Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 48
#8 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓRINGIMAR GÍSLASON + Halldór Ingimar Gíslason fæddist 10. september 1909 á Halldórsstöðum í Seyluhreppi. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki 12. október. Foreldrar hans voru Gísli Bene- diktsson bóndi á Halldórsstöðum og Ingibjörg Björns- ■» dóttir húsfreyja þar. Systkini Hall- dórs voru tvö, Björn í Reykjahlíð og Efemía í Húsey. 19. júní árið 1938 kvæntist Halldór Guðrúnu Sigurðardóttur frá Hvammi í Svartárdal. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson bóndi í Hvammi og Elín Péturs- dóttir húsfreyja þar. Börn Halldórs og Guðrúnar voru: 1) Sigurður, f. 4. ágúst 1938, d. 25. ágúst 1938. 2) Ingibjörg, f. 10. júlí 1939, maki Þorvaldur Arnason, d. 14. janúar 1996. 3) Sigrún, f. 30. maí 1942. Maki Sverrir Svavarsson. 4) Björn, f. 29. nóv. 1943, kona Hrefna Gunnsteinsdóttir. 5) Sigurður, f. 27. sept. 1947, d. 14. nóv. 1997, kona Kristín Jóhannsdóttir. 6) Efemía, f. 10. júní 1952, maki Björn Jó- hannsson. 7) Erla, f. 23. des. 1955, maki Jón Alexandersson. 8) Skúli, f. 1. nóv. 1957, kona Erna Hauksdóttir. Barnabörnin eru 12. Barnabarnabörnin 16 og langalangafabörn 2. Utför Halldórs fer fram í Glaumbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Með þessum orðum langar mig að minnast afa míns, Halldórs frá Halldórsstöðum. Allt frá því ég man eftir mér áttu afi og amma stóran þátt í lífi mínu. Eg var í sveit hjá þeim sem barn og fram á ung- lingsár. Afi var hæglátur maður, dagfarsprúður mjög. Hann var glettinn og gamansamur. Reglu- semi í hvívetna var honum eðlislæg. Ávallt lagði hann húfuna sína og vettlingana á sama stað í þvotta- húsinu. Þessi reglusemi einkenndi öll hans störf. Ef sækja þurfti áhöld fylgdi skýr lýsing hvar hluturinn var. Afi var mjög vinnusamur, cmátti sjaldan vera að að skreppa af Tbæ, þurfti ætíð að hafa brýnt er- indi. Hann var bráð hestlaginn og hafði gaman af hestum. Einkenndi það hesta sem hann hafði tamið hve taumléttir og þjálir þeir voru. Á haustin var það draumur okkar frændsystkinanna, sem oftast vor- um nokkur í sveitinni að fara ríð- andi í réttirnar. Ætíð fann afi lausn á að það gæti orðið. Man ég sér- staklega eftir einu sinni að það vantaði einn hest. Um morguninn kom góður nágranni og góðvinur afa ríðandi með tvo til reiðar. Þetta var Dúddi á Skörðugili með hest sem aðeins fáir útvaldir fengu að láni og var kallaður Spari-Brúnn. . Dúddi hafði haft fregnir af að vant- aði einn hest og þar sem afi átti í hlut var hann fljótur að leysa það. Þessi réttarferð var hin skemmti- legasta, afi var okkur svo góður fé- lagi og leiðbeindi okkur og hjálpaði ef með þurfti. Uppi á lofti átti hann smíðakompu þar sem hann lag- færði ýmislegt og dúllaði sér við að smíða, vinna úr leðri o.fl. Oft sátum við krakkamir á stigaskörinni, rétt- um nagla og spjölluðum við hann á rigningardögum. Afi og amma voru bæði vel hagmælt og urðu oft til vísur í amstri hversdagsins eins og þessi: Eg það tel mitt æðsta hnoss og er með glöðu sinni efaðvísanáégkoss hjá eiginkonu minni. Músíkalskur var afi með afbrigð- um, hann spilaði á harmonikku fyr- ir dansi þegar hann var ungur og söngurinn átti stóran sess í lífi hans alla tíð. Hann hafði drynjandi fagra bassarödd, söng í karlakómum Feyki og kirkjukór Glaumbæjar- kirkju. Afi var afburða góður dans- ari og unni góðri tónlist. Hrein