Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 34
STÓLL í stíl Lúðvíks 16. smíðaður af G. Jacob sem var einn af fremstu hús- gagnasmiðum umrædds tímabils. 34 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 I lok átjándu aldar var nýklassíski stíllinn orðinn alþjóðlegur stíll 1 húsgagnahönnun. Sigríður Ingvarsdóttir hjá Sotheby’s heldur hér áfram þar sem frá var horfíð og skrifar um þróun ný- klassíska stílsins í Frakklandi, einkum stíl Lúðvíks 16. sem einkenndist af fág- un og einfaldleika. Allt skraut í stíl Lúðvíks var frekar fíngert og flestar línur beinar. MORGUNBLAÐIÐ f 'W' V'A' , * SKATTHOL smíðað af Adam Weisweiler seint á 18. öldinni fyrir Mariu Antoinette sem var í höll hennar í Saint Cloud. GYLLT klukka úr bronsi í stfl Lúðvíks 16. frá 1780 eftir Jean Joseph de Saint Germain. Innviðir draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson BYGGINGAREFNI draumsins er form raunveruleikans. í HÚSI mínu eru margar vistar- verur og í húsi draumsins sýni ég þær. Innréttingar, herbergjaskip- an, stærð, form, litir, steinn, stál eða tré, allt eru þetta atriði sem skipta verulegu máli fyrir skilning manns á eigin draumum og þar með sjálfi, því draumahúsið er þitt hús, þú sjálfur, þitt athvarf, þín fórn. Húsið speglar ímyndina um manninn og þann grunn sem hann er settur á til að byggja sig upp af, húsið er tákn þess vilja sem manninum er gefinn sem efni til að vinna úr, skapa sér tilurð og til- gang. Hús er hýbýli, skel um við- kæma sál, vörn gegn illu og vís- bending um ytri aðstæður. Þeir draumar sem gerast í húsi eða við hús lýsa yfirleitt ástandi dreym- andans, jafnt ytra sem innra og hæðirnar raða sér oftast eftir manninum frá höfði/risi og niður í tær/kjaliara. Risið lyftir sér í hug- hæðir en getur breyst í hvaða form sem er á jörðu sem himni, til að tjá tilfinningar þess draums sem fjallar um hús sjálfsins. Háls, brjóst og efri hæðir setja sig í spor hjartans sem dælir út orku og tilfinningum til lungna sem taka andköf yfir draumum um hús vindanna. Miðhæðir tengjast stof- um og sálrænni þáttum mannsins þar sem draumamir verða sér- tækir, mjúkir eða harðir og innan- stokksmunir skipta sköpum fyrir drauminn. Á fyrstu hæð er eld- húsið sem er einn mikilvægasti staður draumahússins því það skilar óendanlegum fróðleik um vitund mannsins, tilfinningar og líðan. Þar speglast þeir sjúkdómar sem hrjá kunna dreymandann og því ættu allir að skrá eldhús- draumana hjá sér sem skýrslu um orkuforða likama og anda. Jarð- hæðin gefur kynlöngun til kynna en einnig þörf viðkom- andi til sjálfstæðis og í kjallaranum ýfast upp óuppgerðar sakir við fortíðina, uppeldi og reynslu. Draumahúsið er eins og hús raun- veruleikans, spegil- mynd af þeim sem byggir og tákn per- sónuleikans opinberast jafnt í vöku sem svefni í húsi drauma þinna. Draumur „Svölu“ Mig dreymir okkur hjónin á gangi um ný- byggingahverfi. Mað- urinn minn bendir mér á óbyggða lóð og segir hana tilvaida fyrir nýja fyrirtækið okkar. Eg er voðalega efins en hann fullur bjartsýni (venjulega er þessu öf- ugt farið í raunveru- leikanum). Strax eftir þetta finnst mér ég vera komin til frænku minnar sem heitir Rósa og ég ber þessa hugmynd um fyrirtæk- ið undir