Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 56

Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 56
% 56 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EYÞOR ÞÓRÐARSON + Eyþór Þórðar- son fæddist á Sléttubóli í Yest- mannaeyjum 4. nóv- ember 1925. Hann Iést 16. október síð- astliðinn og fór útför hans fór fram frá Háteigskirkju 23. október. Elsku afí, aldrei ^hefði ég trúað því að þú myndir fara svona fljótt frá okkur, þú sem hafðir örugglega aldrei verið jafn ham- ingjusamur og ánægður með lífið. En maður fær nú víst ekki ráðið um það hvenær manns tími kemur. Þú hefur verið mér alveg ein- stakur afí sem hefur aðstoðað mig við að láta drauma mína rætast. Þegar ég var í skóla í Reykjavík átti ég því láni að fagna að fá að búa hjá ykkur ömmu og átti ég þar al- veg yndislegan tíma með ykkur. Þegar ég var í prófrnn eða það var eitthvað mikið að gera hjá mér komst þú alltaf niður til mín bara til ■^að athuga hvort það væri nú ekki alveg örugglega eitthvað sem þú gætir gert fyrir mig. Svo varstu kominn áður en ég vissi með fullan poka af einhverju góðgæti. Þú vild- ir alltaf vera að gera eitthvað fyrir okkur bamabörnin. Ef það var eitt- hvað sem mig vantaði var ég varla búin að klára þegar þú varst byrj- aður að hlaupa til og farinn að redda öllu fyrir mig hvort sem það voru heimildir eða einhverjir skott- úrar. „ ^ Elsku afi, þú varst mér ekki bara góður afí sem ég bar mikla virðingu fyrir heldur varst þú líka góður vin- ur sem alltaf var hægt að treysta á og leita til. Þín mun verða sárt saknað en minningin um góðan og tryggan afa mun ávallt lifa áfram í hjörtum okkar. Hvíl þú í friði, elsku afi. Bryndís Elfa. Nú er komið að því að kveðja elsku afa minn, ég bjóst ekki við því að ég þyrfti að gera það strax, því við áttum ef'tir að gera svo ótal- margt saman. Miðvikudaginn 9. september sl. ^ áttum við okkar síðustu stundir 'saman fyrir veikindi hans. Þann sama morgun, hringdi ég til ömmu og afa og sagði þeim að ég ætlaði að skreppa í heimsókn til þeirra, því það væri eyða í skólanum. Eins og venjulega, Eva mín, ég kem strax að ná í þig, sem og hann gerði og alltaf þegar ég þakkaði honum fyr- ir, þakkaði hann fyrir að fá tæki- færi til að hitta mig. Á leiðinni ræddum við margt eins og t.d. að allir yrðu að fá að ráða sér sjálfir, en samt innan vissra marka, svo allir yrðu ánægðir. Þennan sama dag veiktist afi. Við áttum líka góðar stundir saman á sjúkrahúsinu, við brostum líka ,^-þrátt fyrir mikil veikindi eins og þegar hjúkrunarkonan spurði mig hvort hann ætti rafmagnsrakvél, og ég svaraði neitandi, en afi vissi bet- ur og sagði mér hvar hún var. Mér þótti svo vænt um hann afa. Hann var sá allra besti afi sem ég gat átt, hann vildi allt fyrir mig gera, það var sama hvað ég bað um, hvort það voru heimildir, aðstoð við skóla eða þegar ég var yngri og var farþegi í kassabílnum hans eða við fórum saman í búðarleik, í nokkrar strætóferðir eða að halda upp á af- mælið sitt í kjallaranum, sem hann ^og amma voru búin að gera svo vistlegan fyrir öll bamabömin sín. Ég þakka elsku afa mínum allar stundir sem við höfum átt saman, þó sérstak- lega síðasta daginn á spítalanum, mér fannst afi vera að verða svo hress. En dauðinn náði yfirhönd- inni. Hvíl þú í friði, elsku afi minn. Þitt barnabarn, Eva Björg Gunnarsdóttir. Elsku afi minn, þú varst besti vinur minn og nú ertu farinn. Það