un- un var að sjá þau afa og ömmu dansa saman. Þau kenndu mörgum •af sínum afkomendum að dansa. Einu sinni að vetri var ég svo lánsöm að dveljast í sveitinni í kennaraverkfalli, það var yndislegt að fá að kynnast lífinu í sveitinni að vetri. Stundum á milli verka og á kvöldin sátum við afi og bmgðum múla úr baggaböndum, einnig hjálpaði hann mér að gera beisli sem ég geymi til minningar um hann. Afi hafði ekki mörg orð um hlutina, hann vildi að við lærðum að gera þá rétt og vel frá upphafi. Hann var harðduglegur og varð að hafa eitthvað fyrir stafni. Yndisleg vom kvöldin þegar við fómm ríð- andi að huga að lambfénu á sauð- burði, þá bar féð úti í víðáttunni og gat stundum verið strembið að ná lömbunum ef þurfti. Afi var eld- fljótur að hlaupa og hafði ávallt meðferðis krókstaf til að fanga þau með. Ekki hafði ég roð við honum í þessari glímu fyn- en ég var komin undir fermingu, svo frár var hann á fæti og alla tíð léttur á sér. Einhver tígulegasta mynd sem ég á í huga mér af honum var þegar hann var að ferðbúast á Ki-ókinn til að hirða í Skarðarétt. Þá klæddist hann reið- fötunum sinum, setti upp hattinn steig á bak Sigrúnar Grána með hnakktöskuna fyrir aftan sig. Þar vora á ferð tveir vinir sem glæsi- leikinn skein af. Gagnkvæm ást og virðing ömmu og afa var mikil, þau töluðu aldrei styggðai'orð hvort til annars og lögðu sig fram um að sýna hvort öðm vinsemd og hlýju. Afi bar mikla hlýju til Svartárdalsins en þaðan var amma ættuð. Um Svart- árdalinn orti hann: Hér ólu margir ævi sína og eflaust hefur líkað það. Hér gaf mér Drottinn gæfu mína ég gleymi aldrei þessum stað. Það var afa mikið áfall þegar amma lést, það var sem eitthvað dæi í honum. Allt varð svo tómt og tilgangslaust. Þau vora svo miklir vinir, höfðu gengið í gegnum bæði gleði og sorgir. Hann bar harm sinn í hljóði svo sem var hans stíll en varð ekki sam- ur eftir það áfall. Afi bar hag síns fólks fyrir brjósti, þótt hann hefði ekki mörg orð um það. Ég man vel hversu glaður hann var þegar við Valgeir fluttum í sveitina, því hann vissi að draumur minn hafði ræst. Einhverju sinni á afmælisdegi ömmu komu þau til okkar í Vatn og við tókum á móti þeim í einu sum- arhúsa okkar. Það fannst afa ánægjulegt og var sallarólegur þótt nálgaðist fjóstíma, en það var ólíkt honum, þá þurfti hann að komast heim til að sækja kýmar. Það var mjög erfitt fyrir afa að flytjast frá Halldórsstöðum því þar hafði hann búið allt sitt líf. Það var sem lífslöngunin hyrfi, heilsan orðin lé- leg og fór hratt hrakandi. Síðustu árin vora honum ákaflega erfið. Við getum verið svo glöð að hans þrautagöngu er lokið. Nú era þau loksins saman á ný amma og afi og hver veit nema amma hlýi honum á höndunum í handarkrika sínum eins og forðum. Það hefur verið fjölmennur hópur sem tekið hefur á móti honum hinumegin. Okkur þykir mjög leitt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn í þess- ari jarðvist þar sem við eram er- lendis. Við verðum í staðinn hjá ykkur í huganum. Ég votta móður minni, systkinum, móðursystkin- um, fjölskyldum þein'a og vensla- fólki mínu samúð. Elsku afi, ég hef alla tíð verið svo stolt af að bera nöfnin ykkar ömmu, hjá ykkur átti ég mitt annað heimili í þeiiri ró og friði sem einkenndi það. Ég vil þakka þér allt sem þú kenndir mér í sveitinni, öll þau gæði og góðu stundirnar í fjósinu, reiðtúrana og margt fleira. Ég mun aldrei gleyma sveitinni minni, ynd- islegri afa og ömmu er ekki hægt að óska sér. Bestu þakkir flyt ég frá eigin- manni mínum og börnum. Að endingu kveð ég þig, elsku afi minn, eins og amma kvaddi okkur að loknu sumri. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt og allt. Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir, Vatni. Það haustar. Eftir kyrrð og mildi síðsumarsins falla laufin með suð- vestan vindinum þeim fyrsta á haustinu. Kominn er 12. október. Með þessum sama vindi í kvöldrökkrinu fjaraði út líf Halldórs á Halldórsstöðum. Að hverfa inn í hauströkkrið, falla með haustlauf- unum vora í raun fullkomin leiðar- lok manns sem alla sína tíð var sam- ofinn fósturjörðinni. Bóndi sem ól allan sinn aldur í miðju Skagafjarð- arhéraði, bundinn sveit sinni órofa- böndum frá vöggu til grafar. Halldór var fæddur 10. sept. 1909 á Halldórsstöðum á Langholti, en faðir hans bjó á jörðinni frá 1904, en keypti hana 1910. Systkini Halldórs vora tvö, Björn, f. 1900, og Efemía, f. 1902. Þau systkinin unnu öll að búi foreldra sinna til fullorð- insára. Gísli faðir Halldórs missti heilsuna á góðum aldri svo börn hans tóku við búsforráðum 1936. Bjöm bróðir Halldórs hafði þá búið ásamt konu sinni Hallfríði Þor- steinsdóttur frá 1932 í samvinnu við Gísla og Halldór. Efemía systir þeima bjó með manni sínum Éelix Jósafatssyni, kennara og bónda, á Halldórsstöðum 1930-1932. Þá fluttu þau að Húsey í Vallhólmi og vora búendur þar í 23 ár. Felix kenndi í áratugi með búskapnum og lengi eftir það m.a. í Grandar- firði. Gísli Benediktsson lifði til 1941 en konu sína Ingibjörgu missti hann 1937. Halldór tók að fullu við búsforráðum á Halldórsstöðum er Björn bróðir hans flutti að Geita- gerði 1939. Halldór sótti konuefni sitt, Guðránu Sigurðardóttur, móð- ursystur mína, vestur í Hvamm í Svartárdal á útmánuðum 1937. Þau höfðu verið samvistum í Brekku hjá þeim sæmdarhjónum Jóni Bjöi'ns- syni tónskáldi og Sigríði Trjá- mannsdóttur, sem seinna bjuggu lengi á Hafsteinsstöðum og við þann bæ kennd. Guðrán frænka lærði sauma en Halldór lærði á org- el. Samlíf Halldórs og frænku minnar var með eindæmum far- sælt. Kærleikur, ástúð og gagn- kvæm virðing. Aldrei styggðaryi'ði í 50 ára sambúð. Slíkt verður að teljast alveg einstakt því öldur risu og hnigu á þeirra vegferð sem margra annarra. Móðursystir mín hafði sérstaklega ljúfa og gefandi skapgerð og Halldór var skapfestu- maður. Var þetta þeim drjúgt vega- nesti. 1938 misstu þau framburð sinn Sigurð, sem var mikið áfall. Mynd af kistu Sigurðar litla var á sínum stað í baðstofunni alla mína bersku og síðan í nýja íbúðarhúsinu sem flutt var í 1957. Barnalán Hall- dórs og frænku varð mikið því til fullorðinsára komust sjö böm, öll á lífi nema Sigurður yngri, sem lést í fyrra fimmtugur að aldri. Mikill mannkosta maður. Halldór og frænka vora bæði góðum gáfum gædd, en skólaganga þeirra var fyrst og fremst lífið sjálft. Öllu mætt af æðraleysi og úr öllu greitt. Ingibjörg fóðuramma Halldórs var systir Indriða Einarssonar skálds, sem Nýársnóttina samdi. Indriði var tengdafaðir Ólafs Thors. Hall- dóri þótti svipa mjög til þessara ættmenna sinna að andlitsfalli og atgervi. Ættbogi þessi er stór í Skagafirði og Reykjavík og kennd- ur við Gísla Konráðsson sagnaþul frá Húsabakka og leynir sér ekki skyldleikinn. Móðurfólk Halldórs var ekki síðra, glæsilegt á velli og mikillar gerðar. Nefni ég til sög- unnar móðursystur Halldórs, Mar- gi-éti á Stóra-Seylu, sem