Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 64
I DAG 64 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf . Leikhús, biblíu- lestur og sveifla í Neskirkju MARGT er í boði í Neskirkju þessa helgi, allt frá sköpunarsögunni yfir í létta sveiflu. Á laugardag kl. 10.30 byrja biblíu- lestrar sem verða á laugardags- morgnum í vetur. Sr. Frank M. Halldórsson mun leiða lesturinn. Lesið verður úr Matteusarguð- spjalli. Eftir lestrana verður boðið upp á súpu og brauð. I vetur verður sú breyting að fé- lagsstarf eldri borgara á laugardög- um verður annan hvern laugardag kl. 15. Félagsstarfið hófst með vel heppnaðri haustlitaferð þann 3. október. Nk. laugardag, 17. október, kemur Þór Magnússon þjóðminja- vörður í heimsókn. Boðið er upp á kaffiveitingar á vægu verði. Kirkju- bíllinn gengur um hverfið að vanda. Síðastliðinn sunnudag frumsýndi „Furðuleikhúsið" leikritið „Sköpun- arsöguna" í sunnudagaskóla Nes- kirkju við góðar undirtektir. Kl. 17 verður önnur sýning á vegum leik- hússins sem sérstaklega er ætluð til kynningar fyrir skólastjómendur og starfsmenn kirkna, en allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Á sunnudag er sunnudagaskóli fyrir börnin kl. 11. Á sama tíma er starf fyrir 8-9 ára böm. Opið er frá kl. 10 í safnaðarheimili þar sem bömin geta litað og teiknað og full- orðnir fengið sér kaffi. Kl. 14 er guðsþjónusta. Prestur er sr. Halldór Reynisson. Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á kaffi í safnaðarheimili. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 verður síðan flutt kvöldmessa með léttri sveiflu. Söng annast Þorvaldur Halldórsson og hljóðfæraleik Jón Rafnsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Sigurður Flosason á saxófón og Gunnar Gunnarsson á píanó. Dagskrá kvöldsins hefst kl. 20 með tónlistar- flutningi. Prestur er sr. Halldór Reynisson. Efth- messu verða kaffi- veitingar í safnaðarheimili. Háskólinn og kirkjan, vísindin og guðfræðin DR. PÁLL Skúlason rektor Há- skóla Islands heldur fyrirlestur á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju næstkomandi sunnudag kl. 10 f.h. um efnið „Háskólinn og kirkjan, vís- indin og guðfræðin". Spurningin um tengsl trúar og vísinda leitar á marga. Sumir telja þetta ósættanlegar andstæður, aðrir lifa í sátt við hvort tveggja. Háskól- um er ætlað að vera leiðandi og mót- andi í vísindalegri hugsun og iðju og hafa margvísleg áhrif á skilning manna á sjálfum sér og þeim heimi sem við lifum í. Kirkjan hefur um aldir verið og er enn mótandi afl í samfélagi manna. Eiga þessar stofn- anir samleið? Er guðfræðin vísindi? Dr. Páll Skúlason hefur öðrum ís- , lenskum samtímaheimspekingum fremur tekið þátt í umræðum um kirkju og kristni, svo sem rit hans bera vott um, og er þekktur af því að koma á óvart í málflutningi sín- um. Það verður því forvitnilegt að heyra það sem hann hefur að segja um framangreint efni. Keltnesk kvöld- messa í Hafnar- fjarðarkirkju KVÖLDMESSA með keltnesku sniði verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 18. október og hefst hún kl. 20.30. Fylgt verður fyrirmynd frá eynni Iona, sem er merkur kirkju- staður í Skotlandi en þar er keltnesk- ur trúararfur rannsakaður og unnið jafnframt að nýjungum í helgihaldi. Lífsgleði og fógur tilbeiðsla einkennir i mjög keltneskt helgihald. Sextett mun syngja keltneska sálma við messuna auk þess sem sálmar úr nýrri sálmabók Þjóðkirkj- unnar er eiga sér uppruna í kelt- neskum jarðvegi verða sungnir en kvintettinn skipa: Sigrún Lilja Ein- arsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir, sópran, Aðalheiður M. Gunnarsdótt- ir, alt, Númi Ámason, tenór, og Árni Gunnarsson, bassi. Þórunn mun jafnframt leika á flautu og Árni á básúnu. Fermingarböm sýna helgileik í messunni en organisti verður Natal- ía Chow og prestar sr. Þórhildur Ólafs og sr. Gunnþór