Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Óskar Jónsson
fæddist 5. októ-
ber 1913 í Vatna-
garði, Landsveit í
Rangárvallasýslu.
Hann andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi 13. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Ofeigsson bóndi
-i í Vatnagarði, f.
3.12. 1879 í Næfur-
holti á Rangárvöll-
um, d. 26.12. 1959,
og Guðfinna Þórð-
ardóttir, f. 3.2. 1886 í Gröf í
Hrunamannahreppi, d. 3.3.
1963. Þau Jón og Guðfinna
eignuðust fjögur börn. Elstur
var Óskar Nfls, f. 9.11. 1909, en
hann lést í jarðskjálftum 6.5.
1912. Óskar var næstur í röð-
inni. Síðan kom Ófeigur, f. 18.2.
1915, d.7.12. 1989. Yngst er
Þóra Guðrún, f. 25.10. 1916.
Óskar ólst upp í Vatnagarði
bernsku og unglingsár sín eða
þar til hann fór til náms við
*•' Héraðsskólann að Laugarvatni
1933. Hinn 5.10. 1950 kvæntist
Óskar eftirlifandi eiginkonu
sinni Eygló Þórðardóttur frá
Vatnsnesi í Grímsnesi, f. 2.8.
1927. Foreldrar hennar voru
Þórður Jónsson bóndi í Vatns-
nesi, f. 1.4. 1889, d. 26.10. 1972,
og Sigrún Guðjónsdóttir, f. 26.6.
1900, d. 2.2. 1996. Synir Óskars
og Eyglóar eru tveir: 1) Jón
. - Góði Guð, ég þakka þér fyrir
tengdapabba minn.
Það var í maí 1974 sem ég kom
fyrst í heimsókn að Brún á Laugar-
vatni. Þar tóku elskulegir verðandi
tengdaforeldrar á móti mér með
þeirri hlýju og gestrisni sem ein-
kenndu þau alla tíð síðan. Þegar lit-
ið er til baka á árin, sem liðið hafa
allt of fljótt, er margs að minnast og
margt að þakka. Eg minnist sér-
staklega jólanna sem við áttum
saman. Alltaf var sama tilhlökkunin
að halda af stað til Laugarvatns
snemma á aðfangadag. Fyrst með
eitt barnabarn og jólapakka, síðan
með tvö barnabörn og fleiri jóla-
pakka. Og þegar börnin voru orðin
fjögur og jólapökkunum hafði fjölg-
áð í samræmi við það var góðlátlega
gert að gamni sínu og jólapökkun-
um frá afa og ömmu bætt við. Það
var ekki síður tilhlökkun hjá afa, því
í mörg ár setti hann jólaseríu á
grenitréð í garðinum, bamabörnun-
um og okkur öllum til gleði. Sein-
ustu árin fór jólaserían upp yfir úti-
dymar, því tréð hafði stækkað mik-
ið á meira en 15 árum.
Ég minnist ferðar að Þingvöllum
í júní 1977 sem við fórum tvö sam-
an, ég og þú Óskar minn, á gamla
Landrovernum. Þá var skím
framundan og þú varst tengdadótt-
ur þinni til halds og trausts að tala
við séra Eirík heitinn um tilhögun
skímarinnar.
Síðasta langa ferðin sem við fóram
saman var að Hauganesi í Eyjafirði.
Sú ferð var farin í tilefni 70 ára af-
mælis Eyglóar tengdamóður minn-
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Otsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararsyóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Guðni Óskarsson,
yfirverkfræðingur
Iijá Vatnsveitu
Reykjavíkur, f. 2.1.
1951, kvæntur G.
Kolbrúnu Leifsdótt-
ur, kennara, f. 14.6.
1951. Börn þeirra
eru fjögur: Óskar
Ófeigur, f. 11.9.
1975, Sigrún, f.
15.7. 1976, Alda
Leif, f. 18.4. 1979 og
Eygló, f. 17.4. 1980.
2) Þórður Óskars-
son, yfirlæknir
Tæknifrjóvgunar-
deildar Kvennadeildar Land-
spitalans, f. 31.8. 1953, kvæntur
Steinunni Helgadóttur, félags-
ráðgjafa, f. 13.2. 1953. Þau eiga
tvær dætur: Eygló Ósk, f. 22.6.
1976 og Sara Elísa, f. 20.1.
1981.
