrinu. Ég fór hálf skömmustulegur í símann aftur og þá kom í Ijós að þér hafði fundist óþarfi að hafa kveikt á útiljósunum þegar enginn væri að „nota“ þau. Þar kom hin annálaða sparsemi þín til skjalanna, sumir sögðu nísku, en við systkinin sem áttum þig að, viss- um að níska var ekki til í þér, að fara vel með fjármuni var allt annað. Á jóladag til fjölda ára komum við og fjölskyldur okkar í mat til þín og áttum með þér ánægjulega og hátíð- lega stund. Ekki er hægt annað en greina frá einlægri vináttu þinni og Ólafs Ragnars, kattarins okkar hvíta. í þó nokkur skipti þegar við vorum að heiman tókst þú að þér að fóðra og annast Ólaf Ragnar. Þegar þú komst í heimsókn, eftir fréttimar í sjónvarpinu, nánast á hverju kvöldi, fagnaði Ólafur þér á sinn hátt. Þeg- ar þú fórst fylgdi Ólafur þér yfir götuna og heim að dyrum, undan- tekningarlaust. Hann kunni að þakka fyrir sig. Hann kom síðan til baka með sperrta rófu, eins og hann vildi segja: „Hann „afi“ er kominn heim.“ Eftir að við fluttum suður í haust varð heldur langt „að skreppa" í kaffi eftir fréttirnar, þannig að við urðum að láta nægja að tala saman í síma. Alltaf spurðir þú hvemig Ólafur hefði það. Það er einnig til minningar um heimsóknir þínar að þér var einkar lagið að æsa mig upp og fá mig til að hækka róminn. Þú nýttir þér að við vorum ekki samstiga í pólitík, töfra- orðin vora að hæla Davíð og hans meðreiðarsveinum og þá sprakk sprengjan og oftar en ekki lét ég skoðun mína í Ijós umbúðalaust. Svo varð mér litið á þig og þá glottir þú við tönn, þér hafði tekist ætlunar- verkið. Það glott geymi ég í minning- unni um þig ásamt öllum hinum minningunum. Ef líf er eftir þetta líf munum við eflaust hittast á ný. Þang- að til þá, vertu sæll og takk fyrir allt. Axe! Jóhann og fjölskylda. Elskulegur afi okkar Hallgrímur Kristmundsson er látinn. Að leiðar- lokum langar okkur að kveðja og þakka fyrir samfylgdina. Þegar við horfum til baka og minnumst þess þegar við litlir strákar vorum á leið norður í land fullir eftirvæntingar á leið í heimsókn til afa á Skagaströnd eins og við kölluðum hann er margt sem kemur upp í hugann. Þegar komið var á leiðarenda var það hlý stroka á kollinn og síðar meir þétt og traust handartak sem tók á móti okkur. Oftar en ekki skriðum við framúr á morgnana og settumst á móti afa við eldhúsborðið þar sem hann tottaði pípuna sem var hans vörumerki og spjölluðum um lífið og tilveruna þar sem sjó- mennskuna bar oft á góma. Það þótti heldur ekkert slor að fara með afa inn I eldhús á kvöldin að búa tO bátakakó eins og hann kallaði það. I okkar huga var það mikið ævin- týri að fá að fara með afa niður í Helgu Björgu, skreppa niður í lúkar þar sem stundum var lumað á súkkulaði og síðan niður í vélarrúm þar sem „Kata“ hans blasti við speg- ilgljáandi. Það fór ekki fram hjá neinum sem þangað kom né inn á heimili hans á Hólabrautinni að þar fór mikið snyrtimenni. Annar okkar bræðra átti þess kost að heimsækja afa aðeins nokkram klukkustundum fyrir andlátið. Hann sagðist vera að skána eftir nokkurra daga sjúkra- húslegu og gerði lúmskt grín að líf- inu á spítalanum með sínu góðlát- lega glotti. Enn var handtakið þétt og höndin traust og ekkert sem benti til að komið væri að leiðarlok- um. En fljótt skipast veður í lofti og enginn veit sína ævi fyrr en hún er öll. Við viljum að lokum þakka fyrir samfylgdina og þá tryggð sem okk- ur var sýnd, minningin um góðan og traustan mann mun lifa um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir ailt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þökk fyrir allt. Hallgrímur og Þorvaldur Þorlákssynir og fjölskyldur Minn elskulegi tengdafaðir Hall- grímur Kristmundsson er látinn. Þótt erfitt sé að skrifa minningar- grein um látinn vin er þó ljúft að rifja upp liðnar samverastundir þar sem aldrei bar skugga á. Við Hallgrímur kynntumst fyrir rúmum tuttugu áram, en það var um það leyti sem við Jóhanna dóttir hans hófum sambúð. Hann tók á móti mér á sinn hátt, brosti svolítið, bauð mig velkominn í sitt hús, við fengum okkur kaffi og hann fékk sér í pípu. Þannig var hann og þannig var hann alla tíð. I mínum huga var Hallgrímur eins og klettur, það var alveg sama hvað á gekk, aldrei haggaðist hann svo heitið gæti. Ekki kann ég að segja mikið frá ævi og störfum Hallgríms áður en okkar kynni hófust og ætla ég það öðram. Hann var fyrst og síðast í mínum huga sjómaður og það með stóru S. Hann