Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þorsteinn Pálsson á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksíns á Suðurlandi GRENJIÐ þið bara, þið fáið ekki meiri gjafakvóta hjá mér. Náttúru- fræðihús rís í Vatns- mýrinni Morgunblaðið/Kristinn UPPSTEYPA á Náttúrufræðihúsi Háskóla íslands í Vatnsmýrinni gengur vel. UPPSTEYPA á Náttúrufræði- húsi Háskóla íslands í Vatns- mýrinni gengur vel, að sögn dr. Magga Jónssonar, arkitekts hússins, en fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í janú- ar 1996. Langt er komið með að steypa húsið upp og er reiknað með að því verki verði lokið upp úr ára- mótum. Ármannsfell hefur með verkið að gera og er reiknað með að fyrirtækið skili húsinu fullgerðu að utan í mars árið 2000. Að sögn dr. Magga á þá eftir að innrétta bygginguna og fer það eftir fjárhagsgetu skól- ans hve hratt sú vinna mun ganga. Reiknað er með að frá- gangur að innan verði boðinn út síðar. Náttúrufræðihúsið verður um 7.900 fermetrar og munu þar fara fram rannsóknir og kennsla í líffræði, jarðvísindum og landafræði. Auk þess sem Norræna eldfjallastöðin verður þar til húsa. Áð sögn dr. Magga liggur húsið á liraun- púða í mýrinni og kemur þar af Ieiðandi ekki til með að breyta flæði á grunnvatni mýr- arinnar, en sú forsenda var sett við byggingu hússins að það myndi ekki raska lífinu í friðlandi mýrarinnar og Tjarn- arinnar. / glæpur OG REFSIN heimsbókmenntir ik, aðeins /LslsJyi Fjórarafperlum heimsbókmenntanna sem hafa verið ófáanlegar um skeið fást nú aftur á mjög hagstæðu verði! aðeins 2.480 kr. aðeins ^80 kr.j aðeins »•980 kr. Mal og mennms FORLAGIÐ WWW.mm.ÍS Fyrirlestur um erfðarannsóknir Hvorki krafta- verk né stórslys hingað til Paul Rabinown s dag, laugardaginn 24. október, verður hald- inn opinber fyrirlest- ur á vegum Mannfræði- stofnunar Háskóla Is- lands um erfðarannsókn- ir og erfðatækni frá sjón- armiði mannfræði. Fyrir- lesturinn markar upphaf- ið á nýrri fyrirlestraröð Mannfræðistofnunai- en yfirskrift hennar er „Markalínui- náttúru og samfélags“. Fyrirlesarai' eru þekktir á alþjóðleg- um vettvangi fyrir mikils- vert framlag og nýstárleg viðhorf á mörkum mann- vísinda og náttúrufræða. Paul Rabinow, prófess- or í. mannfræði við Kali- forníuháskóla í Berkeley flytur fyrirlesturinn í dag. Hann mun sérstaklega fjalla um erfðarannsóknir í Frakklandi en nýlega lauk hann við handrit bókar um þetta efni, French DNA, sem byggð er á vettvangs- rannsókn hans í helsta fyrirtæki á sviði erfðagi'einingar í Frakk- landi. -Hver er staða líftæknirann- sókna í Frakklandi? „Nokkur sérfrönsk einkenni koma í hugann. Franska vísinda- siðanefndin, sem hefur aðeins ráðgjafahlutverk, beitir sér fyrir margvíslegri umræðu. Frakkar voru mjög hikandi að hvetja einkaaðila til að fara inn á þetta svið, í samanburði við t.d. Breta og Bandaríkjamenn. Hraðinn í þessari þróun og samkeppnin á alþjóðavettvangi til að kortleggja genamengið, fínna meingen og svo framvegis, knýr á um að Frakkar tileinki sér vinnubrögð annarra." - Hver telur þú að sé skýi-ing- in á þeim deilum sem líftækni- rannsóknir valda? „Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að líftækni er umdeild. Meðal þeirra helstu er að stór- kostlegur vöxtur hefur verið í líf- tækniþekkingu undanfarin ár. Fyrirsjáanlega verður hægt að nota þessa þekkingu til að hafa áhrif á manninn sem tegund og á annað form lífs á jörðinni. Það er mjög kostnaðarsamt að afla þessarar þekkingar og sú stað- reynd að bæði ríkisvaldið og einkafjármagnið setja mikla pen- inga í rannsóknir af þessu tagi vekur áleitnar spurningar um það hvernig á að hafa stjórn á þessum málum.