Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 29 80 konur í blóðprufu ÁTTATÍU sænskar konur fóru í gær í blóðprufu vegna ótta um að þær hefðu smitast af eyðniveirunni af fjöllyndum manni sem grunaður er um að hafa haft samræði við meira en 100 konur. Mannsins, sem kynnti sig sem James Kimball, er nú leitað og sögðu fulltrúar lögreglunnar í gær að þeim hefði borist ábending um að maðurinn, sem talið er að sé Irani, væri nú á nýjan leik í Stokkhólmi en hann var áður sagður hafa flúið til Danmerk- ur. Chevene- ment heim JEAN-PIERRE Chevenem- ent, innanríkisráðherra Frakk- lands, sem var átta daga í djúp- um dásvefni eftir gall- blöðruupp- skurð, fékk að fara af sjúkrahúsi í gær eftir sjö vikna dvöl. Uppskurður- inn sem Chevenement fór í telst áhættulítill en líkami hans brást hins vegar illa við svæfingu og hætti hjarta ráð- herrans að slá. Virtist Chevenement í góðu ásigkomu- lagi í viðtali sem tekið var við hann í vikunni en þó er gert ráð fyrir að hann muni þurfa að fara vel með sig næstu tvo mánuðina. Fær NATO Nóbel? TVEIR þingmenn norsku stjórnarandstöðunnar til- nefndu í gær Atlantshafs- bandalagið (NATO) til friðar- verðlauna Nóbels fyrir árið 1999. Segja þau Björn Hernaes og Ingvald Godal, þingmenn hægriflokksins, að NATO hafi framar öðrum samtökum tryggt frið og öryggi í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. Sögðu þau í bréfi til Nóbels- nefndarinnar að við hæfi væri að NATO fengi friðarverðlaun- in á næsta ári, þegar bandalag- ið heldur upp á fimmtíu ára af- mæli sitt, og þegar gert er ráð fyrir að þrjú ný lönd gangi til liðs við það, Pólland, Ungverja- land og Tékkland. Þau Herna- es og Godal eru í fyrra fallinu með tilnefninguna því ekki er nema vika liðin síðan tilkynnt var að John Hume og David Trimble, sem aðstandendur friðarsamkomulags á N-ír- landi, hiytu verðlaunin í ár. Iranir hafna skýrslu SÞ ÍRANIR sögðu í gær að skýrsla sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa gert um ástand mannréttindamála í íran væri „pólitísk“ og stangaðist sem slík á við stofnsáttmála SÞ. Var hún sögð í ósamræmi við þróun í átt til aukins frelsis í íran sem átt hefði sér stað frá því Mo- hammad Khatami var kjörinn forseti í fyrra. I skýi-slunni var því haldið fram að mannrétt- indabrot viðgengjust enn í Iran jafnvel þótt margir leiðtoga landsins vildu innleiða meira samfélagslegt umburðarlyndi. Carlos Menem neitar að hafa beðist afsökunar á Falklandseyjastríðinu Menem segir orð sín hafa verið oftúlkuð London. Reuters. CARLOS Menem, forseti Argentínu, neitaði í gær að hafa beðið Breta af- sökunar á Falklandseyjastríðinu sem Argentínumenn og Bretar háðu árið 1982 og sagði að breska dagblaðið The Sun hefði mistúlkað orð sem hann lét falla í blaðinu. í gi-ein sem Menem reit í The Sun í gær lýsti hann „djúpri eftirsjá“ vegna stríðsins sem háð var um yfirráð yfir Falklandseyjum. „Fjöldi ungra og efni- legra argentínskra og breskra pilta lét lífið í stríði sem hefði aldrei átt að eiga sér stað og það hörmum við mjög.