Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKIIREYRI Menntamálaráðherra tekur fyrstu skóflustungu að byggingum Háskólans á Akureyri Tímabært að háskólmn eignist húsnæði hannað að þörfum hans .. Morgunblaðið/Kristján BJORN Bjarnason menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustungu að byggingum Háskólans á Akureyri í gær, en hann tekur hér í hönd Þor- steins Gunnarssonar rektors að því loknu. Stórvirkar vinnuvélar hófu þá strax framkvæmdir við jarðvegsvinnu en þeim á að vera lokið 1. desember næstkomandi. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra tók fyrstu skóflustungu að byggingum Háskólans á Akui’eyrar í gær, föstudag, en þar er um að ræða nýtt kennsluhús um 2.000 fer- metrar að stærð og er kostnaður áætlaður um 260 milljónir króna. Fram kom í ávarpi Bjöms við þetta tækifæri að meiri breytingar hefðu orðið á háskólanámi hér á landi á síðustu 10 árum en nokkru sinni frá því Háskóli Islands var stofnaður árið 1911. Háskólinn á Akureyri hefði átt mikinn þátt í þeim breytingum. „Má kveða svo fast að orði að með tilvist sinni hefði skólinn skapað nýja vídd,“ sagði Bjöm Bjarnason og bætti við að í vikunni hefði verið rætt á Alþingi að Háskólinn á Akureyri væri eitt- hvert mikilvægasta framlag síðari ári til að hefta enn meiri byggða- röskun í landinu. í máli Björns kom fram að stjóm- endur Háskólans á Akureyri hefðu sýnt áræði og dugnað við að feta inn á nýjar brautir við breyttar aðstæð- ur á háskólastigi, en í vetur verða væntanlega samþykkt ný lög um um háskólann sem auka munu sjálf- stæði hans og skapa honum ný sóknarfæri. Björn sagði vissulega tímabært að háskólinn eignaðist húsnæði sem sérstaklega væri hannað og sniðið að þörfum hans. Nokkurt fé hefur verið ætlað í fjárlagafrumvarpi til þess verks sem framundan er en Bjöm sagði að þegar línur hafi skýrst væri æskilegt að samið yrði um framkvæmdahraða og fjárveit- ingar yrðu í samræmi við hann. Fyrsta skrefið stigið Fjórði áfangi framkvæmda við Háskólann á Akureyri er bygging rannsóknarhúss, en Akureyrarbær baust á síðasta ári til að fjármagna byggingu þess og hefur málið verið rætt milli fulltrúa menntamálaráðu- neytis og bæjaryfirvalda. „Afstaða mín er sú að menntamálaráðuneytið eigi ekki að taka á sig allar skuld- bindingar fyrir hönd ríkisins vegna rannsóknarhúss. Skilgreina verði þörf háskólans á rými í húsinu og síðan greiði skólinn fyrir þá að- stöðu. Rannsóknarstofnanir og aðr- ir verða að standa undir sínum hluta af kostnaði við byggingu húss- ins,“ sagði menntamálaráðhema en að hálfu ráðuneytisins væri höfuðá- hersla lögð á að Ijúka öðram og þriðja áfanga framkvæmda. „Við er- um að stíga fyrsta skrefið á þeirri leið í dag,“ sagði Bjöm og skoraði á velunnara skólans að taka höndum saman svo myndarlegt háskólasetur risi sem fyrst í hjarta Akureyrar. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði bygg- ingasögu háskólans formlega hefj- ast með þeim framkvæmdum sem í vændum eru, en ekkert af því hús- næði sem hann nú starfar í er byggt með hliðsjón af þörfum hans. Þorsteinn nefndi að bygging fyr- irlestrarsala sem fyrirhuguð er síð- ar gæti tengst starfsemi utan há- skólans, þar væri hægt að hýsa ráð- stefnur og listviðburði og væri há- skólinn fyrir sitt leyti tilbúin að ræða við þá sem hagsmuna ættu að gæta á þessum sviðum um mögu- lega aðild þeirra að uppbyggingu og rekstri húsnæði af því tagi með gagnkvæma hagsmuni í huga. „Lík- legra er að hér verði myndarlegar að málum staðið ef hagsmunaaðilar sameinast um að Ijúka á tiltölulega skömmum tíma einu stórhuga og metnaðarfullu verkefni heldur en ef kröftum er dreift í að reisa mörg að- skilin hús sem erfiðara verður að fjármagna og nýting sumra þeirra yrði hlutfallslega lítil.