ég þekkti vel. Halldórsstaðir voru bær fornra gilda í húsakosti og búháttum öll mín bemskuár og fram að ferm- ingu. Bærinn sjálfur var vel byggð- ur, hlýr og notalegur. Svo var um útihúsin einnig. Áfast fjós var við bæinn að norðanverðu með hlöðu. Sunnan og vestan við bæinn var Skemman, Reykhúsið og Smiðjan sambyggt með þrem burstum. Uti- húsin voru beint í vestm' frá sjálf- um bænum. Næst „Neðstuhúsin“, síðan „Miðhúsin" og efst upp við brautina „Efstuhúsin" með reisu- legri stóðrétt. Allt vatn var borið í menn og skepnur. Ekkert rafmagn, engin böð né snyrtingar, þrifnaður þó mikill. Sparifötin í dragkistum. Sjálfsþurftarbúskapur á öllum svið- um. Ékkert það verk er Halldór bóndi kunni ekki góð skil á, allt frá tógvinnu til járnsmíði í smiðjunni. Hreinasta unun var að sjá hann vinna úr hrosshári. Leðri í hnakka og aktygi og kemba ull. Allt er þetta nú framandi fólki undir miðj- um aldri, sem af öðrum heimi. Halldór af föðurnum og Þorbjörg Ólafsdóttir amma mín vora þre- menningar að skyldleika. Mikil og góð vinátta var ræktuð milli Syðra- Skörðugils og Halldórsstaða, enda ekki langt milli bæja. Gísli Bene- diktsson og Ólafur Eyjólfsson systkinasynir. Bogi afi minn Gísla- son flutti í skjól vina sinna á Hall- dórsstöðum 1939 og ári síðar varð þar einnig heimili fóður míns. Ári síðar 1941 fluttu Elín amma mín og móðir mín í Halldórsstaði, vestan úr Hvammi eftir andlát afa míns Sigurðar Guðmundssonar. Þar með var uppskriftin að mér og mínum fengin. Halldórsstaðir vora upphaf alls og framvinda í fjölskyldulífínu í áratugi. Á bænum var „stórfjöl- skyldan" ungir sem aldnir og Hall- dór húsbóndinn á heimilinu. Elín tengdamóðir Halldórs var heimil- inu mjög mikils virði meðan hennar naut við og börnin uxu úr grasi. Hún lést um aldur fram 1954. Elín og Halldór voru sérlega samhent og virtu hvort annað mikils. Á þessum áram var mikilvægt að hafa margt í heimili. Gömlu bú- skaparhættirnir voru enn við lýði og þörf fyrir hverja vinnufúsa hönd. Engann mann hef ég fyrir- hitt á lífsleiðinni sem var jafn verk- hagur og laginn. Það vai- sama hvað var, jafnt við inniverk, sem úti. Unnið úr ull kembt og spunnið. Hrosshárið varð að gjörðum og taumum. Halldór var um margt sérstæður maður. Persónusterkur, agaður, einbeittur að hverju sem hann gekk. Fíngerður, ekki mikill að burðum, en snerpu hans við- bragðið. Úthaldið miklu meira en líkamsburðir sögðu til um. Fágæta tónlistarhæfileika hafði Halldór sem lítill tími var til að fullkomna. Þó fylgdi Halldórstaðaheimilinu meiri sönggleði en almennt gerðist í sveitum. Halldór spilaði listavel á orgel og var hreinasti snillingur á harmoniku. Þó reis hann hæst með sinni hljómfógra og tæru bassa- rödd. Þeir þóttu góðir saman Hall- dór á Fjalli og Halldórsstaðabræð- ur í karlakórnum Heimi. Samvistir okkar Halldórs eru orðnar langar allt frá því ég leit þennan heim fyrst í framstofunni í gamla fallega og hlýja torfbænum á Halldórsstöðum. Að viðstöddum Halldóri, pabba, ömmu, frænku, Sigríði ljósu og Torfa lækni. Frá þessum degi spunnust þræðir vin- áttu og leiðsagnar. Fram yfir ferm- ingu var ég öllum stundum er við varð komið heima á Halldórsstöð- um. Þar var ég alltaf velkominn til frændfólks míns, móðursystur minnar, ömmu og Halldórs. Börn þeirra vora sem systkini mín, sér- staklega þau eldri. Hjartarýmið var mikið á Halldórsstöum og svo gestkvæmt að í frásögur er fær- andi. Það fylgdi heimilinu