Ingason. Ár- degisguðsþjónusta fer einnig fram þennan dag og hefst hún kl. 11. Prestur er þá sr. Þórhallur Heimis- son. Félagar í Gideonfélaginu heim- sækja kirkjuna og Pétur Ásgeirs- son, Gideonmaður prédikar og les ritningarorð. Safnaðarheimilið Strandberg er opið eftir báðar þess- ar guðsþjónustur. Söngvinir syngja í GUÐSÞJÓNUSTU í Kópavogs- kirkju sunnudaginn 18. október kl. 14 munu Söngvinir, kór eldri borg- ara í Kópavogi, syngja sérstaklega og leiða safnaðarsöng ásamt félög- um úr kór Kópavogskirkju. Söngvinum, sem þekktir era fyrir sönggleði og agaðan söng, stjórnar Sigurður Pétur Bragason söngvari, en hann mun einnig syngja einsöng í guðsþjónustunni. Æskulýðsdagur í Bústaðakirkju í BÚSTAÐAKIRKJU er öflugt barna- og æskulýðsstarf þar sem börn og unglingar fá fræðslu ásamt því að syngja og njóta þess að eiga samfélag í hverri viku. Sunnudagur- inn 18. október er tileinkaður æsk- unni og því verður ungt fólk I fram- línunni hjá okkur þann dag. Dagskrá dagsins verður sem hér segir: Kl. 11 barnamessa, þar er komið saman, sungið og leikið og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að mæta með börnunum. Hver veit nema að við fáum skrítna heimsókn. Hljómsveit unglinga ásamt org- anista spilar í messunni. Kl. 14 al- menn guðsþjónusta. Kl. 20 kirkju- leg sveifla. Kvöldmessa með léttu sniði þar sem Bjöllusveit og hljóm- sveit Bústaðakirkju ásamt Barna- kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng- inn. Hugleiðingu kvöldsins flytur Hreiðar Örn Stefánsson umsjónar- maður safnaðarstarfs Bústaða- kirkju. Það má segja að það sé eitthvað fyrir alla í Bústaðakirkju. Allir vel- komnir. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Gestapredik- ari Vörður Traustason. Allir hjart- anlega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. KFUM og KFUK v/Holtaveg. Sam- koma verður á morgun kl. 17 í aðal- stöðvunum. Páll Hreinsson sér um ritningalestur og bæn. Bjarni Gísla- son segir frá störfum íslenska kristniboðsins í Afríku. Kagna- kvartettinn syngur. Ræðumaður dagsins verður sr. Sigurður Pálsson fv. formaður KFUM í Reykjavík og sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Boðið verður upp á barnagæslu og -fræðslu meðan á samkomunni stendur. Að lokinni samkomu geta samkomugestir fengið keypta sam- félagseflandi og fjölskylduvæna máltíð á hagstæðum kjöram. Allir era velkomnir og fólk hvatt til að fjölmenna. Kl. 20.30 verður síðan boðið upp á lofgjörðar og bænastund. Þá mun Sigurbjörn Þorkelsson fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK hafa stutta hugleiðingu og Bjarni Gunnarsson og Þorvaldur Halldórs- son sjá um tónlistarflutning. Boðið verður upp á fyrirbæn í lok stundar- innar. Allir velkomnir. MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Tilbúnar slysagildrur BÍLSTJÓRI hringdi og vildi vekja athygli á slysa- gildru sem bæjaryfirvöld eru nýbúin að setja upp, þar sem koma saman Laugavegur og Hverfis- gata. Búið er að loka vinstri akreininni til hálfs þar sem komið er upp Hverfisgötuna að Rauðar- árstíg. Svona er þetta búið að vera núna í rúman hálf- an mánuð, ómerkt og ómálað. Bílstjórinn hringdi í Umferðarráð tii að grennslast fyrir um hvern- ig á þessum ósköpum stæði, og þar var sagt að málið yrði athugað. Ekki er að sjá að nein breyting hafi átt sér stað þrátt fyrir það. Nóg er um slys þó bæj- aryfirvöld leggi sig ekki sérstaklega fram við að búa til gildrur fyrir öku- menn. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust SILFURLITUÐ gleraugu með tvískiptum glerjum töpuðust á leiðinni Grund- arstígur - Klapparstígur í vikunni. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 568-6457. Kortaveski tapaðist LÍTIÐ svart kortaveski tapaðist laugardaginn 10. október. