Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 54
^54 LAUGAKDAGUR 17. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
•4?
Hagkværaur
forgangur
TILEFNI þessara
skrifa er að við í starfs-
hópi á vegum heilbrigð-
isráðuneytisins sem
höfum undanfarið eitt
og hálft ár unnið að
stefnumótun í málefn-
um geðsjúkra, höfum
' Viú lokið störfum. Nið-
urstaða hópsins hefur
litið dagsins ljós,
skýrsla upp á nærri
300 síður, sem afhent
var Ingibjörgu Pálma-
dóttur heilbrigðis- og
tryggingamálaráð-
herra á alþjóða geðheil-
brigðisdaginn hinn 10.
október. Ráðherra, sem
sjálf átti frumkvæðið að því að lagt
var af stað í þessa vinnu, hefur nú
tekið undir með starfshópnum um
að úrbætur í málefnum barna og
unglinga skuli hafa forgang. Vinnu-
brögð af þessu tagi ættu að vera
_Jjðrum ráðamönnum til fyrirmynd-
ar því ákvarðanir í stjórnkerfinu
einkennast of oft af skammsýni og
skyndilausnum.
Til skamms tíma héldu menn að
geðtruflanir barna væru sjaldgæf-
ar, hefðu eingöngu með uppeldis-
hætti að gera og gengju yfirleitt yf-
ir en að fólk veiktist af alvarlegum
geðsjúkdómum þegar fullorðins-
aldri væri náð. Veruleikinn er alls
ekki svo og faraldsfræðilegar rann-
sóknir sýna að geðraskanir eru
álíka algengar á barnsaldri og á
^'fullorðinsárum, þ.e. að fimmta
hvert barn á við geðheilsuvanda að
stríða og allt að helmingur þess
hóps eða um 7-10% barna og ung-
Ólafur Ó.
Guðmundsson
NINO D ANIELI
fierra
GARÐURINN
-klæðirþigvel
■ GEBERIT
BIQndunartæki
Rafeindastýrt, snertifrítt
blöndunartæki. Hentar sériega
‘ÍSfel fyrir matvælaiðnað, læknastofur,
veitingastaði o.fl. Einnig fyrir heimili.
Heildsöludreifing:
Smiðjuvegi 11. Kópavogi
Sími 564 IDBð.fax 564 1089
linga þurfa á sérfræði-
aðstoð að halda vegna
geðraskana. Geðsjúk-
dómar sem fullorðnir
leita sér hjálpar við
hafa í mörgum tilfell-
um verið til staðar síð-
an úr bamæsku, ýmist
sem forstigseinkenni
eða með sams konar
einkennum en birting-
armyndin mótuð af
þroska bamsins á
hverju aldursskeiði.
Ymsar ástæður hafa
verið fyrir því að ekki
hefur verið leitað eftir
geðheilbrigðisþjónustu
fyrir börn og unglinga
í sama mæli og fullorðna, svo sem
vanþekking á eðli vandans, fordóm-
Starfshópurinn leggur
til, segir Ólafur Ó. Guð-
raundsson, að uppbygg-
ing Barna- og unglinga-
geðdeildar Landspítal-
ans verði gerð að for-
gangsverkefni í
heilbrigðiskerfínu.
ar og ónógt framboð þjónustu.
Ýmislegt bendir til að þetta sé að
breytast og t.a.m. stefnir í að tilvís-
anafjöldi til Barna- og unglingageð-
deildar Landspítalans (BUGL)
aukist um þriðjung milli áranna
1997 og 1998. Sama þróun hefur átt
sér stað undanfarin ár í nágranna-
löndunum og hafa stjórnvöld t.d. í
Noregi bmgðist við með markvissri
uppbyggingu geðheilbrigðisþjón-
ustunnar.
Hér á landi er oft rætt um nauð-
syn forvarna í umræðum um vímu-
efnamisnotkun unglinga. Ýmsum
tölum um neyslu ungmenna er
fleygt á loft en áreiðanlegar athug-
anir um útbreiðslu alvarlegrar mis-
notkunar vantar, þó benda tölur
meðferðarstofnana til aukinnar
misnotkunar á ólöglegum vímuefn-
um. Rannsóknarstofnun uppeldis-
og menntamála birti hins vegar í
vor niðurstöður rannsókna sinna á
vímuefnaneyslu ungs fólks. Þar
ílfSl "lllbor:
Handklæðaofnar
Vandaðir handklæðaofnar.
