Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 4^ ODDUR ODDSSON + Oddur Oddsson var fæddur 10. apríl 1913 í Hvammi í Bolungarvík. Hann lést á Sjúkrahúsi Isaijarðar 18. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Oddur Guð- mundsson, f. 7.10. 1867 á Hallsteins- nesi í Gufudalssveit, A-Barðastrandar- sýslu, og Halldóra Bjarnadóttir, f. 27.10. 1879 á Breiðabóli í Skála- vík. Systkini hans voru: 1) Pétur Janus, f. 10.1. 1902. 2) Guð- mundur Bjarni, f. 1.6. 1903. 3) Sigríður Margrét, f. 9.6. 1904. 4) Halldór Heiðrekur, f. 15.10. 1905. 5) Pálína Valgerður, f. 10.1. 1907. 6) Halldór Gunnar, f. 10.7. 1908. 7) Jón Hallfreð, f. 25.11. 1909. 8) Sigurborg Tómasína, f. 5.8. 1911, öll látin. Oddur kvæntist 6. apríl 1940 Sigrúnu Arnadóttur, f. 15.11. 1914, frá Látrum í Aðalvík. For- eldrar hennar voru Hallfríður Guðnadóttir og Arni Finnboga- Sunnudaginn 18. október sl. hvarfst þú úr þessari veröld, ég heimsótti þig nýlega á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Isafirði og spurði hvernig þér liði; „Mér líður vel“, síðan var sest niður við rúmstokk- inn og málin rædd án nokkurra for- dóma. Það var löngum vitað af þeim sem þekktu þig að þú værir ekki rúmfastur nema eitthvað mikið væri að. Heilsuhraustur varstu alla tíð og síst af öllu færir þú að kvarta. Það orð var ekki til í þínum huga. Þú varst alltaf hress og sprækur, fórst á skíði, í göngutúra, sund og lærðir golf rígfullorðinn. Við systk- inin fórum oft vestur til ykkar ömmu í æsku, og alltaf var það jafn gaman. Banka í gluggann á Félagsbak- aríinu og fá eitthvert góðgæti út um gluggann, eða er þú vannst í sundlauginni og við fengum að vera í sundi miklu lengur en aðrir krakkar eða fengum að fara ofan í áður en opnað var. Er ég var 17 ára og vildi prófa eitthvað nýtt, fékk ég að búa hjá ykkur ömmu Rúnu í Garðshorni og hef ég verið með annan fótinn íyrir vestan síðan og alltaf var jafn gott að vera hjá ykkur, þar innandyra þekktist eingöngu öryggi og ró. Alltaf var jafn gaman að taia við þig um alla heima og geima, þú hafðir son. Börn Odds og Sigrúnar eru tvö: 1) Amý Herborg, f. 2.1. 1942, maki Kri- slján Friðbjörnsson, sonur þeirra er Ólafur, f. 12.9. 1968, maki Hafdís Jóns- dóttir, þeirra börn eru Hákon Elí og Telma. 2) Sigurður, f. 13.9. 1944, maki Hrefna. H. Hagalín, börn þeirra em: Oddur, f. 18.1. 1965, maki Aslaug Nanna Ingvadóttir, börn Sigurður og Rúna; Kristín, f. 5.6. 1968, maki Einar Garðar Hjaltason, sonur Viktor Máni; og Ama Sigrún, f. 16.1. 1970, dóttir Hrefna Hagalín. Oddur vann ýmis störf við Seljalandsbúð í 11 ár, lærði þá bakaraiðn og vann við það í 20 ár, vann einnig sem lögreglu- þjónn á ísafirði og sem sund- laugavörður við Sundhöll Isa- fjarðar. Útför Odds fer fram frá Isa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. skoðanir á öllum málum og virtir skoðanir annarra. Skemmtilegri sögumaður var vandfundinn, öllu var gefin sál, húsum, götum, mann- lífi og pólitík. Þú fórst aldrei dult með þínar skoðanir, afi, en aldrei minnist ég þess að þú hafir hall- mælt nokkrum. Það var stórkostlegt að upplifa liðna tíma með þér, þú hafðir unnið sem bakari, lögregluþjónn, sund- laugarvörður og hvaðeina. Þú varst alltaf mikill mannvinur, heilsaðir öllum, jafnt ungum sem öldnum. Þegar gengið var með þér um göt- ur bæjarins þá lifnaði allt við. Þú vissir uppá hár hver hafði búið í hvaða húsi, feril þeirra, fjölskyldu- bönd og ævi. Þú vildir helst ganga allra þinna ferða en áttir nú samt gamlan Skoda. A haustin settir þú plast innaná gluggana til að hlífa bflnum fyrir vetrinum. Hann er kominn vel til ára sinna en einung- is keyrður um 10 þúsund km. Notagildi hans fólst í því að komast inná golfvöll, fara í berjamó og sækja okkur inná flugvöll. Einn sunnudag spurði sonur minn þig að því hvort þú færir ekki að byggja yfir hann bflskúr svo honum yrði ekki kalt. Þú varst undrandi á svip, spurðir til baka: „Til hvers bflskúr? Plastið dugar.