Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 47v INGÞÓR LÍNDAL SIGURÐSSON + Ingþór Líndal Signrðsson fæddist 24. nóvem- ber 1920 að Hóla- baki í Sveinsstaða- hreppi. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 13. októ- ber sl. Foreldrar hans voru Húnvetn- ingar, þau Krist- björg Kristmunds- dóttir og Sigurður Lindal Jóhannes- son. Hann var fjórði í röðinni af fimm systkinum, sem eru Guðmundur, látinn, var búsett- ur á Hvammstanga, Kristmund- ur, búsettur í Reykjavík, Finn- bogi, látinn, var búsettur í Reykjavík, og Hólinfríður, bú- sett í Hlíð í Garðabæ. 10. maí 1947 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Mörtu Helgadóttur frá Kollsvík. Saman eignuðust þau sjö börn, sem eru í aldursröð: 1) Sigurður Helgi, f. 1947, kvænt- ur Gunnhildi Lárusdóttur. 2) Kristmundur Ó.J., f. 1950, í sambúð með Sigrúnu Herdísi Sigurbjartsdóttur. 3) Sigrún Björg, f. 1952, gift Hjálmari Magnússyni. 4) Þorsteinn Rafn, f. 1955, kvæntur Sigurbjörgu Maríu Jónsdóttur. 5) Magnús Huldar, f. 1957, kvæntur Sylvíu Ingibergsdóttur. 6) Guðmundur Elías, f. 1961, í sambúð með Guðrúnu Kjartansdóttur. 7) Birgir Líndal, f. 1963, í sambúð með Sigríði Bjarnadótt- ur. Auk þess ólu þau upp elsta barnabarn sitt, Önnu Bryndísi, sem er gift Þorsteini Gíslasyni. Fyrir hjónaband eignað- ist Ingþór Fjólu Guðbjörgu, sem búsett er í Mosfellsbæ. Barnabörnin eru orðin 24 og barnabarnabörnin 12. Ingþór fluttist með foreldrum sínum í Víðidal og bjuggu þau að Lækj- armóti, Laufási og Refsteins- stöðum. Árið 1942 keypti Ing- þór ásamt foreldrum sínum jörðina Uppsali í Sveinsstaða- hreppi og fluttu þau þangað til ábúðar 1943. Að föður hans látnum keypti hann alla jörðina og bjó þar á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hefur nú yngsti sonurinn ásamt fjölskyldu sinni tekið við jörðinni. títförin fer fram frá Þing- eyrakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ástkær tengdafaðir minn er lát- inn og verður hans hlýi faðmur ekki lengur til að ylja mér né öðrum sem til hans sóttu. Kynni okkar urðu allt of stutt þar sem samband mitt við Gumma son hans, eins og hann er alltaf kallað- ur, hófust ekki fyrr en haustið ‘93. Það haust kom ég fyrst að Uppsöl- um. Það liðu ekki mai-gar heim- sóknir þar til gamli maðm-inn heils- aði mér eins og öllum öðrum í fjöl- skyldunni, með hlýju faðmlagi, nokkrum kossum á kinnina og ekki síst gleði og kátínu í augunum. Ingþór gamli, eins og ég kýs að nefna hann, var stórhöfðingi af gamla tímanum, ósérhlífinn við alla vinnu og mátti ekkert aumt sjá. Hann hugsaði vel um skepnurnar sínar, þekkti þær með nafni, talaði hlýlega til þeirra um leið og hann klappaði þeim, enda mátti greini- lega sjá að þær þekktu gamla manninn. Oftar en ekki komum við Gummi til að fara á hestbak og lík- aði honum það vel, hann sagði alltaf að hestarnir væru til að nota þá annars yrðu þeir ekki til neins. Veit ég fyrir víst að á árum áður átti hann mjög góða hesta, enda þurfti að reiða sig meira á þá hér áður fyrr. Ingþór gamli var ákaflega hlátur- mildur maður og talaði frekar hátt, hann fylgdist vel með því sem gerð- ist í kringum hann, hlustaði á allar fréttir og sýndi Þjóðarsálinni mikla athygli. Oft spunnust í kringum hann hinar fjörugustu umræður því það var ekki hans háttur að liggja á skoðunum sínum. Hann var mjög gestrisinn maður og var alltaf gam- an að koma til hans. Hann átti það til að kalla: „Anna, Anna, ætlarðu ekki að fara að koma með kaffi- sopann?