Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 39-
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SKREF í ÁTT
AÐ LAUSN
EFTIR látlaus fundahöld í rúma átta sólarhringa í ráð-
stefnumiðstöðinni Wye Mills í Maryland í Bandaríkj-
unum náðist loks samkomulag milli samningamanna Isra-
ela og Palestínumanna um næstu skref í samstarfi
þjóðanna. Viðræður Israela og Palestínumanna hafa
aldrei gengið átakalaust fyrir sig og sú var einnig raunin
nú, er viðræður hófust að nýju eftir að hvorki hafði geng-
ið né rekið í samkomulagsátt um nítján mánaða skeið.
A tímabili hótuðu Israelar að slíta viðræðunum og
halda heim. Jafnvel eftir að opinberir talsmenn höfðu
greint frá því að samkomulag hefði náðst ríkti tvísýni um
undirritun samkomulagsins vegna þeirrar kröfu Israela
að njósnaranum Jonathan Pollard, sem handtekinn var
um miðjan síðasta áratug og setið hefur í bandarísku
fangelsi síðan, verði sleppt úr haldi.
Bandaríkjastjórn og Bandaríkjaforseti persónulega
hafa lagt gífurlega mikið á sig til að samkomulag gæti
náðst. Auðvitað þjónar það ákveðnum pólitískum tilgangi
fyrir Bill Clinton að knýja samkomulag af þessu tagi í
gegn og það kann vissulega að styrkja stöðu hans í
bandarískum stjórnmálum að sýna fram á árangur á
alþjóðavettvangi. Hins vegar er jafnframt ljóst að án
þessa framlags Bandaríkjastjórnar auk framgöngu
Husseins Jórdaníukonungs er ólíklegt að tekist hefði að
rjúfa sjálfhelduna sem viðræður ísraela og Palestínu-
manna hafa verið í undanfarin tæp tvö ár. Risavaxið skref
var tekið með Óslóarsamkomulaginu árið 1993 þegar sátt
náðist um sjálfstjórn Palestínumanna á hernumdu
svæðunum. Hins vegar hefur ekki tekist að ná samkomu-
lagi um ýmis málefni, sem nauðsynlegt er að leysa áður
en viðræður hefjast um endanlega lausn deilunnar og
viðkvæm mál á borð við hugsanlegt ríki Palestínumanna
og framtíð Jerúsalem.
Samskipti Israela og Palestínumanna einkennast
ennþá af óvild og það torveldar samninga og viðræður að
ekki ríkir traust á milli leiðtoga þeirra. Prátt fyrir að
krafan um lausn Pollards hafí valdið uppnámi í lok samn-
ingaviðræðnanna liggur hins vegar fyrir samkomulag um
þau viðkvæmu málefni sem deilt hefur verið um á síðustu
misserum, þar með talið frekari afhendingu lands til
Palestínumanna og samstarf á sviði öryggismála og
baráttu gegn hryðjuverkum. A því samkomulagi verður
vonandi hægt að byggja þannig að viðræður um framhald
mála geti hafíst.
LÍTUM OKKUR NÆR
FJÓRIR vísindamenn skrifa grein í Morgunblaðið í
gær, þar sem þeir greina frá niðurstöðum rannsókna
sinna á mengandi eiturefnum, svokölluðum þrávirkum
lífrænum efnum, í íslenzkum fuglum. Niðurstöðurnar sýna
meðal annars að mengun af völdum þessara efna er mun
meiri í sjó hér við land en á þurrlendi og í ferksvatnsvist-
kerfum. Pá kemur í ljós að við sorphauga virðist vera um-
talsverð staðbundin mengun, sem berst í sjó og fjörur.
Tífalt meira magn PCB-efna og DDT reyndist vera í fugl-
um, sem lifa í fjörunni neðan við gömlu sorphaugana í
Gufunesi við Reykjavík, en í vestfirzkum fuglum.
Vísindamennirnir telja að skýringa á sjávarmengun sé
bæði að leita hér á landi og að hún berist frá útlöndum
með hafstraumum eða lífverum. Þeir telja þó frekari
rannsókna þörf á hugsanlegum uppsprettum mengunar
hér á landi.