Fáanlegir í ýmsum stærðum.
Lagerstærðir:
700 x 550 mm
1152 x 600 mm
1764 x 600 mm
_ „ Smíðjuvegi 11, Kópavogi
IcöQleh: Síml 50410B8,fax 564 1089
■f æst í bygBingauöruuerslunum um land allt. ■ Fæst í bvggingauöruuerslunum um land allt.
kemur fram að hlutfall 9. og 10.
bekkinga sem neytt hafa áfengis
(um 80%) hefur lítið breyst undan-
farin 15 ár. Vandamál tengd áfeng-
isneyslu svo sem ógætileg kynlífs-
reynsla og andfélagsleg hegðun er
algengara vandamál hér á landi en
víða í Evrópu. Hlutfall nemenda í
10. bekk sem hafa prófað ólögleg
vímuefni er 10%, sem er hærra en í
Noregi og Svíþjóð en lægra en í
Danmörku og Bretlandi. Ein megin
niðurstaða þeirra sem að rannsókn-
inni stóðu er að því yngri sem ung-
lingarnir hefja áfengisneyslu, því
alvarlegri eru vandamálin sem
henni fylgja, þ.m.t. neysla ólöglegra
vímuefna. Fjölmargar rannsóknir
liggja fyrir um það hverjir það eru
sem eru líklegri til að misnota
vímuefni á unglings- og fullorðins-
árum. Það eru einstaklingar með
geðræna erfiðleika í tengslum við
ýmsa áhættuþætti svo sem athygl-
isbrest með ofvirkni, hegðunar-
röskun, námserfiðleika, kvíðarask-
anir, fjölskyldusundrung og fleira.
Með öðrum orðum, þeir sem þurfa
á aðstoð bamageðheilbrigðisþjón-
ustu að halda áður en vímuefna-
neyslan hefur gert vandamálin
óþægilega sýnileg íyrir hinum al-
menna borgara. Það er uppbygging
þessarar þjónustu sem er eitt af
grundvallaratriðum raunvemlegrar
forvamarvinnu.
En hvað þarf að gera? Starfshóp-
urinn hefur komið með tillögur til
úrbóta í 10 liðum en meðal þess
helsta er eftirfarandi:
Gera þarf heilsugæslunni, sál-
fræðiþjónustu skóla og sérfræð-
ingum á stofum betur kleift að
sinna börnum og unglingum með
geðræn vandamál. Ráða þarf í lög-
boðnar stöður sálfræðinga og fé-
lagsráðgjafa við heilsugæslustöðv-
ar og mynda teymi sem tengdust
sérfræðimiðstöð á borð við BUGL
og gætu sinnt fjölskylduráðgjöf og
meðferð við einfaldari vanda.
Endurskoða þarf grunnskólalög
og reglugerð um sérfræðiþjónustu
skóla sem nú einskorðar starfsem-
ina við mat á vanda en ekki með-
höndlun hans. Samninga Trygg-
ingastofnunar ríkisins við barna-
geðlækna og barnalækna þarf að
endurskoða með tilliti til
starfsviðs þeirra. Gera þarf sál-
fræðingum og félagsráðgjöfum
með sérmenntun á þessu sviði
mögulegt að gera samning við
stofnunina og þeir geti tekið við
sjúklingum samkvæmt tilvísun
læknis eins og á sér stað t.d. með
sjúkraþjálfun.
