Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Lífleg skákvika framundan SK\K Óvenju mikið verður um að vera í íslensku skáklifí næstu vikuna. Meðal viðfangsefna íslenskra skák- manna eru Islandsmótið í lands- liðsflokki, Evrópukeppni taflfélaga, heimsmeistarakeppni barna og unglinga og Meistaramót Taflfélagsins Heliis. LIÐSMENN Taflfélagsins Hellis og Taflfélags Reykjavíkur taka nú um helgina þátt í Evr- ópukeppni taflfélaga. Félögin tefla í sama riðli, sem er afar sterkur og væri það því mikið afrek ef annað hvort liðið næði að komast áfram í úr- slitakeppnina. Evrópukeppninni lýkur á morgun, sunnudag. Fjórir liðs- manna Hellis og TR eru síðan meðal þátt- takenda í landsliðs- flokki Skákþings ís- lands, sem hefst í Ár- borg þriðjudaginn 27. október. Itarleg grein var gerð fyrir Evr- ópukeppninni og Skákþingi íslands í skákþætti Morgun- blaðsins í gær, en það verður fleira um að vera í skákinni á næstu dögum, eins og nánar er vikið að hér síð- ar í skákþættinum. Haustmóti TR lokið Haustmóti Taflfélags Reykja- víkur lauk á miðvikudaginn. Eins og þegar hefur komið fram í skákþætti Morgunblaðsins sigr- aði Sævar Bjarnason örugglega í A-flokki og hafði tryggt sér sig- urinn fyrir síðustu umferðina. Sævar, sem var aldursforsetinn í A-riðli, sigraði fyrst á Haustmót- inu fyi-ir 20 árum. Úrslit í síðustu umferð urðu þessi: Sævar Bjarnas. - Björn Þorfinnss. Vá- V4 Bergsteinn Einarss. - Einar H. Jenss. Vi-'A Bragi Þorfinnss. - Kristján Eðvarðss. l-° Sigurbjörn Bjömss. - Jón Á. Hall- dórss. 1-0 Heimir Ásgeirss. - Stefán Kristjánss. 1-0 Amar Gunnarss. - Þorvarður Ólafss. 1-0 Lokastaðan í A-riðli: 1. Sævar Bjamason 8Ví v. 2. -4. Bragi Þorfinnsson 7 v. 2.-4. Sigurbjörn Björnsson 7 v. 2.-4. Bergsteinn Einarsson 7 v. 5.-7. Einar Hjalti Jensson 5‘/2 v. 5.-7. Stefán Kristjánsson 5/2 v. 5. -7. Bjöm Þorfinnsson 5V4 v. 8.-9. Heimir Ásgeirsson 4/2 v. 8. -9. Arnar E. Gunnarsson 4V4 v. 10. Kristján Eðvarðsson 4 v. 11. -12. Jón Ámi Halldórsson 3/2 v. 11.-12. Þorvarður F. Ólafsson 3Í4 v. I B-riðli sigraði Árni H. Krist- jánsson eftir æsispennandi keppni, en annars urðu úrslit þessi: 1. Árni H. Kristjánsson 8/2 v. 2. -3. Guðjón H. Valgarðsson 8 v. 2.-3. Arngrímur Gunnhallsson 8 v. 4.-5. Sigurður Páll Steindórsson 6 v. 4.-5. Bjarni Magnússon 6 v. 6. Jóhann H. Ragnarsson 5/2 v. 7. Kjartan Guðmundsson 5 v. 8. Hjalti Rúnar Ómarsson 4/2 v. 9. -10. EUert Bemdsen 4 v. 9. -10. Kristján Öm Elíasson 4 v. 11. Ólafur Isberg Hannesson 3!4 v. 12. Baldur H. Möller 3 v. ÁRNI H. Kristjáns- son sigraði í B-flokki á haustmótinu. í C-riðli varð lokaröðin þessi: 1. Dagur Amgrímsson 8 v. 2. -3. Hjörtur Þór Daðason 714 v. 2.-3. Andri H. Kristinsson 714 v. 4.-5. Ólafur Kjartansson 7 v. 4.