Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 57 i skjalasafni en þar kom til einstakur sagnfræðiáhugi hans og söfnunar- hneigð. A safninu starfaði hann við almenna afgreiðslu en einnig við að innheimta skjöl frá embættismönn- um, einkum prestum, en þeir eru margir hverjir fastheldnir á kirkju- bækumar. Sú innheimta fór mest fram í gegnum síma og var oft unun að heyra málflutning hans við þá en þar var beitt rökum og fortölum af þolgæði og mikilli snilld en jafn- framt gætt ýtrustu kurteisi. Eyþór átti mikið safn heimilda um sögu Vestmannaeyja, Suður- nesja og Keflavíkurvallar. Mér er nær að halda að í fórum hans sé að fínna allar prentheimildir um þessi byggðarlög, a.m.k. frá þessari öld, en einnig átti hann mikið af mynd- um og ýmsum öðrum gögnum. Maður kom aldrei að tómum kofun- um hjá honum um sögu þessara byggða. Einnig má minna á að hann ritaði bók um sögu Sa- meinaðra verktaka (útg. 1996) þar sem saman er dreginn mikill fróð- leikur írá upphafsárum verktaka- starfsemi á Vellinum. Annað stórvirki, sem Eyþór átti drjúgan þátt í, var samning Beck- sættarinnar sem kom út nú í vor í þremur stórum bindum. Eyþór hafði safnað saman miklum drögum að ritinu og gengist íyrir stofnun formlegs félags niðja Becksættar- innar og mun það sitt fyrsta sinnar tegundar á landinu. A lokastigum útgáfunnar vann hann af sinni vanalegu þrautseigju við söfnun mynda í verkið. A árum Eyþórs í Þjóðskjalasafni var einn veturinn auglýst námskeið fyrir almenning á vegum Háskól- ans. Þátttakan var heldur dræm en Eyþór dreif sig þar í námskeið í bókfræði. Viðskiptum hans og Há- skólans lauk á heldur leiðinlegan hátt því ætlunin var að meina hon- um að taka próf um vorið ásamt öðrum nemendum. Hann fékk því þó framgengt og stóð sig með prýði en afleiðingin af þessu stappi öllu varð samt sú að hann hætti frekari tilburðum til að bæta sig á áhuga- sviðum sínum við Háskólann. Auð- vitað eru til reglur um inntökuskil- yrði í þann ágæta skóla en það ríð- ur þó varla stofnuninni að fullu þótt fólk með aðrar prófgráður en stúd- entspróf stundi þar nám, og hann átti þangað fullt erindi vegna áhuga síns og elju. Það má líka minna á það að lærðu mennirnir með prófin og gráðurnar standa á herðum óskólagenginna manna. Ætli ís- landssagan yrði t.d. ekki snautlegri ef ekki hefði notið við manna af Ey- þórs tagi. Við Eyþór byrjuðum gjarnan daginn á því að bera saman afglöp flokkanna okkar þá og þá stundina enda yfirleitt af ærnu að taka. Eftir að hann hætti störfum kom hann stundum á safnið með sitt hlýja bros og var þá farið í að meta stöð- una í landsmálunum, rifja eitthvað upp frá æskuárum í Eyjum, frá sfldarbræðslunni á Raufarhöfn eða störfum á Vellinum. Hann var lífs- reyndur maður og hafði lag á að kenna manni ýmislegt um mannleg samskipti. Þessara stunda á ég eft- ir að sakna. Við hittumst síðast nokkrum dögum áður en hann fékk áfallið sem varð hans síðasta. Þá var hann glaður og hress og ánægður með lífið og þess vegna er sárt að kallið skyldi koma einmitt núna. Svan- laugu, dætrunum Elfu og Þóreyju, og barnabömunum, sem hann lét sér ávallt annt um, sendi ég samúð- arkveðjur um leið og ég þakka Ey- þóri samfylgdina. Jón Torfason. Ágætur Vestmannaeyingur, Ey- þór Þórðarson, er látinn. Við brott- för hans rifjast margt upp um hlut hans í félagsmálum okkar. Hann var félagshyggjumaður og starfaði mikið að félagsmálum í mörgum fé- lögum og oft í forystu þeirra. Hon- um var ekki nóg að vera skráður fé- lagi, hann kannaði málin vel og lagði oftast gott til mála út frá því. Eyþór var framarlega í flokki við undirbúning stofnunar Félags Vestmannaeyinga á Suðurnesjum og fyrsti formaður þess. Þegar gos- ið í Heimaey hófst 23. janúar 1973 hófst mesti fólksflutningur íslands- sögunnar, þegar allir íbúar eyjar- innar, að örfáum undanskildum, voru fluttir á einni nóttu upp á meginlandið. Meginhlutinn fór í fyrstu á Stór-Reykjavíkursvæðið en dreifðist síðan vítt og breitt um landið. Eyþór og fjölskylda hans bjuggu þá í Ytri-Njarðvík. Hann var þá í stjórn Iðnaðarmannafélags Kefla- víkur. Hann og Birgir Guðnason málarameistari, sem var ásamt honum í stjórn félagsins, hófust þegar handa um athugun á hvemig standa mætti að aðstoð við þá Vest- mannaeyinga sem hingað kynnu að leita. Árangurinn af því var opnun Vestmannaeyjaskrifstofu þar sem menn gátu leitað upplýsinga og fengið aðstoð í ýmsum málum. I tengslum við hana var svo opnuð félagsmiðstöð og kaffistofa fyrir Vestmannaeyinga. Ásamt þeim fé- lögum starfaði margt gott fólk á skrifstofunni, við veitingar og bakstur. Það er síst ofmælt að þeir félagar hafi fómað mörgum vikum eingöngu í starf fyrir þetta málefni. Félag Vestmannaeyinga á Suð- umesjum var síðan stofnað 8. mars 1973. Það var að við best vitum