Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 25 VIÐSKIPTI Framkvæmdastjóri Smáralindar um gagnrýni eÍKenda Sautján Dregur ekki úr áhuga cinimrra kaupmanna ÁKVÖRÐUN eigenda fataverslunarinnar Sautján uni að draga sig út úr samningaviðræð- um við verslunarmiðstöðina Smáralind, mun ekki hafa nein áhrif á framvindu verkefnisins né verða til þess að draga úr áhuga annarra kaupmanna á þátttöku. Þetta er mat Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar ehf. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á fímmtudag, þá hafa forsvarsmenn Sautján ákveð- ið að slíta samningaviðræðum um þátttöku í Smáralindarverkefninu. Að sögn Asgeirs Bolla Kristinssonar, framkvæmdastjóra Sautján, byggir ákvörðunin á niðurstöðum markaðsrann- sókna sem gefa tilefni til að ætla að Smáralindar- verkefnið gangi ekki upp. Kemur ekki á óvart Pálmi segir ákvörðunina ekki koma sér á óvart enda litlar sem engar formlegar viðræður átt sér stað á milli aðilanna: „Fyrsti og eini fund- ur okkar með þessum kaupmanni fór fram fimmtudaginn 15. október að hans beiðni en á það má benda að sl. 1-2 ár höfum við átt fundi með 100-200 innlendum og erlendum kaupmönn- um. Akvörðun þeirra um að draga sig til baka hefur engin áhrif á verkefnið og í raun skiptir verslunin Sautján engu máli í þessu sambandi. Við höfum lengi vitað um áform þeirra að opna fleiri verslanir í útihúsi og tengibyggingu Kr- inglunnar þar sem viðkomandi kaupmaður er formaður byggingarnefndar og einn stærsti hluthafínn. Fyrir liggur að ein stærsta og þekktasta tískuverslun heims, Top Shop / Top man, mun verða með verslun í Smáralind auk annarra þekktra tískuverslana, jafnt innlendra sem erlendra. Það er því líklegt að viðskiptavinir Smáralindar muni flestir fínna verslanir við sitt hæfi 1 húsinu“, að sögn Pálma. Hann vísar gagnrýni framkvæmdastjóra Sautján um óraunhæfar áætlanir á framkvæmd- um í Kópavogi á bug og bendir á að niðurstaða Bolla hljóti fyrst og fremst að byggja á mati hans á eigin aðstæðum og samkeppnishæfni fremur en markaðsathugunum er varða Smáralind: „Hann hefur ekki haft aðgang að niðurstöðum þeirra umfangsmiklu markaðsrannsókna sem við höfum unnið að sl. 2-3 ár. Þær benda ótvírætt til þess að þörfin fyrir slíkt húsnæði sé til staðar og gott betur. Ökkur er jafnframt kunnugt um að for- ráðamenn Kringlunnar hafi komist að svipaðri niðurstöðu í úttekt sem þeir létu gera fýrr á þessu ári og líklegt er að þeir hafi stuðst við varð- andi ákvörðun um stækkun Kringlunnar. í raun minna þessar yfirlýsingar eigenda Sautján um Smáralind dálítið á þá gagnrýni sem einn stærsti og þekktasti tískukaupmaður landsins viðhafði um Kringluna fyrir 12-13 árum“. 270 aðilar sýnt áhuga Pálmi segir að auðvitað sé það markaðurinn sem endanlega ráði því hvort þörfin fyrir Smára- lind sé til staðar. í því sambandi bendir hann á að nú hafi um 270 innlendir aðilar í verslun og þjón- ustu lýst yfir áhuga á að fá þar inni auk fjölda er- lendra fyrirtækja: „Við höfum nú þegar ráðstafað um 60% af leiguplássi hússins og miðað við þá eftirspurn er ljóst að færri komast að en vilja“. Undanfarið hefur farið fram endurmat á ýms- um verkþáttum framkvæmdanna sem að sögn Pálma miðar að því að gera Smáralind að öflug- ustu verslunar- og þjónustumiðstöð landsins. M.a. kemur til greina að stækka húsið nokkuð umfram þá 44 þúsund fermetra sem upphaflegar teikningar gera ráð fyrir. Af þeim sökum hefur hægt nokkuð á jarðvinnunni við Smáralind sem staðið hefur yfir frá