Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ***** MYNDBANDS T/nn^. iM OTRULEGT VERÐ PWMÉ - ! Enterprize turn i Intel Celeron Pll 300 Mhz örgjörvi 117“ skjár með aðgerðum á skjá í 32 MB SDRAM innra minni 14,3 GB harður diskur I 32 hraða geisladrif 14MB Grafixstar 560 PRO AGP skjákort 116 bita 3D hljóðkort i 80 W hátalarar I 33.6 bás mótald m/ faxi & símsvare ! 4 mánaða Internetáskrift I Windows lyklaborð Þriggja hnappa Logitech mús I Windows 98 uppsett og á CD Þráðlaus fjarstýring • 4 hausa Allar aðgerðir á skjá • ShowView Sjálfvirk stöðvaleitun • LongPlay them. premieruabue j Heitasti fram- F00T8ALL MANAOER 89 kvæmda- stjóraleikurinn Litla Hafmeyjan ein vinsælasta Disney mynd allra tíma! Með ísl. tali í dag! ■ MARGMIÐLUN Tónmiðill íslands Morgunblaðið/Ásdís KJARTAN og Páll Olafssynir, forsvarsmenn Tónmiðils Islands. LISTAMENN hafa margir verið snöggir til að nýta sér möguleika nýrra miðla, meðal annars Netsins, og fjölmargir hafa komið sér upp síðum þar sem lesa má texta, sjá myndverk eða hlusta á tónlist svo dæmi séu tekin. Sumir hafa komið upp miðstöðvum fyrir listamenn, til að mynda art.is sem er miðstöð myndlistarmanna á slóðinni www.art.is, og nú hafa tónlista- menn og sambönd þeirra tekið höndum saman um að koma upp léni fyrir tónlist, listir.is Þeir Kjartan Ólafsson tónskáld og Páll Ólafsson verkfræðingur eru forsvarsmenn Tónmiðils Is- lands. Kjartan segir að miklar hræringar hafi verið á Netmarkaði hér á landi og fyrirtæki komið og farið ört með tiíheyrandi óvissu. I því ljósi hafi honum og fleirum sýnst vænlegast að listamenn kæmu sér upp eigin léni og vef- þjóni helguðum því. Því hafí verið fest kaup á 533 MHz Alpha tölvu sem keyrði Linux 5.1, með Apaehe vefþjóni og Squid sem tengd er með tveggja megabita tengingu inn á Netið. „Gögn sem listamenn þurfa að geyma eru mjög um- fangsmikil, hvort sem um er að ræða tónlist, myndlist eða kvik- myndalist og því þurfa tækin að vera öflug,“ segir Kjartan og bætir við að www.listir.is sé hugsað sem athvarf listarinnar. Hann segir að allir þeir sem fást við list séu vel- komnir og geti fengið efni sitt og síður vistað gegna lágmarksgjaldi, en ekki sé ætlunin að fara í sam- keppni við netþjónustur. Kjartan segir að ekki verði neitt sérstakt eftirlit með því sem menn vista á þjóninum og engin ritstýr- ing, það beri hver ábyrgð á því sem hann setur inn undir eigin nafni. „Það getur verið erfitt að skera úr því hvað sé list og hvað ekki, en þeir sem hafa áhuga á að vista sitt efni í listaumhverfi eru velkomnir." Aftur á móti segir hann að gott eft- irlit verði með tæknilegum atriðum til að tryggja að allt gangi að ósk- um. „Þetta lén verður ekki rekið sem neitt markaðsapparat og reynt að hafa kostnað sem minnst- am“ Kjartan segir að vefurinn sé kominn upp þó hann sé heldur hrár enn sem komið er. „Við erum að byggja hann upp, enda verður hann ekki til á einni nóttu; þetta er framtíðarverkefni að þróa hann og móta. Við erum meðal annars að koma upp gagnagrunnum fyrir þá sem vistaðir verða á léninu og aðal- vinnan er í því, en ekki að koma upp heimasíðum enda geta allir gert það.