getur enginn komið í staðinn fyrir þig. Þú varst svo góður við mig, þú vildir allt fyrir mig gera. Það var svo gaman þegar þú hringdir eða ég til þín, því ég gat sagt þér allt og ég treysti þér svo vel. Þegar ég var lítil fórstu með mér í gönguferðir í trékerrunni þinni, í kirkjur, þá fór- um við oft að gefa litlu öndunum og fórum aftur og aftur í strætóferðir. Það var svo gaman, þegar ég kom í heimsókn til Reykjavíkur með rút- unni, alltaf varstu tilbúinn úti við rútuna að taka á móti mér á gamla Dodge-bílnum þínum. Það var allt svo gaman, sem ég gerði með þér, þegar ég fékk að fara með þér í vinnuna á Þjóðskjalasafni Islands og fara svo í mat með þér og vinnu- félögum þínum. Þegar ég stækkaði fórum við í göngutúra, á söfn og þú varst alltaf að sýna mér eitthvað nýtt. Það var allt svo gaman sem ég gerði með þér. En nú ertu farinn, afi minn, og nú veit ég að þér líður vel, elsku afi minn. Þú varst besti afi í heimi. Þitt bamabam, Hildur Gunnarsdóttir. Genginn er til hinstu hvílu Eyþór Þórðarson, tæpra 73 ára. Fundum okkar bar fyrst saman á lestrarsal Þjóðskjalasafns Islands fyrir rétt- um áratug, er Eyþór hóf þar störf við skjalavörslu og þjónustu safn- gesta. Hann hafði þá fyrir skemmstu látið af störfum suður á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann hafði allt frá árinu 1953 starfað sem vélstjóri við verkstjórn, viðhald og eftirlit kælitælga. I húsakynnum Þjóðskjalasafns- ins áttum við samleið um árabil, þar sem ég grúskaði í þeim gulnuðu skjölum sem Eyþór leitaði uppi í geymslum safnsins og rétti mér í hendur. Lestrarsalir skjalasafna era fráleitt ákjósanlegur vettvang- ur náinna kynna. Þar skal ríkja grafarþögn og samskipti fræði- manna og safnvarða ganga fyrir sig bréflega eða í hljóðskrafi og hvísl- ingum. Sameiginlegt áhugamál varð þó til þess að við Eyþór hófum samstarf sem leiddi til traustrar vináttu og nú skal þökkuð í fáum orðum. Eyþór var borinn og barnfæddur í Vestmannaeyjum, Vestur-Skaft- fellingur í föðurætt, en Austfirðing- ur í móðurætt og auk heldur af- komandi Richards Long hins enska, síðasta faktorsins sem þjón- aði í Breiðuvíkurkaupstað við Eski- fjörð í byrjun 19. aldar. Eyþóri var sem fleiram af Longætt mjög hug- leikið, að ævintýralegu lífshlaupi Richards yrðu gerð verðug skil á bók ásamt því að tekið yrði saman niðjatal hans. Undirbúningur þessa var í þann mund að hefjast, þegar leiðir okkar Eyþórs lágu saman, og leiddi að lokum til þess, að fyrir frumkvæði Eyþórs og nokkurra frænda hans var undir árslok 1994 stofnaður sérstakur félagsskapur í þessu skyni, Félag niðja Richards Long. Var Eyþór kjörinn formaður félagsins á stofnfundi þess og gegndi því starfi af eldmóði til síð- asta starfsdags. I hljóðskrafi okkar á lestrarsal safnsins, á göngum og tröppum úti, ræddum við Eyþór jafnan stórhuga áform hans og urðum ásáttir um, að þetta ætlunarverk félli vel að ára- tuga draumi mínum um nýja útgáfu á austfirskum ættum. Með Lon- gættinni væri ef til vill unnt að ýta úr vör viðamiklu ritsafni aust- firskra niðjatala. Það kom því líkt og af sjálfu sér að ég tæki að mér ritstjórn og samantekt Longættar- innar, þegar loks gaf byr í seglin haustið 1995 með því að bókaútgáf- an Þjóðsaga ehf. tók málið upp á sína arma. Langt mál mætti rita um það ánægjulega samstarf sem ég átti við Eyþór og frændur hans þann tíma sem tók að vinna að efnisöflun