Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 f !■ ■■■■■■ ■■... ■■■-■■■■■....... yiNNLENT Happdrættismiðasala Fé- lags heyrnarlausra hafín UM ÞESSAR mundir stendur Fé- lag heyrnarlausra fyrir sölu happ- drættismiða um allt land. Markmið félagsins er að bæta stöðu heymarlausra og heyrnar- skertra í samfélaginu, stuðla að réttindum þeirra til jafns við aðra og rjúfa félagslega einangrun þeirra með öflugu félagslífí, fræðslu og ráðgjöf. Einnig miðar félagið að því að koma upplýsingum til almenn- ings um heyrnarleysi, menningu og tungumál heyrnarlausra. Félags- menn eru tæplega 200 og flestir þeirra eru búsettir á höfuðborgar- svæðinu. Félagið rekur starfsemi sína að mestu leyti með eigin fjár- öflun en opinberir styrkir eru um 20% af tekjum félagsins. „Happdrættismiðasala hefur í mörg ár verið ein aðalfjáröflun Fé- lags heyrnarlausra og er það von okkar að landsmenn taki vel á móti sölumönnum okkar og styrki starf- semi félagsins með kaupum á happ- drættismiða í hausthappdrætti heymarlausra 1998. Hver miði kostar 1.000 kr. og verður dregið 31. desember 1998,“ segir í frétt frá félaginu. Islensk erfðagreining heldur kynningarfund fyrir almenning ÍSLENSK erfðagreining mun á næstu mánuðum efna til vikulegra kynningarfunda fyrir almenning undir heitinu Heimflutt þekking. Þar munu ýmsir starfsmenn fyr- irtækisins halda stutt erindi um störf og rannsóknir sem þeir lögðu stund á áður en þeir komu til starfa hjá fyrirtækinu. Jafnframt verður opið hús þar sem gestum gefst kost- ur á að skoða rannsóknastofur ís- lenskrar erfðagreiningar og þiggja kaffiveitingar að því loknu. Kynn- ingarfundimir hefjast kl. 14 og standa til kl. 16 alla laugardaga frá 17. október til 5. desember í Lyng- hálsi 1, Reykjavík. Fyrsti kynningarfundurinn verð- ur í dag, 17. október. Elínborg Jó- hannesdóttir Ostermann fjallar um þróun mótefnis í baráttu gegn krabbameini. Elínborg Jóhannesdóttir Oster- mann, Dr. rer. nat., er verkefnis- stjóri á rannsóknarstofu íslenskrar erfðagreiningar. Hún lauk mastersgráðu í lífefnafræði við efnafræðideild háskóla Vínarborg- ar árið 1981 og doktorsgráðu í þeirri fræðigrein með sameinda- verkfræði sem sérsvið við sama skóla árið 1984. Rannsóknir hennar vegna masters- og doktorsverkefn- isins voru unnar á rannsóknarstof- um svissneska lyfjafyrirtækisins Sandoz í Vínarborg sem nú hefur verið sameinað Ciba-Geige undir nafninu Novartis. Verkefnið fjall- aði um plasmíð R1 í bakteríum og hlutdeild þess í flutningi ónæmis- gena gegn fúkkalyfjum á milli baktería. Elínborg hefur starfað á rann- sóknarstofnun Boehringer Ingel- heim í Vínarborg síðan 1984, fyrst á erfðaverkfræðideild og síðan á frumulíffræði- og ónæmisdeild fyr- irtækisins. Aðalverksvið hennar hefur verið einangran og tjáning gena í frumum og örveram m.a. til lyfjaframleiðslu. Helsta verkefnið síðustu árin var hlutdeild í þróun mótefnis gegn háls-, nef- og munn- holskrabbameini. ATVINNU- AUGLÝSING AR Morgunblaöið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Blaðbera vantar á Arnarnes. I Upplýsingar í síma 569 1122. KOPAVOGSBÆR Þinghólsskóli Starfsmaöur óskast til ræstinga/gangavörslu í Þinghólsskóla. Um er að ræða 50% starf. Nánari upplýsingar veitir húsvörður í síma 554 3010 eða 554 5146. Starfsmannastjóri. Sjúkraiiðar Óskum eftir að ráða sjúkraliða sem fyrst, að hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi. Lítil íbúð á staðnum á vægum kjörum. Frekari upplýsingar í síma 483 1310 og 483 1213. FUINIOIR/ MANNFAGIMAQUR Aðalfundur Grensás- safnaðar verður haldinn í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 20. október 1998. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin. ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði Ármúli — leiga Sími 533 4040 Fax 588 8366 Til leigu tvö samliggjandi góð skrifstofuher- bergi á 2. hæð, samtals um 50 m2. Snyrting er með sameign. Herbergin leigjast með hita og rafmagni. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Armúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eígnum: Austurvegur 18—20, e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. Austurvegur 30, e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Fjörður ehf., umboðsskrif- stofa, og þb. Garðars Gunnars Sigurgeirssonar, gerðarbeiðendur Anna Jóhannsdóttir, skiptastjóri, Landsbanki íslands hf., lögfræði- deild, Mata ehf. og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. Baugsvegur4, Seyðisfirði, þingl. eig. Þorbjörn Þorsteinsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. Fagrihjalli 15, Vopnafirði, þingl. eig. Bjarki