“ Þá fannst honum hún draga það fulllengi að koma með kaffið. Já svona er það nú í sveit- inni, alltaf hugsað um að gefa fólki gott kaffl og með því. Ingþór gamli var orðinn frekar heilsulítill þegar ég kynntist honum en til marks um óbifandi trú hans á sjálfan sig keypti hann sér gírahjól þegar hann gat ekki lengur ekið um á fjórhjólinu sínu. Þetta var nú mað- ur að mínu skapi en auðvitað leið ekki á löngu þar til hjólinu var skil- að og allir önduðu léttar. Það er ekki hægt að segja annað um hann Ingþór en að hann stóð meðan stætt var. Svo kom að því að heilsan leyfði ekki að hann gæti verið lengur heima og var hann þá fluttur á Hér- aðssjúkrahús Blönduóss og sagði hann þá að líklega kæmi hann ekki aftur heim. Það reyndust orð að sönnu. Góði guð, tak þú þennan höfð- ingja í þína arma og umvef hann allri þeiiri hlýju og ástúð sem við hin sem eftir sitjum vildum svo gjarnan geta gert. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í faðmi þínum. Vertu sæll að sinni, elsku Ingþór minn. Þín tengdadóttir Guðrún. Minn elskulegi tengdafaðir Ing- þór Líndal Sigurðsson er látinn. Þegar ég minnist Ingþórs kemur fyrst í hugann þakklæti fyiúr allt. Eg kynntist Ingþór fyrst þegar ég kom til hans í sveit 12 ára gömul og hjá honum og fjölskyldu hans átti ég yndisleg sumur sem böðuð eru birtu minninganna. I sveitinni varð vinnan leikur og margar góðar stundir í heyskapnum og húsunum. Ingþór gat verið ákaflega ör, en einnig var hann hlýr og umhyggju- samur og mér alla tíð mjög góður. Ef maður stóð sig vel, fékk maður gjarnan hraustlegt klapp á bakið í viðurkenningarskyni, en Ingþór var með afbrigðum hraustur og nýtti sér það við vinnu sína, en hann var bóndi af lífí og sál. Fallegasti gróð- urinn í huga hans var grænt grasið og alltaf talaði hann hlýlega við skepnurnar og strauk þeim. Ingþór kenndi mér að njóta fegurðar ís- lenskra heiða, en þangað fór hann með okkur krakkana til veiða. Mér er ógleymanlegt eitt sinn þegar við komum niður af heiðinni og Ingþór stöðvaði bílinn á brúninni til að sýna okkur „fallegasta dal á íslandi“ Vatnsdalinn baðaðan í sólskini og víst var hann fallegur. Ég hélt síðan áfram að koma á Uppsali til Ingþórs og Önnu eftir að ég hætti að vera þar í sveit og alltaf tóku þau hjónin jafnhlýlega á móti mér og buðu mér til sín um réttir. Ingþór var ákaf- lega gestrisinn, oft mannmargt á heimilinu og mjög glatt á hjalla. Seinna varð ég tengdadóttir Ing- þórs og betri og umhyggjusamari tengdaföður hefði ég ekki getað hugsað mér, en hann var ákaflega barngóður og bar mikla umhyggju fyrir barnabörnum sínum. Höfum við hjónin farið margar ferðir í sveitina með strákunum okkar í gegnum árin, en ferðirnar í sveitina að hitta Ingþór og Önnu hafa alltaf verið órjúfanlegur þáttur í lífi okk- ar. Elsku Ingþór, nú þegar þú erf farinn eigum við mikið eftir að sakna þín. Hafðu þökk fyrir sam- fylgdina og allt það sem þú gafst, þú lifir í minningu okkar. Far þú í friði. Friðui- Guðs þig blessi Hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briera) Sylvía Ingibergsddttir. Með Ingþóri Sigurðssyni er horf- inn einn af bestu sonum þessa lands og er sem sveitin hans sé ekki söm eftir sem áður. Þar sem Ingþór fór var engin lognmolla hvort sem var í blíðu eða stríðu, á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar en hann gat líka látið í sér hvína ef þannig stóð á. Ingþór var mikill höfðingi heim að sækja og einkenndi mikil gleði, gestrisni og fjölmenni heimili þein-a hjóna. Ingþór var mikill fjöl- skyldumaður, dugleg fyrirvinna, börnum sínum og barnabörnum ákaflega hlýr og ástríkur. Síðustu æviárin fór mikið af hans tíma í að hlúa sem best að afkomendum sín- um og ef einhvers staðar var eitt- hvað að þá var hann ætíð fyrstur manna að rétta fram hjálparhönd. Ingþór var harðduglegur maður og vildi sjá hlutina ganga, ungur maður keypti hann jörðina Uppsali sem þá var ræktarlítil og lítt fýsileg til búskapar en Ingþór hafði glöggt auga fyrir landinu og sá þá mögu- leika sem jörðin gat boðið upp á á þeirri öld véla og tækni sem framundan