Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 ofnotuð klisja. Ég set það samt hér vegna þess að ég held að fátítt sé að það eigi betur við. Tæp heilsa og þverrandi máttur megnuðu engan- veginn að ræna Dóra á Minni-Borg andlegri orku eða lífsfjöri og kímni- gáfan var til staðar til síðustu stund- ar og stutt í galsann. Við skulum því ekki vera dauf í dálkinn, eða döpur úr hófi fram, nú er við kveðjum góð- an og glaðbeittan vin, sem hvarvetna reyndi að sópa á brott lognmollunni, væri hún til staðar. Ég held honum þætti það miður. Varðveitum heldur minninguna um hann, glaðan og reif- an, í þakklátum huga. Ástvinum hans og aðstandendum öllum sendum við, hjónin frá Dal og böm okkar, innilegar samúðarkveðj- ur, með þökk fyrir kynnin góðu. Erlendur Halldórsson frá Dal. Eitt fegursta sumar og haust í mörg ár eru að renna sitt skeið á enda. Náttúrufegurðin eftir alla gi’ósku sumarsins er einstök, kyrr- viðrið, birtan, haustlitirnir eins og lifandi málverk. Þegar okkur systkininum bai-st fregnin um að Dóri frændi hefði orð- ið bráðkvaddur var þó sunnan rok og beljandi rigning, dimmviðri og laufin féllu í hrönnum. Allt varð hljótt og stutta stund virtist tíminn standa í stað. Hugurinn fór skyndilega að reika, öll gömlu góðu árin í sveitinni. Við systkinin ólumst upp í nánum samvistum við Dóra og hans fjöl- skyldu þar sem heimili okkar og hans voru svo að segja hlið við hlið. Sum okkar voru þó lengur en önnur í nágrenninu. Það er margs að minnast, flest okkar fengum við fyrst að prófa að aka dráttarvél, bíl eða öðrum tækj- um sem komu í sveitina á þeim ár- um, hjá frænda á Minni-Borg. Efth' að við fullorðnuðumst vai' gaman að sitja við eldhúsborðið á Minni-Borg með frænda og taka púlsinn á stöð- unni á líðandi stundu. Drekka ís- kalda mjólk og borða góða heima- bakaða bakkelsið hennar Ingu okk- ar. Hjálpsamari og greiðviknari mann var vai't að finna, alltaf tilbúinn ef eitthvað bjátaði á eða kom og spurði „er ekki eitthvað sem þarf að gera eða búa í haginn?“. Kappsemi, metn- aður og harðfylgi einkenndi hann Dóra frænda. Helst vildi hann eiga sem flestar tvílemburnar, bestu hrútana, klára heyskapinn fyrstur, laga girðingarnar, bara að nefna það, hann vildi di'ífa hlutina áfram enda var hann einstakur eljumaður. Allt þetta flýgur upp í hugann þegar hugsað er til baka nú þegar komið er að kveðjustund við þennan dugnaðarbónda sem gaf allt af lífi og sál. En heilsan fór að gefa sig eftir mikið erfiði og ósérhlífni í gegnum árin. Hann varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast þvflíka öðlingskonu sem hún Inga okkar er, og eigum við henni jafn mikið að þakka og honum frá bemsku, þau voru okkur sem aðrfr foreldrar. Síðast liðið vor ákváðu þau að selja jörð og bústofn og flytjast í Borgar- nes. Gengið var frá öllu, nýjum ábú- endum afhentur bústofn og vétar. Nú átti að eiga góð ár í Borgarnesi, en sú stund varð því miður ekki löng. Með þessum fátæklegu orðum frá okkm- systkinunum frá Borg langar okkur að þakka Dóra frænda allt það sem hann gerði og gaf okkur í gegn- um árin. Megi góður guð geyma þennan einstaka öðlingsmann. Við vottum Ingu okkar, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum innilegustu samúðai-kveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margthéraðþakka. Guði sé lof fyrir hðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Systkinin frá Borg, Páll, Ásgrímur, Auðunn, Arndís og Björgvin. Sumarið er að kveðja - hlýtt og sólríkt sumar. Lauf trjánna falla til jarðar eftir góð lífsskilyrði sumars- ins, haustblær færist yfir. Lífsgang- an kennir okkur að tilvera okkar hér á jörð er háð sömu lögmálum og lauf trjánna sem nú falla til foldar, líf- skeiðinu er lokið. Mitt í þessum óvenjugóðu haust- dögum er kvaddur héðan úr heimi góður maður í bestu merkingu þess orðs. Elskaður eiginmaður, faðir, afi, tengdafaðir, bróðir, frændi og mág- ur. Heilsan undanfarin ár var ekki sem skyldi, Halldór kunni ekki að hlífa sér, dugnaður og áræðni voru honum í blóð borin. Hann var heill og sannur bóndi af lífi og sál. Sá gullni þráður sem gefur lífinu gildi tengir nútíð og fortíð. Þráður lífsins sem varðveitist gegnum lífið og skil- ur eftir ljúfar minningar þeirra sem eftir standa, þegar hugsað er til þess sem að baki býr. Á kveðjustundu er okkur efst í huga góðvildin og glaðværðin, æðru- leysi, tryggð og drengskapur sem hann með fómfúsum verkum mótaði mannlífsfegurð sem verður okkur sem næst honum standa dýrmætur minningarsjóður, þegar hugsað er til langrai’ samvistar. I æsku naut Halldór hollra heim- ilishátta, ólst upp í hópi sjö syst- kyna sem öll voru samhent og full af lífsþrótti. Þau vildu öll hjálpa for- eldrum sínum sem best þau máttu. Þau settu sér það markmið full af lífsþrótti, að verða styrkir þjóðfé- lagsþegnar og látið gott af sér leiða. Þroskað lífsviðhorf og heilbrigð hugsun, hefur reynst traust bjarg, að byggja á. Halldór var lengi styi'kur félagi í íþróttafélagi Miklaholtshrepps. Kappsfullm- íþróttamaður sem oft var í fremstu röð á héraðsmótum Snæfellinga. Hann vann um tíma við akstur en hugurinn var þó ætíð bundinn sveitinni. Þar fann hann sig á réttum vettvangi. Hann kom því aftur heim í sína fæðingarsveit og stofnaði nýbýli sem hann nefndi Minni Borg. Halldór sýndi það fljótlega að við að „yrkja jörðina" var hann á réttri hillu. Ræktun jai'ðar var honum hugleikin, hann vildi láta þrjú strá vaxa þar sem eitt stóð áður. I þá daga var frjálsræði bænda meira en nú er, í öllum athöfnum þeirra. Draumur sáðmannsins að yrkja jörðina var sú hugsjón sem ungur bóndi hafði, enda jókst ræktun og aðrar framkvæmdir hröðum skref- um. Búsmala sinn önnuðust þau hjón af einstakri natni, enda afurðir gripanna í hámarki. Því skal ekki gleymt að hlutur konu hans Ingu Guðjónsdóttur var einstakur í allri þeirra búsýslu. Hún stóð fast við hlið bónda síns, fylgdi honum í öll- um þeirra störfum af einstakri væntumþykju og fórnfýsi. Ekki geta ég og kona mín dásamað nægi- lega öll samskipti sem fjölskyldur okkar hafa átt saman við Halldór Ingu og börn þeirra. Sú þökk sem hér er tjáð bið ég guð að þakka og blessa. Hjálpsamari nágranna er vart hægt að finna sama hvaðan hjálparbeiðnin barst, alltaf var sjálfsagt að veita af góðvild og fórn- fysi. Þegar við hugsum til heimabyggð- ar okkar í dag þá hafa þrír einstak- lingar kvatt þennan heim á liðnu ári. Allt einstakt ágætis fólk sem guð geymir í minningu okkai' sem eftir stöndum. Lífið er þannig að við komum og förum. Sveitin okkar hefur misst mikið, en í minningunni lifii' hugblær liðins tíma í bland heiðríkju jökulsins , nið fossana, bárukvak frá strönd- inni, minningar um góð samskipti, gleði og sorg frá liðinni tíð. Höfund- ur lífs og lagar geymir minningar allar. Fjölskyldunni sendum við sam- úðarkveðjur, guð gefi þeim styrk í sorg sinni. Guð blessi minningu góðs manns. Inga og Páll frá Borg. I dag er til moldar borinn mágur minn Halldór Ásgrímsson bóndi á Minni-Borg í Eyja- og Miklaholts- hreppi. Halldór var fæddur 3.8. 