Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Netanyahu og Arafat semja um næsta skref friðarumleitana eftir langvinnt þrátefli Efasemdir um að staðið verði við samkomulagið Leiðtogar ísraela og Palestínumanna náðu í gær samkomulagi um næsta skrefíð í friðarumleitunum þeirra eftir nætur- langan fund í Maryland í Bandaríkjunum. ----------------------------7----------- Margir fréttaskýrendur í Israel og stjórnmálamenn úr röðum Palestínu- manna létu þó í ljósi efasemdir um að hægt yrði að koma samkomulaginu í framkvæmd. VIÐRÆÐUR Benjamins Netanyahus, forsætis- ráðherra ísraels, og Yass- ers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, höfðu staðið í níu daga þegar greint var frá því í gær að náðst hefði samkomulag um frekari brottflutning ísraelskra her- manna frá Vesturbakka Jórdanar gegn öryggistryggingum af hálfu Palestínumanna. Undirritun sam- komulagsins tafðist jíó síðar um daginn vegna kröfu Israela um að Bandaríkjaforseti náðaði Israela, sem hefui- verið dæmdur fyrir njósnir. Palestínumenn sögðu að sam- komulagið hefði náðst eftir átta stunda fund Netanyahus og Arafats í ráðstefnumiðstöð á Wye-plantekr- unni í Maryland, með aðstoð Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sem sat fundinn. Samið var um að palestínskir fangar í ísraelskum fangelsum yrðu leystur úr haldi, breytingar yrðu gerðar á stefnuskrá Þjóðarráðs Palestínu, þar sem hvatt er til tortímingar Israelsríkis, og að palestínsk yfii’völd gerðu ýmsar ráðstafanir til að koma í veg fyrir árásir herskárra Palestínumanna á Israela. Palestínskir tilræðismenn verði handteknir „Náðst hefur árangur, sem á sér ekki fordæmi, hvað varðar efndir á skuldbindingum Palestínumanna," sagði einn ísraelsku samninga- mannanna. „Þetta er í fyrsta sinn sem Palestínumenn hafa fallist á áætlun um baráttu gegn hermdar- verkum." Samningamaðurinn bætti við að lokaviðræður ísraela og Palestínu- manna - sem eiga m.a. að snúast um framtíð Jerúsalemborgar og stöðu sjálfstjómarsvæðis Palestínu- manna - ættu að hefjast „bráðlega". Að sögn samningamannsins samþykkti Arafat að fangelsa her- skáa Palestínumenn, sem eru grunaðir um árásir á Israela, og að lagt yrði hald á „óleyfíleg vopn“ á sjálfstjómarsvæðunum. Israelar höfðu sett slíkar aðgerðir sem skil- yrði fyrir því að þeir létu 13% landsvæða Vesturbakkans af hendi. 750 fangar leystir úr haldi Clinton eyddi meira en 70 klukkustundum í viðræðurnar frá því þær hófust á Wye-plantekr- unni, sem er 110 km vestan við Washington, 15. þessa mánaðar. Hermt er að hann hafi ___________ átt ríkan þátt í því að samkomulagið náðist í gær, einkum hvað varðar deiluna um palestínsku fangana. Palestínskir samningamenn sögðu að Israelar hefðu samþykkt að leysa 750 fanga úr haldi í áfóng- um á næstu níu mánuðum, 250 á þriggja mánaða fresti. Ennfremur PALESTÍNUMENN brenna fána Israels og Bandaríkjanna á mótmælafundi á Gaza-svæðinu. Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti ræðir við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, á fundi þeirra í Maryland í fyrrinótt. Reuters „Margt af þessu er aðeins ítrekun á fyrri skuld- bindingum“ yrði skipuð nefnd til að ræða hvort fleiri palestínskum fóngum yrði sleppt, en þeir eru alls um 3.000. Hussein Jórdaníukonungur, sem hefur verið i krabbameinsmeðferð í Minnesota, var fenginn til að líta inn til leiðtoganna meðan á fundin- um stóð. Konungurinn tók ekki þátt í viðræðunum en flutti 10 mínútna ávarp þar sem hann hvatti til „öflugs átaks í þágu friðar". Fyrri skuldbindingar áréttaðar Hvorki hafði gengið né rekið í friðarumleitunum Israela og Palestínumanna í 19 mánuði þegar samkomulagið