Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 69
FÓLK í FRÉTTUM
Lagalisti
O Once More
0 Crash
0 ASting
O Þyrnirós
Q Silverlight
0 Ikarus
0 Another
Dimension
0 Great
Expectations
Uppklapp
0 Happy Go Lucky
(R) From the Ground
Up
LjósrayníVBjörg Sveinsdóttir
Bellatrix endurfædd
TÓIVLIST
Loftkastalinn
BELLATRIX
Útgáfutónlcikar Bellatrix í Loftkast-
alanum sl. miðvikudagskvöld. Bellat-
rix skipa Elíza María Geirsdóttir,
söngkona og fiðluleikari, Anna
Margrét Hraundal, gítarleikari,
Sigrún Eiríksdóttir, gítarleikari, Est-
er Ásgeirsdóttir, bassaleikari, og
Karl Ágúst Guðmundsson, trommu-
leikari. Tónleikarnir voru haldnir í
tilefni af nýútkomnum disk
hljómsveitarinnar, g.
HLJÓMSVEITIN Bellatrix var í
hópi þeirra sveita sem þátt tóku í
Popp í Reykjavík tónleikunum sem
haldnir voru í sumar og hnykkti
mörgum við að heyra hversu
hljómsveitin hafði breytt um stíl og
stefnu. A þeim tónleikum voru
frábærir sprettir innan um hálfmelt-
ar hugmyndir og lög sem átti eftir að
hnsta betur saman. Það var því for-
vitnilegt að heyra í Bellatrix aftur,
ekki síst í ljósi bráðskemmtilegs
disks sem sveitin sendi frá sér á dög-
unum; eins konar kynningardisk fyr-
ir erlendan markað.
Það er langur vegur frá bílskúr á
Faxabrautinni í Keflavík á svið Loft-
kastalans og á þeirri leið hefur Bell-
atrix tekið meiri stakkaskiptum en
nokkurn hefði grunað. Sem Kolrassa
krókríðandi var hún ferskur andblær
inn í steingelt strákarokk; hljómsveit
sem fléttaði skemmtilega saman
rokkfrösum og eins konar heimatil-
búinni íslenskri popptónlist í graut
sem var iðulega bæði bragðgóður og
seðjandi. Kolrössur náðu að senda
frá sér frábærar breiðskífur áður en
liðsmenn sveitarinnar, fjórar stelpur
og einn strákur, ákváðu að varpa af
sér vaðmálinu og taka upp nýja
háttu og nútímalegri. Þarf kjark til
og af honum á Bellatrix nóg; það
sannaðist í Loftkastalanum.
Eftii’ skemmtilega upphitum
Stæners og kostulegrar trúbadúru
stigu Bellatrixur á svið. Taktur
skiptir meira máli í tónlist sveitar-
innar en forðum og kemur í góðar
þarfir að hafa annað eins hrynpar og
Kai’l og Ester innan borðs, því Karl
er framúrskarandi trymbill og Ester
ekki síðri bassaleikari. Þau keyrðu
félaga sína áfram studd tæknibrell-
um og stafrænu segulbandi.
Stafræna segulbandið var reyndar
eini liðsmaðurinn sem ekki féll alltaf
vel að því sem fram fór; stundum
fóru þau í eltingarleik. Ekki stóð á
öðrum liðsmönnum, Sigrún skaut inn
hljómborðum og gítarköflum og
Anna Margrét fyllti uppí með
skemmtilegum fléttum og frösum
aukinheldur sem Elíza fór á kostum í
söng og sviðsframkomu. Það var
helst að gamlir í hettunni söknuðu
þess að hún skyldi ekki syngja af
meiri þrótti; vissulega er eftirsjá að
því að fá ekki að heyra Góðan gaur á
tónleikum, en í staðinn koma frábær
lög eins og From the Ground Up,
besta lag kvöldsins, Once More,
Crash og Happy Go Lucky, svo
kannski er ekki yfir miklu að kvarta.
Meira að segja Ikarus rís úr hafi og
nú borinn uppi af rafeindabylgjum
en ekki vaxi og fiðri. Bellatrix endur-
fædd og öflugri en nokkru sinni
sýndi og sannaði í Loftkastalanum
að fáar sveitir eru betur vígbúnar til
að gera Englum skráveifu.
Árni Matthíasson
Merki varla vetrardagskrá
ÞÓTT ekkert gerðist ýkja merki-
legt í dagskrám sjónvarpanna í
síðustu viku var þó hægt að horfa
á stöku atriði og forvitnilegt eins
og alltaf áður, að fylgjast með
fréttum á stöðvunum tveimur,
ríkisrásinni og Stöð 2. Auðséð er
að svokölluð vetrardagskrá er
byi-juð í ríkiskassanum, sem
marka má af því að þátturinn
„Enn ein stöðin“ er byrjaður. Síð-
an má finna þætti
innanum í dag-
skránni, sem eiga
að tákna að
skammdegið er að
koma. Hins vegar marka þeir eng-
in tímamót. Það vai’ að vísu svolít-
ið sérkennilegt að hlusta á þátt,
þar sem formaður starfsmanna
hjá Ríkisútvarpi, útvarpsráðsmað-
ur og útvarpsstjóri, sátu fyrir
svörum hjá Árna Þórarinssyni,
sem vildi fá að vita eitthvað um
fréttaflutning hjá stofnuninni. Að
vísu varð fátt um svör og þau
heldur þokukennd. Helst mátti
skilja á formanni starfsmanna, að
vinstrisinnar væru þjóðin og
starfsmenn ríkisútvarps væru
fulltrúar þjóðarinnar. I krafti þess
láta þeir stundum eins og þeir eigi
stofnunina. En kannski er þetta
ekki svona einfalt. Starfsmenn
sem ganga með heita þjóðartil-
finningu í maganum væru betri og
hæfari til að tala á torgum en
segja frá þjófum, ofbeldismönn-
num og barnaníðingum.