íslendingar hafa vakið eftirtekt á alþjóðlegum vettvangi
fyrir baráttu sína gegn mengun af völdum þrávirkra
lífrænna efna í sjó. Island á auðvitað, vegna mikilvægis
fískveiða í efnahagslífínu, afar mikið undir því að hætt
verði að nota efni af þessu tagi og tekið verði fyrir að þau
geti borizt í sjó. Málflutningur Islendinga og annarra
þjóða á norðurslóðum hefur ekki sízt verið sá, að mengun-
in berist frá iðnvæddum ríkjum sunnar á hnettinum og
þar verði að stemma stigu við henni. Víst er mikið til í því.
Niðurstöður vísindamannanna benda hins vegar til þess
að við þurfum einnig að líta okkur nær. Mikilvægt er að
stjórnvöld tryggi að hægt sé að halda áfram rannsóknum
á hugsanlegum innlendum uppsprettum mengunar af
völdum þrávirkra efna. Rannsóknir og þekking eru for-
senda aðgerða í þessu máli eins og svo mörgum öðrum.
ÓLYMPÍUMÓTIÐ í SKÁK í RÚSSNESKA SJÁLFSTJÓRNARLÝÐVELDINU KALMYKÍU
af samskiptum þeirra við yfirvöld,
fyrr en Jósef Stalín kemur til sög-
FRÁ hátíðahöldum á þjöðhátíðardegi heimamanna; þeir létu sig ekki muna um að fresta honum um nokkra daga svo hann bæri upp á frídag á Ólympíumótinu!
ÆVINTYRI
f ELISTA
Ogleymanleg kynni af framandi landi og menningu, segir Askell
Örn Kárason um ferð íslenska ólympíuliðsins í skák til borgar-
innar Elista í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Kalmykíu.
ÞÁTTTAKA íslendinga á
Ólympíumótum í skák á sér
langa sögu. Hún hefur
hverju sinni verið einn af
hápunktum skáklífsins og hátíð
skákáhugamanna. Aldrei hefur
staðið slíkur styr um þátttökuna og
hún verið í jafnmikilli óvissu eins og
fyrir mótið sem nú er nýlokið í borg-
inni
I ljósi umræðunnar sem geisað
hafði hér heima og á vettvangi hinna
alþjóðlegu fréttastofa, var það því
með kvíðablandinni eftirvæntingu
sem íslenski hópurinn, skipaður 6
skákmönnum, fararstjóra og liðs-
stjóra, lagði í hann frá Keflavík að
morgni hins 25. september sl. Eftir
stutta viðdvöl í Stokkhólmi var hald-
ið áfram til Moskvu.
Flugvél Aeroflot með allra
hrörlegasta móti
Það var ekki laust við að sumum
liðsmanna rynni kalt vatn milli
skinns og hörunds þegar þeir yfir-
gáfu hið kaldhreinsaða öryggi SAS-
vélarinnar á Semestovo-flugvellin-
um. Hinn nýi heimur sem beið okk-
ar birtist fyrst í líki Aeroflotvélar-
innar sem flytja skyldi okkur áfram
til Elista.
Flogið var í u.þ.b. tvo og hálfan
tíma í suðaustur, í átt til Kaspíahafs.
Okkur virtist vélin vera með allra
hrörlegasta móti, af þeirri gerð sem
blakar vængjunum á flugi, og upp í
huga liðsstjórans læddust myndir
frá þriðja heiminum af farartækjum
hálffullum af lýtandi svínum og
gaggandi hænsnum, en í raun var
vélin full af skákmönnum frá öllum
heimshornum, á leið á þá alheims-
hátíð skákmanna sem haldin er á
tveggja ára fresti; Ólympíumót. Vél-
in storkaði öllum fordómum Vestur-
landabúans og skilaði farþegum
heilu og höldnu til jarðar. Þá var
liðinn tæpur sólarhringur frá brott-
för í Keflavík.