náðist loks í gær og fréttaskýrendur í ísrael eru efins um að það nægi til að tryggja var- anlegan frið í Miðausturlöndum. „Menn þurfa ekki að vera snillu- ingar til að skilja að undh-ritun samnings þarf ekki endilega að þýða að farið verði eftir honum,“ sagði í forystugrein ísraelska dag- blaðsins Ha’aretz á dögunum. Báðir deiluaðilarnir eru efins um að viðsemjandinn standi við skuld- bindingar sínar vegna reynslunnar af skilmálum Óslóar-samkomulags- ins frá 1993, sem ekki voru uppfyllt- ir, og tortryggni sem ríkt hefur milli Netanyahus og Arafats. „Það er mjög kald- hæðnislegt að það sem rætt var á Wye-plantekr- unni eru mál sem þegar hafði verið samið um og sem ísraelar neituðu að koma í framkvæmd,“ sagði palestínski þingmaðurinn Hanan Ashrawi. Hún kvaðst „mjög efins“ um að staðið yrði við sam- komulagið sem náðist í gær. Þótt samkomulagið sé nýtt eru öll atriði þess mál, sem báðir aðilar höfðu skuldbundið sig til að leysa í fyrri friðarsamningum en aldrei staðið við. „Margt af þessu er aðeins ítrekun á fyrri skuldbinding- um og ef auðvelt væri að standa við þær væri engin þörf á að árétta þær,“ sagði Mark Heller, sér- fræðingur í málefnum Miðaustur- landa við Tel Aviv-háskóla. Ofgamenn gætu hindrað fram- kvæmd samkomulagsins Eðli helsta deilumálsins sem samið var um í gær - brottflutning- ur ísraelskra hermanna frá 13% Vesturbakkans í áfóngum og sér- stakar aðgerðir af hálfu Palestínu- manna til að koma í veg fyrir árásir á ísraela - torveldar það einnig að hægt verði að koma samkomulaginu í framkvæmd. Fréttaskýrendur segja að öfga- menn úr röðum Israela og Palestínumanna geti auðveldlega gert samkomulagið að engu; íslamskir heittrúarmenn með árás- um á ísraela og heittrúaðir gyðing- ar á hernumdu svæðunum með því að tefja fyrir framkvæmdinni. Netanyahu á erfitt verk fyrir höndum Netanyahus bíður nú það erfiða verkefni að fá harðlínumenn í stjórnarflokkunum og stuðnings- menn þeirra í byggðum gyðinga á hernumdu svæðunum til að snúast ekki gegn stjórninni. Þessi öfl hafa hafnað því algjörlega að ísraelar láti fleiri hemumin svæði af hendi. Fréttaskýrendur telja að Net- anyahu geti haldið velli reyni harðlínumennirnir að koma honum frá, en takist þeim að fella stjómina geti hann fengið nægan stuðning miðjumanna til að fara með sigur af hólmi í kosningum og mynda nýja stjóm. Þeir benda á að samkvæmt skoðanakönnunum eru 80% Israela hlynnt friðarsamkomulagi við Palestínumenn. Fréttaskýrendumir telja þó að mjög erfitt verði fyrir Netanyahu að draga herliðið frá Vesturbakkanum nema honum takist að sannfæra Israela um að öryggis- tryggingamar sem hann fékk frá Arafat dugi til að koma í veg fyrir árásir palestínskra öfgamanna. Hamas-hreyfingin, sem hefur staðið fyrir flestum sprengjutilræð- um Palestínumanna í Israel frá 1993, sagði um leið og samkomulag- ið náðist að hún myndi ekki hætta árásum sínum. „Þeir sem halda að þeir geti bundið enda á starfsemi Hamas blekkja sjálfa sig,“ sagði stofnandi hreyfingarinnar, Ahmed Yassin. Arafat setji „skýr skilyrði fyrir framkværndinni" Arafat tók einnig nokkra áhættu með því að fallast á kröfur ísraela. Hann þarf að sannfæra þjóð sína um að hann hafi ekki aðeins tryggt henni meira land heldur einnig meira frelsi þar sem ísraelar hafi lofað að draga úr ýmsum hömlum sem þeir hafa lagt á hana, auk þess sem hann hafi tryggt að palestínsk- ir fangar verði leystir úr haldi og að Israelar geri ráðstafanir til að koma í veg fyrir árásir gyðinga á hemumdu svæðunum. Ashrawi sagði að Ara- fat yrði að varast að litið yrði á hann sem „tæki til að tryggja öryggi ísra- ela“ með því að fallast á kröfur þeirra. „Komi _____ hann ekki heim með skýr skilyrði fyrir framkvæmd sam- komulagsins ... verður litið svo á að hann hafi gengið í gildm Israela og það gæti dregið úr trúverðugleika hans.