-5. Guðni Stefán Pétursson 7 v. 6. Birkir Öm Hreinsson 614 v. 7. Sveinn Þór Wilhelmsson 6 v. 8. Emil H. Petersen 5 v. 9. Davíð Guðnason 4 v. 10. Ingþór Stefánsson 3 v. 11. Harpa Ingólfsdóttir 2*4 v. 12. Valdimar Leifsson 2 v. í opna flokknum voru þátttak- endur 34 og þar voru tefldar 11 umferðir efth' Monrad-kerfí. Þar urðu efstir: 1. Guðmundur Rjartansson 9!4 v. 2. Rafn Jónsson 8!4 v. 3. Magnús G. Jóhanns- son 8 v. 4. Víðir S. Petersen 714 v. 5. Jóhannes Ingi Áma- son 7 v. 6. Ólafur Gauti Ólafsson 7 v. 7. Ingibjörg Edda Birg- isdóttir 7 v. 8. Helgi Egilsson 7 v. o.s.frv. Skákstjóri var Ólafur H. Ólafsson. Heimsmeistaramót barna og unglinga hefst í dag Heimsmeistara- mót barna og ung- linga hefst á Spáni í dag. íslendingar senda sjö keppendur til mótsins í mismunandi aldursflokkum, fjóra drengi og þrjár stúlkur. I drengjaflokkunum keppa: Einar Hjalti Jensson 2.215 Stefán Kristjánsson 2.145 Halldór B. Halldórsson 1.845 Dagur Amgrímsson 1.585 Guðmundur Kjartansson 1.435 Fulltrúar íslands í stúlkna- flokkunum eru: Harpa Ingólfsdóttir 1.625 Aldís Rún Lámsdóttir 1.240 Ingibjörg Edda Birgisdóttir 1.230 Mótinu lýkur 7. nóvember. Fararstjóri er Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla íslands. Meistaramót Hellis hefst á miðvikudaginn Meistaramót Taflfélagsins Hellis 1998 hefst miðvikudaginn 28. október klukkan 19:30. Mótið verður 7 umferða opið kappskák- mót. Þetta er í sjöunda sinn sem mótið fer fram, en núverandi skákmeistari Heilis er Bjöm Þor- finnsson. Umhugsunartíminn verður 1!4 klst. á 36 leiki og 30 mínútur til að ljúka skákinni. Mótið er öllum opið. Umferðir hefjast alltaf klukkan 19:30. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, Mjódd. Verðlaun verða sem hér segir: 1. verðlaun kr. 20.000 2. verðlaun kr. 12.000 3. verðlaun kr. 8.000 Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir fullorðna (kr. 2.500 íyrir utan- félagsmenn), en kr. 1.000 fyrir 16 ára og yngri (kr. 1.500 fyrir utan- félagsmenn). Þess má geta að Taflfélagið Hellir efnir til atkvölds mánudag- inn 26. október kl. 20, sem ætti að vera ágætis upphitun fyrir þá sem hyggjast taka þátt í meist- aramótinu. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Líföndun Að anda er að lifa Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í lífondun 131. okt. og 1. nóv. og kvöldnámskeið 2., 3., 9. og 10. nóv. Langar þig til að fá aukna starfsorku og lífsgteöi og sjá lif þitt í skýrara Ijósi? Langar þig til að opna fyrir nýja möguleika og finna gleðina í líðandi stundu? Ef við lærum að anda léttar verður líf okkar ósjálfrátt léttara. Nýtur þú andartaksins? Hildur Jónsdóttir, símar 564 5447 oq 895 9447. Bókanir og allar nánari upplýsingar. I DAG VELVAKAM)! Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nýju SVR-vagn- arnir ekki góðir SIGGA hafði samband við Velvakanda og vildi hún setja út á nýju strætis- vagnana hjá SVR. Segir hún að það sé ómögulegt að sitja hver á móti öðrum í vögnunum, það sé svo þröngt ef margir séu í vagninum. Og svo segir hún að það sé ekki hægt að fara með hjól eða barna- vaga inn í þessa vagna. Finnst henni þetta mikil afturför að bjóða upp á svona vagna. Góð grein ÉG VII vekja athygli á grein sem var í Morgun- blaðinu laugardaginn 17. október og heitir „Kennari eða flóttamaður" eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. Kennarar og foreldrar ættu að lesa þessa grein, hún er frábær. Anna. Góð grein um einelti ÉG vil benda fólki á