Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 33 fast að fertugu og hafi átt mörg börn geti hún náð góðum árangri í líkamsrækt. En hér eru fleiri konur að æfa sem komnar eru yfir þrítugt og ætla að taka þátt í keppninni." I þessum svifum ber að Ingu Sól- veigu Steingrímsdóttur eróbikþjálf- ara en tíma í pallapuði hjá henni er að ljúka. Konurnar sem voru í tím- anum ganga út rjóðar og sveittar af áreynslunni og stefna á kvennaklef- ann til að kpmast í sturtu. Inga Sól- veig æfir Agústu í að „pósa“ eða stilla sér þannig upp í keppninni að vöðvar og líkamsbygging fái að njóta sín sem best. Sjálf vann Inga Sólveig „pósuverðlaunin" í fyrra. „Ég get sagt ykkur það að aldur er engin fyrirstaða í vaxtarræktar- keppni,“ segir Inga Sólveig þegar hún heyrir hvað við erum að tala um. „Ég sá keppni í Bandaríkjun- um ekki alls fyrir löngu þar sem móðir og dóttir kepptu saman en móðirin var 75 ára og dóttirin 52 ára!“ Agústa er þegar farin að búa sig undir vaxtarræktarkeppnina. Að sögn Unnars hefui' æfingunum hvorki verið breytt né fjölgað vegna keppninnar. „Ég læt hana ekki æfa meira því fituprósentan er þegar orðin það lág hjá henni. Þeg- ar líkaminn er farinn að brenna of miklu er erfitt fyrir hann að auka vöðvamassa," segir hann. Æfir „pósur“ Mataræði Ágústu verður breytt skömmu fyrir keppnina. Bráðlega þarf hún að hætta að neyta mjólk- urvara en það er liður í því að skera líkamann niður eins og það er kall- að þegar keppendurnir tilvonandi þurfa að minnka líkamsfitu svo hún skyggi ekki á vel lagaða vöðvana, en gert er ráð fyrir að fitan hjá Ágústu fari niður í 7%. „Það sem skiptir máli í vaxtarræktarkeppni er að samræmi sé milli vöðvahópa en eftir.því sem fítuprósentan er lægri sjást vöðvarnir betur,“ segir Unnar. „Viku fyrir keppnina þarf hún að minnka kolvetnið í fæðunni og hækka hlutfall próteins,“ bætir Unnar við. „Síðustu þrjá dagana gerir hún svo hið þveröfuga, hækk- ar kolvetnainnihald fæðunnar og lækkar próteininnihaldið. En þeg- ar vöðvarnir eru sveltir af kolvetn- um þá tæmist allt glykogen úr þeim. Með því að svelta vöðvana er hægt að hlaða þá af enn meira kol- vetni en áður en við það verður út- lit vöðvanna fyllra og þeir verða harðari viðkomu og taka sig betur út.“ Ágústa hefur undanfarna daga verið að æfa „pósumar" með Ingu Sólveigu. Æfingamar fara fram í einu æfingaherbergja Betranar- hússins. Þar stendur Ágústa fyrir framan stóran spegil og spennir réttu vöðvana svo þeir minna helst á myndarlegan fjallgarð, einnig lærir hún hvemig hún á að hreyfa sig á sviðinu fyrir framan áhorfend- ur, dómara og sjónvarpsvélar en keppninni verður sjónvarpað á Stöð 2. Ágústa segir að það sem hún kvíði mest fyrir sé að koma fram fyrir áhorfendur á bíkini. „En fyrst ég gat gengið með og fætt sjö börn þá get ég þetta líka,“ segir hún ákveðin. Morgunblaðið/Þorkell ÁGUSTA æfír þrisvar í viku undir liandleiðslu Unnars Karlssonar einkaþjálfara í Betrunarhúsinu. MEÐ börnunum sínum sex en eitt þeirra, Ásbjörg, býr nú í Bandaríkj- unum, talið frá vinstri í fremri röð: Sigríður Erla, Jóhann Helgi, Vil- hjálmur Snær, Ólafur Friðrik, Björn Kristinn. í efri röð: Þorbergur Björn og Ágústa. ekki allt rétt því Unnar er svo ná- kvæmur og þá meðal annars á það hvar útlimirnir era staðsettir á tækjunum," segir hún hlæjandi. Styrkurinn var lítill, vöðvarnir linir og slakir Það kemur fram að Ágústa neyt- ir ekki áfengis. „Mér hefur þó ekki ennþá tekist að hætta að reykja," bætir hún við örlítið skömmustuleg eins og þeir era gjaman sem reykja á þessum síðustu tímum. Hvernig ætli matseðillinn hennar líti út? „Ég borða mikið af soðinni ýsu og kartöflum, grænmeti, pasta, nautahakki og rækjum, hafragraut og skyri. En Unnar reiknar út fyrir mig