Björgólfsson, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna, fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. TILK YNNINGAR Rjúpna- og gæsaveiði er bönnuð í landi Hellu og Köldukinnar, Fellsströnd, Dala- byggð. Landeigandi. ÝMISLEGT Handverksmarkaður á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi í dag, laugardag, frá kl. 10—17. Fjöldi aðila víðs vegar að af land inu sýna og selja muni sína. Kvenfélagið Seltjörn sér um veitingar. Garðarsvegur21, Seyðisfirði, þingl. eig. Laufey Birna Óskarsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. Laugavellir 11, Egilsstöðum, þingl. eig. Flaukur J. Kjerúlf, gerðarbeið- endur Almenna málflutningsstofan sf. og Fjárfestingarbanki atvinnul. hf., fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. Leirubakki 4, Seyðisfirði, þingl. eig. Einar Hólm Guðmundsson og Jón Guðmundsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. Miðás 1—5, hl. 0101, Egilsstöðum, þingl. eig. Eikarás ehf., gerðarbeið- andi Byggðastofnun, fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. Miðás 1—5, hl. 0201, Egilsstöðum, þingl. eig. Eikarás ehf., gerðarbeið- andi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. KENNSLA Keramiknámskeið Skráning er hafin á keramiknámskeið. Nám- skeiðin eru á miðvikudögum eða laugardög- um. Leiðbeinandi er Sigríður Hjaltested. Nánari upplýsingar í síma 587 5411 eða 552 9594. Glit, Bíldshöfða 16. SMÁAUGLÝSINGAR Múlavegur 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Jóhann Pétur Hansson, gerðar- beiðendur Byggðastofnun, Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóðir Bankastræti, sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Vátryggingafélag íslands hf., fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. Selás 1, n.h., Egilsstöðum, þingl. eig. Guðrún Sigurðardóttir, gerðar- beiðandi Fjárfestingarbanki atvinnul. hf., fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. Skálanesgata 14, Vopnafirði, þingl. eig. Helgi Jóhann Þórðarson, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. Skólagata 2, Bakkafirði, þingl. eig. Hermann Ægir Aðalsteinsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn 22. október 1998 kl. 14.00. FÉLAGSLÍF Opið hús fyrir nemendur mína á Sogavegi 108, 2. hæð (fyrir ofan Garðsapó- tek), mánudags- kvöldið 19. okt. kl. 20.00. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 16. október 1998. FÉLAGSSTARF KKISTll) SAMrél.Af; Dalvegi 24, Kópavogi. Almenn samkoma í dag kl. 14. Gestapredikari Vörður Trausta- son. Allir hjartanlega velkomnir. Ys vöt, félag sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík heldur félagsfund i Valhöll miðvikudaginn 21. október kl. 20.00. Dagskrá: Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður ræðir stjórnmálaviðhorfið. Ellen Ingvadóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, ræðir um ímynd Sjálfstæðisflokksins frá kynjaviðhorfi og Bessý Jóhanns- dóttir, f.v. borgarfulltrúi, ræðir um konur og framboð. Stjórnin. FERDAFÉLAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferð 18. október kl. 10.30 IMý gönguferð á Skipaskaga (Akranesi) Brottför kl. 10.30 frá BS(, austan- megin og Mörkinni 6 og verður ekið um Hvalfjarðargöng á Akra- nes. Gengið frá vitanum með strönd Lambhúsasunds, Króka- lóns og Kalmansvíkur að Elínar- höfða. Til baka er gengið um Skógræktina, Garða og Langa- sand. Falleg strandlengja, með fornum útróðrastöðum o.fl. Auð- veld 4—5 tíma ganga. Verð 1.500 kr„ frítt f. börn 15 ára og yngri m. foreldrum sinum. Allir velkomnir. Dagsferð sunnud. 18. okt. Frá BSÍ kl. 10.30: Ólafsfjarðar- vegur. Forn alfaraleið fra Jós- efsdal niður í Ölfus. Fararstjóri verður Bára Sigurjónsdóttir. Verð kr. 1.400/1.600. Helgarferð 23.-25. okt.: Gilja- og gljúfra- brölt. Spennandi ferð á þema- svæði Útivistar í Skaftárhrepp. Ekið á Kirkjubæjarklaustur og gist þar í tvær nætur. Farið í Mört- ungu og stórfengleg gljúfur og náttúruundur skoðuð. Gengið á Kaldbak o.fl. Fararstjóri verður Hákon Gunnarsson. Þátttaka til- kynnist á skrifstofu Útivistar. Jeppadeild Laugardagínn 21. nóv. GPS námskeið. Námskeið um notk- un GPS tækja. Þátttaka á nám- skeiðið tilkynnist á skrifstofu Úti- vistar. Námskeiðið hentar jeppa- jafnt sem göngufólki. ÝMISLEGT Reflexology (viðbragðs) svæðameðferð Námskeið í Rvík. Dag-, kvöld- og helgarnám. 2—4 í einu. Fyrirfólk á öllum aldri. Fullt nám sem allir geta lært. Kennari Sigurður Guðleifsson, sími 587 1164. Reiki/heilun — námskeið 1. stig helgina 24. og 25. okt. 2. stig helgina 31. okt. og 1. nóv. Viðurkenndur reikimeistari, Sigurður Guðleifsson, sími 587 1164.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.