og frágangi ritsins. Mér er þó efst í huga eldmóður og harðfylgi Ey- þórs. Sjálfur kaus hann að skipa ekki sæti í ritnefnd, en var þó öllum stundum mestur drifkraftur verks- ins, hvatti sífellt til dáða og fór fremstur í þeirri fylkingu sem á lokasprettinum lagði til aðstoð við upplýsinga- og myndasöfnun. Um nærri hálfs árs skeið eða frá síðast- liðnu hausti og fram um sumarmál dvaldi hann nær daglega í húsa- kynnum Þjóðsögu, ef vera mætti að hann gæti lagt starfsfólki útgáfunn- ar lið. Og það gerði hann svo um munaði, einkum við söfnun ljós- mynda. Daglangt sat hann við sím- ann og hringdi upp ættmenni sín, sem ekki höfðu hirt um að senda myndir. Og þá birtust Ijóslifandi þeir eiginleikar, sem svo mjög ein- kenndu Eyþór; eðlislæg kurteisi, einörð málafylgja og ótrúlegur hæfileiki til að hrífa fólk með sér til stuðnings málstaðnum. Við hin yngri sem fylgdumst með hinum silfurhærða öldungi stóðum opin- mynnt af aðdáun á þessari dagfar- sprúðu hamhleypu. Áratuga draumur Eyþórs rættist svo loks laugardaginn 20. júní síð- astliðinn með því að hundrað niðja Richards Long komu saman til há- tíðarstundar til að samfagna út- komu Longættarinnar í þremur, vænum bindum. Mér er til efs, að Eyþór hafi í annan tíma nú á seinni áram átt jafn stóra og gleðiríka stund. Honum hafði auðnast að lifa það líta þetta margra ára ætlunar- verk sitt fullskapað og mátti að sönnu vera stoltur af hlutdeild sinni í því. En með því taldi Eyþór ekki af- skiptum sínum af þessu máli lokið. Honum var mikið í mun að ritverk- ið kæmi fyrir augu sem flestra og lagði því ótrauður og ótilkvaddur fram liðsinni sitt til að kynna það sem víðast. Sem fyrr fylgdumst við vinir hans og samstarfsfólk mál- stola með einurð hans og eldmóði. Og fyrr en varði var Eyþór nú á haustdögum á nýjan leik mættur til hliðstæðra verka og áður hjá bóka- útgáfunni Þjóðsögu, þar sem fyrir lá að aðstoða við útgáfu annars rit- verks. Síðla dags hinn 9. september áttum við Eyþór samtal símleiðis, þar sem lagt var á ráðin um skipu- lag þessa verks. Það var okkar síð- asta samræðustund, því tveimur tímum síðar varð hann fyrir því áfalli, sem að lokum kallaði hann til nýira heimkynna. Ég mæli fyrir munn alls starfs- fólks Þjóðsögu, þegar ég nú við leiðarlok þakka Eyþóri ánægjulega samfylgd. Eftir standa Ijúfar minn- ingar um mannkosti hans og góð kynni. Er ekki að efa, að Eyþór nýtur nú samfundanna við ættföður sinn, Richard Long, sem þakklát- um huga hefur tekið á móti þessum niðja sínum. Svanlaugu, dætram, barnaböm- um og öðram vandamönnum vott- um við dýpstu samúð. Gunnlaugur Haraldsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem ^iðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd •^greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Það segir meira en mörg orð um heiðursmanninn Eyþór Þórðarson að ég skyldi kynnast honum í fé- lagsskap ungra sjálfstæðismanna. Ekki um miðja öldina heldur fyrir um áratug þegar ég hóf að sækja fundi Heimdallar þar sem menn reyndu að kryfja hin ólíkustu þjóð- félagsmál til mergjar. Eyþór sótti oft fundi hjá félaginu þrátt fyrir að hann væri þá kominn yfír miðjan aldur enda síungur í anda. Hann hlustaði eftir skoðunum ungs fólks og lagði oft eitthvað til málanna ef svo bar undir. Maður fann fljótt að það var ekki komið að tómum kof- unum hjá Eyþóri og var oft leitað til hans ef spytja þurfti um liðna