Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 64
M LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf írog Eg Ufi reglu/ega 'tur Skipanir.J hundallhj . ' tg heyri-eJdkerti annab J>esscL / 'MiErié tzt- Ljóska Smáfólk LUELL, VOU PIPN'T 5AT "PLEA5E" MERE, CRABBT.. PLEASE 5HARPFN THI5 PENCIL.. Héma, Magga „yddaðu blý- Yddaðu hann sjálf! Hver þyk- Nú, þú sagðir Svona, fýlupoki, „viltu antinn“. istu vera! Álfaprinsessa? ekki: „Viltu gjöra gjöra svo vel að ydda En hvað þú getur verið fúl- svo vel“ þennan blýant“. lynd... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Land á vogar- skálum“ - Athugasemd Frá Helga Björnssyni: í LESBÓK Morgunblaðsins hinn 17. október sl. birtist rabb nefnt Land á vogarskálum eftir Gísla Sig- urðsson. Þar víkur hann að viðtali blaðamanns Morgunblaðsins við mig, 30. september sl. um umbrot í Hagafellsjöklum. Orðrétt segir Gísli: „Helgi Bjömsson jöklafræð- ingur var inntur eftir orsökum þessa framskriðs í Morgunblaðinu. Birtist kort með og fannst mér leitt að sjá, að Stóra-Jarlhetta, sem svo hefur verið nefnd frá ómunatíð, var kölluð Tröllhetta samkvæmt fyrir- mælum jöklafræðingsins og korta- teiknari blaðsins varð að beygja sig þótt hann vissi betur. Sá mæti mað- ur Jón heitinn Eyþórsson virðist ekki hafa þekkt nafnið á fjallinu og sló fram þessu Tröllhettuheiti, sem háskólamenn virðast hafa kok- gleypt, en heimamenn þekkja ekk- ert fjall með því nafni.“ Síðar segir: „Reynum að umgangast fom ör- nefni með virðingu. Jöklafræðingar og aðrir vísindamenn ættu að huga að því ekki síður en aðrir.“ Eini þáttur minn í gerð þessa korts var sá, að ég sendi blaða- manni tölvuteikningu, sem sýndi jaðar Langjökuls og hraða Haga- fellsjöklanna. Á henni voru engin ömefni sýnd og ég ræddi ekki við teiknara blaðsins vegna þessarar fréttar. Nafnið Hagafellsvatn í stað Hagavatns í texta fréttarinnar var heldur ekki frá mér komið. Athuga- semd Gísla um að ég hafi mælt svo fyrir að Jarlhettan skyldi kölluð Tröllhetta er því algjörlega stað- laus, en hann lætur ekki einu sinni þar við sitja, heldur segir að ég hafí beinlínis neytt kortateiknara Morg- unblaðsins til þess að birta rangt ör- nefni. Þessi fullyrðing er með ólík- indum og fer ég fram á að Morgun- blaðið biðji mig afsökunar á því að birta þessar ósönnu og meiðandi ásakanir. Til fróðleiks vil ég að lokum nefna að í nýjustu Árbók Ferðafélags ís- lands (1998), sem skrifuð er af Gísla Sigurðssyni, er rætt um Tröllhettu- nafnið í nokkuð öðrum tón en í rabbi Lesbókar. Þar segir (bls. 210): „Sunnanvert við miðja röðina er sú sem mest ber á og heitir frá fomu fari Stóra-Jarlhetta (943 m). Þeim mæta manni og ferðagarpi Jóni Ey- þórssyni þótti það ekki nægilega til- komumikið og vildi nefna tindinn Tröllhettu; örnefni sem að minnsta kosti hefur ekki skotið rótum í Bisk- upstungum. Samt hefur það sést í bókum og á nýju koi-ti Landmæl- inga íslands." HELGI BJÖRNSSON, jöklafræðingur Aths. Staðreynd er að örnefninu á korti Morgunblaðsins var breytt á meðan kortið var í vinnslu, en hins vegar voru mér ekki gefnar alveg réttar upplýsingar. Kortateiknarar blaðs- ins hafa nú upplýst að það var gert að beiðni ungra ferðalanga og ljós- myndara sem tekið höfðu ljósmynd sem birtist með frétt í blaðinu um framskrið Eystri-Hagafellsjökuls. Helgi Björnsson jöklafræðingur kom þar hvergi nærri og er ekki nema sjálfsagt að biðja hann afsök- unar. En fjallamennirnir ungu sem létu breyta gamalgrónu örnefni ættu að leggja á minnið að fjallið heitir Stóra-Jarlhetta. Gísli Sigurðsson Af háleitum hugsjónum Frá Jóni K. Guðbergssyni: EKKI er logið á stuttbuxnaliðið. Nú hefur keppinautur Helga Hjörvars í borgarstjórn um titilinn stuttbuxi ársins slæðst inn á Alþingi. Og nátt- úrlega láta frelsishugsjónimar Guð- laug þennan ekki í friði. Hann hefur fundið sér veglegt baráttumál og þá auðvitað í þágu þeirra sem veitir ekki af stuðningnum, kaupmanna- stéttarinnar í landinu. Hann leggur sem sé til í jómfrúarræðu sinni (hvers eiga jómfrúr eiginlega að gjalda?) að kaupmönnum verði falið að annast dreifingu eina löglega vímuefnisins sem höndlað er með í landinu. Þetta er náttúrulega afskaplega vel til fundið. Við könnun í Hafnar- firði í fyrra kom nefnilega í ljós að kaupmönnum er afar vel trúandi fyrir að selja tóbak. Það voru ein- ungis 80% þeirra sem seldu ung- lingum innan lögaldurs þetta ííkni- efni. Og flestir vita hversu grand- varir frelsisunnandi veitingamenn eru. Ekki fer mikið fyrir því að þeir selji unglingum innan lögaldurs áfengi eða heimili þeim dvöl í húsa- kynnum sínum á þeim tímum sem slíkt er óheimilt. Ekki ber heldur á því að frjálsir framleiðendur og sölumenn áfengis reyni að snið- ganga lög þau sem Álþingi hefur sett um bann við áfengisauglýsing- um. Og enginn skyldi láta sér detta í hug að sala áfengis ykist þótt sölu- stöðum yrði fjölgað frekar en að áfengiskaup aukist þótt varan sé auglýst. Um áfengi gilda nefnilega allt aðrar reglur en um annan sölu- varning. Þetta er sem sagt allt mjög gott og ánægjulegt, að stuttbuxnaliðið skuli fá að viðra hugsjónir sínar og háleit stefnumið á sjálfu Alþingi ís- lendinga. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.