Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 23. þing Alþýðusambands Austurlands Stjórnvöld fylgi launastefnunni í ÁLYKTUN 23. þings Alþýðusam- bands Austurlands, ASA, er þess ki-afíst að stjórnvöld fylgi þeirri launastefnu sem aðilar vinnumark- aðarins og ríkisstjóm móta. Um- hugsunarefni sé, að í kjölfar samn- inga sem byggjast á yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um launajöfnun, að opinberir aðilar, ríkisvald og sveitarfélög gangi á undan með því að auka launamuninn með viðbótar launahækkunum til hærra launaðra hópa í samfélaginu. „Pað er með öllu ólíðandi að opinberir aðilar geri samninga sem þeir ekki geta staðið við nema með auknum álögum á al- menning," segir í ályktuninni. 23. þing ASA lýsir yfir stuðningi við kvótaþing og verðlagsstofu skiptaverðs en lýsir eftir byggða- stefnu stjórnvalda í ljósi þess að íbú- um á félagssvæði ASA fer fækkandi. Þingið ki-efst þess að stjórnvöld noti hluta af því svigrúmi sem góðærið í efnahagslífinu hafi skapað til að koma til móts við íbúa landsbyggð- arinnar og jafna þann aðstöðumun sem til staðar sé í dag. Þingið krefst lægra vömverðs, jöfnun orkukostn- aðar, að ferðakostnaður allra sjúk- linga sem ekki geta fengið þjónustu heima íýrir verði greiddur af hinu opinbera og að samgöngur innan svæðisins verði bættar með jarð- gangagerð. Hvalveiðar hefjist á næsta ári Þingið krefst svara sem fyrst við þeirri spurningu hvort stóriðja rísi á Reyðarfirði svo og virkjanir henni tengdar. Þingið krefst þess að sú orka sem fæst í fjórðungnum verði notuð til atvinnuuppbyggingar á Austurlandi en ekki flutt í burtu. Þá krefst þingið þess að Alþingi sam- þykki nú þegar að hvalveiðar verði hafnar strax á næsta ári. Þingið krefst þess að greiðslur úr tryggingakerfinu fylgi þróun lægstu launa og að þau skerðingarákvæði sem koma til vegna launa úr lífeyris- sjóðum og vegna tekna maka verði afnumin hjá Tryggingastofnun ríkis- ins. Norræna húsið Fyrirlestrar um barna- kvikmyndir FJÓRIR fyrirlestrar um barnakvik- myndir í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, verða í Norræna húsinu í dag, laugardag. Fyrirlestr- arnir hefjast með setningu Riitu Heinámaa, forstjóra Norræna húss- ins, kl. 10. Fyrirlesarai' eru Eva Færevaag frá Norsk Filminstitutt, Bitte Eskilson frá Svenska Film- institutet, Ulrich Breuning frá Det Danske Filminstitut og Petri Kemppinen frá finnska sjónvarpinu YLE TVl. Dæmi úr kvikmyndum verða sýnd af myndbandi. Fyrirlestrarnir eru ætlaðir kenn- urum, leikskólakennurum, foreldr- um, kvikmyndafólki og öllum þeim sem áhuga hafa á uppeldi barna, barnakvikmyndum og barnamenn- ingu, segir í fréttatilkyningu. Útdrættir á ensku verða fáanlegir á staðnum. Að loknum hverjum fyr- irlestri verður spurningum gesta svarað. Opið hús hjá FS OPIÐ hús verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í dag, laugar- daginn 24. október. Bæði kennslu- hús skólans, Hamar og Oddi, verða opin gestum og munu kennarar og nemendur kynna starfsemi skólans í kennslustofum og í miðrými. Þá verður brugðið upp myndum úr sögu skólans. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Kl. 14.45 syngur kór skól- ans nokkur lög og kl. 15 verður fundur skólameistara og námsráð- gjafa með forráðamönnum skólans. Kaffisala verður á staðnum. ísafjörður Málþing um byggðastefnu OPIÐ málþing um byggðastefnu verður haldið í Edinborgarhúsinu á Isafirði á vegum fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Isafjarðarbæ laugardaginn 24. október. Dagskráin hefst kl. 13 með þing- setningu. Einar Kristinn Guðfinns- son alþingismaður setur þingið. Að lokinni þingsetningu flytja eftirfar- andi erindi: Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar: Forsendur byggðastefnu, Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar í ísafjarðar- bæ: Sveltur sitjandi kráka ..., Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Tónlistar- skólans í Bolungarvík: Er það vont eða venst það fyrir vestan? Halldór Jónsson, vinnslustjóri Básafells hf.: Frumkvæði heimamanns skiptir sköpum. Að lokum flytur Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður samantekt. Þingstjóri er Laufey Jónsdóttir. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og allir velkomnir. Tækifæriskaup S5 I Seljum um helgina nokkur sófasett og borðstofusett með miklum afslætti. | Bara um þessa helgi Opið: laugardag kl. 10-16 sunnudag kl. 13-16 ggjCK) Raðgreiðslur LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 6& Jafet Melge sýnir á 22 MANNFRÆÐINGURINN, list- heimspekingurinn og nytjurtafræð- ingurinn Jafet Melge opnar mál- verkasýningu á veitingahúsinu 22 við Laugaveg 22 í dag laugardag kl. 17. Viðfangsefni Melge er mannkyns- sagan, en ritgerðir hans hafa verið bii'tar í íslenskum blöðum og tímarit- um, segir í fréttatilkynningu. Grein- ar hans hafa fjaliað um menningar- mál, fræðigreinar um drauga og ferðalög hans um bambusskóga As- íu. Sýningin er sölusýning og stendur til 20. nóvember. ■ í KRAMHÚSINU við Skólavörðu- stíg verður haldið námskeið í leiklist dagana 1. nóvem- ber til 20. desem- ber þar sem megin- áhersla verður lögð á andlega þætti listarinnai'. Únnið verður út frá að- ferðum Stan- islavskis, Lee Stra- bergs, Mark Olsen o.fl. Gerðar verða æfingar sem stuðla að andlegri vakningu, auknu sjálfstrausti og innsæi í eðli mann- sekjunnar, segir í fréttatilkynningu. Leiðbeinandi er Þorsteinn Bach- mann, leikari, útskrifaður frá Leik- listarskóla íslands 1991. Kennt verð- ur á sunnudögum 3 klst. í senn. LEIÐRÉTT Ekki í boði Krabbameinsfélagsins MISHERMT var í blaðinu á fimmtu- dag að finnskur prófessor í faralds- fræði, Timo Hakulinen, hefði verið hér á ferð í boði Krabbameinsfélags íslands. Hann var hér staddur á fundi samtaka norrænna krabba- meinsfélaga. HÖFUM OPNAÐ SÉRVERSLUN Barbour . 0 * t <$.••• f| a !. n i T í -$,H C O U.N i n y C t o I )■* : H G 1 KLASSÍSKUR ÚTIVISTARFATNAÐUR KVARTCO ehf. Umboös- og heildverslun Nýbýlaveyl 28, Dalbrokkumetjln, 200 Kópavogi S. 564 3327 — /L—q_ ------------Ntb+lavegur------- TOYOTA j j Jön Bakan ____________Dalbrekka________ Opiö mán. - föstud. 13-18 og iaugard. 10-14 Allir haustlaukar með 50% afslætti á meðan birgðir endast Ttm er fímgt að Mtja niður áamtlaukatm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.