Lendingin var ósköp hversdags-
leg, jafnvel í mýkri kantinum, sem
kom sumum á óvart miðað við þær
sögusagnir sem gengið höfðu. Flug-
völlurinn reyndist annað og meira
en grjóthrúga og flugstöðin meira
að segja sæmilega uppistandandi,
nýmáluð í þokkabót.
Undrandi yfir því að allt virtist í
lagi, máttum við þola móttökur
röskra og skipulagðra heimamanna:
„Eg er Baislan, túlkurinn ykkar“,
kynnti sig ung stúlka á afskaplega
skólabókarlegri ensku; „verið hjart-
anlega velkomnir til Kalmykíu. Hér
er hann Anatólí frá landbúnað-
arráðuneytinu, þeir sjá
um dvöl ykkar hér. Við
eru hér með bíl til að
flytja ykkur þangað sem
þið eigið að búa. Gjörið
svo vel að íylgja mér.“
Eftir hálfrar stundar
„Kóngspeð
fram og
Ólympíuskák-
mótið hafið“
bílferð yfir mórauða og þyrrkings-
lega steppu komum við til borgar-
innar og var ekið upp að dyrum á
stóru fjölbýlishúsi. Ekki minnkaði
undrun okkar þegar inn var komið;
stór og vistleg íbúðj þar sem pláss
var yfrið fyrir alla. I eldhúsinu stóð
matselja af traustbyggðari gerðinni
og blaðaði í þykkri matreiðslubók. I
stofunni beið okkar broshýrt
þjónustufólk og borð hlaðið kræs-
ingum. Menn bara göptu. Við sem
eldri vorum mundum ekki eftir öðr-
um eins móttökum á Ólympíuskák-
móti.
Fleiri verkamenn
heldur en skákmenn
Brátt kom þó í ljós að ekki var allt
í svona góðu lagi. Þar sem
Ólympíuþorpið var að rísa skammt
frá okkur bar meira á verkamönn-
um en skákmönnum. Sjálf skákhöll-
in sem tefla átti í, líktist mest
mauraþúfu; hundruð manna að
störfum og ægði öllu saman;
dúklagningarmaður í einu horninu;
verið að renna í gólf þar skammt
frá; enn verið að glerja. Aðspurt
muldraði fylgdarfólk okkar eitthvað
um að e.t.v. gæti mótið ekki hafist
næsta dag, sumir keppenda væru
seinir fyrir.
Síðar um daginn fengum við að
ganga á fund Kirsans Ilumzhinovs
forseta Kalmykíu og FIDE, þessa
umdeilda manns, sem ýmsir
________ fjölmiðlamenn í fjarlæg-
um löndum eru búnir að
gera að hinum svæsnasta
mafíuforingja. Eftir
nokkur kurteisisorð vor-
um við leystir út með
“ kavíar og vodka, flaskan
mynd af forsetanum á
með
þjóðbúningi.
Ekki vildi Kirsan staðfesta að
mótið hæfist ekki samkvæmt áætl-
un, en síðar kom á daginn að fresta
yrði mótinu um tvo daga, sem er
náttúrulega fáheyrt í gjörvallri
skáksögunni. Það var raunar öllum
sem á horfðu stórkostlegt undrun-
arefni að skákþorpið, sem kallað
var „City-Chess“ upp á útlendan
móð, skyldi komast í gagnið á þess-
um skamma tíma. Þá var líka
greinilegt að við Islendingar vor-
um ekki þeir einu sem fengum
VINÁTTA þjóðanna innsigluð. Þröstur Þórhallsson náði bestum árangri
íslensku skákmannanna í ferðinni.
LOKS tilbúið; skákþorpið í Elista. Teflt var í skákhöllinni til hægri á
myndinni.
LOFTMYND frá skákstað. I skákhöllinni var teflt í nokkrum sölum, auk
þess á svölum á fjórum hæðum með útveggjum. Á jarðhæðinni er boðinn
söluvarningur af ýmsu tagi. Skákhöllin er hið glæsilegasta hús, en næði
fyrir keppendur var stundum með minnsta móti.
höfðinglegar móttökur; skákmenn
og -konur frá rúmlega 100 þjóðum
sem flykkst höfðu til Elista tóku
frestuninni með jafnaðargeði. Allir
sáu að heimamenn lögðu nótt við
dag til að koma hlutunum í lag, og
hvernig er hægt að standa í þrasi í
miðri veislu? Það var sumsé séð til
þess að engum leiddist þessa tvo
daga sem beðið var eftir að mótið
hæfist.
