Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Kostnaður vegna
veiðarfæra
5,2%
Enginn fiskur fcngist úr sjó
án veiðarfæra. Árlegur
kostnaður vcgna veiðarfæra
er því óhjákvæmilegur, en
einnig þurfa útgerðir að
leggja í töluverðan
kostnað vegna þróunar nýrra
veiðarfæra.
Mk
íT i.i
m:t
iflf r íé
B' f~ ;(í
-A-m-
Margvíslegur kostnaður 20,4%
Á útveginn eru lögð margvísleg gjöld sem aðrar atvinnugreinar þurfa ekki að greiða. Þau eru m.a..
notuð til að fjármagna eftirlit og þróunarstarf og eru beinlínis tengd veiðum. Fjórum sinnum á ári
greiða útvegsfyrirtæki gjald af úthlutuðu aflamarki og hafi greiðsla ekki borist innan mánaðar frá
gjalddaga fellur veiðileyfi skips niður. Dæmi um gjöld sem útvegurinn greiðir: Aflagjald: 516
milljónir króna árið 1996. Veiðieftirlitsgjald: A. Til Fiskistofu: 155 kr. á hvert þorskígildistonn.
B. Leyfisgjald til veiða í atvinnuskyni 14.135 kr. fyrir hveQ leyfi. C. Eftirlitskostnaður vegna
Fiskistofu: 161 milljón króna. D. Úthafsveiðigjald áætlað 30 millj. kr. Greiðslur tii Þróunarsjóös:
A. Eigendur fiskiskipa 90 millj. kr. B. Gjald á hvert þorskígildistonn: 650 millj. kr.
Lögskráningargjald: Áætlað 10 millj. kr. Vitagjald: 13 millj. kr. Skipagjald: 60 millj. kr.
Skoðunar- og eftirlitsgjöld Siglingastofnunar: 25 millj. kr. Sérstakt slysatryggingariðgjald:
130 millj. kr. (Listinn er ekki tœmandi.)
Viðhalds-
kostnaður 7,8%
Dýr veiðitæki þurfa gott viðhald ef
þau eiga ekki að drabbast niður.
Stöðugt viðhald á öllum tækjum er því
nauðsynlegt, auk þess sem skip
þurfa að fara í árlega klössun.
% Ni
f ' a'sM
Dýrmætur
Það kerfi sem íslendingar hafa á stjóm fiskveiða hefur skilað árangri. Um
það em flestir sammála og æ fleiri gera sér grein fyrir því að með auknum
álögum á sjávarútveginn yrði árangrinum sópað burt í einu vetfangi.
Eftir langvarandi örðugleika í sjávarútvegi eru mörg fyrirtæki loksins farin
að skila hagnaði. Það er mikilvægt að rétt sé með hagnaðinn farið svo
hann nýtist til nýsköpunar, til að endumýja skip og tæki og til að bæta
aðbúnað þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Þá er nauðsynlegt að útvegsfyrirtæki
komi sér upp varasjóði til að mæta óvæntum áföllum vegna gæftaleysis,
aflabrests eða verðhmns á erlendum mörkuðum. Síðast en ekki síst myndar
hagnaður allra fyrirtækja kærkominn stofn til tekjuskatts.
Enda þótt kostnaður af rekstri fiskiskips sé mikill, eins og dæmi sýna,
getur orðið til dýrmætur hagnaður við núverandi aðstæður. Það er afar
mikilvægt að þeim hagnaði sé skynsamlega varið og hann nýttur til
langþráðrar uppbyggingar og til þess að skapa ný sóknarfæri í sjávarútvegi.
Þess vegna er fráleitt að svigrúm hafí skapast til nýrrar stórfelldrar gjaldtöku.
Á myndinni er líkan af fjölnota frystitogara. Frystitogarar hafa búnað til þess að vinna og frysta aflann á hafi úti.
Frystitogarar veiða við ísland og á fjarlægum miðum, einkum þorsk, ýsu, ufsa, karfa, rækju og grálúðu. ísfisktogarar
eru minni en frystitogarar og ísa aflann um borð. í flotanum eru nú 60 frystitogarar og 54 ísfisktogarar.
Samanburður milli íslands og
samkeppnislanda í sjávarútvegi
Veiðiheimildum Ríkisstyrkir Veiðileyfagjal<
úthlutað
J Island Já Nei Nei
Noregur Já Já Nei
Færeyjar Já Já Nei
Kanada Já Já Nei
Þýskaland Já Já Nei
Bretland Já Já Nei
íslenskur sjávarútvegur þarf að standa undir sér sjálfur enda byggist vclferð þjóðarinnar á honum. í mörgum af
okkar helstu samkeppnislöndum er sjávarútvegur aftur á móti ríkisstyrkt aukabúgrein. Það er ólíklegt að neytendUI
erlendis séu reiðubúnir til að greiða mun hærra verð fyrir íslcnskan fisk. Aukin gjöld, hverju nafni sem þau nefnast
myndu skekkja samkcppnisstöðu íslenskra útvegsfyrirtækja. Á sama hátt myndu auknar álögur koma hart niðuf u
þeim byggðalögum á íslandi sem ciga allt undir sjávarútvegi.
í dæminu um kostnaðarskiptingu er stuðst við tölur frá Þjóðhagsstofnun: Rekstraryfirlit frystitogara 1996.