“ - Hvaða félagslegu og póli- tísku afieiðingar gætu líftækni- rannsóknir haft? „Við vitum lítið um afleiðing- amar ennþá. Það er ótti í lofti en jafnframt miklar vonir bundnar við líf- tæknirannsóknir. Við sjáum þó að jafn- vægið milli háskóla- rannsókna og rann- sókna á vegum einkaaðila hefur raskast. Hvað varðar ótta um stórslys á sviði mannbóta eða vonir um sigur á illvígum sjúk- dómum er það hægt að segja að hvorugt hefur gengið eftir.“ - Ræður þjóðmenning ein- hverju um hvernig einstök iönd bregðast við möguieikum líf- tækninnar? „Það er greinilegur munur milli þjóða að þessu leyti. En þar kemur margt til, allt frá skipu- lagi heilbrigðiskerfís viðkomandi ► Paul Rabinow Iauk BA-prófi í mannfræði árið 1965 og dokt- orsprófi í sama fagi frá Háskól- anum í Chicago árið 1970. Hann var einnig í framhalds- námi við Parísarháskólann í París á árunum 1965-66. Paul er prófessor í mann- fræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Hann er heimskunn- ur fyrir rannsóknir og ritstörf. Meðal verka hans er bókin Making PCR: A story of Biot- echnology. Hún fjallar um til- urð kjamasýruaðgreinisins PCR sem valdið hefur straum- hvörfum í erfðagreiningu og er byggð á viðtölum við Kary Mullis sem hlaut Nóbelsverð- laun fyrir að finna upp rað- greininn og samstarfsfólk hans við erfðagreiningarfyrirtækið Cetus Corporation í Kaliforníu. þjóða, hvort almannatrygginga- kerfi sé þar starfrækt til atriða sem erfiðara er að henda reiður á eins og trúarhefðir, viðhorf til ríkisvalds og kapitalisma og fleira í þeim dúr. Þá er mikill munur á því hvemig náttúran er skilin og með hvaða hugtökum hún er rædd. Einnig eru ólíkai’ hugmyndir um mörkin milli manns og náttúru eftir því hvaða þjóð er um að ræða.“ - Sérðu fyrir þér að einhug- ur muni nást í nánustu framtíð um helstu álitamál líftæknirann- sókna? „Það er of snemmt að segja til um það hvort einhugur myndist um þessi mál. Ef tekið er með í reikninginn hversu stórar fjár- hæðir er um að ræða í líftækni- rannsóknum má hvorttveggja gera ráð fyrir tengingum inn á önnur svið og harðri samkeppni um að uppgötva meingen og annað slíkt. Hingað til hafa hvorki gerst kraftaverk né orðið stórslys. Ef verulegar framfarir verða í læknavísindum sem snerta stóra hópa sjúklinga, t.d. krabba- meinssjúklinga, má gera ráð fyrir að ein- hugur myndist. En það er ekk- ert víst að slíkar framfarir verði fyrir tilstilli líftæknirannsókna. Ef á hinn bóginn það spyrðist út að matvæli sem væru framleidd með hjálp líftækni væru skaðleg eða að genameðferð ylli skaða er hætt við að þessar rannsóknir yrðu mjög umdeildar." Fyrirlestur Rabinows er öll- um opinn. Hann verður á ensku og fer fram í Odda, stofu 101, klukkan 16.15 í dag. Fjölmargar ástæður fyrir því að líftækni er umdeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.