Setningarhátíðin fór þó fram á til-
settum tíma; keppendur og heima-
menn flykktust á íþróttaleikvang
borgarinnar til að njóta stórbrotinn-
ar skrautsýningar þar sem áherslur
á hið alþjóðlega samfélag skák-
manna og þjóðleg sýningaratriði
voru fléttuð saman. Og Kirsan var
mættur.
Þótt byggingar virtust varla til-
búnar undir tréverk i City-Chess
þegar við komum á staðinn, tókst
heimamönnum hið ómögulega; að
morgni fyrsta skákdags var skák-
höllin enn fúll af iðnaðarmönnum, en
einstaka hreingemingarmaður lét
fara lítið fyrir sér með klút og fötu
að vopni. Þeim síðarnefndu óx ás-
megin þegar leið að hádegi og nú
var farið að bera tölvur inn í húsið
og taflborðin fylgdu í kjölfarið. Enn
voru iðnaðarmenn þó í meirihluta og
viðlagið borvélasuð og hamarshögg.
Tveimur tímum seinna; skákhöllin
stóð tilbúin fyrir allar 720 skákimar
sem tefla átti í íyrstu umferðinni.
Kóngspeðinu var leikið fram um tvo
reiti; 33. Olympíuskákmótið var
hafið.
Þjóð á meðal þjóða.
En hverjir vora þá þessir gest-
gjafar okkar og hvaða land er þetta,
sem margir hér heima vissu ekki
einusinni að væri til? Kalmykar eru
u.þ.b. 300.000 manna þjóð sem bygg-
ir sjálfstjómarlýðveldi í rússneska
ríkjasamþandinu. Kal- _____________
mykía virðist hafa nokkuð
víðtæka stjóm í sínum
innri málum og veralegt
sjálfstæði gagnvart mið-
stjórnarvaldinu í Moskvu.
Þjóðin á sér merkilega
sögu. Hún er af mongólskum
kynþætti, gerólík Rússum í útliti.
Kalmykar telja sig afkomendur hins
mikla herkonungs Djengis Khan og
manna hans, sem fóru með báli og
brandi vestur sléttur Rússlands
austan úr Mongólíu á 13. öld. Þeir
settust þá að á steppum Suður-
Rússlands, fyrir norðan og vestan
Kaspíahafið. Á þessum slóðum er af-
ar þurrviðrasamt, og veðurfar held-
ur óblítt; óþolandi sumarhitar og að
sama skapi nístandi kuldi á vetrum.
Kalmykar komust síðar undir stjórn
Rússakeisara og fer engum sögum
„Efast um
áreiðanleika
alþjóðlegra
fréttamiðla“
Á heimsstyrjaldarárunum síðari
komst hann að þeirri niðurstöðu að
hirðingjar þessir sætu á svikráðum
við Rússa og smalaði gervallri
þjóðinni upp í jámbrautarvagna og
flutti til Áustur-Síberíu. Þetta var
árið 1943. Ferðin tók rúman mánuð
og þegar komið var á leiðarenda
hafði stór hluti Kalmykanna látið
lífið úr sjúkdómum og vosbúð. Þeir
vora svo settir niður við Kyrrahafs-
strönd Síberíu, á svæðinu frá Vladi-
vostok og norður til Magadan;
einnig á Sjakalín-eyju.
Það liðu heil þrettán ár áður en
hin herleidda þjóð fékk að snúa
heim. Land þeirra var þá að nokkra
byggt Rússum, auk þess sem Stalín
og liðsmenn hans höfðu gert sitt
besta til að afmá spor um búsetu
Kalmyka; örnefnum hafði verið
breytt og sagan útmáð, eins og þeim
félögum einum var lagið. Stórbrotið
minnismerki um þessa öriagaríku
herleiðingu hefur verið reist í
útjaðri höfuðborgarinnar.