“ Menem staðhæfði hins vegar í gær að þessi orð sín hefðu ekki átt að gefa ritstjórum The Sun tilefni til að skella fyrirsögninni „Argent- ína biðst afsökunar á Falklandseyjastríðinu“ á forsíðu blaðsins eins og þeir gerðu. „Orðin „ég biðst afsökunar“ eru víðs fjarri þeim sem ég notaði," sagði Menem við blaðamenn. David Yelland, ritstjóri The Sun, sagðist í gær standa við fyrirsögn blaðsins og ítrekaði þá skoðun sína Argentína gerir enn kröfur til Falklandseyja að orð Menems hlytu að verða túlkuð sem afsökunarbeiðni. „Það er ekki hægt að búast við því að forseti Ar- gentínu falli niður á hnén og segi afsakið, af- sakið, afsakið. En hann kemst ekki nær því en þetta,“ sagði Yelland. Menem sagði í gær að ríkisstjórn sín gerði enn kröfu til Falklandseyjanna, sem Argentínumenn kalla Malvínaseyjar, og að hann myndi nota tæki- færið þegar hann heim- sækir Bretland í næstu viku til að ítreka þá kröfu. Hann sagði hins vegar að Argentína mjmdi einungis sækja málið með friðsamleg- um hætti hér eftir. Falklandseyjar, sem liggja úti fyr- ir ströndum Argentínu sunnarlega í Atlantshafi, tilheyi’a Bretlandi en Argentínumenn hertóku eyjarnai- í apríl árið 1982. Sendu bresk stjórn- völd þá herskip suður í höf og náðu eyjunum á sitt vald á nýjan leik eftir bardaga. Misheppnuð sáttatilraun? Talsmaður breska forsætisráðu- neytisins sagði í gær að orð Menems hlytu í öllu falli að verða túlkuð sem sáttaboð til Breta. Munu bresk stjórnvöld hafa verið höfð í ráðum þegar grein Menems var rituð en fréttaskýrendur sögðu í gær að ef áætlun Argentínumanna hafi verið sú að liðka fyrh- vegna umdeildrar heimsóknar Menems til Bretlands á þriðjudag, þá fyi-stu argentínsks þjóðhöfðingja síðan fyi'ir Falklandseyjastríðið, hafi sú tilraun mistekist. Hefur Menem m.a. blandast inn í umræðu um handtöku Augustos Pin- ochets, fyrrverandi ehu'æðishen’a í Chile, en hann sagðist í fyrrakvöld styðja kröfu stjórnvalda í Chile um að Pinochet verði þegar látinn laus. Margaret Thatcher, sem var forsæt- isráðherra Bretlands á tímum Falklandseyjastríðsins, skammaði einnig núverandi stjórnvöld í Bret- landi í fyrradag fyrir að handtaka Pinochet, sem veitti Bretum aðstoð í sfiáðinu við Argentínumenn, á sama tíma og í bígerð væri að taka vel á móti forseta Argentínu. Blair og Ahern á neyðarfundi REIKNAÐ er með að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra ír- lands, eigi í dag neyðai'fund vegna deilunnar um afvopnun öfgahópa á N-írlandi sem talin er ógna friðar- samkomulaginu frá páskum. Eru þeir Blair og Ahern báðir staddir í Austurríki þar sem fram fer sér- stakur fundur leiðtoga Evrópusam- bandsríkjanna. Jafnframt fer fram í dag flokks- þing Sambandsflokks Ulsters (UUP) í DeiTy-borg á N-írlandi en frétta- skýrendur The Irísh Times gerðu í gær ekki ráð fyrir því að þar yrði gerð atlaga að David Trimble, leið- toga flokksins og verðandi forsætis- ráðherra á N-Irlandi, sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Segja fréttaskýrendur að á meðan Trimble lætur ekki af þeirri kröfu sinni að Irski lýðveldisherinn (IRA) afvopn- ist áður en fulltrúum Sinn Féin er veitt aðild að ríkisstjóm sé hann tryggur í sessi sem leiðtogi UUP. Martin McGuinness mun hafa ít- rekað við Blair á fundi í London á mánudag að það sé ekki í valdi Sinn Féin að fá IRA tii að afvopnast og virðist þvi komin upp pattstaða í málinu. Er jafnvel gert ráð fyrir að Blair haldi til Belfast í næstu viku til að gera tilraun til að þrýsta á um málamiðlun áður. Liðsmenn UUP hafa hins vegar vakandi auga með því að Trimble gangi ekki of langt í málamiðlunarátt og því óvíst hvern- ig deilan verður leyst. CARLOS Menem Ovænt hag- vaxtaraukning í Bretlandi London. Reuters. ÞVERT ofan í spár manna sýndu hagtöl- ur, sem gerðar voru opinberar í gær, að efnahagur í Bretlandi var áfram í vexti á þriðja ársfjórðungi og féll verð á hlutabréfa- markaði nokkuð eftir að þessar fréttir voru kunngerðar því miðl- arar telja nú ólíklegt að Englandsbanki lækki vexti á fundi sínum 