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 588-1188. Gleraugu í óskilum FREKAR lítil gleraugu í grárri umgjörð eru í óskil- um á Blómvallagötu 13. Upplýsingar í síma 551- 0483. Dýrahald Týnd kisa KISAN Tamlin er búin að vera týnd í tæpar þrjár vikur, en hún á heima í Fitjasmára í Kópavogi. Hún er bröndótt með gul- um skellum og var með rauð- og bláköflótta ól með viðhengi sem í var miði með nafni og heimilisfangi. Hafi einhver orðið var við ferðir kisu er hann beðinn að hringja í síma 554-1676. SKAK llmsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á ólympíuskákmótinu í Elista, sem lauk fyrr í vikunni. Sergei Movsesian (2.640), Tékklandi, hafði hvítt og átti leik gegn Bogd- an Lalic (2.560), sem lék síðast 22. - g7 - g6??, sem reyndist vera grófur afleikur. 23. Rxg6! og svartur gafst upp. Hann tap- ar a.m.k. skiptamun, því 23. - hxg6 er auðvitað svarað með 24. e6+ - Dc7 25. Bf4 og svarta drottningin fellur. Rússar skutust fram úr Bandaríkja- mönnum í lokaum- ferðinni og sigruðu eina ferðina enn. Þeir Kasparov, Karpov og Kramnik vora fjarri góðu gamni og sigur- sveitin var skipuð ungum mönnum, þeim Peter Svidler, Sergei Rúblevskí, Jevgení Barejev, Alexander Morosjevitsj, Vadím Zvjagíntsev og Konstantín Sakajev. HVÍTUR leikur og vinnur HOGNI HREKKVISI '•Tfcwi er bú/nn cú éá/gc\ 6ᣠarkmu " Með morgunkaffinu COSPER VAKNAÐU! Við borguðum 8000 krónur á dag til að njtíta þessa útsýnis. 7-24 . . að sýna honum nýja sundbolinn. TM Reg. U.S. Pat. Off. — all riflhts reserved (c) 1998 Los Anfleles Times Syndicate ÉG er að gera fræðilega könnun á því hvernig bænd- ur veija frítíma sinum. Víkveiji skrifar... AÐ hefur vakið athygli að Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður skyldi taka sér tveggja vikna fæðingarorlof þegar honum fæddist dóttir fyrir stuttu. Það er vissulega gott hjá Stein- grími að sýna fordæmi með því að nýta hinn nýfengna sjálfstæða rétt feðra til fæðingarorlofs. Hins veg- ar upplýsti Steingrímur það í við- tölum, sem tekin voru við hann vegna þessa atburðar, að hann hefði fyrir nokkrum árum sinnt heimili og börnum einn, ásamt sínu annasama starfi, misserum saman á meðan kona hans var í námi erlendis. Ekki hefði það síður verið ástæða til að taka viðtal við Steingrím á sínum tíma, því að það er óvenjulegt að karlar axli - eða fái að axla - þessa ábyrgð einir. En Steingrímur er einn af þeim, sem sýna að körlum ferst vel úr hendi að annast um börn og heim- ilisrekstur ef þeim er treyst fyrir því. Það er þess vegna full ástæða til að veita körlum sömu tækifæri og konum til að vera heima hjá litl- um börnum. Tillögur þess efnis hljóta að fara að koma til kasta Al- þingis von bráðar og varla fer á milli mála að Steingrímur J. verð- ur ötull baráttumaður fyrir þeim málstað. xxx TVARPSSTÖÐIN Klassík hefur nú breytt tíðninni á út- sendingu sinni. Ekki veit Víkverji hvort útsendingarstyrkurinn breyttist um leið, en svo mikið er víst að hann nær sendingum stöðv- arinnar nú miklu betur í bílnum sínum en áður, þannig að honum finnst breytingin hið bezta mál. Víkverji hlustar mikið á þessa stöð, bæði vegna tónlistarinnar og BBC- fréttanna, en honum finnst þó að kynningar á tónverkum, sem flutt eru, mættu vera tíðari. XXX EF KJARNORKUSPRENGJA dytti á Reykjavík væri senni- lega bezt að vera staddur í Nýkaupi í Kringlunni til að komast hjá geisl- im. Svo mikið er víst að engar rad- íóbylgjur virðast komast inn fyrir steinsteypta og gluggalausa veggi verzlunarinnar og sama á raunar við um Hagkaup á hæðinni fyrir of- an. Þetta er dálítið bagalegt fyrir þá, sem ganga með GSM-síma og þurfa að vera í stöðugu sambandi, t.d. starfs síns vegna, því að GSM- sambandið í verzluninni er ekkert og raunar slæmt víðast hvar í Kringlunni. Forráðamenn verzl- anamiðstöðvarinnar ættu að fara að dæmi Spalar, Sem hefur látið setja upp sérstakt GSM-kerfi í Hval- fj arðargöngunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.