Óskar stundaði nám við Héraðs-
skólann að Laugarvatni. Hann
tók síðan að sér kennslu við
Héraðsskólann í handavinnu og
reikningi. Jafnframt smíða-
kennslu skólanema tók hann
siðar að sér starf umsjónar-
manns Héraðsskólans þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Auk þess gegndi hann
ýmsum félagsstörfum og trún-
aðarstörfum fyrir sveitarfélag-
ið. __
Óskar verður jarðsunginn í
dag frá Selfosskirkju og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður á Laugarvatni.
ar. Við höfðum áhyggjur af að sú
ferð myndi reynast þér of erfið, en
þær áhyggjur vora óþarfar. Ferðir
með þér að Vatnagörðum, Næfur-
holti og Hólum era mér mjög minn-
isstæðar. Það var lærdómsríkt að
standa við hlið þér á hlaðinu við sum-
arbústaðinn í Vatnagörðum og
hlusta á þig nafngreina fjallahring-
inn og finna tryggðina og væntum-
þykjuna sem þú barst til æskustöðv-
anna og frændfólksins í Landsveit-
inni. En það vora fleiri en frændfólk
þitt sem fundu fyrir væntumþykj-
unni, mannkærleikanum sem þú átt-
ir svo ríkulega af. Þú barst mikla
umhyggju iyrir öðram. Það fann ég
sérstaklega þegar yngsti bróðir
minn slasaðist mikið snemma á ár-
inu. Alltaf spurðir þú um líðan hans
og baðst fyrir góðar kveðjur, jafnvel
þó að þér sjálfum liði ekki sem best.
Ég þakka þér, elsku Óskar minn,
alla þá hjálp og þann stuðning sem
þú hefur veitt okkur Jóni í búskap
okkar.
Það era forréttindi að hafa tengst
þér.
Guð blessi minningu þína.
Þín tengdadóttir
Kolbrún.
Þegar skrifa á um Óskar tengda-
föður minn eru orð fátækleg. Slíkur
mannkostamaður var hann, að af
öðram bar, og er það sagt án þess
að á nokkurn sé hallað. I fari hans
voru svo margir jákvæðir, afgerandi
þættir að undrun og aðdáun vakti.
Ur augum Óskars skein birta og
hlýleiki þess sem er með flekklausa
sál og hreinleika hugans. Innræti
hans einkenndist af heiðarleika og
djúpri virðingu fyrir öðram og
framgangan öll af mildi og hlýju.
Hann kom þannig fram við fólk að
hverjum og einum fannst hann sér-
stakur í návist hans. Óskar var ein-
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
staklega næmur á hið jákvæða í fari
og lífi annarra og var ætíð mikið í
mun að draga það fram, til að gleðja
og hvetja. Áhugi Óskars og um-
hyggja fyrir öðrum var svo mikil að
hann setti sjálfan sig ætíð í annað
sæti og var aldrei fundið annað en
að hann gerði það af einskærri
gleði. Hann gladdist af einlægni yfir
velgengni annarra. Hann var fé-
lagslyndur, glaðsinna, gestrisinn og
gjafmildur. Vegna þessa er missir
allra þeirra sem báru gæfu til að
þekkja Óskar mikill, ekki síst nán-
ustu ættingja og vina.
Óskar var afburða greindur, skýr
í hugsun og tali og einstaklega
verklaginn. Hafa margir notið þess-
ara eðliskosta hans og ekki síst íbú-
ar Laugarvatns, heimabyggðar
Óskars, en þar starfaði hann sem
smiður og kennari. Hann hlífði sér
aldrei í starfi, slíkt var fjarri upp-
lagi hans og var hann vakinn og sof-
inn yfir framkvæmdum sem féllu
undir hans starfssvið. Eftir Óskar
liggja margir fallegir og vandaðir
hlutir, sem bera vott um fagurt
handbragð. Munu þeir halda minn-
ingu hans á lofti um ókomin ár.
Óskar var náttúruunnandi, enda
alið allan sinn aldur úti á lands-
byggðinni. Bernskuslóðir hans í
Rangárvallasýslu og heimabyggðin
Laugarvatn voru honum einstak-
lega kær og þegar hann þurfti að
dvelja á sjúkrahúsum vegna veik-
inda sinna leitaði hugurinn oft á
þessa staði.
A kveðjustund eram við sem
þekktum Óskar þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast slíkum
öðlingi.
Hvíl í friði, kæri Óskar.
Þín tengdadóttir
Steinunn Helgadóttir.
Elsku afi okkar.
Þú varst eini afinn sem við feng-
um öll að kynnast og það var alltaf
tilhlökkunarefni að fara í heimsókn
til ömmu og afa á Laugarvatni. Það
er ýmislegt sem kemur upp í hug-
ann þegar við lítum til baka og við
eigum ánægjulegar minningar sem
við geymum alla tíð.
Við viljum minnast þín með þessu
ljóði sem mamma söng fýrir okkur
þegar við vorum lítil: ð, afi, ó afi, ó,
ansaðu mér, ég er að gráta og leita
að þér. Fórst’ út úr bænum, fórst’
út á hlað, fórst þú til Jesú í sælunn-
ar stað.
Óskar Ófeigur, Sigrún,
Alda Leif og Eygló.
Látinn er háaldraður, góður
lærifaðir, Óskar Jónsson frá Vatna-
garði í Landsveit. Hann var ekki
haldinn hatrömmum sjúkdómi en
Elli kerling vann á honum smátt og
smátt og kvaddi hann þennan heim
13. október sl. á Sjúki-ahúsi Selfoss.