fyrsta Vestmannaeyjafélagið sem var stofnað eftir að gosið hófst. Fé- lagið varð strax vettvangur fjöl- mennra fundarhalda Vestmannaey- inga um vanda- og baráttumál þeirra. Félagið stóð ennfremur fyr- ir skemmtunum og öðrum uppá- komum þar sem vinir, ættingjar og aðrir kunningjar fengu tækifæri til að hittast. I formannstíð Eyþórs var mikið starfað og mæddi þá oft mikið á honum og félögum hans. Á grundvelli þessa var hann kjörinn heiðursfélagi félags Vest- mannaeyinga á Suðurnesjum. Við teljum það vera að verðleikum fyrir gott og fórnfúst starf fyrir Vest- mannaeyinga á erfiðum tíma og gott starf að félagsmálum okkar. Við vottum eiginkonu hans, fjöi- skyldu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Stjdrn Félags Vestmanna- eyinga á Suðurnesjum. Kveðja frá Þjóðskjalasafni Islands Eyþór Þórðarson kom til starfa í Þjóðskjalasafni að loknu ævistarfi á sviði vélstjórnar og vélaeftirlits. Kom í hans hlut að starfa með gest- um safnsins á lestrarsal og greiða götu þeirra sem þangað sækja. Hann hafði stundum á orði að það væri hamingjuríkt að eiga síðustu starfsárin á vettvangi sem hugur hans mun jafnan hafa staðið til. Ey- þór tók þegar til óspilltra málanna að læra til starfans og neytti þess borgaralega réttar aðsitja í Há- skóla Islands og nema bókasafns- og skjalfræði. Hann henti oft gam- an að því er hann lauk prófi í nám- skeiði í bókasafnsfræði að kennar- inn neitaði að láta hann fá einkunn, þar sem hann væri hvorki innritað- ur stúdent eða með stúdentspróf. Nokkur grunur leikur enn á því að vélfræðingurinn hafi hlotið hæstu einkunn á prófinu enda skorti fátt í akademískri hugsun, þó að skóla- þjálfun hafi verið á öðium sviðum. Eyþór var sérstakur heiðursmaður og hvers manns hugljúfi í hópi sam- starfsmanna, léttur í lund með gamansögu á takteinum við hvert tækifæri. Eyþór Þórðarson var öt- ull félagsmálamaður og heimsmað- ur í framgöngu, sem setti svip á starf hans og reyndist Eyþór ein- stakur fulltrúi Þjóðskjalasafns ís- lands gagnvart gestum þeim er safnið sækja. Eftir að hann lét af störfum kom hann oft í heimsókn í safnið til þess að efla vináttuna við gamla samstarfsmenn, sem munu minnast hans með hlýju og þakk- læti. Starfsfólk Þjóðskjalasafns ís- lands flytur fjölskyldu Eyþórs Þórðarsonar einlægar samúðar- kveðjur. Ólafur Ásgeirsson. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greina- höfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri iengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetr- ar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið gi-einina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þaif grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laug- ardagsblað þai-f gi-einin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minning- argreina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafi’estur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Gormabindivélar. Vírgormar. Plastgormar. Kápuglærur og karton Otto B. Arnar chf. Árrnúla 29, Reykjavfk, sfmi 588 4699, fax 588 4696 + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS ÁSGRÍMSSONAR, Minni-Borg. Inga Guðjónsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Gunnar Jónsson, Erla Hulda Halldórsdóttir, Arnþór Gunnarsson, Ásgrímur Halldórsson, Dagný Berglind Jakobsdóttir, Guðjón Halldórsson Hafþór Ingi, Halldór Óli og íris Gunnarsbörn, Ásgeir Örn og Eik Arnþórsbörn, Halldór Freyr og Ásta María Ásgrímsbörn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlý- hug vegna fráfalls hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR frá Steinum, Austur-Eyjafjöllum, Birkivöllum 34, Selfossi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Ljós- heima fyrir kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Björn Halldórsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Grétar Halldórsson, Margrét Sigurgeirsdóttir, Þórhildur Maggý Halldórsdóttir, Hreinn Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út- för ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, LILJU LÁRU SÆMUNDSDÓTTUR, Lækjarási 1, Garðabæ. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Bogi G. Thorarensen, börn, tengdabörn og ömmubörn. + Alúðarþakkir til þeirra, sem heiðruðu minn- ingu EINARS KR. EINARSSONAR fyrrverandi skólastjóra í Grindavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafn- istu í Hafnarfirði. Aðstandendur. + Þökkum innilega veitta samúð og hlýhug við andlát og útför STEFÁNS ÞÓRÐARSONAR. Einnig þakkir til starfsfólks á deild B-4 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ingi Þórðarson og fjölskylda. + Innilegar þakkir til þein-a, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNATANS KRISTINSSONAR frá Dalvík. Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.