rétt hlutfall fæðutegunda sem ég má neyta hvem dag og kaloríu- fjölda þeirra. Þegar ég fer á kaffi- hús og aðrir sem með mér era fá sér kaffi og kökur þá sit ég og borða skyr,“ segir hún. ÞEGAR Ágústa fer á kaffihús borðar hún skyr meðan aðrir fá sér kaffi og kökur. ÁGÚSTA setur sig í stellingar fyrir ljósmyndarann. Þegar Ágústa steig fyrst inn fyr- ir dyr Betranarhússins var hún að koma manninum sínum í líkams- rækt. Hún ætlaði að tryggja það að hann mætti í tímann sinn. Skömmu síðar hóf hún að æfa kerfisbundið undir handleiðslu Unnars sem er lærður einkaþjálfari en hann nam við ISSA, Intemational Sport Sci- enses Association í Bandaríkjunum. „Þegar Ágústa byrjaði í líkams- ræktinni var hún eins og hver önn- ur húsmóðir sem lítið hefur æft síð- an á unglingsáranum," segir Unn- ar. „Styrkurinn var lítill, vöðvarnir vora linir og slakir og fituprósenta líkamans var yfir meðallagi." „Ég hafði prófað að fara nokkra tíma í eróbik,“ skýtur Ágústa inn í. „Við fóram rólega af stað,“ held- ur Unnar áfram. „Nú æfum við þrisvar í viku. Eitt skiptið æfum við brjóst- og upphandleggsvöðva, í næsta skipti eru lærin tekin fyrir og í þriðja tímanum era bak- og axlarvöðvar þjálfaðir. Þannig að hver vöðvahópur er tekinn fyrir einu sinni í viku.“ Hvaða mun ætli hún finni á sér frá því að hún byrjaði í líkamsrækt- inni og þar til nú? „Mér líður svo mikið betur í skrokknum," segir Ágústa. „Ég er sterkari og léttari á mér. Áður var ég alltaf þreytt en núna hef ég meiri orku. Þegar ég byrjaði æfingarnar hjá Unnari var ég nýkominn úr að- gerð vegna slits í annarri öxlinni,“ heldur Ágústa áfram. „Ég hafði verið með höndina í fatla í nokkurn tíma og gat varla lyft handleggnum. Eftir að hafa verið hjá honum í æf- ingum breyttist ástandið en það skipti miklu máli að ég æfði rétt því ef ég hefði ekki gert það hefði ég getað eyðilagt öxlina og það hefði ekki verið aftur tekið.“ Ertu ekkert hrædd um að verða karlmannleg í vexti á því að vera í vaxtarrækt? spyr blaðamaður. „Þegar ég var að bytja að lyfta var ég hrædd við að verða eins og kraftalegur karlmaður. Ég reyndi að komast hjá því að lyfta þungu, þóttist jafnvel ekki geta lyft nema mjög litlum þyngdum. Staðreyndin er sú að ummálið á upp- handleggjunum og yfir axlirnar, bijóst, læri og rass hefur ekkert auk- ist að ráði eftir að ég bytjaði í lyftingunum. Þetta er vegna þess að ég losnaði við fitu en bætti við mig vöðvum. Ég fer alltaf reglulega í fitumælingu og þegar ég byrjaði mældist ég með 20% fitu en er nú komin niður í 9% fitu,“ segir Ágústa. Aldur engin fyrirstaða „Eftir vaxtarræktar- keppnina stefni ég að því að fara upp í 12-14% fitu. Fólk veik- ist frekar ef það hefur ekki svolítinn auka- forða af fitu og einnig vegna þess að við búum í köldu loftslagi og þurfum fituna til að halda á okkur hita. Mér getur stundum verið hræðilega kalt,“ bætir hún við og hryllir sig. En var ekki nóg fyrir Ágústu að komast í betra líkamlegt ástand, þurfti hún endilega að fara í vaxtar- ræktarkeppni? „Ég hafði ekkert hugsað um það að fara í keppnina fyrr en þjálfar- arnir hérna í Betrunarhúsinu spurðu mig að því hvort ég hefði ekki áhuga á því að taka þátt í Vaxtarræktarkeppni Islands. Mér fannst fyrirspurnin uppörvandi. Og þegar ég fór að hugsa betur um þennan möguleika fannst mér þetta spennandi. Mér fannst líka gaman að geta sýnt að þótt kona sé komin Bjóðum enn betur ORIENT Chronograph með skeiðklukku, millitíma og vekjara. Vatnsþétt 200 m. Vgi • Hermann Jónsson, Veltusundi 3 „ ____ , mundsson, Selfossi • Kornelius, Skólavörðustíg 8 G v* igavegi 55 • Klukkan, Hamraborg _____________________ 20% afsláttijr <r/ armbands- úrum til 3l.oKtóber ORIENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.