“ Síðan var gengið í Garðshorn til ASMUNDUR HALLGRÍMSSON + Ásmundur Hall- grímsson fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1937. Hann lést á heimili sínu 7. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 15. september. Það er ef til vill síð- búið að senda til Ása, en þetta er hans dagur, iyrsti vetrardagur. Við vorum vanir því að fara upp að Hvítárvatni til veiða þennan dag, ef veður leyfði. Við Ási vorum samkennarar við Stýrimannaskól- ann í nær 40 ár. Margir nemendur sem hafa verið hjá honum í bekk, sérstaklega þeir sem voru í hrað- ferð, muna vel eftir Ása. Þegar Jónas skólastjóri var settur í það að setja saman fyrsta og annan bekk, svokallaða hraðferð, fékk hann Ása til að gera það. Þá var Ási heill heilsu, enda togarasjómaður bæði frá gömlu og nýju. Þá kepptust þeir um að mæta snemma Ási og Ingólfur, enda eftir ár miklir mátar. Þegar h'ða tók á árin fór heils- an að gefa sig. Ási var mikill veiðimaður og Hvítárvatn hans veiði- staður, hann reisti kofa, enda vildi hann vera þar uppfrá. í ágúst komu þau í heim- sókn til okkar hjón- anna upp í sumarbú- stað Ási og Margrét, þá voru þau bæði hress og kát, ekki átti ég von á að þau væru að fara. Við ræddum það þá að gaman væri að fara upp að Hvít- árvatni fyrsta vetrardag. Eg vil að lokum láta fylgja vísu sem Ási hélt mikið upp á: Mastrið syngur sveigt í keng seglið kringum ómar. Þvinga raddir úr stagi og streng stormsins fingurgómar. Þorvaldur Ingibergsson. ömmu að venju, drukkið kaffi, borð- aðar pönnukökur og skeggrætt um allt og ekkert. Núna kveður þú okkur og ég og fjölskylda mín þökkum fyrir allt. Þín Kristín Sigurðardóttir. Elsku afi, ég kveð þig að sinni með sárum söknuði og trega en hugga mig við það að skilnaðar- stundin við hið jarðneska líf er dag- ur samfunda við þá sem hafa horfið þér. Það er rétt sem sagt er að ást- in þekkir ekki dýpt sína fyrr en á skilnaðarstundinni og læt ég dag- inn í dag geyma minningar hins liðna og draum hins ókomna. Það er margt að minnast en ég held að mín fyrsta minning sé sú þegar þú komst og heimsóttir okk- ur til Noregs fyrir tæpum 30 árum og gafst mér rafmagnsleikfangabíl með keiTU sem í var poki með lakk- rískonfekti. Eftir að við komum heim og ég var hjá ykkur ömmu á sumrin man ég alltaf eftir kjallara- glugganum á bakaríinu þar sem við fengum stundum nýbakað brauð, löggubúningnum sem geymdur var inni í litla skápnum við kjallara- hlerann, reiðhjóli sem þú gerðir upp til að ég gæti lært að hjóla, sundlaugarferðum og þá sérstak- lega hvað ég var hreykinn þegar ég fékk að hjálpa þér við að hreinsa svelginn í djúpa endanum. Einnig man ég þegar við fórum saman í berjamó og sérstaklega það skiptið þegar lambaspörðin villtust með og enduðu út á skyrinu þínu þá um kvöldið. í seinni tíð er mér það sér- staklega minnisstætt þegar við fór- um saman í golf, fyrir ekki svo löngu, þú nálægt áttræðu og ný- byrjaður að stunda golfið. Já, það var alltaf gaman að vera nálægt þér og alltaf nóg að gera. Hin síð- ari ár hafa samskiptin verið minni en ég hefði helst kosið og er ég því mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri að vera hjá þér þessa síðustu daga. Nú leggur þú hinn ljósa vog, sem liggur á milli stranda. Þér verður fagnað af vinum þar, sem verðir himnanna standa sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim af eyðimörk reginsanda. En þín við minnumst með þökk í hug sem þess, er við líkjast viljum, og fetum veginn í fótspor þín, hve fátt og smátt, sem við skiljum. Það léttir þá raun að rata heim í reynslunnar hörkubyljum. Mér fmnst sem þú hafir vitandi vits þérvalið að gista á jörðu, og lifa sem fjöldans fyrirmynd í forlaga striði hörðu. Það voru meistarar, menn eins og þú, sem mannlífið betra gjörðu. (Kristján frá Djúpalæk.) Takk fyrir allt, elsku afi. Oddur. Orð Kahlil Gibran koma upp í huga minn er ég hugsa til afa míns og minnist þeirra stunda sem ég átti með honum. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Stundirnar með afa voru sann- arlega gleðistundir því afi var ein- stakur. Hann var heldur ekki bara afi, maðurinn hennar ömmu eða pabbi pabba, heldur var hann líka lögregla, bakari, sundlaugavörður, heimspekingur, golfari, ferðalang- ur, frásagnamaður og áhugamaður um allt og alla. Hann lét sér annt um fjölskyldu sína og var þess kon- ar afi sem allir krakkar óska sér. Hann fór með okkur á skíði, í sund, bíltúra og göngutúra. Hann vildi líka alltaf fá eitthvað gott með kaff- inu og eftirmatur var honum ómissandi. Hann var ætíð áhuga- samur um það sem gerðist í lífi okk- HJÖRTUR SIGURÐSSON + Hjörtur Sig- urðsson fæddist að Lundarbrekku í Bárðardal 13. nóv. 1938. Hann lést af slysförum hinn 19. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Marína Bald- ursdóttir frá Lund- arbrekku, f. 20.10. 1908, d. 8.5. 1978 og Sigurður Sigur- geirsson frá Stafni í Reykjadal, f. 27.1. 1899, d. 2.1. 1987. Þau Marína og Sig- urður bjuggu að Lundarbrekku allan sinn búskap og eignuðust 4 syni og var Hjörtur þriðji í röð þeirra bræðra. Eldri eru Sigurgeir, bóndi á Lundar- brekku, giftur Hjördísi Krist- jánsdóttur frá Bjarnastöðum, þau eiga þijár dætur. Baldur áður bóndi á Lundarbrekku, nú búsettur á Akureyri. Hans kona er Amelía Jónsdóttir frá Akur- eyri, þau eiga Ijögur börn. Yngstur er Atli bóndi á Ingjaldsstöðum, kvæntur Krist- ínu Sigurðardóttur frá Ingjaldsstöðum. Þau eiga þrjú börn. Hjörtur kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni Veni Kjartansdóttur frá Víðikeri, fædd 20. apríl 1944, hinn 13. ágúst 1967 og hófu þau búskap að Lundarbrekku þar sein Hjörtur stund- aði akstur mjólkur til Húsavíkur. Árið 1972 fluttu þau til Húsavíkur þar sem Hjörtur starfaði til dauðadags hjá KÞ á Húsavík við ýmis störf, aðallega akstur flutningabfla. Þeim varð fjögurra barna auð- ið: 1) Egill, f. 21.1. 1966, 2) Sig- urður Hreinn, f. 4.6. 1967, kvæntur Þórhöllu Valgeirsdótt- ur úr Mývatnssveit og eiga þau tvö börn, 3) Víðir Lundi, f. 24.6. 1976, 4) Sigurbjörg, f. 23.3. 1981 nemi. Útför Hjartar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eins og farfuglinn sem kveður sumarlandið bjarta einn haustdag eftir sólríkan sumarlangan daginn, svo kveður sál jarðvist sína. Eins og faiíuglinn sem af eðlisávísun veit sér búinn ljúfan stað til vetrar- dvalar, svo veit sálin sér búinn ljúf- an stað í landi ljóss, kærleika og friðar til dvalar. Svo oft vantar mann orð þegar haustið færist yfir og söngur og vængjatak farfuglanna hljóðnar, eins er nú fyrir mér er ég sest hér niður að setja á blað fátæklega kveðju til Hjartar frá Lundar- brekku. Þegar ég ung kom til að setjast að á Lundarbrekku kynntist ég Hirti, líklega fyrr en flestum af heimilisfólki Lundarbrekkuheimil- isins, en þar var margt um mann- inn, ungir, aldnir, miðaldra og kornungir. Kannski kynntist ég Hirti fyrr en öðrum vegna frændsemi hans og vináttu við kærastann minn, en kannski líka vegna þess hve næmur Hjörtur oft var á mannlegar tilfinn- ingar og gat sér þess réttilega til að þessi unga aðkomustelpa sem þótt- ist fær í flestan sjó var dauðans hrædd og feimin við sitt nýja hlut- verk og umhverfi, koma inn í þenn- an stóra hóp af fólki sem í raun var ein stór fjölskylda. Ekki vantaði að allt var þetta gott