at- burði úr þjóðlífi eða heimsmálum. Var gaman að fylgjast með skoð- anaskiptum ungra, og oft hvatvísra manna, og Eyþórs, sem var ætíð fús að miðla þeim af þekkingu sinni og reynslu. Þrátt fyrir að Eyþór væri oft aldursforsetinn á þessum þjóðmálafundum féll hann vel inn í hópinn enda hafði hann ekld síður ákveðnar skoðanir á málunum en við ungu mennirnir og var ófeiminn að láta þær í Ijós. Eyþór var sjálfstæðismaður í bestu merkingu þess orðs. Hann var dyggur stuðningsmaður Sjálf- stæðisflokksins en hikaði ekki við að koma með skarpa gagnrýni ef honum fannst ráðamenn ekki breyta í samræmi við sjálfstæðis- stefnuna. Eyþór hafði mikinn áhuga á skattamálum og lífeyris- málum og brýndi hann oft fyrir fundarmönnum mikilvægi sparnað- ar og ráðdeildar í þjóðfélaginu. Hann var mjög ósáttur við hömlu- lausan hallarekstur ríkisins og við það að skuldum skyldi þannig á ábyrgðarlausan hátt vera velt yfir á uppvaxandi kynslóðir. Er ánægju- legt að hann skuli hafa lifað breyt- ingu til batnaðar að þessu leyti. Eyþór fór ekki dult með þá skoð- un sína að ungt fólk þyrfti að taka ríkari þátt í stjórnmálum og hvatti það til dáða. Hann lét ekki sitja við orðin tóm og sýndi það rækilega fyrir réttu ári er ég gaf kost á mér í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosn- ingar. Eyþór kom með fyrstu mönnum á kosningaskrifstofuna til að gefa góð ráð og bjóða fram að- stoð sína. Meðan á baráttunni stóð vann hann síðan af meiri krafti en margir yngri menn og hikaði þá ekki við að taka að sér margvísleg störf. Mér er það minnisstætt er hann spurði mig að því eitt kvöldið hvernig stæði á því að bunki af póstkortum, sem lá á borði nokkra, væri ekki farinn í dreifingu. Ég svaraði því að sennilega yrðu kortin póstlögð daginn eftir. „Það er alveg óþarfi og þá berast þau ekki fyrr en eftir tvo daga. Mig munar ekki um að bera eitthvað út í mínu hverfi og þá sparast líka póstkostnaður," sagði Eyþór. Þannig sýndi hann mér einstaka velvild og ráðdeildin var heldur aldrei langt undan. Svo öflugur var Eyþór í flokks- starfinu að maður gat vel ímyndað sér að það væri helsta áhugamál hans. Eftir því sem maður kynntist honum betur kom í Ijós að hann átti fjölmörg önnur áhugamál af ólíkum toga. Einkum hafði hann gaman af sagnfræði og ættfræði en enginn velktist í vafa um að fjölskyldan var helsti fjársjóður hans. Að leiðarlokum langar mig til að þakka Eyþóri góð kynni og góðvild hans í minn garð um leið og ég votta fjölskyldu hans einlæga samúð. Kjartan Magnússon. Ég kynntist Eyþóri Þórðarsyni síðla árs 1976 er ég varð skóla- meistari í Fjölbrautaskóla Suður- nesja sem tók til starfa það haust. Margir samkennarar mínir á menntaskólastigi töldu mér vísan mótbyr þungan. Torvelt yrði að rót- festa þar syðra framhaldsskóla sambærilegan við þá sem fyrir vora í landinu sökum þess að skólahefð væri nær engin nema á grunnskóla- stigi. Margir töldu og menningararf standa á veikum grunni í námunda við herinn á Keflavíkurflugvelli. Ágætur skólameistari árnaði mér heilla og sagði síðan: Ég vona að þú getir kennt þeim að lesa og skrifa. Ég þekkti lítt til atvinnuhátta og lífsviðhorfa í landshlutanum og var viðbúinn torleiði. Ánægjulegt var því að sannreyna á fyrstu starfs- dögum almennan stuðning íbúa og kynnast eldhugum sem reyndust traustir framherjar í málefnum skólans og höfðu til þess burði að ryðja honum sigurbraut. Eyþór