Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 7 BARNA MÓÐIR UR HAFNARFIRÐINUM TEKUR ÞÁTT í VAXTARRÆKTARKEPPNI I SLANDS MORGUMBLAÐBD HÚN mætir aðeins of seint í tímann hjá Unn- ari. Yngstu börnin hennar, tvíburarnir Sig- ríður Erla og Vilhjálmur Snær Ólafsbörn sem eru fjögurra ára, höfðu verið með uppsteyt heima- fyrir. Þau vildu fara með nýju inni- skóna í leikskólann sem mamman hafði keypt deginum áður en skórnir voru of litlir svo það þarf að skipta þeim. Lítil börn skilja ekki smáatriði eins og að skór þurfí að vera aðeins of stórir til þess að hægt sé að eiga þá lengur. Agústa dæsir þegar hún útskýrir þetta fyrir okkur Unnari um leið og hún sest á háan barstól sem stendur við próteinbarinn í Betr- unarhúsinu. Já, þetta er Agústa, þessi 39 ára gamla, sjö barna móðir sem ætlar að taka þátt í Vaxtarræktarkeppni Islands í næsta mánuði, hugsar blaðamaður og virðir hana íyrir sér þar sem hún situr hnarreist og spengileg. Það er ekki gramm af aukfitu á líkama hennar, maginn er sléttur sem fjöl þrátt fyrir barn- eignirnar og upphandleggsvöðvarn- ir ávalir og þéttir. Hvernig fer hún eiginlega að þessu? Eftir því sem þjálfarinn hennar sagði áður en hún kom, hefur Agústa æft aðeins í eitt ár, þrisvar í viku, einn klukkutíma í senn! Sumir sem hafa ef til vill æft í tíu ár hafa ekki náð líkt eins góðum árangiá. Unnar segir skýringuna á þessum góða árangri megi rekja til þess að Agústa hafi að upplagi góða líkamsbyggingu fyrir vaxtar- rækt auk þess sem hún fari sam- viskusamlega eftir þeim ráðlegg- ingum sem hann gefí henni um mataræði og æfingar. Agústa er meira að segja svo gerhugul að þegar hún sest síðar í fótapressuna sem er ætlað að styrkja lærvöðvana þá spyr hún Unnar hvoi-t fæturnir séu ekki rétt staðsettir. „Eg er enn- þá að spyrja hann hvort ég geri Þegar Ágústa steig fyrst inn fyr- ir dyr Betrunar- hússins var hún að koma mannin- um sínum í lík- amsrækt / / Agústa Olafsdóttir er 39 ára 7 barna móðir unni 21. nóvember næstkomandi. Hildur Einarsdóttir leit inn á æfingu hjá Agústu og þjálfara hennar Unnari Karlssyni í heilsuræktinni Betrunarhúsinu. sem ætlar að taka þátt í Vaxtarræktar- 7 7 keppni Islands sem haldin verður í Oper- Hægðir og aldur MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Fram undir fertugt hafði ég nokkuð reglulegar hægð- ir, þ.e.a.s. einu sinni á dag. En upp úr fertugu fór að gæta öllu meiri og öflugri starfsemi þarna neðan beltis, hægðirnar urðu miklu tíðari, nokkrum sinnum á dag og stundum mjög vatns- kenndar. Það sem verra er að vindgangur er orðinn mikill. Mér þykir ástandið orðið ansi þreyt- andi; hvað fæ ég að gert? Svar: Hægðavandamál er eitt al- gengasta heilbrigðisvandamál sem við höfum við að glíma og hægðavandamálum fylgir oft vindgangur. Hægðatregða eða niðurgangur getur hrjáð fólk á öllum aldri en slík vandamál verða algengari þegar aldurinn færist yfir. Þegar fólk eldist er hægðatregða mjög algengt vandamál og eru margar ástæður fyrir því. Meltingarfærin eldast eins og önnur líffæri og hæfileiki þeirra til að flytja fæðuna á eðli- legan hátt eftir smáþörmum og ristli minnkar, þetta leiðir til þess að hægðirnar innihalda minna vatn en áður og verða harðar. Þar við bætist að gamalt fólk hreyfir sig venjulega minna en