Morgunblaðið - 24.10.1998, Side 1

Morgunblaðið - 24.10.1998, Side 1
STOFNAÐ 1913 242. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ♦ ♦♦ Saksóknar- ar andvígir framsali Madrid, Genf. Reuters. SPÆNSKIR ríkissaksóknarar lýstu sig í gær andvíga því, að Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisheira í Chile, yrði íramseldur til Spánar og sögðu, að Baltasar Garzon, dómarinn, sem fór fram á framsalið, hefði engan rétt til þess. Eduardo Pungairino, sem er einna æðstur ríkissaksóknaranna, sagði, að Garzon hefði ekki haft neina heimild til að fara fram á, að Pinochet yrði framseldur, enda væru glæpir, sem framdir hefðu verið á erlendri grund, ekki innan hans lögsögu. Úr þessu máli verð- ur þó ekki skorið fyrr en í næstu viku er það verður tekið fyrir hjá sérstakri dómaranefnd. Spænska ríkisstjómin hefur heitið að samþykkja framsalsbeiðni verði það niðurstaðan í dómara- nefndinni og talsmaður hennar sagði í gær, að hún fordæmdi ein- ræðið, sem ríkt hefði í Chile á sín- um tíma. í Chile hefur málið ýft upp gömul sár og valdið ólgu í stjómmálum landsins, sem hugs- anlega getur orðið til að fella stjómina. Milosevic fær lokaviðvörun Brussel. Reuters. TVEIR æðstu yfirmenn NATO-heraflans fara til Belgrad í Júgóslavíu í dag og munu þá gera Slobodan Milosevic, forseta landsins, grein fyrir því í síðasta sinn, að verði Serbar ekki búnir að flytja herafla sinn frá Kosovo fyrir miðnætti að- faranótt miðvikudags vofi loftárásir yfir. Klaus Naumann hershöfðingi og yfirmaður hermálanefndar NATO og Wesley Clark hers- höfðingi og yfirmaður NATO-herliðsins í Evrópu ætla að gera Milosevic það ljóst, að enn vanti mikið upp á, að hann hafi uppfyllt kröfur Samein- uðu þjóðanna. Lokaákvörðun um loftárásir tekin á þriðjudagskvöld Ekki var skýrt frá því nákvæmlega um hvað yrði rætt en meginkröfumar eru hins vegar, að herinn og sérsveitir lögreglunnar hverfi til þeirra búða, sem þau höfðu í mars á þessu ári, og hafi með sér öll þungavopn. Haft var eftir ónefndum embættismanni hjá NATO í gær, að Milosevic gæti ekki lengur beitt neinum brögðum. Nú yrði hann að standa við gerða samninga og hann gæti ekki haft það að yfirvarpi, að skæruliðar á vegum Frelsishers Kosovo héldu uppi árásum á serbneska her- menn. Búist er við, að Clark og Naumann komi aftur til Brassel á morgun en skýrsla þeirra um ferðina verði rædd á mánudag. Fyrirhugaður er fundur á þriðjudagskvöld þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort eða hvenær loftárásir hefjist hafi Serbar þá ekki staðið við umsamda skilmála. AÐ minnsta kosti 86 manns fór- ust er fellibylurinn Babs fór yf- ir Luzon, stærstu eyjuna í Fil- ippseyjum, en sambandslaust er við mörg héruð. Því er búist við, að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. Bylurinn jafn- aði a.m.k. 8.000 hús við jörðu á miðvikudag og fimmtudag og aurskriður og fallin tré hafa lokað vegum. Babs er níundi fellibylurinn, sem fer yfir Fil- ippseyjar á þessu ári. Þrátt fyr- ir veðurhaminn vogaði þessi fil- ippeyski bóndi sér út til að bjarga bufflinum sinum. fsraelar og Palestínumenn undirrituðu bráðabirgðasamkomulag um frið Reuters Aftakaveð- ur á Filipps- eyjum Afhenda land á Vestur- bakka gegn auknu öryggi Lá við að upp úr slitnaði vegna kröfu ísraela um að fá njósn- ara lausan Washington. Reuters. ÍSRAELAR og Palestínumenn náðu í gær samkomulagi um friðarsamn- ing til bráðabirgða eftir linnulitlar viðræður í níu daga og var það und- irritað við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu. Nokkra eftir að tilkynnt var, að samningurinn lægi fyrir, virtist sem snurða hefði hlaupið á þráðinn og varð það til að undirritunin