var þar góður liðsmaður. Hann hafði lengi verið í forystusveit Iðnaðar- mannafélags Suðurnesja og unnið að bættri iðnfræðslu í dugmiklum hópi. Ekki verður hér rakið hvernig formleg iðnfræðsla sem hófst í Keflavík 1943, óx og varð í áföngum að Iðnskóla Suðumesja sem form- lega var felldur inn í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja við stofnun hans og reyndist rammur burðarás. Eyþór var fjölmenntaður vél- stjóri, meðal annars sérfræður um gufuvélar - en ekki nýttist sú kunn- átta því að tækniframvinda leysti slíkar vélar endanlega af hólmi um líkt leyti og Eyþór lauk námi um notkun þeirra. En víðfeðm véla- þekking hans mun vel hafa nýst í ábyrgðarmiklu eftirlitsstarfi á Keflavíkurflugvelli sem hann gegndi lengi - en hugur hans var öðram vettvangi bundinn. Eyþór var fræðasinnaður bókamaður, átti vandað safn blaða og tímarita og fá- gæt rit um íslensk atvinnumál og bjó yfir mikilli bókfræðaþekkingu. Hann vildi vinna á vettvangi ís- lenskra fræða en átti ekki kost á langskólanámi á uppvaxtaráram, eignaðist því ekki þann lykil að fræðaiðkun sem stúdentspróf hefur til þessa verið. En þekkingarorðstír varð samt til þess að Olafur Ás- geirsson þjóðskjalavörður réð Ey- þór til starfa á því safni fyrir rösk- um áratug. Ekki minnist ég þess að hafa séð annan mann ganga jafn hamingjusaman að verki eða sinna því af meiri alúð. Eyþór reyndi að leysa vanda hvers manns sem leit- aði til hans og tókst oftast. Ég var í röskan áratug ritstjóri Iðnsögu ís- lendinga. Á vegum þess verkefnis sömdu sagnfræðingar og aðrir kunnáttumenn vandaðar fræðibæk- ur um ólíkar iðngreinar. Upplýs- ingaöflun reynist oft torsótt. Marg- sinnis benti ég bókahöfundum á að leita til Eyþórs þegar lítt leysanleg- ur vandi blasti við. Oftast þekkti hann eða fann leið til lausnar. Þá var Eyþór hlaðinn lofsyrðum sem ekki urðu almenningi kunn. Vit- neskja hans var víðtæk og minni traust en Eyþór bar ekki ágæti sitt á torg. Margsinnis var á hann skor- að að færa í letur fróðleik um at- vinnumál sem heita mátti gleymd- ur. Hann samdi nokkrar greinar sem birst hafa á víð og dreif og merka bók um upphaf Sameinaðra verktaka á Keflavíkurflugvelli en var tamara að styðja við bak á öðr- um fræðimönnum. Á þessum degi er mér og sjálf- sagt ýmsum öðram ríkur í hug sá skaði sem ekki verður bættur er jarðsett verður með Eyþóri dýr- mæt þekking. Við Guðrún Erla hörmum fráfall góðs vinar og vottum Svanlaugu, eiginkonu Eyþórs, dætrum, bama- bömum og öðrum ástvinum djúpa samúð. Jón Böðvarsson. Takk afi minn fyrir að vera mér alltaf innan handar, styðja mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, trúa alltaf á mig og fyrir að gera þér alltaf grein fyrir því, hvað við ættum stuttan tíma eftir saman. Það er erfitt að vera hérna ein, hin- um megin á hnettinum, þessa dag- ana, en ég hefði ekki komist hingað og aldrei fengið að láta draum minn rætast án þinnar hjálpar. Gangi þér vel, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Þú skildir vel við og þín verður lengi minnst. Ég elska þig afi minn. Bless, þitt barnabarn, Svana (skiptinemi í Ecuador og nemi í MR). Eyþóri kynntist ég fyrir rúmum áratug þegar svo æxlaðist að við urðum samstarfsmenn á Þjóð- skjalasafninu. Hann hafði stundum á orði að það væri kynlegt að gamall gufu- vélstjóri endaði starfsævina á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.