því í vor meðan verið er að endurskipuleggja hönnunarferlið. Upphaflegar áætlanir gengu út frá því að reksturinn hæfist um haustið 2000 en að sögn Pálma liggur ekki enn fyrir hvort einhverjar tafir verða á fyrirhug- uðum opnunartíma. Irving, Texas. Reuters. Exxon með 23% minni hagnað EXXON olífélagið segir að hagnaður þess á þriðja ársfjórð- ungi hafi minnkað um 23% 11,4 milljarða dollara úr 1,82 millj- örðum á sama tíma í fyrra vegna þess að olíuverð lækkaði um þriðjung og hefur ekki verið lægra síðan 1986. Hagnaður á hlutabréf minnk- aði í 58 sent úr 74 sentum eins og sérfræðingar höfðu búizt við. Framleiðsla Exxon stóð í stað og nam 1,55 milljónum tunna á dag. Meðalverð hráolíu lækkaði um 6 dollara fatið og hagnaður af olíuleit og framleiðslu í Banda- ríkjunum minnkaði í 211 milljón- ir dollara úr 326 milljónum. Er- lendis minnkaði þessi hagnaður um meira en helming í 274 millj- ónir dollara úr 569 milljónum dollara á sama tíma í fyrra. Sem fyrr hagnaðist Exxon vel á olíuhreinsun og markaðssetn- ingu. Sá hagnaður jókst um 10% vegna betri markaðsstöðu í Bandaríkjunum, Evrópu og Ró- mönsku Ameríku og aukins hagnaðar af smurolíu, sem vó á móti veikri stöðu á Asíu-Kyrra- hafssvæðinu og á sviði olíu- hreinsunar í Baudaríkjunum. Hagnaður í Bandaríkjunum af olíuhreinsun og markaðssetn- ingu minnkaði um 40 milljónir dollara í 142 milljónir, en hagn- aðurinn erlendis jókst um 90 milljónir dollara í 439 milljónir dollara. Microsoft með meiri hagnað en spáð var Seattle. Reuters. MICROSOFT-hugbúnaðarris- inn jók rekstrarhagnað sinn á fyrsta fjórðungi reikningsárs síns meir en sérfræðingar höfðu búizt við og býst við að hagnaðurinn haldi áfram að aukast á yfirstandandi ársfjórð- ungi. Methagnaður Microsoft stafar að nokki’u leyti af sam- stiltum aðgerðum til að draga úr kostnaði og er fjárfestum fagnaðarefni eftir slæmt umtal um fyrirtækið í marga mánuði vegna lögsóknar til að koma í veg fyrir hringamyndun. Hagnaður Microsoft nam 1,52 milljörðum dollara, eða 56 sentum á hlutabréf, á þremur mánuðum til septemberloka samanborið við 959 milljónir dollara, eða 36 sent á hlutabréf á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaðurinn á árs- fjórðungnum var 14% meiri en almennt hafði verið spáð í Wall Street, þar sem búizt hafði ver- ið við 49 sentum á hlutabréf. Fjármálastjóri Microsoft, Greg Maffei, spáði áframhald- andi hagnaði og taldi spá sér- fræðinga um 52 senta hagnað á hlutabréf lýsa of mikilli var- kárni. Sérfræðingur Goldmans Sachs hældi Microsoft og spáði áframhaldandi velgengni. Microsoft sagði að eftirspurn eftir Windows 98 stýrikerfinu hefði verið meiri en búizt hefði verið við í nokkrum Evrópu- löndum og Japan, þótt almennt hefðu undirtektir verið dræmar í Asíu. Fyrirtækið kveðst hafa selt 10 milljónir eintaka af Windows 98 síðan 25. júní. Er ein skemmtilegasta nýjungin í húsgögnum hin síðari ór Er sérstaktega hannaður til að mœta krö/um nútímans um aukin þœgindi Er með innbyggðu skammeli í bóðum endasœtum Er með niðurfellantegu baki í miðju sem breytist í borð með einu handtaki Er með blaðageymslu þar sem þú gengur að sjónvarpsdagskrúnni vísri Er/danlegur í mörgum tegundum, áklœðum og titum Er húsgagn sem þú vilt ekki vera án onvar ★ ★ ★ ★ lll lli-1.1 * ★ ★ Kr 122.460 ---------- ★ eða kr. 4.350 að meðaltali á mán. í 36 mánuði HÚSGAGNAHÖLUN Bildshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000 Fyrir/alteg heimiti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.