Á laugardagskvöldum er oft
boðið upp á hasarmyndir og sýnir
það nokkuð inn í hugarheim dag-
skrárstjóra. Þeir eru kannski ekki
komnir af gelgjuskeiðinu eða hafa
ekki tekið eðlilegum þroska, eins
og fjöldinn allm- af 68-kynslóðinni,
sem hefur getið sér frægðarorð í
samtímanum fyrir klæðaburð,
fjallahjól og músíksmekk svo eitt-
hvað sé nefnt. Nýverið las ég ein-
hvers staðar, að þessi dæmalausa
kynslóð hefði sett sig upp á móti
, réttritun málsins,
SJONVARPA vegna þess að
■ kórrétt íslenska
LAUGARDEGI væri pyndingar-
tæki yfirstéttar-
og annars ámóta hyskis.
mnar og annars
Það voru einkum systurstöðvam-
ar Sýn og Stöð 2, sem sýndu okk-
ur hasarinn á laugardag. Á Stöð 2
birtist gamall kunningi, Dýrling-
urinn, leikinn af Val Kilmer og var
það svolítið önnur Ella en sá
gamli. Þau voru eitthvað að rótast
í Moskvu við mikil hlaup, einkum
kvenmaðurinn. Mynd þessari
fylgdu stórar útisenur af mann-
fjölda á göngu að veifa fánum.
Þessar göngur era aðgrónar sam-
tímanum. Menn veigra sér að vísu
við að slíta sér út í Keflavíkur-
göngum, en kröfugöngur eru enn í
tísku. Þessi göngustíll fjöldans er
kominn í kvikmyndirnar og
stöðugt fleiri myndir eru gerðar,
þar sem kröfugöngur þykja fint
efni.
Sýn sýndi myndina Háspennu
með Arnold Schwarzenegger og
James Belushi. Þetta var heldur
slöpp spennumynd um rússnesk-
an lögreglumann og bandarískan.
Nú er allt orðið með friði og spekt
milli ríkjanna, en þama hafði
rússneska mafían komið við sögu
og var ekki að sökum að spyrja,
að byssurnar voru teknar upp.
Annars lauk þessu friðsamlega og
þeir James og Arnold skiptust á
úrum í lokin. Er nú af sem áður
var. Sovétríkin horfin sem hættu-
legur andstæðingur en í staðinn
komið beiningafólk. Það verður
því lítið hasarmyndaefni að hafa á
næstunni um samskipti Band-
aríkjanna og Rússa. Hasarinn er
líka horfinn úr pólitíkinni hér
heima. „Þar sem að áður akrar
huldu völl,“ Alþýðubandalagið
sópar dreifar Krata.
Aðalmynd Stöðvar 2 á sunnu-
dag var ekkert sérstaklega vel
kynnt, þótt þar léki margt frægt
fólk. Myndin nefndist Hefðarkon-
an og mér fannst hún endilega
vera skrifuð af Henry James.
Þama lék hinn afgamli snillingur
John Gielgud og leikkonan
Shelley Winters og hefur ekkert
minnkað að ummáli. Aðalhlutverk
lék Nicole Kidman. Þetta var svo
sem ekkert sérstök mynd, nema
hvað sá í gömul og þekkt andlit og
svo hitt að Kidman lék hlutverk
sitt vel. Hún hefur um stund verið
á fremstu röð leikkvenna í
Hollywood. Annars má um sjón-
vörpin segja, að þar séu fastir liðir
eins og venjulega og er þá fátt eitt
undandregið í dagskrá.
Indriði G. Þorsteinsson
Peugeot 406 coupé
fágað
villidyr
Alvöru sportbíll frá Pininfaria, hönnuöi
Ferrari, á ðtrúlegu veröi. Aö upplifa
kraftinn, útlitiö og aksturseiginleikana
er lífsreynsla sem þú gleymir seint. Þú
flnnur adrenaiíniö byrja aö flæöa bara
af aö sjá hann.
Nálgist meö varúö!
Peugeot 406
CEZZEZZÐ
Umboðsaöilar;
• Bílver, Akranesi
• Bílatangi, ísafiröi
• Bílasala Akureyrar
• Skipaafgreiösla Húsavíkur
• Fell, Egilsstööum
• Vélsmiöja Hornafjaröar
• BG Bilakringlan, Keflavík
Ljon
við
dyrnar!
Það þykir merki um glæsiieika og
smekkvísi að geta státað af Ijóni við
dyrnar. Ljón sem stendur ávallt
viðbúið og er reiðubúiö að fylgja þér
hvert sem er. Ljóniö er stöðutáknl
Glæsilegur og tignarlegur bfll,
rikulega útbúinn og meö ótrúlega
Ijúfa aksturseiginleika. Sannkallaöur
eöalvagn, bíll sem fyllir þig stolti.
Slepptu dýrinu í þér lausu!
Peugeot 406 skutbíll
Glæsilegur, fullvaxinn 7 manna
fjölskyldubíll þar sem öryggi og þægindi
eru f fyrirrúmi. Þetta er rfkulega útbúinn
eðalvagn fyrirfólk sem er meö
þroskaöan smekk og veit hvaö skiptir
máli. Settu hlutina f rétta forgangsröö!
Opið laugardag
13-17