Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 64

Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 64
M LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf írog Eg Ufi reglu/ega 'tur Skipanir.J hundallhj . ' tg heyri-eJdkerti annab J>esscL / 'MiErié tzt- Ljóska Smáfólk LUELL, VOU PIPN'T 5AT "PLEA5E" MERE, CRABBT.. PLEASE 5HARPFN THI5 PENCIL.. Héma, Magga „yddaðu blý- Yddaðu hann sjálf! Hver þyk- Nú, þú sagðir Svona, fýlupoki, „viltu antinn“. istu vera! Álfaprinsessa? ekki: „Viltu gjöra gjöra svo vel að ydda En hvað þú getur verið fúl- svo vel“ þennan blýant“. lynd... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Land á vogar- skálum“ - Athugasemd Frá Helga Björnssyni: í LESBÓK Morgunblaðsins hinn 17. október sl. birtist rabb nefnt Land á vogarskálum eftir Gísla Sig- urðsson. Þar víkur hann að viðtali blaðamanns Morgunblaðsins við mig, 30. september sl. um umbrot í Hagafellsjöklum. Orðrétt segir Gísli: „Helgi Bjömsson jöklafræð- ingur var inntur eftir orsökum þessa framskriðs í Morgunblaðinu. Birtist kort með og fannst mér leitt að sjá, að Stóra-Jarlhetta, sem svo hefur verið nefnd frá ómunatíð, var kölluð Tröllhetta samkvæmt fyrir- mælum jöklafræðingsins og korta- teiknari blaðsins varð að beygja sig þótt hann vissi betur. Sá mæti mað- ur Jón heitinn Eyþórsson virðist ekki hafa þekkt nafnið á fjallinu og sló fram þessu Tröllhettuheiti, sem háskólamenn virðast hafa kok- gleypt, en heimamenn þekkja ekk- ert fjall með því nafni.“ Síðar segir: „Reynum að umgangast fom ör- nefni með virðingu. Jöklafræðingar og aðrir vísindamenn ættu að huga að því ekki síður en aðrir.“ Eini þáttur minn í gerð þessa korts var sá, að ég sendi blaða- manni tölvuteikningu, sem sýndi jaðar Langjökuls og hraða Haga- fellsjöklanna. Á henni voru engin ömefni sýnd og ég ræddi ekki við teiknara blaðsins vegna þessarar fréttar. Nafnið Hagafellsvatn í stað Hagavatns í texta fréttarinnar var heldur ekki frá mér komið. Athuga- semd Gísla um að ég hafi mælt svo fyrir að Jarlhettan skyldi kölluð Tröllhetta er því algjörlega stað- laus, en hann lætur ekki einu sinni þar við sitja, heldur segir að ég hafí beinlínis neytt kortateiknara Morg- unblaðsins til þess að birta rangt ör- nefni. Þessi fullyrðing er með ólík- indum og fer ég fram á að Morgun- blaðið biðji mig afsökunar á því að birta þessar ósönnu og meiðandi ásakanir. Til fróðleiks vil ég að lokum nefna að í nýjustu Árbók Ferðafélags ís- lands (1998), sem skrifuð er af Gísla Sigurðssyni, er rætt um Tröllhettu- nafnið í nokkuð öðrum tón en í rabbi Lesbókar. Þar segir (bls. 210): „Sunnanvert við miðja röðina er sú sem mest ber á og heitir frá fomu fari Stóra-Jarlhetta (943 m). Þeim mæta manni og ferðagarpi Jóni Ey- þórssyni þótti það ekki nægilega til- komumikið og vildi nefna tindinn Tröllhettu; örnefni sem að minnsta kosti hefur ekki skotið rótum í Bisk- upstungum. Samt hefur það sést í bókum og á nýju koi-ti Landmæl- inga íslands." HELGI BJÖRNSSON, jöklafræðingur Aths. Staðreynd er að örnefninu á korti Morgunblaðsins var breytt á meðan kortið var í vinnslu, en hins vegar voru mér ekki gefnar alveg réttar upplýsingar. Kortateiknarar blaðs- ins hafa nú upplýst að það var gert að beiðni ungra ferðalanga og ljós- myndara sem tekið höfðu ljósmynd sem birtist með frétt í blaðinu um framskrið Eystri-Hagafellsjökuls. Helgi Björnsson jöklafræðingur kom þar hvergi nærri og er ekki nema sjálfsagt að biðja hann afsök- unar. En fjallamennirnir ungu sem létu breyta gamalgrónu örnefni ættu að leggja á minnið að fjallið heitir Stóra-Jarlhetta. Gísli Sigurðsson Af háleitum hugsjónum Frá Jóni K. Guðbergssyni: EKKI er logið á stuttbuxnaliðið. Nú hefur keppinautur Helga Hjörvars í borgarstjórn um titilinn stuttbuxi ársins slæðst inn á Alþingi. Og nátt- úrlega láta frelsishugsjónimar Guð- laug þennan ekki í friði. Hann hefur fundið sér veglegt baráttumál og þá auðvitað í þágu þeirra sem veitir ekki af stuðningnum, kaupmanna- stéttarinnar í landinu. Hann leggur sem sé til í jómfrúarræðu sinni (hvers eiga jómfrúr eiginlega að gjalda?) að kaupmönnum verði falið að annast dreifingu eina löglega vímuefnisins sem höndlað er með í landinu. Þetta er náttúrulega afskaplega vel til fundið. Við könnun í Hafnar- firði í fyrra kom nefnilega í ljós að kaupmönnum er afar vel trúandi fyrir að selja tóbak. Það voru ein- ungis 80% þeirra sem seldu ung- lingum innan lögaldurs þetta ííkni- efni. Og flestir vita hversu grand- varir frelsisunnandi veitingamenn eru. Ekki fer mikið fyrir því að þeir selji unglingum innan lögaldurs áfengi eða heimili þeim dvöl í húsa- kynnum sínum á þeim tímum sem slíkt er óheimilt. Ekki ber heldur á því að frjálsir framleiðendur og sölumenn áfengis reyni að snið- ganga lög þau sem Álþingi hefur sett um bann við áfengisauglýsing- um. Og enginn skyldi láta sér detta í hug að sala áfengis ykist þótt sölu- stöðum yrði fjölgað frekar en að áfengiskaup aukist þótt varan sé auglýst. Um áfengi gilda nefnilega allt aðrar reglur en um annan sölu- varning. Þetta er sem sagt allt mjög gott og ánægjulegt, að stuttbuxnaliðið skuli fá að viðra hugsjónir sínar og háleit stefnumið á sjálfu Alþingi ís- lendinga. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.