4-5. nóvember. Kasta hagtölurnar einnig rýrð á aukna trú manna á að sam- dráttur sé væntanlegur í efnahag á næsta ári. Framleiðsla á vöru og jókst um 0,5% á þriðja ársfjórð- ungi, jafnmikið og á öðrum árs- fjórðungi og talsvert meira en breskar fjármálastofnanir höfðu spáð, en þær spáðu því nýverið að aukningin yrði 0,3%. Breska hagstofan sagði í gær að framleiðsla í iðnaði hefði ekki minnkað sem neinu næmi og jafn- vel væru merki um að hún færi vaxandi. Hefur nú átt sér stað stöðug hagvaxtaraukning síðan á öðrum ársfjórðungi árið 1992 og hefur breskur efnahagur vaxið um 21% síðan þá. „Þessar upplýsingar veita enga heimild til að menn slaki á verði sínum en tölurnar sýna að vegna þeirra markvissu aðgerða sem þessi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir er breska þjóðarskútan nú betur fallin til að sigla í gegnum ólgusjó í efnahag heimsins," sagði Stephen Byers, fulltrúi í breska fjármálaráðuneytinu. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, kvaðst í fyrrakvöld ekki íhuga niðurskurð ríkisútgjalda þrátt fyrir blikur á lofti í efnahagsmálum, og sagði að auknar fjár- veitingar í heilbrigðis- og menntamálum, sem fyrirhugaðar eru á næsta ári, væru áfram á dagskrá jafn- vel þótt það myndi kosta tímabundinn halla á fjárlögum. Viðurkenndi Brown þó að hann yrði sennilega að breyta breskum spá sinni um hagvöxt á næsta ári, að öllum líkindum úr tveimur pró- þjónustu sentum í eitt prósent. Gordon Brown Reuters Varasöm fjórhjól BANDARISKA stórfyrirtækið Fisher-Price hefur ákveðið að innkalla allt að 10 milljónir raf- knúinna fjórhjóla og annarra slíkra farartækja vegna galla. Hefur kviknað skyndilega í sum- um þessara farkosta, til dæmis þessum, sem var til sýnis hjá bandarísku neytendaverndar- stofnuninni. Fyrrverandi meðlimur sértriíar- safnaðar dæmdur til dauða Tókýó. Reuters. DÓMSTÓLL í Tókýó dæmdi í gær til dauða mann sem var á sínum tíma meðlimur í sértrúarsöfnuðin- um Aum Shinry Kyo (Æðsti sannleikur)sem bar ábyrgð á gasárás í neðan- jarðarlestarstöð í Tókýó árið 1995 þar sem tólf manns dóu og margh' veiktust hastarlega. Er gert ráð fyrir að fleiri slíkir dómar fylgi í kjölfai'ið. Sakborningurinn, Kazuaki Okazaki, átti að vísu ekki þátt í gastilræðinu sjálfu en var dæmdur KAZUAKI Okazaki fyrir morðin á Tsutsumi Sakamoto, lögmanni sem beitti sér gegn söfnuð- inum, konu hans og eins árs gömlum syni árið 1989. Bíður Shoko Asahara, leiðtogi safnaðarins, sjálfur dóms fyrh' gasárásina en einnig fyrir þátt- töku í morðunum á Sakamoto-fjöl- skyldunni. Okazaki játaði glæpi sína árið 1995 en saksóknari benti við rétt- arhöldin á að Okazaki hefði láðst að geta þess þá að hann sjálfur kyrkti Sakamoto með berum höndum. Lögfræðingur Okazakis hafði samt sem áður farið fram á vægð þar sem játning sakborn- ingsins hefði aðstoðað yfirvöld við rannsókn málsins, sem lengi hafði gengið illa. Sagði Megumi Yamamuro, dómari í málinu, við dómsupp- kvaðningu að vægð kæmi ekki til greina. „Jafnvel þótt ég taki til greina eftirsjá sakbornings og aðrar málsbætur sem hann hefur þá eru glæpir hans of alvarlegir og leyfa ekki að ég sýni vægð og mildi dóm hans í lífstíðarfang- elsi.“ Sagði dómarinn að líta bæri á þá staðreynd að Okazaki hefði ekki gefið sig fram við lögregluna vegna eftirsjár sinnar heldur vegna þess að hann óttaðist að söfnuðurinn hygðist ráða sig af dögum. Segist Okazaki hafa sagt skilið við söfnuð- inn árið 1990, löngu fyrir gastilræð- ið mannskæða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.