Eins og gefur að skilja hefur þessi
reynsla markað djúp spor í þjóðar-
vitund Kalmyka, þótt heimildar-
menn okkar vildu ekki meina að þeir
bæra hefndarhug til Rússa íyrir vik-
ið. Þvert á móti var fullyrt að sam-
búð kynþáttanna - en nokkur fjöldi
Rússa býr í Elista - væri með öllu
vandræðalaus. Kalmykar eiga sér
tungumál, en það mun nú mjög vera
á undanhaldi fyrir rússnesku sem er
ráðandi á opinberam vettvangi og
algengt að kalmykískar fjölskyldur
noti hana einnig heima fyiir.
Það fór ekki framhjá okkur að
Kalmykar era stolt þjóð sem hefur
sögulegan arf sinn og hefðir í heiðri.
Þeir era hirðingjar frá fomu fari og
enn í dag er landbúnaður ein
höfuðatvinnugreinin. Okkur Islend-
ingunum kom skemmtilega á óvart
hve matarvenjur minntu á heima-
landið. Kalmykar búa við sauðfé
eins og við og nýta skepnuna sér til
matar á svipaðan hátt og við þekkj-
um.
Þannig gera þeir slátur líkt og við
og svið þykja herramannsmatur og
er gestum borinn sviðahaus þegar
mikið er við haft. Þá er hausinn bor-
inn fyrir gestinn í heilu lagi og skal
snoppan vísa fram og gína framan í
þann er eta skal. Hrossakjöt kunna
þeir líka vel að meta auk þess sem
mjólkurafurðir eru ríkur þáttur í
hefðbundinni matarmenningu þjóð-
arinnar. Þeir hafa lag á að láta
mjólkina gerjast þannig að hún
verði áfeng en ekki fékk liðsstjórinn
eða aðrir í íslenska hópnum að
bragða á þeim drukk. Þá veiða þeir
fisk sér til matar bæði í ánni Volgu
og Kaspíahafinu.
Eins og áður hefur komið fram,
var okkur sýnd afar mikil og einlæg
gestrisni af heimamönnum og var
fátt til sparað til þess að gera okkur
dvölina sem ánægjulegasta. Rausn-
arskapurinn gat raunar stundum
gengið nokkuð úr hófi og áttu
höfðingjarnir í landbúnaðarráðu-
neytinu ekki alltaf gott með að skilja
að þeir sem eru komnir langan veg
til að keppa í skák vilja stilla veislu-
höldum í hóf.
Þannig birtust okkar menn dag-
inn sem fyrsta umferðin átti að hefj-
--------- ast með vodkaflöskur
meðferðis og vildu skála
fyrir vináttu þjóða okkar.
Þeim þótti súrt í broti
þegar slíkum traktering-
um var haínað og fannst
lítið koma til þeirra út-
skýringa liðsstjórans að Islendingar
væra alls óvanir vodkadrykkju við
þessar aðstæður!
Af vondu fólki
Þátttaka okkar Islendinga á 33.
Ólympíuskákmótinu vai’ umdeild og
ferðin óvissu háð alveg fram á síð-
ustu stundu. Á vegum alþjóðlegra
fréttastofa birtust fréttir af hörmu-
legu ástandi í Kalmykíu. Forseta
landsins var lýst sem ótíndum
glæpamanni sem kúgaði og
arðrændi þjóð sína og kæmi and-
stæðingum sínum fyrir kattamef.
Sögur bárust af því að öll aðstaða
væri óbyggð og ófrágengin, flugvöll-
urinn grjóthrúga ein, að Elista hefði
nýlega logað í óeirðum, o.s. frv.
Fyrir okkur sem fengum að kynn-
ast landi og þjóð og taka þátt í*
ágætu Ólympíuskákmóti hljómar
þetta allt eins og öfugmæli. Við
þurfum ekki að verja Kirsan Ilu-
mzhinov og stjómarhætti hans; um
þá vitum við of lítið. En við höfum
dvalið í landinu og séð það með eigin
augum. Það er meira en fulltrúar
fréttastofanna hafa gert.