1931 og því nýorðinn 67 ára. Við skyndi- legt fráfall náins vinar og félaga til margi-a ára, sem auk þess var inn- viklaður í fjölskylduna, verður mér orðfall um stund. Minningamai' hrannast upp,' mmningai' frá liðnum árum og áratugum. Girðingavinna, steypuvinna, heyskapur, vinna í slát- urhúsinu í Borgamesi, minningar frá æskuárum mínum þegar Kalli og Dóri keyrðu flutningabfl í Borgar- nes. Það var hlýtt viðmótið sem ég strákpjakkur fékk hjá Dóra þegar ég var að sniglast í kringum bflinn þeg- ar hann var að koma með vörur og misgáfulegar spurningar hmtu af vömm. Dóri var gæfumaður alla tíð, hann var reglumaður, bindindismaður á vín og tóbak, og á sínum yngri árum var hann mikill íþróttamaður og naut þess mjög að sjá börn sín í íþróttum og studdi þau í hvívetna. Á þeim ár- um er við vorum að byrja búskap í Hrútsholti og byggja þar upp nutum við þess að Dóri var ekki bara dug- legur heldur laginn og einstaklega ósérhlífinn. Hann átti mörg handtök- in í byggingunum okkar í Hrútsholti, margar ferðimar kom hann okkur tfl aðstoðar og fékk ekkert í staðinn nema þakklætið, enda fannst honum það ærin umbun. Þau Inga bjuggu ætíð góðu búi enda samvalin við bú- skapinn. Þau vora eins og fleiri ginnt af ráðamönnum okkai' út í loðdýra- rækt á sínum tíma og riðu þau ekki frekar en aðrir feitum hesti frá þeim búskap. Það fór svo að við fluttum báðir burtu frá jörðum okkar og til nýrra heimkynna, því miður áttu þau hjón ekki eftir að njóta þeirra nýju tíma þar sem kallið kom rétt í þann mund er þau voru að koma sér fyrir á nýja staðnum. Missfr okkar allra er mikill en mestur er missir systur minnar, Ingu, og barna þeirra og barna- bai-na. Eg er þakklátur fyrir að hafa átt Dóra að mági og vin, það er fjár- sjóður, slíkan fjársjóð tekur enginn frá mér. Elsku Inga, böm og tengdabörn og barnabörn, Guð styrki ykkur a“ erfiðum sorgarstundum. Magnús og fjöiskylda, Þorlákshöfn. Okkur langar að skrifa nokkur orð um hann Dóra á Minni-Borg sem var giftur henni Ingu frænku. Hann var eins og afi alltaf góður við okkur. Þegar við komum með pabba að heyja eða í heimsókn á kvöldin þá passaði hann alltaf upp á okkur. Gaf okkur gott í gogginn og fór með okk- ur á fjórhjólið og fleira skemmtilegt. Elsku Dóri, við munum sakna þín' mikið þegar við heimsækjum Ingu frænku. Freyja Mjöll og Heiðar Snær. Haltu þræðinum og Igstu með Þú getur valið úr 21 sjónvarpsstöð og 17 útvarpsrásum Þú færð hvergi betra yfirlit yfir dagskrá sjónvarps og útvarps en í sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá. Þar getur þú á auðveldan hátt haldið þræðinum í dagskránni. I blaðinu eru einnig fréttir, myndir og umfjöllun um þættina, kvikmyndirnar og fólkið sem kemur við sögu. Dagskránni er dreift með Morgunblaðinu annan hvern miðvikudag og ókeypis á helstu benslnstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu. Hafðu Dagskrána alltaf við hendina. í allri sinni mynd!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.