þeir sem yngri eru en hreyfing hefur mikla þýðingu fyrir eðlilegar hægðir. Það skiptir einnig miklu máli að fólk drekki nægjanlega mikið magn af vökva og borði hollan og trefjaríkan mat. Ymsir sjúkdómar sem hrjá fólk og sum lyf geta stuðlað að hægðatregðu og langvarandi hægðatregða getur aftur á móti valdið sjúkdómum eins og t.d. gyllinæð og tapi á vissum söltum úr líkamanum. Langvarandi niðurgangur er ekki eins algengt vandamál og hægða- tregða hjá þeim sem eldri eru en fyrir honum geta legið margvís- Hægða- vandamál legar ástæður. Ein algengasta ástæðan fyrir langvarandi niður- gangi á öllum aldri er óþol fyrir vissum sykurtegundum, oftast mjólkursykri. Þetta byggist á því að meltingarfæri sumra einstak- linga skortir ensím (efnahvata) sem brjóta niður eða melta við- komandi sykurtegund. Mjólkur- sykuróþol eða öðru nafni laktósu- óþol kemur oft með aldrinum og hrjáir vissan hluta fullorðins fólks þó svo að þetta sé mun sjald- gæfara hér en í mörgum öðrum löndum. Þeir sem eru með þenn- an kvilla verða að forðast alla fæðu sem inniheldur mjólkursyk- ur, að öðrum kosti eru þeir með stöðugan niðurgang og vindgang. Sætuefnin sem er að finna í megrunarfæði og sælgæti, t.d. sykurlausum gosdrykkjum og tyggigúmmíi, geta haft svipuð áhrif ef þeirra er neytt í miklu magni. I þessum tilvikum er talað um megrunarfæðis- eða tyggigúmmís-niðurgang. Ýmsir sjúkdómar í meltingarfærum geta valdið langvarandi niðurgangi og sama er að segja eftir vissar skurðaðgerðir t.d. brottnám hluta meltingarfæranna. Meðal auka- verkana ýmiss konar lyfja er nið- urgangur og er um að ræða lyf af margvíslegu tagi. Mörg geðlyf geta valdið niðurgangi svo og sýiubindandi lyf sem innihalda magnesíum (magníum). Ef mikið er drukkið af kaffi, te eða kóla- drykkjum getur það valdið niður- gangi eða gert hann verri. Ef ekki finnst nein sérstök ástæða fyrir langvarandi niðurgangi eða hægðatregðu er oftast besta ráðið að breyta mataræði sínu. Til eru mörg lyf sem duga vel við hægða- tregðu og niðurgangi en mjög varasamt er að nota þau nema í fáeina daga, t.d. til að leysa úr bráðum vanda. Eina langtímaráð- ið sem hægt er að mæla með er að borða meira af trefjum. Trefjar er m.a. að finna í grænmeti, grófu brauði og sumu morgunkorni en einnig má kaupa sérstakt duft og töflur sem innihalda mikið af jurtatrefjum. Trefjar geta dugað mjög vel við niðurgangi ef ekki er tekið of mikið af þeim og ásamt inkulegu magni af vatni eru þær kjörmeðferð við hægðatregðu. • Lesendur Movgunblaðsins geta spurt lækninn uni það sem þeini Jiggur á bjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569 1222. s Armbandsúr á Islandi HjtZ Helgi Guðmundsson, Laugavegi 82 • Guðmundur Hermannsson, Laugavegi 74 • Gilbert, Laugavegi 62 • Jón & Óskar, Laugavegi 67 • Franch Michelsen, Laugavegi 15 • Garðar, Lækj Paul E. Heide, Glæsibæ • Gullúrið, Mjódd • Jón Bjarnason, Akureyri • Halldór Ólafsson, Akureyri • George V. Hannah, Keflavik • Guðmundur B. Hannah, Akranesi • Gilbert, Grindavik • Karl R. G ____________ Helgi Sigurðsson, Skólavörðustig 3 • Gunni Magg, Hafnarfirði • Tryggvi Ólafsson, Hafnarfirði • Birta, Egilsstöðum • MEBA, Kringlunni • Axel Eiríksson, Isafirði • Carl A. Bergmann,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.