Öll umgjörð þessa Ólympíuskák-
móts vai- hin glæsilegasta, en sumir
hlutar hennar vora reyndar ræki-
lega á eftir áætlun, að sögn heima-
manna vegna efnahagskreppunnar í
Rússlandi. I Elista var byggt glæsi-
legt Ólympíuþorp, ásamt skákhöll,
þar sem sjálft mótið fór fram. Við
sem dvöldum í Kalmykíu urðum lítið
varir við efnahagskreppuna í Rúss-
landi. Enginn skortur var á nauð-
synjum og atvinnulíf virtist standa
með blóma í Elista. Borgin ber á
margan hátt dæmigerðan rússnesk-
an svip, en víða má sjá merki um
uppbyggingu og framkvæmdagleði.
Þó býður okkur í gran að þeir
Kalmykar fái sinn skerf af félags-
legum og efnahagslegum vandamál-
um sem við lýði eru í Rússlandi og
okkur var tjáð að glæpir væru tíðir
og atvinnuleysi nokkurt. Þó var
fátækt ekki áberandi, fólk var vel
klætt og upplitsdjarft og tók okkur
aðkomumönnum afar vel eins og áð-
ur sagði.
I landinu ríkir lýðræði í orði
kveðnu en fyrir slíkum stjómarhátt-
um er afar lítil hefð. Forseti lands-
ins er vinsæll meðal þjóðarinnar, en
á sér áreiðanlega óvini þótt þeir hafi
ekki haft sig í frammi meðan á
Ólympíumótinu stóð. Skipulögð
stjómarandstaða er ekki fyrir hendi
í landinu og trúlegt finnst mér að
þeir sem vilja berjast gegn veldi ”
Kirsans eigi erfitt uppdráttar. Svo
virtist sem stuðningur við forsetann
væri mestur meðal unga fólksins
sem er stolt af honum fyrir að
standa uppi í hárinu á Moskvuvald-
inu og sér í honum boðbera framtíð-
ar og framfara enda er maðurinn
ekki fertugur enn.
Mjög gaman var að sjá hve þjóðin
öll virtist taka af heilum hug þátt í
þessu ævintýri sem Ólympíuskák-
mótið var og heimsókn á annað
þúsund gesta víðsvegar að úr heim-
inu vegna þess. Hlýlegar mótttökur
og einlæg gestrisni era það sem
verður undirrituðum minnisstæðast
úr þessari for.
Eftir þessa reynslu situr maður
eftir og efast um áreiðanleika
alþjóðlegra fréttamiðla og hefur nú
meiri fyrirvara en áður á fréttum af
ýmsu hallæri í fjarlægum heims-
hlutum. Þá vekja og furðu ýmsar
þær upphrópanir sem heyra mátti
hér heima um þátttöku Islands og
ástandið austur þar, sem að því er
virðist byggðust eingöngu á fordóm-
um og vanþekkingu. Fátt er einfald-
ara hér uppi á klaka en að hafa um-
búðarlausar skoðanir á fjarlægu
landi sem maður hefúr aldrei komið
til. Fátt er sælla og átakaminna en
að kynda elda fordómanna gagnvart
barbaríinu, allt í kaldakoli þar fyrir
austan og mafían ræður öllu.
Víst er að orðstír íslendinga hefði
beðið hnekki ef þeir hefðu setið
heima. I Elista voru stærstu og
voldugustu skákþjóðir heims mætt-
ar til leiks - þ.á m. allar Vestur-
Evrópuþjóðir utan Danir og Norð-
menn. Islenskir skákmenn hafa um
áratuga skeið haldið merki landsins
hátt á lofti á Ólympíumótum í skák
og njóta virðingar á þeim vettvangi
sem stundum vill gleymast hér
heima. Þótt árangurinn við tafl-
borðið hafi oft verið betri en nú, er
þátttakan engu að síður mikilvæg. «■
Á þessa skákhátíð þjóðanna, þar
sem á annað þúsund skákmenn og -
konur frá meira en eitt hundrað
þjóðlöndum mæta til leiks, eigum
við Islendingar ekki að láta okkur
vanta.
Höfundur var liðsstjóri íslensku
skáksveitarinnar í Elista.