að lesa grein um einelti sem birt- ist í Morgunblaðinu sl. fímmtudag og er hún á bls. 44. Ég hef reynslu af þess- um málum sem þolandi því ég vann í fyrirtæki þar sem forstjórinn og dóttir hans lögðu mig í einelti. Vil taka undir það sem kemur fram í greininni og benda fólki á að það er ekkert grín að lenda í einelti. Ég þurfti að fara til sál- fræðings vegna þessa en hann benti mér á að það væri ekkert að mér, heldur væru þeir sem beittu ein- elti vanþroska. Guðrún. Orðsending til stjórnenda þátta ÞAÐ er með ólíkindum hvað margir, sem fram koma í útvarpi og sjón- varpi nota orðið; hérna, að hérna, og hérna o.s.frv. Þetta er ekki aðeins óáheyrilegt og ljótt mál, heldur afar hvimleitt. Nú heiti ég á alla, sem stjórna viðtalsþáttum í útvarpi og sjónvarpi, að segja þessari síbylju stríð á hendur með því að vara viðmælendur áður en þættir hefjast, íyr- ir þessum ófógnuði. Ingvar N. Pálsson. Léleg þjónusta ÉG VIL taka undir með þeim sem skrifaði í Vel- vakanda sl. miðvikudag um lélega þjónustu Lands- símans. Nú standa yfír við- gerðir í götunni sem ég bý við, og eru viðgerðarmenn- irnir sífellt að skera sund- ur símalínur, t.d. hefur síminn bilað 6 sinnum núna á einni viku og neyðist maðm' stöðugt að hringja í viðgerðarþjón- ustu Landssímans og segj- ast þeir hverju sinni ætla að athuga málið, en tekur það þó yfirleitt þó nokkuð lengri tima en þeir hafa lofað. T.d. má nefna að það bilaði síminn hjá okkur sl. laugardag og létum við vita, en þeir gerðu ekki við símann íyrr en eftir hádegi á þriðjudegi og hélst hann í lagi fram á fímmtudag. Það væri óskandi bæði fyrir hag landsmanna jafnt sem Landssímans sjálfs, að þeir myndu bæta þjón- ustu sina við viðskiptavini áður en þeir neyðast til vegna yfii-vofandi sam- keppni á þessum markaði. Ormur Hannesson. Kveikjum ljós við útidyrnar ÁSKRIFENDUR eru minntir á það að nú er orðið mjög dimmt á morgnana og því erfitt fyr- ir blaðburðarbörn að sjá til. Eru áskrifendur vin- samlega beðnir að kveikja ljós við útidyrnar. Tapað/fundið Kvenmannsskór týndust SVARTIR leðurskór, kvenmannsskór, týndust líklega í Setbergslandi í Hafnarfirði eða á leiðinni í Kópavog. Skórnir eru klossaðir með riffluðum hæl. Skilvís fínnandi hafi samband í síma 565 4298. Hálsmen í óskilum KVENMANNS hálsmen fannst á Oðinsgötu fyrir 2 vikum. Upplýsingar í síma 568 4227 eða 551 3692. Dýrahald Páfagaukurí óskilum í Keflavík BLÁR páfagaukur flaug inn um svaladyr á Kirkju- vegi 11, íbúð 209. Upplýs- ingar í síma 421 1313. Birta er týnd BIRTA sem er gulbrúnn norskur skógarköttur týndist 21. október frá Hveifísgötu í Reykjavík. Birta er ekki með ól en er eyrnamerkt. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafí samband í síma 551 7025. SKÁK Umsjón Maryeir l’étiirsson STAÐAN kom upp á Olympíuskákmótinu í Elista. Ungverjinn Csaba Horvath (2.540) hafði hvítt og átti leik gegn N. Mieziz (2.515) frá Eistlandi 25. Hh7+! - Kg8 (Eftir 25. - Kxh7 26. Hxf7+ - Kh8 27. Dxg6 er svartur óverjandi mát) 26. Hfxf7 - Bf5 27. Hhg7+ og svartur gafst upp. Keppni í lands- liðsflokki á Skákþingi Islands 1998 hefst á þriðju- daginn kemur í Ár- borg. Þrír stór- meistarar og tveir alþjóðlegir meistar- ar eru í hópi kepp- endanna 12 sem eru: Hannes Hlífar Stefánsson (2.540), Þröstur Þórhallsson (2.495), Helgi Áss Grétarsson (2.480), Jón Viktor Gunnarsson (2.445), Jón Garðar Viðarsson (2.375), Róbert Harðarson (2.325), Þorsteinn Þor- steinsson (2.310), Sævar Bjarnason (2.295), Bragi Þorfinnsson (2.235), Berg- steinn Einarsson (2.210), Ai'nar Gunnarsson (2.180) og Davíð Kjartansson (2.130). HÖGNI HREKKVÍSI *7fcovt' erheiðursfélagi hrelnsunardeildar- //inarí dr. “ Víkveiji skrifar... EKKI er alltaf farið vel með ís- lenskt mál í blöðunum. Lesandi sendi Víkverja úrklippu úr Kópa- vogspóstinum, þar sem í lokaorðum viðtals við bæjarbúa nokkurn segir: „Mig langar líka að koma á fram- færi þakklæti til allra sem lögðu ár- ar í bát varðandi söfnunina.“(!) Af þessu tilefni lét lesandinn vísu fljóta með, sem hann segir gamlan hús- gang: Ei er mátínn þó á því þegar státínn seggur sínar bátínn árar í allur grátínn leggur. XXX KEIKO-æðið heldur greinilega áfram hjá ungu kynslóðinni. Nú er „Keikó“ í bamaboxunum hjá Pizza Hut og eflaust eru þau eftir- sótt fyrir vikið. Ársgömul dóttir Víkverja, sem stendur varla út úr hnefa og er ekki einu sinni talandi, hleypur til og sækir gúmmíháhyrn- ing, sem er til á heimili afa hennar og ömmu, þegar Keikó er nefndur í þeim húsum. Víkverji er sannfærð- ur um að rétt eins og allir Collie- hundar hétu Lassí í hans huga þeg- ar hann var yngri mun heil kynslóð vaxa upp á íslandi, sem stendur í þeirri meiningu að allir háhyi'ningar séu Keikó-hvalir. XXX M DAGINN birtist skoðanakönnun Gallups þar sem um 80% svarenda sögðust hlynnt hvalveiðum. Yngsta fólkið, sem spurt var í könnuninni, var 18 ára. Víkverji er þess fullviss að ef yngra fólk hefði verið spurt, hefði útkoman orðið öðruvísi. Koma Keikós hefur haft ótrúleg áhrif á ungviðið og börnin eru alfarið and- víg því að veiða vini og frændur Keikós. xxx ÍKVERJI fékk í gær sent eftir- farandi bréf frá Landssímanum hf. sem undirritað er af Guðbjörgu Gunnarsdóttur: „Okkur hjá Lands- símanum þykir miður að Víkverji dagsins 21.10.98, skuli ekki hafa fengið þær upplýsingar sem hann óskaði eftir hjá Símanum. Víkverji, sem þá var staddur á norskri grund, hafði hringt til Símans og leitað eft- ir upplýsingum um norskt símanú- mer. Hann fékk því miður ekki þær upplýsingar sem hann þurfti en úr því hefur nú verið bætt. Þeir sem staddir eru í útlöndum geta nú hringt í 354-809-0118 til að fá upp- lýsingar um símanúmer bæði innan- lands og utan.“ XXX ÞETTA bréfkorn frá Landssím- anum er áminning um að aldrei skyldi maður segja aldrei. Einhvern tíma hefði Víkverji talið það fræði- lega útilokað að Póstur og sími við- urkenndi mistök og bæðist vel- virðingar þar á og ákvæði að bæta úr því sem gagnrýnt hafði verið. Landssíminn hf. virðist samkvæmt þessu ekki eiga í neinum erfíðleik- um með það og því getur Víkverji ekki annað en þakkað fyrir bréf- kornið og lýst því um leið yfír að batnandi fyrh'tæki er best að lifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.