mikil rausn langt umfram efnahaginn. Við þau vatnaskil sem orðin eru hrannast upp minningabrotin. Ég vil gefa þér, lesandi minn, örfá myndbrot af Halldóri, sem að nokkru lýsa manninum og mann- gerðinni. Ég sé Halldór röskan á göngu á leið til Skemmu, þar sem verkfæri og þarfahlutir voru geymd. Ég sé hann einbeittan að dengja ljái í Smiðjunni. Ég sé hann spenna Gamla-Rauð fyrir heimasmíðaða heyýtuna á sólríkum sumardegi. Ég sé hann taka fram fiskinet með glampa í augum sem leggja skal í Holtstjöm. Ég sé hann verklaginn í torfristunni en mikið af reiðingi fór víða um sveitir frá Halldórs- stöðum. Ég sé bæjarhlaðið og varpann þakinn hrossum og mönn- um, og Halldór munda hófjárnið. Ég sé Halldór ríða hratt á Sörla á heimleið frá Vallabökum. Ég sé Halldór reka fé sitt með dyggri að- stoð Skoppu og síðar Snata. Eng- inn var lagnari en hann að kenna hundum að fara að skepnum. Ég sé taktfasta sveifluna á fjósaluktinni í hauströkkrinu á leið í Skálann, síð- an í fjósið. Ég sé mjólkurbrúsana síga ofan í brunninn spölkorn vest- an við bæinn. Ég sé þreyttan, vinnulúinn mann dreginn fram bæjargöngin til leikja með okkur börnunum. Farið er í „húsakarl". Ég sé liðlega fertugan mann hjálpa til við að stinga út snjóhús í bæjar- skaflinum suður af vesturhomi gamla bæjarins. Ég sé fimmtugan mann klífa gljáfægða stoðina í hlöðunni í „Neðstuhúsunum" jafn léttilega og hann hefur alltaf gert síðan löngu fyrir fermingu. Aðrir á bænum leika það ekki eftir honum. Ég sé aldinn, slitinn mann ganga heim til bæjar í „Nýjahúsið“ takt- föstum hægfara skrefum. Hann hefur mætt elli sinni. Ég sé enda- lausar sýnir, en ég heyri líka ljúfa hljóma orgelsins í framstofunni, þýða óma harmonikunnar. Fagi-an söng, djúpar bassaraddir Halldórs- staðabræðra, Halldórs og Björns, síðast kenndur við Reykjahlíð. Ég heyi'i kórsöng í Glaumbæjarkirkju þar sem Halldórsstaðabræður voru ómissandi ásamt konum sínum Guðránu frænku og Höllu í Reykjahlíð með sínar háu, björtu raddir og vin þeirra Jón á Haf- steinsstöðum stjórna öllu saman. Ég heyri marrið í snjónum og þungi'i hurðinni í gamla Glaumbæj- arbænum, er farin var árleg ferð í vefstólinn. Ég heyri djúpa rólynd- islega röddina í Halldóri er við sváfum saman á flatsæng á eldhús- gólfinu heima á Freyjugötunni, er frænka var að fæða Sigurð son sinn 1947. Halldór sefaði mig og sagði að allt væri í góðu lagi, er barnsgi'áturinn barst fram í eld- húsið. Svona er lífið, eilífar sýnir og heyrnir bundnar þeim sem veg- ferðina eiga saman. Að vaxa upp og dafna í því umhverfi sem lýst hefur verið, er auðlegð til lífstíðar. Hall- dórsstaðaheimilinu á ég mikið að þakka, sem aldrei verður fullþakk- að. Halldór var einn þeirra manna sem hafði tveggja heima sýn. Ann- ar heimurinn næsta kunnur allt síðan á landnámsöld. Hinn nýr og byltingarkenndur, þar sem nánast allt endurskapast frá ári til árs. Lífsferill Halldórs á Halldórsstöð- um er nú allur. Minningarnar renna inn í hauströkkrið og það fennir í sporin á komandi vetrum. Niðjar Halldórs mæta nýjum tím- um, það er lífsins gangur. Þeir hafa margir hlotið sömu náðargjafir og fylgdu Halldóri, frábæra verklagni og tónlistargáfur. Halldór mun hvíla í Glaumbæj- arkirkjugarði í miðri sveit, fyrir miðju héraðsins með beinni sjón- línu heim í Halldórsstaði, sem hann unni svo heitt. Hann valdi sinn leg- stað sjálfur fyi-ir löngu. Hörður Ingimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.