Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mat Landsvirkiunar á umhverfísáhrifum Fljótsdalsvirkíunar Náttúruvernd hafnar beiðni um aðstoð við matið NÁTTÚRUVERND ríkisins hefur hafnað beiðni Landsvirkjunar um aðstoð og ábendingar fyrir væntanlega skýrslu Landsvirkjunar um mat á um- hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar þar til fyrir liggur hvaða meðhöndlun matsskýrslan muni fá. Landsvirkjun fór þess á leit við Náttúruvernd ríkisins 31. júlí sl. að hún kæmi með ábendingar og athugasemdir vegna mats Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. I bréfi Lands- virkjunar sagði að þó svo að Landsvirkjun hefði fullar heimildir íyrir byggingu Fljótsdalsvirkjun- ar og væri ekki skylt lögum samkvæmt að vinna mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar hefði stjóm fyrirtækisins eigi að síður ákveðið að láta gera slíkt mat. „Með matinu og tengdum rannsóknum er ætl- unin að leiða í ]jós raunveruleg umhverfisáhrif virkjunarinnar og hvaða leiðir séu færar til að draga úr þeim. I framhaldi af þeirri vinnu mun stjóm fyrirtækisins taka ákvörðun um það hvort matsskýrslan verður formlega lögð fram til Skipulagstofnunar og auglýst að nýju.“ í svarbréfi Náttúmverndar 28. september sl. segir að stjóm Náttúruverndar fagni því að stjóm Landsvirkjunar hafi ákveðið að láta vinna mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar og telur eðlilegt að matsskýrslan verði lögð inn til Skipulagsstofnunar til formlegrar afgreiðslu, en síðan segir: „Þegar framkvæmd er tilkynnt í mat veitir Náttúravemd ríkisins skýrsluhöfundum fúslega aðstoð og ábendingar. Þar sem Náttúra- vemd ríkisins er lögboðinn umsagnaraðili telur stjórnin hins vegar ekki rétt að veita aðstoð og koma með ábendingar fyrir skýrslugerðina íyrr en fyrir liggur hvaða meðhöndlun matsskýrslan fær,“ segir í svarinu. „Allt í plati umhverfismat" Ámi Bragason, forstjóri Náttúraverndar ríkis- ins, segir að umrætt mat Landsvirkjunar sé ekki í lögformlegum farvegi og þess vegna hafi Nátt- úruvernd lýst því yfir að stofnunin taki ekki þátt í þessari vinnu með Landsvirkjun fyrr en fyrir liggi hvað gert verði við skýrsluna. „Þegar tilkynnt er formlega um að viðkomandi framkvæmd sé að fara í mat leggja starfsmenn okkar meiri vinnu í málið, veita ábendingar, fara yfir drög að skýrslum og aðstoða framkvæmda- aðila við að fá fram þær upplýsingar sem til þarf til þess að hægt sé að meta umhverfísáhrifin. Þetta er vinnusparandi bæði fyrir framkvæmda- aðila og eins fyrir okkur þegar kemur að loka- skýrslunni. Þetta eykur líka líkurnar á að mats- skýrslan sé það tæmandi að hægt sé að sam- þykkja viðkomandi framkvæmd. En þegar menn era með svona allt í plati umhverfismat, eins og þarna er og ætla sér að taka ákvörðun þegar skýrslan liggur fyrir er það ekki umhverfismat, vegna þess að þá er búið að taka af það sem er mikilvægast í sambandi við matið sem era at- hugasemdir almennings og lögbundinna umsagn- araðila," sagði Ami. Landsvirkjun fær ábendingar frá fjölda aðila Að sögn Helga Bjamasonar, deildarstjóra um- hverfisdeildar Landsvirkjunar, mun fyrirtækið halda áfram vinnu við umhverfismatið eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir afstöðu Náttúru- vemdar. „Við eram að fá ábendingar og athuga- semdir frá fjölda aðila. Við sendum 35 aðilum bréf. Við höfum fengið fjölda ábendinga af fund- um í héraði með heimamönnum og við vitum hverjar áherslumar era, sem við þurfum að skoða,“ sagði Helgi. Bátur brann í Ólafsvík Ólafsvfk. Morgunblaðið. SLÖKKVILIÐIÐ í Snæfellsbæ var laust fyrir kl. 1 aðfaranótt föstudags kallað að trillubátn- um Blika SU 80 því eldur var kominn upp f bátnum þar sem hann stóð á vagni í húsasundi skammt frá fiskimjölsverk- smiðjunni og Rækjuverksmiðju Snæfells. Það var vaktmaður Öryggis- þjónustunnar sem varð fyrstur var við eldinn og hafði sam- band við lögregluna sem kall- aði alla slökkviliðsmenn út í senn með einu símtali. Komst slökkviliðið á brunastaðinn inn- an fárra mfnútna en þá var stýrishús bátsins aldelda. Fljótt og vel gekk að slökkva eldinn en mikið Ijón varð á bátnum. Stafalogn var þegar eldurinn kom upp og því voru engin hús í hættu. Bliki SU 80 er sjö tonna plastbátur af gerðinni Sómi 900. Skýrsla Þróunarfélags Reykjavíkur Fjölgun verslana í mið- borginni sé forgangsmál VERSLUNUM í miðborg Reykja- víkur fækkaði enn á síðasta ári og nú era þar 347 verslanir. í septem- ber í fyrra vora verslanir í mið- borginni 354 og frá því 1996 hefur þeim fækkað um 25, eða um 7%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarfélags Reykjavíkur. í skýrslunni segir að í Kvosinni sem lengstum hafi verið dýrasta og eftirsóttasta