dróst. Astæðan var sú krafa Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Isra- els, að Bandaríkjamaðurinn Jonath- an Pollard, sem var dæmdur í ævi- langt /angelsi 1986 íyrir að njósna fyrir Israela, yrði náðaður. A það var ekki fallist en Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hét því, að málið yrði skoðað. Netanyahu og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, undirrit- uðu samkomulagið ásamt Clinton en auk þess var Hussein, konungur Jórdaníu, viðstaddur undirritunina. Þótt hann sé að sögn helsjúkur lagði hann sitt lóð á vogarskálarnar undir lokin og í ræðu, sem hann flutti við athöfnina, kvaðst hann mundu hafa neytt sinna síðustu krafta til að vinna að friði í Miðaust- urlöndum. 13% skilað gegn auknu öryggi Meginatriði samningsins eru, að ísraelar munu flytja burt herlið sitt af 13% Vesturbakkans til viðbótar á næstu þremur mánuðum. Gegn því heita Palestínumenn að skera upp herör gegn hryðjuverkahópum og handtaka þá, sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir hermdarverkum í ísrael. ísraelar féllu hins vegar frá þeirri kröfu sinni, að þeir yrðu fram- seldir. Munu Israelar, Palestínu- menn og CIA, bandaríska leyniþjón- ustan, vinna saman að öryggisáætl- un varðandi þessi mál og munu starfsmenn CIA fylgjast með fram- kvæmd hennar. Palestínumenn munu fella burt úr stjómarskrá sinni ákvæði, sem kveð- ur á um upprætingu Israelsríkis, og Israelar fallast á, að lagður verði flugvöllur á Gazasvæðinu og Palest- Reuters YASSER Arafat og Benjamin Netanyahu takast í hendur að lokinni undirritun í Hvíta húsinu í gær. Á milli þeirra eru þeir Hussein Jórdamukonungur og Bill Clinton. ínumönnum tryggt ferðafrelsi eftir ákveðnum leiðum milli Gaza og Vest- urbakkans. Komið verður upp sér- stöku iðnaðarsvæði á Gaza og unnið að hafnargerð og Israelar fallast á að sleppa 750 Palestínumönnum af alls 3.000 úr fangelsi í Israel. Verður skipuð nefnd til að fjalla um lausn hinna. Óvænt og óskyld krafa Haft er eftir heimildum, að það hafi ekld verið fyrr en í fyrrinótt, að ljóst var, að samningar væru að takast, en síðan virtist sem krafa Netanyahus um, að Pollard yrði lát- inn laus, myndi hleypa þeim upp. Pollard viðurkenndi 1986, að hann hefði njósnað fyrir Israela í áratug, en það var ekki fyrr en í maí sL, að ísraelska ríkisstjómin viðurkenndi, að hann hefði verið á hennar snær- um. Var honum þá jafnframt veittur ríkisborgararéttur í Israel. Netanyahu kvaðst hafa vilyrði Bandaríkjastjómar fyrir því, að Poll- ard yrði látirm laus, en Clinton neitaði því og sagði mál hans með öllu óskylt samningum um frið í Miðausturlönd- um. Málið leystist síðan með því, að Clinton hét að skoða mál Pollards. Fagnað og fordæmt Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær samkomulaginu sem áfanga að alls- herjarfriðarsamningum í Miðaustur- löndum og Shimon Peres, fyrrver- andi forsætisráðherra Israels, sagði, að samkomulagið væri „sigur“ fyrir Óslóarsamninginn, sem komið hefði friðarferlinu af stað fyrir fimm áram. ísraelskir hægrimenn fordæmdu í gær samkomulagið sem „svik“ við öryggishagsmuni ríkisins en Verka- mannaflokkurinn, sem er í stjórnar- andstöðu, kvaðst mundu verja Net- anyahu vantrausti á þingi næstu tvær vikumar. Liðsmenn Hamas- og Jihad-hreyf- ingarinnar á Vesturbakkanum og Gaza mótmæltu samkomulaginu sem svikum eins og ísraelsku hægi-i- mennimir en þeir Palestínumenn, sem fögnuðu því, kváðust einnig ef- ast um, að ísraelsstjórn stæði við það. Clinton skýrði frá því í gær, að hann hefði fallist á að ávarpa þing Palestínumanna eftir nokkrar vik- ur. ■ Semja um næstu/28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.