Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 65 Matur og matgerð Gefíð börnunum kartöflur Um daglnn kom maður að máli við Kristínu Gestsdóttur og kvartaði yfír því að börnum hans gengi illa að koma kartöflum í börnin sín. HVAÐ er til ráða? Líklega gera sér ekki allir grein fyrir því hvað kartöflur eru næringarríkar og fer neysla þeirra minnkandi eink- um meðal ungs fólks og barna. Dreifingaraðilar kartaflna mættu gera meira af því að auglýsa þær og gefa góðar einfaldar upp- skriftir. Flestar þjóðir nýta kart- öflur á miklu fjölbreyttari hátt en íslendingar. Fyrir nokkrum ár- um var pasta mikið auglýst og allir fóru að borða pasta og gera enn, það er ódýrt og fólki var tal- in trú um að það væri afar fæða - og það trúði því. Eg reyndi að segja börnun um sem ég kenndi að margt væri miklu hollara en pasta. Bömin litu á mig stór- um augum og sögðu: „Veit kenn- arinn virkilega ekki hvað pasta er hollt, íþótta- menn borða það fyrir keppni?" Vissulega eru kolvetni í pasta - og þar með upp talið í flestum tilfell- um, en kartöflur era ekki síður kolvetnaríkar en auk þess eru í þeim geysimörg önnur næringar- efni, svo sem C-vitamín, ýmsar tegundir B-vítamína, kalk og járn o.fl. í frönskum kartöflum eru nær öll vítamín horfin og þær sjúga í sig mikla fitu. Neysla þeirra á stóran þátt í vaxandi offituvandamáli þjóðarinnar. Það er útbreiddur misskilningur að kartöflur eins og þær koma fyrir séu fitandi. Aðeins 80 hitaeining- ar eru í 100 g af soðnum kartöfl- um. Til þess að fólk gefi sér tíma til að gera annað við kartöflur en sjóða þær þarf það að fá einfaldar og góðar kartöfluuppskriftir. En hafið í huga að það er aldrei hægt að búa til góðan mat nema maður hugsi örlítið um hvað maður er að gera og gefi sér smátíma í það. Bakaðar kartöflur með osti Nokkrar kartöflur, helst _________nokkuð stórar_________ nokkrar sneiðar ostur, sú tegund ________sem ykkur hentar________ 30 g smjör eða annað viðbit 1/2 tsk. salt álpappír 1. Þvoið kartöflurnar vel, sker- ið í þunnar sneiðar ekki alveg í gegn. Kartaflan á að hanga sam- an á botninum. 2. Setjið litla ostsneið í hverja rifu. Raðið kartöflunum á smurða eldfasta skál. Bræðið smjörið með saltinu og hellið jafnt yfir, leggið síðan lok eða álpappír yfir. Bakið kartöflurnar í bakaraofni við 200°C, blástursofni við 180°C í um 45 mínútur. Stingið prjóni í kartöflurnar til að aðgæta hvort þær era soðnar. Kartöflustappa (mús) með gulrótum. Um 300 g kartöflur vatn svo að rétt fljóti yfir kartöflu- __________sneiðarnar_________ __________1/2 tsk. salt______ 1/2 tsk. sykur (meira ef ykkur sýnist) 1 - 2 meðalstórar gulrætur 15 g smjör (1 smápakki) 1. Afhýðið kartöflurnr og skerið í frekar þunnar sneiðar. Setjið í pott, hellið sjóðandi vatni yfir, setjið salt út í og sjóð- ið við hægan hita þar til kartöfl- urnar eru orðnar meyrar. Hellið soðinu af kartöflunum í ílát og geymið. 2. Stappið kartöflurnar í pott- inum með kartöflustappara, hrærið út með hluta af.kartöflu- soðinu, en fleygið því sem af- gangs er. Stappan á að vera þykk. 3. Þvoið gulrótina vel, skafið ekki, mest vítamín er við hýðið. Rífið hana fínt og setjið saman við stöppuna. Hrærið smjörið út í. Borðið með skinku eða hvers kyns heitum eða köldum mat. wmmmmmmmmmmmmmmm Kúmen kartöffur Líklega þarf að steikja þetta magn í tvennu eða þrennu lagi á pönnunni, notið feitina skv. því. __________250 g kartöflur_________ _________3 msk. matarolía________ 1-2 msk. smjör eða annað viðbit kúmen 1. Afhýðið kartöflumar ef hýð- ið er þykkt, látið það annars vera á en þvoið vel. Skerið í þunnar sneiðar. 2. Setjið hluta af smöri og olíu á pönnu, hafíð meðalhita svo ekki brenni. Steikið kartöflurnar í nokkrar minútur á báðum hliðum. Þær þurfa að vera alveg meyrar og gæti þurft að minnka hitann. Stráið kúmeni á þær þegar þið hafið snúið þeim við. Haldið heit- um meðan þið steikið meh-a. Athugið: Þessar kartöflur era geysigóðar með skinku og hvers konar pylsum svo og með kjöti og steiktum fiski og raunar með hverju sem er. Þær eru líka góð- ar með slátri. MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11 á kirkjuvígsludegi Dómkirkjunnar. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Guðsþjónusta kl. 14 fyrirferm- ingarbörn og foreldra þeirra. Prestur sr. Jakob A. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10.15. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 11. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Marrétar Pálmadóttur. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorg- unn kl. 10. „Á heimleið". 400 ára minn- ing Guðríðar Símonardóttur: Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur. Messa og barnasamkoma kl. 11. Organisti Dou- glas A. Brotchie. Barna- og unglinga- kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdótt- ur. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hró- bjartssyni. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Bryn- dís Valbjörnsdóttir og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Guð- brandsmessa. Árleg messa að fyrir- mynd messu úr Graduale, messubók Guðbrands biskups, sungin á íslensku og latínu. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, sr. Jóni Helga Þórarins- syni. Kammerkór Langholtskirkju syng- ur forna kórtónlist og leiðir almennan söng undir stjórn Jóns Stefánssonar. Eftir messu heldur sr. Kristján Valur stutt erindi í safnaðarheimilinu um Gra- duale -Grallarann - messubók Guð- brands biskups 1594. Að venju verður kaffisopi. Barnastarf í safnaðarheimil- inu kl. 11. Umsjón Lena Rós Matthías- dóttir og Ágústa Jónsdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Drengjakór Laugarneskirkju syngur. Stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karls- son. Guðsþjónusta kl. 13 1 Sjálfsbjarg- arsalnum, Hátúni 12. Ibúar Hátúns 12 og 10 velkomnir. Kór Laugarneskirkju syngur. Guðsþjónusta kl. 14. Þjónustu- hópurinn annast messukaffi. Organisti Gunnar Gunnarsson . Prestur sr. Bjarni Karlsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Guðsþjónusta kl. 14. Árleg guðsþjónusta Önfirðingafé- lagsins í Reykjavík. Prestur sr. Gunnar Björnsson. Örganisti Reynir Jónasson. Kaffisala í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Vikera Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Barna- starf á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjón- usta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Söngæfing fyrir hinn almenna kirkju- gest kl. 13.30. Kaffi eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 í safnaðar- heimilinu á Laufásvegi 13. Tilvalið fyrir fjölskylduna að koma saman þar sem hver og einn fær eitthvað við sitt hæfi. í lokin verður spjallað yfir svaladrykk, kaffi og kexi. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðar- prestur. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku AA-félaga. Gísli Al- freðsson leikari flytur stólræðu. Undir- spil og kórstjórn: Valgeir Skagfjörð. Einsöngur Guðrún Gunnarsdóttir. Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 13. Foreldrar boðnir velkomnir með börnum sínum. Poppguðsþjónusta kl. 20.30 á vegum Æskulýðsfélags kirkj- unnar. Létt og grípandi tónlist. Eftir guðsþjónustuna er kirkjugestum boðið upp á ís í tilefni vetrarkomu. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Barnakórinn syngur. Organisti Daniel Jónasson. Tómasarmessa kl. 20. Altarisganga. Fyrirbænir og fjöl- breytt tónlist. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kl. 11 messa og sunnudagaskólinn á sama tíma. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Léttur veitingar eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartar- Guðspjall dagsins; Brúðkaupsklæðin. (Matt. 22.) son. Organisti Lenka Mátéová. Barna- guðsþjónusta á sama tíma. Umsjón Ragnar Schram og Hanna Þórey Guð- mundsdóttir. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Sunnudaga- skóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Hjörtur og Rúna aðstoða. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Sigurður Arnarson. Signý og Guðlaugur að- stoða. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kór Grafar- vogskirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. Guðsþjónunsta á Hjúkrun- arheimilinu Eir kl. 15.30. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti Hörður Braga- son. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. íris Kristjánsdóttir þjón- ar. Kristín Lárusdóttir leikur á selló. Kór Hjallaskóla kemur í heimsókn. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Allir hjartanlega vel- komnir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti Sigrún Þórsteinsdótt- ir. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Allir krakkar og foreldrar velkomnir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Vaigeir Ást- ráðsson prédikar. Kór Rangæingafé- lags Reykjavíkur syngur. Altarisganga. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN Vegurinn: Morgunsam- koma kl. 11. Lofgjörð, barnastarf. Pré- dikun Gloria Cotten. Kvöldsamkoma kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Terry Bridle frá Englandi. Allir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Krakkaklúbbur kl. 11 fyrir krakka á öllum aldri. Samkoma kl. 20. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Allir velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl.'18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. Rósakransbæn: Október er mánuður rósakransins. Rósakransbænin verður beðin á hverj- um degi í kirkjunni kl. 17.30. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. (Rósakransbænin beðin 25 mín fyrir messuna). Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. Mánud.-föstud.: Rósakransbæn kl. 17.40. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. Laugardag: Messa kl. 18 á ensku. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugar- dag og virka daga kl. 18.30. RIFTUN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 14. Ath. breytt- an tíma. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta að Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 11. Stundin er í höndum barn- anna, þar sem þau koma fram með söng og dansi undir stjóm Carinu Ber- hus frá Kings Kids í Kristjansand. Sam- eiginlegur matur á eftir, þar sem allir koma með mat á hlaðborð. Almenn samkoma kl. 20. Kings Kids börnin koma fram í byrjun samkomunnar. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram, safnaðarprestur, prédikar. All- ir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardag kl. 13 laugardagsskóli fyrir krakka. Sunnu- dag kl. 19.30. Bænastund. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma. Sheila og Mike Fitz- gerald tala. Mánudag kl. 15 heimila- samband fyrir konur. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma kl. 17. Ritningalestur og bæn: Sigvaldi Björgvinsson. Fréttir af starf- inu í Vatnaskógi: Ársæll Aðalbergsson formaður Skógarmanna. KFUM og KFUK í Reykjavlk með augum pró- fasts: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Ein- söngur: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Ræðumaður: Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prófastur. Allir velkomnir. Sigur- björn Þorkelsson framkvæmdastjóri. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðsþjón- usta I Mosfellskirkju kl. 14. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur prédikar. „Vorboðarnir“ - kór eldri borgara í Mosfellsbæ kemur í heim- sókn og syngur undir stjórn Páls Helgasonar. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Barnastarf í safn- aðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfells- leið fer venjulegan hring. Jón Þor- steinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kl. 11 fjölskylduhátíð allra sunnudagaskóla> Hafnarfjarðarkirkju. Strætisvagnar aka frá Hvaleyrarskóla og Setbergsskóla kl. 11 í kirkjuna og heim aftur kl. 12. Allir leiðtogar taka þátt. Barna- og ung- lingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Sögur, söngur og leikir. Kl. 17 tónlistarguðs- þjónusta. Þema: „Fjölskyldan árið 2000“. Einsöng syngur Kristján Helgi- son. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow. Prestur sr. Þór- hallur Heimisson. Kynning á hjóna- námskeiðum kirkjunnar í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Messa í Krýsu- víkurkirkju kl. 14. KRÝSUVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14^ Sveinshús opið eftir messu. Magnús Gunnarsson flytur þar ávarp. Kaffisala I Krýsuvíkurskóla til styrktar starfi hans. Prestur sr. Gunnþór Ingason. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón Andri, Ásgeir Páll og Brynhildur. Guðsþjónusta kl. 14. Sira Bragi Friðriksson messar. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam- koma í safnaðarheimilinu kl. 11. Um- sjón Edda Möller og Öm Arnarson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Ásta, Sara og Steinar aðstoða ásamt fermingarbörnum. For- eldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Baldur Rafn Sigurðsson. NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 í Ytri-Njarðvíkurkirkju ogt verða börn sótt að safnaðarheimilinu kl. 10.45. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Altarisganga. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavikur- kirkju syngur. Margrét Hreggviðsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir syngja tví- söng. Orgelleikari Einar Örn Einars- son. Sveiflutónleikar kl. 20.30 til styrktar söngkerfi fyrir Keflavíkurkirkju. Poppband kirkjunnar leikur, en það er skipað Baldri Jósefssyni, Guðmundi Ingólfssyni, Þórólfi Ingiþórssyni, Arn- óri Vilbergssyni og Einari Erni Einars^ syni. Ásamt þeim koma fram Magnús Kjartansson, Rúnar Júlíusson, Einar Júlíusson, Ruth Reginalds, Birta Sig- urjónsdóttir og kór Keflavíkurkirkju. SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Hádegisbænir þriðju- dag - föstudags kl. 12.10. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11, barnakórinn syngur. Jón Ragnarsson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa verður sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. HAUKADALSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Sunnudagaskóli alla sunnudags- morgna kl. 11. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. " 14. Dvalarheimilið Höfði: Messa kl. 12.45. Sóknarprestur. BORGARNESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.15. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. KAUPMANNAHÖFN: íslensk messa sunnudaginn 25. október kl. 13 í St. Paul’s kirkju, Kaupmannahöfn. Biskup íslands, hr. Karl Sigurbjömsson, setur sr. Birgi Ásgeirsson í embætti sendi- ráðsprests. Kór islenska safnaðarins í Kaupmannahöfn leiðir söng. Kórstjóri Ólöf Jónsdóttir. Verið velkomin. Safn- aðarnefnd. Fríkirkjan í Reykjavík Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 LSafnaÆgrheimilinu á Laufásveoi 13. Tilvalið fyrir fjölskylduna að koma saman þar sem hver og einn fær eitthvað við sitt hæfi. I lokin verður spjallað yfir svaladrykk/kaffi og kexi. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Allir eru hjartanlega velkomnir^ Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.