fólk og hjarta- ar og lét reyndar fátt framhjá sér fara. Honum nægði heldur aldrei að horfa einungis á fréttÚTiar í sjón- varpinu heldur hlustaði hann alltaf samtímis á útvarpið. Afi haffli einnig einstakt lag á því að koma sér beint að efninu og þá gátu sam- tölin við hann orðið skemmtilega stutt. Hann gat sjaldan setið kyiT og var alltaf að aðhafast eitthvað. Skemmtilegast þótti honum þó að gera at í ömmu sem hann bæði virti og elskaði af öllu sínu hjarta. Elsku hjartans afi, ég sakna þín og veit að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur. Eg hef margoft lesið bréfið sem þú skrifaðir mér þegar lífið var mér ei-fitt. Bréfið þar sem þú sagðir mér frá því er þú, um áttfc ára gamall, varst látinn fara einn í Álftafjörð. Þar áttir þú að vera til snúninga og þótt vistin hafi ekki farið illa um þig þá þótti þér eitt- hvað erfitt að vera viðskilinn hana Halldóru móður þína. Hún skrifaði þér þá einu sinni sem oftar bréf sem hún endaði með oftast með vísum. Ein vísan var þér þó kærust. Það vita það líka allir sem þig þekkja að þeirri vísu geymdir þú aldrei. Berðu ætíð höfuð hátt Hvað sem að þér gengur Vemdaðu bæði veikt og smátt Vertu góður drengur. Elsku amma mín, minninguna um hann afa munum við öll geyma í hjarta okkar. Hann er kominn til sinna og þau munu hugsa vel um hann. Vertu áfram sterk. Guð geymi afa og megi hann hvfla í friði. Elsku afi. Takk fyrir móttökurnar. Takk fyrir bíltúrana, sundferðirnar og göngutúrana, gulu bekkina, frá- sagnirnar. Takk fyrir þátttökurnar. Takk fyi-ir kímnina, stríðnina, kær- leikann, birtuna, þögnina. Takk fyr- ir samræðurnar, æðruleysið, visk- una, krossinn. Takk fyrir síðustu stundirnar, þú barst höfuð hátt. ‘ • Arna Sigrún Sigurðardóttir og Hrefna Hagalín Geirsdóttir. hlýtt, þó held ég að Hjörtur hafi oft skynjað að mér var vandi á höndum og með sinni hlýju nærveru án margra orða, gaf hann mér þann styrk sem mig vantaði. Hjörtur var fremur dulur og hlé- drægur að eðlisfari og lítið fyrir að trana sér fram. Að kynnast honum var ekki gert á einni dagstund, en hans hljóðláta vinátta og tryggð sem maður skynjaði frá návist hans, án margra orða, vissi maður að þar fór vinur - „nefndu nafnið mitt ef þér liggur lítið á“ voni hljóðlát skilaboð návistar hans. Og gott orð átti hann ætíð fyrir allt og alla, ekki síst þá sem minna máttu sín á lífskappgöngunni. Engu síður var Hjörtur hrókur alls fagnaðar á góðri stund, sagði vel og líflega frá og lífgaði upp á gi-áan hversdags- leikann með léttri kímni og glensi og sá spaugilegu hliðarnar á hlut- unum og lífinu á sinn skemmtilega og gamansama hátt sem fékk mann til að hrífast með og sjá stundum hlutina í öðru Ijósi. Svo kom að krossgötum og leiðir skildu og æ sjaldnar bar lífsaldan okkur að sama landi og því mjög sjaldgæft að hittast mörg síðustu ár, nema rétt í svip. Síðast - eina stund fyrijr tæplega tveim ái-um yfu- moldum dóttur minnar í Mývatnssveit, þai- sem aðkomustelpan stóð svo dauð- ans hrædd og varnarlaus í sinni sorg og hann umvafði hana sinni hljóðlátu vináttu og gaf henni enn- þá einu sinni kjark og styrk til að halda áfram. Þannig bið ég algóðan guð að umvefja hann nú, með þakk- læti fyrir svo margt frá liðnum tíma. Þannig bið ég algóðan guð að umvefja alla hans ástvini nú á sorg- arstund, með sínum hljóðláta kær- leik sem gefur styrk og græðir sár- in - og vísuna um að farfuglarnir koma ætíð til sumarlandsins aftur á sínum tíma og eru með okkur, um- vefja okkur sínum hljóðláta kær- leika þar til við fáum leyfi eitthvert haustið til að hefja okkur til flugs með þeim til ljúfari staða. Lands ljóss og kærleika til eilífrar sam- veru. Ragnhild Hansen (Ragga).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.