“ Meira af því sama LEIKUR Ground Zero, viðbót fyrir Quake II. Rogue setti viðbótina saman en Acti- vision dreifir henni. Windows 95/98/NT þarf til og 133 MHz Penti- um með 24 MB minni og að minnsta kosti 150 MB laus á hörðum disk. Hægt er að setja pakkann allan inn á viðkomandi tölvu og tekur þá um 230 MB. Styður Netleik og OpenGL þrí- víddarhraðla. BANDARÍSKA leikjatímaritið PC Gamer valdi fyrir skemmstu 50 bestu leiki allra tíma. Nú er það ekkert nýtt að tímarit taki saman annan eins lista, sum þeirra virðast setja saman lista yfir bestu leiki oft á ári, en þó er alltaf gaman að sjá hvar leikjum er skipað í röðina og ekki síst að lesa rökstuðning blaðs- ins fyrir valinu. Þó ekki sé mikið mark á vali sem þessu takandi er víst að Quake II vinir hafi gníst tönnum af bræði er þeir sáu að leikurinn sem er þeim svo kær lenti aðeins í þriðja sæti á eftir Ci- vilization II og Jedi Knight. Sumir þeirra hafa eflaust gert meira en gnísta tönnum og jafnvel náð í BFG til að gera út um málið í eitt skipti fyrir öll. Gild rök má færa fyrir því að Quake ætti frek- ar heima í efsta sætinu en Jedi Knight, lang efsta sætinu reyndar, ekki síst sé litið til þess sem gerst hefur í Quake- heiminum á því ári sem liðið er síðan leikurinn kom út, viðbæt- urnar og lífið í netleikjum, enda er Quake II eini leikurinn sem náð hefur að festa sig svo í sessi á Netinu að óhætt er að spá því að hann eigi eftir að vera þar til frambúðar. Stefnir reyndar í að næsta gerð hans, Quake Arena, verði aðeins til sem netútgáfa. Til að stytta Quake-vinum stundir á meðan þeir bíða eftir næstu birt- ingarmynd Quake-ófreskjunnar geta þeir svo velt sér upp úr blóði og óhugnaði með viðbótum eins og Ground Zero, viðbót við Quake II frá Activision/Rogue. I Ground Zero er enn verið að berjast við Strogg-hyski og gamla reglan um að drepa allt sem hreyf- ist í fullu gildi. Ekki eru miklar endurbætur á útliti leiksins, en gervigreind bætt til muna og þannig eru ófreskj- ur heldur erfiðari viðureignar en var, þó enn megi gera betur. Sem vonlegt er eru ný vopn í leiknum, þar á meðal keðjusög sem sárt hefur verið saknað frá Doom. Einnig er ný gerð af hálfsjálfvirkum riffli sem kallast ETF, minnir reyndar um margt á naglabyssuna og ekki merkileg viðbót í sjálfu sér. Þriðja nýja vopnið er ágætis plasmabyssa og svo má tína til sprengjuvörpu sem skýtur sprengjum sem springa ekki nema einhver komi nálægt þeim. Þær henta einna best í netleik, en gera minna gagn í ein- staklingsleik. Það er reyndar nokk- ur galli að ekki sé meira lagt í ný vopn, því hægt er að fá fjölmargt skemmtilegt sem ókeypis viðbætur á Netinu. Sem einstaklingsleikur var Qu- ake II ekki ýkja merkilegur, í það minnsta langar fáa í hann aftur eftir að hafa klárað hann í erfið- asta ham. Þá kemur til Netleikur, sem fáir fá leið á, gott ef hann verður ekki fíkn, og síðan er hægt að setja upp eigin netleik ef svo má segja; leika við bot, eða gervi- mótherja sem hagar sér sem lif- andi væri. í Gound Zero eru 10 Deathmatch-borð og þar á meðal er eltingarleikur, aukinheldur sem ýmis hjálpartæki eru aðeins fáan- leg í Netleik, til að mynda vernd- ar- og hefndarhnettir, en þeir fyiT- nefndu eru þeirrar náttúru að vernda viðkomandi fyrir árásum með því að ráðast á árásarmann- inn, en síðarnefndu gera aftur á móti áras á andstæðinga þegar heilsu þess sem þá ber hefur hrak- að svo að hann á ekki nema 25% heilsu eftir. Segja má að á köflum sé Ground Zero meira af því sama og víst er hann ekki eins skemmtilegur og aðrar viðbætur sem Rouge hefur þegar sent frá sér, Dissolution of Eternity eða Scourge of Armagon. Hann hefur þó margt gott til brunns að bera og vel þess virði að kíkja á hann á meðan Quake Arena er beðið. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.