Starfshópurinn leggur jafnframt
til að uppbygging Barna- og ung-
lingageðdeildar Landspítalans
verði gerð að forgangsverkefni í
heilbrigðiskerfinu. Það er ekki að
ástæðulausu sem svo djúpt er tekið
í árinni. BUGL hefur verið í
fjársvelti um langa hríð og má til
samanburðar nefna að upphæð sú
(200 milljónir) sem Barnaverndar-
stofa telur nauðsynlega til að mæta
meðferðarþörfum félagsmálakerfis
ríkisins vegna tveggja viðbótarár-
ganga í tengslum við hækkun sjálf-
ræðisaldurs, þ.e. 16 og 17 ára ung-
linga, er hærri en allur samanlagð-
ur rekstrarkostnaður BUGL fyrir
aldurinn 0 til 17 ára. BUGL er ein-
angruð frá annarri heilbrigðisþjón-
ustu við börn og litlir möguleikar
eru á að fylgja málum eftir eins og
þyrfti. Það má segja að það vanti
bæði upphafið og endinn á þjónust-
unni. Upphafið, að því leytinu að
bráðamóttökudeild þyrfti að vera
til staðar á Landspítalalóð sem
sinnt gæti alvarlegum bráðavanda
og t.a.m. unglingum sem hirtir eru
upp í annarlegu ástandi t.d. vegna
vímuefnaneyslu. Slík deild gæti átt
samvinnu við meðferðarstöð
Barnaverndarstofu. Fagfólk sem
þekkir vandann og fjölskyldur
þeirra sem í hann hafa ratað vita
hversu aðkallandi er að fá slíka
deild. Endinn vantar í íyrsti lagi
þar sem sífellt fleiri ný aðkallandi
mál koma upp í kerfi sem þegar
annar ekki eftirspurn sem gerir
það að verkum að eftirfylgd mála
verður ófullnægjandi og í öðru lagi
er ekki til ein einasta langtíma
meðferðardeild fyrir unglinga með
viðvarandi geðræn vandamál. End-
urskipulagning og tímabundnar
viðbótarráðningar hafa skilað sér í
verulegri aukningu í þjónustu við
þá sem hafa beðið á biðlista en um
leið fjölgar tilvísunum eins og áður
var bent á. Skortur á fagfólki til að
fylgja málum eftir og meðferðar-
úræðum verður hins vegar enn til-
finnanlegi’i við slíkar aðstæður.
Ýmislegt fleira mætti telja til um
erfiða stöðu BUGL og úr þarf að
bæta. Það tekur síðan steininn úr
að þegar loks er ákveðið að reisa
tímabæran Barnaspítala er ekki
gert ráð fyrir að hægt verði að
sinna einum algengasta heilsufars-
vanda barna sem geðraskanir eru,
sem birtast ósjaldan í líkamlegum
einkennum eða gera meðferð lík-
amlegra sjúkdóma erfiðari og
kostnaðarsamari þegar tafir verða
á viðeigandi sjúkdómsgreiningum
og meðferð.
Barna- og unglingageðlækningar
er sú sérgrein læknisfræðinnar
sem hefur verið í einna mestri
framþróun á undanförnum árum,
þróun sem byggist á vísindalegri
þekkingu og faglegum vinnubrögð-
um. Heilbrigðisráðherra hefur for-
gangsraðað, í orði, samkvæmt því
en eftir stendur að sýna viljann í
verki. Það er ekki aðeins á sviði
heilsufarsupplýsinga sem hag-
kvæmir fjárfestingarmöguleikar
gefast í heilbrigðiskerfinu heldur
ekki síður í því sem heilbrigðis-
kerfið fæst við dags daglega. Þegar
um börn og unglinga er að ræða í
því samhengi sem hér er um rætt
verður hagkvæmnin enn augljós-
ari.
Ingibjörg, stefnan er mörkuð,
tími framkvæmdanna er runninn
upp.
Höfundur er yfirlæknir Barna- og
unglingageðd eildar Lan dspítalans
og fulltrúi Barnageðlæknafélagsins
í stefnumótunarhópi ímálefnum
geðsjúkra.
Hvers vegna fiskveiði-
stj órnunarkerfi?
EINS og margir
aðrir er ég orðin lang-
þreytt á umræðunni
um fiskveiðistjórnun-
arkerfið. Hún hefur
lengi verið á villigötum
og ætla ég að leitast
við að skýra málin í
tveimur greinum hér í
Morgunblaðinu.