“ Flókin mál bíða úrlausnar Fréttaskýrendur segja að þótt samkomulagið á leiðtogafundinum í Bandaríkjunum hafi bundið enda á þráteflið í friðammleitunum frá mars 1997 sé ólíklegt að það dragi úr þeirri tortryggni sem hefur ríkt milli þjóðanna. Framundan séu langar og erfiðar viðræður um mjög flókin úrlausnarefni, svo sem fram- tíð Jerúsalemborgar, þjóðréttarlega stöðu sjálfstjórnarsvæðanna, landamærin, örlög gyðinga- byggðanna á hemumdu svæðunum og réttindi palestínskra flótta- manna. Fréttaskýrendumir telja nánast útilokað að hægt verði að ljúka þessum viðræðum í maí á næsta ári, eins og kveðið var á um í Óslóar- samkomulaginu, vegna þeirrar „andúðar og tortryggni" sem ein- kenni enn samskipti ísraela og Palestínumanna. Netanyahu sakaður um „svik“ Viðbrögðin við samkomulaginu voru mjög blendin í ísrael. Ezer Weizman, forseti landsins, sagði að samkomulagið væri „gott fyrir Isra- el og meirihluta þjóðarinnar" en stjómmálamenn, sem em lengst til hægri í ísraelskum stjómmálum, gagnrýndu það harkalega. Aahron Domb, talsmaður sam- taka gyðinga á hernumdu svæðun- um, sakaði Netanyahu um „svik við hugsjónir gyðinga og þjóðina sem sendi hann til fundarins til að vemda land Israels“. Domb baðst þó síðar afsökunar á að hafa notið orðið „svik“, sem er mjög varasamt orð í ísraelskum stjórnmálum því andstæðingar friðarsamninganna við Palestínumenn lýstu oft Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætis- ráðhema, sem „svikara" áður en hann var ráðinn af dögum árið 1995. Líkt við Chamberlain Michael Kleiner, hægrisinnaður þingmaður flokksins Gesher, sem hætti stuðningi við stjórn Netanya- hus í janúar, sagði að samkomulagið myndi „tefja fyrir friði og færa ísraela nær hemaðarátökum við Palestínumenn". Kleiner sagði þetta „mjög dapur- legan dag“ í sögu Israels og líkti samkomulaginu við samning Hitlers við Neville Chamberlain árið 1938, sem breski forsætisráðherrann sagði tryggja „frið á vorum dögum“. Varinn vantrausti í hálfan mánuð Kleiner ítrekaði að flokkur sinn myndi reyna að fella hægristjórn Netanyahus ef hún samþykkti sam- komulagið. Stjómin er aðeins með eins sætis meirihluta á þinginu og reiðir sig á stuðning flokka heittrúaðra gyðinga og innflytj- enda. Nokkrir þingmenn í stjómar- flokkunum, meðal annars í flokki Netanyahus, Likud, hafa hótað að fella stjómina samþykki hún að af- henda Palestínumönnum fleiri landsvæði. Flokkur Kleiners hefur þegar lagt fram tillögu um að þingið lýsi yfir vantrausti á stjómina og hún verður tekin fyrir á þinginu á mánu- dag. Einn af forystumönnum stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Verkamannaflokksins, sagði þó í gær að stjórnin þyrfti ekki að óttast að tillagan yrði samþykkt því flokk- urinn myndi verja hana vantrausti í hálfan mánuð. „En ég get ekkert sagt um hvort það verður öryggisnet fyrir stjórn- ina eftir að þessum tveim vikum lýkur,“ bætti hann þó við. ísraelskir fréttaskýrendur telja líklegt að Netanyahu noti þennan hálfa mánuð til að leggja samkomulagið fyrir þingið til staðfestingar. Kleiner kvaðst telja að Verkamannaflokkurinn ______myndi reyna að knýja fram kosningar eftir að samkomulagið verður afgreitt á þinginu. Lögð hefur verið fram tillaga, sem er nú til umræðu í þingnefnd, um að boðað verði til kosninga sem fyrst og gert er ráð fyrir að hún verði borin undir atkvæði á þinginu eftir hálfan mánuð. Blendin viðbrögð við sam- komulaginu í ísrael
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.