var í landbúnaði. Með harðfylgi og dyggri aðstoð konu sinnar og barna ræktaði hann jörð- ina og byggði upp þannig að í dag er rekið stórbýli á jörðinni sem yngsti sonur þeirra hjóna, Birgir, hefur nú tekið við. Hann var ekki bara bóndi heldur bóndi af lífi og sál og mikill náttúru- unnandi, undi sér ákaflega vel innan um búfénaðinn og var stundum eins og hann skynjaði huga þeirra, fjár- glöggur með afbrigðum og einstak- lega fundvís á ef eitthvað var að skepnu út í haganum og var stund- um hreinlega eins og hulin hönd vís- aði honum veginn. Að koma með honum í fjárhúsin var upplifelsi út af fyrir sig, hann þekkti hverja ein- ustu kind með nafni, þó þær væru fleiri hundruð og hann þekkti þær ekki bara með nafni heldur líka á svipnum, og svei mér þá ég held að hann hafi líka þekkt þær á bak- svipnum. Ingþór átti ætíð marga og góða hesta og urðu þeir að vera dugmikl- ir og harðir, því oft þurfti að spretta úr spori í smalamennskum á hinum víðlendu húnvetnsku heiðum. Ingþór stóð ekki einn í búskapn- um, hann var mikill gæfumaður í sínu hjónabandi. Anna kona hans stóð ætíð eins og klettur við hlið hans í lífsins ólgusjó. Lét ekki sitt eftir liggja í að byggja upp jörðina og skapa fjölskyldunni notalegt heimili. Hann hafði mikið yndi af því að umgangast landið og heiðarferðirn- ar sem við fórum saman eru mér ógleymanlegar, hann þekkti þar hverja þúfu og hafði frá mörgu að segja, t.d. smala- og veiðiferðum, sem voru orðnar margar á langri ævi. Það var sem hann yngdist um mörg ár þegar hann komst upp á heiði en heiðarlöndin eru heill ævin- týraheimur fyrir þá sem landinu unna, í vötnum og lækjum vakir sil- ungur og í kvöldkyrrðinni speglast svanir í tjörnum, þar átti hann sitt draumaland. Heimahagarnir voru ávallt hún- vetnskir. Þetta umhverfi mannlífs og náttúru nægði honum til að gera hverja stund mikilvæga. Sökum veikinda voru síðustu ævi- ár Ingþórs honum erfið en frábær umönnun og hjúkrun konu hans gerði honum kleift að vera heima þó að heilsa og kraftar væru þrotnir, utan að síðustu mánuðina dvaldi hann á Sjúkrahúsinu á Blönduósi. Vil ég færa starfsfólki þess sérstak- ar þakkir fyrir hlýlega umönnun við gamla manninn þennan síðasta tíma hans. Þegar hann kvaddi gat hann litið stoltur yfii- farinn veg, sáttur við líf- ið, skin þess og skugga, hann vissi að hverju stefndi og óskaði eftir að kveðja. Hann lítur í anda yfir landið sitt, jörðin hefur verið byggð upp, tún stækkuð og búsmala fjölgað. Miklu dagsverki er lokið og verður hann lagður til hinstu hvílu við hlið foreldra sinna í kirkjugarðinum að Þingeyrum. Fai-ðu sæl til herrans heima, hreina góða sterka sál! Þínir niðjar þér ei gleyma, þai- til tæmist lífsins skál. Pegar lýjumst vér að verki vilji, birta, þrek og trú, þá sé oss þín minning merki meirogbeturstríddirþú. Með þessum orðum þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar vil ég kveðja Ingþór tengdaföður minn með þökk fyrir einstaka hlýju og vinsemd í minn garð alla tíð. Hjálmar Magnússon. Mig langar að minnast afa míns með nokkrum orðum. Hann var fremur hár vexti, myndarlegur og sterklegur maður. Ég sé fyrir mér ömmu við hlið hans fíngerða og brosmilda. Saman taka þau á móti mér opnum örmum þegai' ég, borg- arbamið, kem til þeirra í sveitina. Inni bíða dýrindis kræsingar í eld- húsinu og rætt er um það sem hæst ber á líðandi stundu í sveitinni. Það er margs að minnast, hjá afa fékk ég fyrst að aka dráttarvél og fjórhjóli og fara á hestbak. Alltaf var mildð að starfa í fjósi og í fjár- húsum enda vildi afi fá góðar afurð- ir og það tókst honum vel. Hann tók mig með sér í flest úti- störf og lagði mikið upp úr því að ég lærði þau sem fyrst og tæki til hendinni enda_ var hann sjálfur harðduglegur. Ég minnist þess hve afi var