sagði mér oft frá störfum sínum til sjós, frá þeim bát- um sem hann hafði verið á, bæði á vetrarvertíðum á Suðurnesjum og síldveiðum fyrir Norður- og Austur- landi. Hallgrímur var með vélstjóra- próf frá Vélskóla íslands. Það var mikill og skemmtilegur fróðleikur sem hann bjó yfir á löng- um og oft og tíðum erfiðum sjó- mannsferli í misjöfnu veðri. Þegar okkar kynni hófust var Hallgrímur á Helgu Björgu, trébát, sem þeir áttu saman vinimir, hann, Daddi og Gylfi. Þegar við Júdý komum í heim- sókn á Ströndina með afastrákana Hallgrím og Þorvald var yfirleitt alltaf byrjað á bryggjuferð. Þá fóra allir um borð í Helgu Björgu, hann notaði tækifærið og dældi olíu upp á tankinn fyrir kamínuna meðan við skoðuðum „hafskipið". Hjá vélstjór- anum Hallgrími var hvorlri dralla né drasl í vélarrúminu, verkfæri, vara- hlutir og aðrir þeir hlutir sem í vél- arrúmi þurfa að vera, allt á sínum stað og litla gula Caterpillai'-vélin glansaði öU. „Talarðu við hana, Hall- grímur" spyi’ ég. „Ha, ha, nei, nei, það geri ég nú ekki.“ Sjómannadagurinn var alltaf stærsti dagur ársins í huga Hall- gríms. Við Júdý vorum hjá honum saman fyrst á Sjómannadaginn 1979 og höfum verið á Skagaströnd alla sjómannadaga síðan. Hallgrímur var búinn að gera sjómannadaginn að okkar hátíðisdegi. Við Hallgrím- ur fórum saman í skrúðgönguna, ekki alltaf alla leið en frá útibúinu að kirkjunni og hlustuðum á sjómanna- messuna, þar syngja sjómenn sjálfir sína messu. Ekki vissi ég hvort Hallgrímur var mikið trúaður, en hann bar mikla virðingu fyrir kirkju sinni og trúarathöfnum. Hallgrímur var heiðraður á sjó- mannadaginn á Skagaströnd 1991 fyrir sjómannsstörf í þágu lands og þjóðar. Hann var vel að þeim heiðri kominn. Pólitík ræddum við oft, Hallgrím- ur var rammpólitískur. Sjálfstæðis- maður í húð og hár, og varðist vel ef á hans skoðanabræður var deilt. Hann hafði sína skoðun á fisk- veiðistefnunni og fylgdist vel með þegar eitthvað var að gerast í stjórnun fiskveiða. Omissandi á eldhúsborðinu vora Sjávarfréttir enda nýjasta nýtt í öllu varðandi veiðar og vinnslu í því blaði, sem hann las í hverja síðu, „sá er aldeilis með kvóta, þessi maður“, heyrðist oft við lesturinn. Útvarpstækið var ávallt skammt undan, fréttir, veður og Auðlindin frá gömlu „gufunni" vora ómissandi þáttur í lífi Hallgríms, „maður verð- ur að hlusta á veðrið," sagði hann, „ekki dugar annað.“ Hallgrímur átti gott bókasafn, hann las mikið, bæði eigin bækur og líka úr bókasafninu. Hann fór sjald- an að sofa fyrr en búið var að lesa lítillega úr bókinni sem var á nátt- borðinu í það skiptið. Nokkram sinnum fóram við sam- an í ferðalög, bæði hér innanlands og erlendis. Ekki var hægt að hugsa sér betri ferðafélaga. Hallgrímur hafði gaman af að ferðast, en gerði alltof lítið af því „það þarf einhver að vera heima“, sagði hann. Skagaströnd var hans heimabyggð, höfnin og bátamir, Höfðinn og Spá- konufellið, þetta var það umhverfi sem hann lifði fyrir og var stoltur af. Hallgrímur var giftur Ingibjörgu Axelsdóttur frá Skagaströnd eins og hann var sjálfur. Þau slitu samvist- um tveimur áram áður en ég kynnt- ist Hallgrími en héldu ágætu sam- bandi alla tíð. Þau eignuðust þrjú böm, Jóhönnu, Sævar og Axel. Ingi- björg býr í Reykjavík. Með þessum orðum kveð ég Hall- grím, þann mæta mann. Jakob Skúlason. Að eiga uppbyggileg og jákvæð samskipti við_ fólk á lífsleiðinni er ómetanlegt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja Hallgrím Kristmundsson sem var samstarfs- félagi minn til margra ára. Nú er Hallgrímur vinur minn allur, hann lést á Landspítalanum föstudaginn 9. október 74 ára að aldri. Hallgrímur bjó sér fagurt heimili á Skagaströnd ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Axelsdóttur og eignuðust þau þrjú böm. Þau skildu. Grímur eins og hann var oftast kallaður ólst upp við kröpp kjör eins og algengt var á þeim áram og varð honum tíðrætt um fátæktina sem þá ríkti. Það hafði óneitanlega mikil áhrif á hann sem lýsti sér í því að hann fór vel með og fannst oft nóg um eyðslu manna. Grímur var þátttakandi í miklu framfaraskeiði í íslenskum sjávarút- vegi. Hann byrjaði ungur að vinna og vann alla tíð störf sín til sjós. Á hans yngri áram fór hann oft á ver- tíðar suður til Grindavíkur, Hafna eða Hafnarfjarðar þar sem tekju- möguleikar vora mun meiri heldur en í heimahéraði hans. Hann settist á skólabekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.