verslunarsvæði landsins sé nú aðeins eftir 51 versl- un, og þrátt fyrir ítrekuð vamaðar- orð um langt árabil virðist sem ráðamenn hafi afskrifað Kvosina sem raunveralegt verslunarsvæði. „Byggð í Kvosinni samanstendur nú af opinberri stjómsýslu og bankaþjónustu að degi til og krám og veitingastöðum að kvöldi auk örfárra verslana. Þessi þróun getur leitt til verðfalls fasteigna, lélegs viðhalds húsnæðis, fjölgunar af- brota, óþrifa á almannafæri og síð- ar margs konar félagslegra vanda- mála,“ segir í skýrslunni. Þá segir að aðgerðir til fjölgunar verslana með byggingu verslunarhúsnæðis verði að vera forgangsmál í mið- borg Reykjavíkur. Morgunblaðið/Helgi Háspennulína yfir hálendið eykur kostnað og veikir samningsstöðuna Stífla neðan við Eyj'a- bakka dregur úr fallhæð EF BJARGA á Eyjabökkum verður fyrst að virkja við Kárahnjúka og tengja göng þaðan við göng frá Eyjabökkum. Skoðana- könnun DV Sjálfstæðis- flokkur fengi hrein- an meiri- hluta SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 33 þingmenn kjörna og hreinan meirihluta á Áiþingi ef kosið yrði nú samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar DV um fylgi við flokka og framboð sem birt var í blaðinu í gær. Þingmönnum Framsóknar- flokksins myndi hins vegar fækka skv. könnuninni úr 15 í 8, sameiginlegt framboð vinstri- manna fengi 13 menn, framboð Sverris Hermannssonar 4 menn og framboð Steingríms J. Sig- fússonar fengi einn mann kjör- inn. 32,1% óákveðið Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Óákveðin vora 32,1%. Ef einungis er miðað við þá sem afstöðu tóku sögðust 3,4% styðja Alþýðuflokkinn, 13,5% Framsóknarflokkinn, 50,5% Sjálfstæðiflokkinn, 2,3% Al- þýðubandalagið, 1,6% Kvenna- lista, 20,7% sameiginlegt fram- boð vinstrimanna, 1,8% vinstri- menn og óháða og 6,2% fram- boð Sverris Hermannssonar. ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja til á næsta fundi íslenskra stjómvalda og Norsk Hydro að viðræður miðist við 120 þús. tonna álver og bygg- ingu Fljótsdalsvirkjunar. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýs- ingafulltrúa Landsvirkjunar myndi frekari virkjun á Þjórsár-Tungnár- svæðinu í stað Fljótsdalsvirkjunar hleypa upp kostnaði og rýra samn- ingsstöðuna við Norðmenn, þar sem leggja þyrfti háspennulínu yfir há- lendið. Úm möguleikana á að stífla Jökulsá í Fljótsdal neðan við Eyja- bakka sagði hann að við það tapað- ist of mikil fallhæð. Fljótsdalsvirkjun er talin hag- kvæmasti virkjunarkosturinn ef samið verður við Norsk Hydro um byggingu 120 þús. tonna álvers á Reyðarfirði, þar sem orkuþörfm yrði svipuð og framleiðsla virkjunarinn- ar, að sögn Þorsteins. Sagði hann að margir virkjunarmöguleikar hefðu verið kannaðir m.a. að veita vatni neðan við Eyjabakka að Kárahnjúk- um og þaðan að lóni í Fljótsdal, sem yrði þá minna inntakslón. í þeirri til- lögu er gert ráð fyrir göngum frá Fljótsdal inn í göng frá Kárahnjúk niður í Teigsbjarg. „Sá annmarki er á að þá verður fyrst að reisa Kára- hnjúkavirkjun," sagði hann. En virkjun við Kárahnjúka yrði helm- ingi stærri en Fljótsdalsvirkjun og gæti annað stærri verksmiðju og því ekki líklegur kostur, þar sem ekki er hægt að virkja í áföngum. Eyjabakkar Um hvort ekki mætti varðveita Eyjabakka með því að færa miðlun- arlónið neðar og nær Norðurdal sagði hann að við það minnkaði fall- hæðin veralega, sem þýddi minni orka og hærra verð. Ef bjarga ætti Eyjabökkum yrði því fyrst að ráð- ast í Kárahnjúkavirkjun. Sagði hann að ástæðan fyrir því að horft væri til Fljótsdalsvirkjunar í tengslum við áhuga Norðmanna væri að virkjunin yrði á svæðinu og jafnframt að þrátt fyrir að hún væri umdeild þá hefði Landsvirkjun þeg- ar heimild fyrir henni. Þrátt fyrir það væri verið að vinna skýrslu fyr- ir Landsvirkjun um mat á umhverf- isáhrifum virkjunarinnar og mun stjóm Landsvirkjunar taka ákvörð- un um það á næstunni hvort skýrsl- an yrði lögð fram og fengi stjóm- sýslulega meðferð. „Það er þessi hugsun að ef menn vilja þessa stærð af álveri þá er þessi kostur vænleg- ur auk þess sem tímamörk eru knöpp,“ sagði hann. „Þetta er val- kostur sem blasir við ef menn sjá fram á hagkvæm viðskipti við Norð- menn.“ Háspennulína yfir hálendið Um aðra kosti sagði Þorsteinn að möguleikar væru á frekari virkjun- um á Þjórsár-Tungnársvæðinu en þá þyrfti að leggja háspennulínu yf- ir hálendið. „Það myndi hleypa upp kostnaði sem hugsanlega þýddi verri samningsstöðu gagnvart Norðmönnum ef byggja ætti á Austfjörðum," sagði hann. „Ég held að staðreyndin sé sú að ef ætlunin er að byggja á Austfjörðum með skömmum fyrirvara þá horfi menn eindregið til Fljótsdalsvirkjunar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.