“ Háskólin á Akureyri kominn á beinu brautina Valgerður Sverrisdóttir þingmað- ur ávarpaði samkomuna fyrir hönd þingmanna kjördæmisins og sagði m.a. að Háskólinn á Akureyri hefði alltaf verið niðri á jörðinni, hann hefði lagt áherslu á að mennta fag- fólk í starfsgreinum sem skortur hefði verið á og þá einkum á lands- byggðinni. Það sem ekki síður væri mikilvægt væri að langflestir braut- skráðir kandídatar frá háskólanum byggju og störfuðu á landsbyggð- inni og það væri mikilvægt fyrir þjóðina sem heild. Anægjulegt hefði verið að fá tækifæri til að fylgjast með stofnuninni, þessu óskabarni, vaxa og eflast og það sem mikilvæg- ast væri - að sanna sig. „Sá áfangi sem menntamálaráð- herra hóf hér með táknrænum hætti er ákaflega mikilvægur og hann varðar þá leið sem miðar að því að hér rísi háskólastofnun með 750 nemendum og öll starfsemi verði hér í þessu fallega umhverfi," sagði Valgerður. „Það er vilji okkar allra og ásetningur að framtíð há- skólans megi verða björt. Borgar- brautin er að rísa bein og breið. Há- skólinn á Akureyri er kominn á beinu brautina.“ Aksjón 26. október, mánudagur 12.00^-Skjáfréttir 18.15Þ-Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýnd- ur kl. 18.45,19.15,19.45, 20.15 og 20.45. 21 .OOÞMánudagsmyndin Launráð (Scam). Glæsikvendið Maggie Rohrer lifir á því að tál- draga og féfletta einmana karl- pening á fínni hótelu Miami- borgar. En dag einn hittir hún ofjarl sinn og þá kárnar gaman- ið. Aðalhlutverk: Christopher Walken og Lorraine Bracco. 1994 Blaðbera vantar í Háagerði/Stóragerði. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýs- ingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Snjóbylur og ófærð á Víkurskarði Aðstoða þurfti 35 manns í 19 bflum VÍKURSKARÐ hefur verið ófært frá því á fimmtudagskvöld, en starfsmenn Vegagerðarinnar biðu átekta í allan gærdag með að opna veginn. Reyna á að opna veginn um leið og veður lægir, en það verður samkvæmt veðurspá ekki fyrr en í dag, laugardag. Glórulaus snjóbylur hefur verið á Víkurskarði frá því á fimmtudagskvöld. í fyrrinótt biðu um 35 manns í 19 bílum á Víkur- skarði eftir aðstoð, en bílarnir sátu þar fastir. Jón Haukur Sigurbjörnsson, rekstrarstjóri Vegagerðai’innar á Akureyri, sagði að snjóraðnings- tæki hefði teppst efst í skarðinu um kl. 18 á fimmtudagskvöld en það komst hvergi sökum þess að bílar voru fastir einkum í og við Hrossa- gil. Leitað var eftir aðstoð og fór hjólaskólfla upp skarðið til að að- stoða bíla sem þar sátu fastir og að opna veginn. Hún lokaðist einnig inni og var þá önnur send á vett- vang. Um kl. 6 á fóstudagmorgun hafði tekist að losa alla bfla og koma flestum þeirra niður af skarðinu, en einhverjir voru skildir eftir. Á skarðinu voru bæði fólksbílar og flutningabílar. Engum varð meint af volkinu. Vegurinn til Grenivíkur lokaðist í gær, en snjóflóð féll á veginn við Víkurhóla í gærdag. Þá féll lítið snjóflóð á veginn milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur og lokaðist vegurinn um tíma af þeim sökum. Sigurhæðir - Hús skáldsins Sími: 462 6648 - Fax: 462 6649 - Netfang: skald@nett.is Námskeið í Grettissögu Öll þriðjudagskvöld frá 3. nóv. til 8. des. kl. 20-21.30. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráning lil fiinnitud. 29. okt. Skrifstofur fyrir skáld og fræðimenn Umsóknarfrestur til 30. okt. vegna leigu í nóv. og des. og til 15. nóv. fyrir leigu fyrri hluta árs 1999. „íslands ÍOOO ljóð“ Fyrsta ljóðakvöldið verður miðvikudaginn 4. nóvember. Skráning og upplýsingar hjó forstöðumanni Sigurhæða, Erlingi Sigurðarsyni, kl. 13.30-16.30 virka daga. Fimmtán listakonur sýna SIÐASTI sýningardagur sýn- ingar fimmtán listakvenna í Galleríi Svartfugli í Grófargili verður á miðvikudag, 28. októ- ber. Sýningin er fjölbreytt en þar eru sýnd listaverk unnin með textfl, málun, skúlptúr, grafík og leir. Konurnar reka saman Gallerí Listakot á Laugavegi 70 í Reykjavík og hafa sýnt víða áður bæði á einkasýningum og á samsýn- ingum. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 daglega, en lokað er á mánudögum. Haust- fagnaður HAUSTFAGNAÐUR Gilfé- lagsins verður í Ketilhúsinu í kvöld, fyrsta vetrardag og hefst hann kl. 22. Flutt verður tónlist af ýmsu tagi, ljóð og athuga- semdir af munni fram. Innritun nýrra félaga fer fram frá kl. 13 til 14 í dag, laugardag á skrif- stofur Gilfélagsins. Vitna leitað Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri óskar eftir því að vitni að umferðaróhappi við gatnamót Þingvallastrætis og Oddeyrar- götu um kl. 16 í gær gefi sig fram. Bfll lenti þar á gang- brautarljósi. Vitað er að öku- maður á ljósleitum eða hvítum pallbfl ók þar um um þetta leyti og er hann beðinn um að gefa sig fram við lögreglu. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn verður í Dvalarheimilinu Hlíð kl. 11 á morgun, öll börn velkomin. Guðsþjónusta kl. 14 í kirkjunni, fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðuð til guðsþjónustunnar. Fundur með foreldram verður í Safnað- arheimilinu eftir messu. Æsku- lýðsfélagsfundur í kapellunni kl. 17. Biblíulestur í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar á mánudagskvöld kl. 20.30. Sálm- ur 51 lesinn og íhugaður með yfirskriftinni: Angist og iðrun. Mömmumorgunn í Safnaðar- heimili á miðvikudag frá 10 til 12. GLE RÁRKIRK JA: Fjöl- skylduguðsþjónusta verður kl. 11 á morgun. Foreldrar, afar og ömmur hvött til að fjömenna með börnunum. Barnakór Gler- árkirkju leiðir sönginn. Biblíu- lestur og bænastund kl. 20 á mánudagskvöld og náttsöngur kl. 21. Kyrrðar- og tilbeiðslu- stund kl. 18.10 á þriðjudag. Há- degissamvera kl. 12 á miðviku- dag, oreglleikur, altarissakra- menti og fyrirbæn. Léttur há- degisverður á vægu verði. Opið hús fyrir foreldra og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. H JÁLPRÆÐISHE RINN: Dagur heimilasambandsins á morgun, sunnudag og af því til- efni verður kaffisamsæti kl. 15.30. Almenn samkoma kl. 17 í umsjá heimilasambandssystra. Ath. fundur á mánudag fellur niður. Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. KK fyrir 6-10 ára krakka á miðvikudag kl. 17 og 11 plús mínus fyrir 10 til 12 ára á fóstudag. Flóamarkaður er alla föstudaga frá kl. 10 til 17. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. KFUM og K: Almenn sam- koma kl. 17 á sunnudag. Ræðu- maður sr. Sigfús Ingvason, prestur í Keflavík. Boðið upp á súpu og kaffi eftir samkomuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.