alltaf þakklátm- fyrir veitta aðstoð og helst vildi hann launa margfalt fyrir sig. Margar veiði- ferðir fórum við saman, t.d. upp á Grímstunguheiði. Þessar ferðir voru frábærar, enda þekkti afi hvern krók og kima og hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja, m.a. ' frá atburðum úr göngum á heiðinni, frá ömefnum og gróðurfari og hvar fiskurinn í vötnunum héldi sig enda veiddum við yfirleitt vel. Mikinn starfsvilja hafði afi, þótt sjúkdómar herjuðu á hann síðustu árin, svo hann átti erfitt með allar hreyfing- ar. Hann lét samt ekki sitt eftir liggja, þegar hann var sestur undir stýri dráttarvélar að slóðadraga og slá eða á fullu að smala kindum á fjórhjólinu sínu, þá vai' eins og hann yrði ungur á ný. Margt er að þakka á stundu sem þessari, sem orð ná - ekki yfir. Eftir lifir minning um hlýjan og skemmtilegan afa. Innilegar þakkir fyrii' allt. Magnús Þór Ujálmarsson. Með fáeinum orðum langar mig að minnast afa míns, Ingþórs Sig- urðssonar á Uppsölum. Þegar ég vissi að hann væri sofnaður svefnin- um langa setti mig hljóða því mér fannst að ég væri ekki tilbúin að kveðja. Ég var alltaf á leiðinni norð- ur og þar sem okkur finnst að tím- inn sé alltaf nægur þá dróst ferðin á langinn þar til of seint var að leggja af stað. En hugurinn dvaldi oft hjá þér, afi minn, og í dag kem ég norð- ur til að kveðja þig í hinsta sinn og þakka þér góðu stundimar sem ég átti hjá þér og ömmu. Elsku afi, minning þín lifir í hjörtum okkar. Við útför bónda Tak þú, jörð, með opnum örmum óskabarni í hinsta sinn. Bú þú um á beði vörmum bóndann, góða soninn þinn. Honum gefðu á hæstum vetri hlýjan svæfil, mjúka fold. Hvergi er værðin honum betri heldur en í þinni mold. (Guðmundur I. Kristjánsson.) Anna Bryndís og fjölskylda. GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR + Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú fæddist 14. ágúst 1934. Hún lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkj- unum 12. október síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Hallgrímskirkju 21. október. Kveðja frá Geðhjálp Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir forsetafrú var verndari alþjóðlegs geðheilbrigðisdags á íslandi, sem haldinn er hátíðlegur 10. október ár hvert. Hún lét það vera sitt fyrsta opinbera embættisverk fyrir tveim- ur árum að ávarpa samkomu okkar af þessu tilefni í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Það var mikill heiður fyrir fé- lagsmenn og skjólstæðinga Geð- hjálpar. Margir minnast hvatning- arávarps hennar, en hún sagði frá þjóðarsamstöðunni sem varð til þess að útrýming berklanna tókst á sínum tíma. Þannig samhjálparanda vildi hún sjá varðandi geðsjúkdóma og hún lét í ljós von um að árangur- inn gæti orðið mikill. Sumum fannst þetta óhófleg bjartsýni þá, en gott ef ekki er farið að örla á þessum árangri nú þegar. Þótt geðsjúkdómum verði seint útrýmt líkt og smitsjúkdómum, má með samstilltu átaki ná langt í því að koma í veg fyrir alvarlegar af- leiðingar þeirra. Einnig hafa vaknað vonir vegna nýjunga í forvörnum. Framkoma Guðrúnar Katrínar, sem var í senn glæsileg og hlýleg, minnti okkur á þessi bjartsýnisorð, vakti von í brjósti og var okkur öllum hvatning. Fyrir það erum við þakklát og við minnumst hennar með virðingu. Fyrir hönd félagsmanna Geð- hjálpar votta ég Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands, dætrum og fjölskyldu Guðrúnar Katrínar okkar innilegustu samúð. Við eiginkona mín vorum svo lánsöm að kynnast Guðrúnu Katrínu einnig á öðrum vettvangi. Við minnumst þeirra kynna með þakklæti og sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Pétur Hauksson. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan út- fór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.