hana. Hún er mjög jákvæð og var sannfærð um að þetta myndi ganga upp. Þegar samtali okkar lýkur kemur til okkar full- orðin kona með lítinn dreng í fanginu. Rósa virtist þekkja hana mjög vel en ég vissi engin deili á henni. Konan brosir til mín og segir litla drenginn tilheyra mér en ég þurfi að bíða aðeins lengur eftir honum. Svo segir hún að ég eigi að þekkja sig á göngulaginu. Síðan haltraði hún brosandi í burtu með drenginn í fanginu. Mér fannst ég skynja skyldleika við þessa konu gegnum föður minn og hans fólk. Rððnlng Draumurinn gefur í skyn að það sem þig hefur dreymt um (dreng- urinn) alllengi (ókunna konan) verði að raunverulegri ósk (óbyggða lóðin) sem rætist áður en langt um líður. Þessi ósk þín sem virðist hafa blundað lengi með þér, hefur orsakað erfiðleika og mót- læti (Rósa táknar mótlæti) en brátt skipast veður í lofti og nýjar leið- ir (nýbygginga- hverfið) opnast þar sem kunnugleg (þú átt að þekkja göngulagið) tákn visa þér rétta veg- inn. „Dulrúnu Draumland" dreymdi Mér fannst ég stödd hjá fyrrver- andi nágrannakonu minni en hún var klædd í síðan, bleikan kjól. Þá sá ég að í húsinu sem ég átti áður var bú- ið að opna tvöfalda hurð niður að sjó (var ekki áður). Mér fannst ég fara inn í gamla húsið mitt bakdyramegin og tók að skoða breytingarnar sem orðið höfðu. Fannst mér hús- ið nú miklu fal- legra og betur út- búið en á meðan ég átti það. Mér varð litið út um glugga og sá rollur á beit og ein liggjandi jórtrandi, tók ég þá eftir að ein kind var á kafi í vatninu, hún hreyfði lappirnar og ég kallaði á hjálp. Mér fannst Björgvin sonur minn vera með mér, hann kom hlaupandi og óð út í vatnið og bjargaði rollunni. Bux- urnar hans voru blautar á eftir og mikið vatn streymdi úr myndavél sem hann var með á öxlinni í ól. Hann henti vélinni frá sér og sagði hana ónýta. Mér fannst ég og maðurinn minn vera aftur stödd í gamla húsinu minu og ég tók að sýna honum breytingarnar, þá tók ég eftir mjög fallegu gardínuefni og spurði hvort ég gæti keypt það. Það var tvöfalt, þykkt með engla- myndum ofnum í það. Þar endaði þessi draumur áður en ég gat keypt það. Þá fannst mér ég vera stödd á salerni og var með niður- gang. Ohapp varð og saur fór á gólfið og á mottu þar. Ég reyndi að þrífa eftir mig en klíndi bara út og það fór á fótleggina á mér. Mér fannst ég verða mjög vand- ræðaleg yfir þessu og þá vaknaði ég- Rððnlng Draumurinn er nokkuð sérstak- ur því hann gefur í skyn að í garði annarra finnir þú réttu lausnina á vanda þínum sem leiða muni til mikillar lukku. í húsinu sem þú áttir áður birtist kærleikur vinar (bleiki kjóllinn) sem opnar þér ný- an öflugan (tvöfalda hurðin niður að sjó) farveg í tilverunni. En áður en þessi leið opnast máttu þola þrengingar (kindurnar) og erfið- leika, bæði dulda (vatnið) og aug- ljósa (myndavélin). Með þessum breytingum verður sýn (gardínu- efnið) þín á tilveruna mildari og blíðari (englamyndirnar) og þegar upp er staðið munt þú uppskera ríkulega (niðurgangurinn) af gæð- um jarðar (það fór á fótleggi þína). %Þeir lesendur sem viija fá drauma sfna birta og ráöna sendi þá mcð fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingai' til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.