Eru menn búnir að
gleyma hvers vegna
fiskveiðistjórn var sett
á? Þegar aflamarks-
kerfið var sett á út-
vegsmenn, var það af
illri nauðsyn. Mikil-
vægustu fiskistofnar
okkar voru komnir í
hættulegt lágmark og nauðsynlegt
að grípa til ráðstafana til að hindra
hrun eins og gerðist t.d. við
Kanada.
Ávöxtun
sameignarinnar
Samkvæmt lögum eru nytja-
stofnar við Island sameign íslensku
þjóðarinnar. En hverjir áttu að
ávaxta þessa þjóðareign? Var ekki
sjálfsagt að þeir sem höfðu nýtt
hana og lagt af mörkum fjármagn
og vinnu fengju nýtingarrétt á
skertri auðlind?
Eins og umræðan er í dag virðist
svo ekki vera. Að áliti andstæðinga
fiskveiðistjórnunarkerfisins virðast
allir betur færir um að gera út en
þeir sem nú heita útgerðarmenn.
Maður sér jafnvel skrif um að ef út-
vegsmenn gangast ekki þegjandi
undir veiðileyfagjald þá séu til aðrir
aðilar sem gætu nýtt sér auðlind-
ina. Það skyldi þó ekki vera að
þessir sömu menn væru með er-
lenda útvegsmenn í
huga í þessu sambandi
eða inngöngu í banda-
lag þeirra í Brussel til
að gerast styrkþegar
erlendra aðila.
Eðlileg viðskipti
Heimildir til kvóta-
viðskipta hafa verið
gagnrýndar og miklar
tröllasögur eru á
kreiki um sölu á afla-
heimildum. Það er rétt
að kerfið heimilar að
varanlegar aflaheim-
ildir séu framseljan-
legar og frá því að afla-
markskerfið var sett á
hafa ýmsar útgerðir kosið að hverfa
úr greininni annaðhvort til að
stunda annan atvinnurekstur eða til
Framsal aflamarks inn-
an ársins eða skipti á
aflakvótum, segir
Guðrún Lárasdóttir í
þessari fyrri grein af
tveimur, gerir mönnum
kleift að stunda þær
veiðar sem hverjum og
einum henta best.
að hætta og gerast launþegar hjá
öðrum. Aflaheimildir þessara skipa
hafa verið sameinaðar öðrum
og/eða skuldbindingar yfírteknar af
þeim sem hafa treyst sér til að axla
þá ábyrgð sem fylgir því að gera út
á Islandi.
Það að hægt sé að stunda við-
skipti með varanlegar aflaheimildir
gerir kerfið sveigjanlegt og auð-
veldar verðmætasköpun, jafnframt
því að minnka umframafkastagetu
sem leiðir til ofveiði á viðkvæmum
fiskistofnum. Framsal aflamarks
innan ársins eða skipti á aflakvót-
um, eins og eðlilegt er að kalla það,
gerir mönnum kleift að stunda þær
veiðar sem hverjum og einum
henta best.
Skerðing í mörgum
tegundum
Frá því að aflamarkskerfið var
sett á hafa aflaheimildir verið
skertar frá ári til árs, ekki bara í
þorski (sem reyndar var aðeins
aukið við í ár), heldur líka í öðrum
mikilvægum tegundum. En það er
langt í land með að því magni sem
úthlutað var í byrjun verði náð. í
málflutningi sem einkennist af upp-
hrópunum er aldrei talað um þá
skerðingu sem hefur orðið í öðrum
tegundum en þorski. í ár var skerð-
ing í rækju, ýsu og kola sem í pen-
ingum talið er að minnsta kosti
sambærileg við aukningu í þorski.
Þó ber þess að geta að við sem
nýtum þessa auðlind og höfum
hætt fjármagni og ómældri vinnu
við að láta enda ná saman og skila
hagnaði sem fer áfram út til þjóð-
arinnar, gleðjumst þegar fiski-
stofnar eins og þorskur virðast
vera að stækka og einhver sýnileg-
ur árangur af erfiði okkar kemur í
ljós.
Höfundur er útgerðarmaður
{ Hafnarfirði.
Guðrún
Lárusdóttir