Og það var ljúft að heyra að hann
kvaddi án teljandi þrauta, svaf ró-
legur fram eftir nóttu en vaknaði
ekki meir. Óskar var þá rétt orðinn
85 ára, mikill aldur, sem þurfti bein
til að bera. Hann hafði þó fengið al-
varlegt hjartakast árið 1980 en náði
sér ótrúlega vel og varð vinnufær
lengi síðan. Óskar Jónsson fæddist í
Vatnagarði í Landsveit 5. okt. 1913,
einn af fjórum börnum hjónanna
Guðfinnu Þórðardóttur og Jóns
Ófeigssonar. En á frumbýlingsárum
þeirra í Næfurholti í Rangárvalla-
hreppi, við rætur Heklu, hafði orðið
mikil raunasaga. Þeir bræður í
Næfurholti, Ófeigur og Jón Ófeigs-
synir, erfðu jörðina af föður sínum
og hófu þar búskap.
I jarðskjálftum 1912 hrundi bær-
inn í Næfurholti og af varð hræði-
legt slys, er fyrsta barn þeirra Guð-
finnu og Jóns, fætt 9. nóvember
1909 og hét Óskar Níels, fórst. Eftir
það var sagt að Jón hefði ekki unað
lengur í Næfurholti, föðurleifð
sinni, svo hjónin fluttu að Vatna-
garði í Landsveit. Þar fæddust þeim
þrjú böm í aldursröð: Óskar, Ófeig-
ur og Guðrún Þóra. Hjónin frá
Næfurholti, Guðfinna og Jón
Ófeigsson bjuggu í Vatnagarði frá
1912 til 1944 og vora síðustu ábú-
endur þar. Þá lagðist Vatnagarður í
eyði og hefur búskapur þar ekki
verið endurvakinn síðan. Fluttust
hjónin til Reykjavíkur og héldu hús
með yngri börnum sínum, Ófeigi og
Guðrúnu Þóru í Þverholti 18.
Óskar var nemandi í Héraðsskól-
anum á árunum 1933-1935 og man
ritari ekki neitt um það, enda þá
rétt að komast á lappirnar.
Undirritaður átti því láni að
fagna frá barnæsku að vera nokkuð
handgenginn Óskari Jónssyni, bar
virðingu fyrir honum og dáðist að
handbragði hans, því allt lék honum
í höndum. Það var ekki setið auðum
höndum hér á Laugarvatni á þess-
um árum. Alltaf var verið að smíða
og byggja. Bjami skólastjóri hafði
strax augastað á unga piltinum úr
Landsveitinni, fór þangað austur og
falaði hann í smíðavinnu á Laugar-
vatni.
Þetta mun hafa verið einu til
tveimur áram eftir skólavistina.
Óskar kom hingað og fór að vinna
við smíðar en komst strax á iðn-
samning hjá Þórarni Stefánssyni,
húsgagnasmíðameistara og smíða-
kennara á staðnum og lauk hér iðn-
námi í smíðum.
Óskar var ráðinn smíðakennari,
með Þórarni, við Héraðsskólann frá
þeim tíma, allt til þess að Þórarinn
lét af störfum 1971 fyrir aldurssak-
ir.
Það var gaman að kynnast Óskari
Jónssyni og það var ekki erfitt,
maðurinn var það hress og kátur,
opinn fyrir nýjungum, vildi vita um
hlutina og var ekki að grúfa sig um
of í sjálfan sig. Hann tók mönnum
vel, var manna liprastur í viðræðum
og vildi hvers manns vanda leysa,
kunni líka ráð við öllum hlutum.
Þaðan fór enginn bónleiður til búð-
ar, maðurinn vel greindur, fróður
og skemmtilegur. Óskar gegndi
ýmsum fleiri störfum en smíða-
kennslu. Hann kenndi einnig reikn-
ing í Héraðsskólanum, árum saman.
Undirritaður var einn af hans nem-
endum, reyndar tossi, en öllum ber
saman um það, að í faginu, sem
sumum leiddist, hafi Óskar verið
mjög góður kennari. Hann hafði
þolinmæði, festu og natni til að út-
skýra hlutina svo þeir skildust.
Reikningskennslan má hiklaust
telja að hafi verið Óskari til mikils
sóma.
Um nokkur ár var Óskar formað-
ur Sjúkrasamlagsins hér í Laugar-
dalshreppi, allt þar til það var fært
til sýslumannsembættisins, með
breyttum lögum þar um. Þá var
Óskar húsvörður Héraðsskólans í
áratugi, allt þar til hann kenndi sér
hjartameins árið 1980, enda þá orð-
inn 67 ára.
Og ekki var allt búið enn. Lengi
síðan sá hann um alla samninga við
viðskiptaaðila á hjólhýsasvæðinu á
Laugarvatni og þurfti þar mörgum
hnöppum að hneppa. í því starfi
eignaðist Óskar marga góða kunn-
ingja.
Stærsta stundin í lífi þessa glað-
beitta manns var, er hann giftist,
hinn 5. október 1950, ungri og
glæsilegri heimasætu, Eygló Þórð-
ardóttur frá Vatnsnesi í Grímsnesi.
Eygló er fædd 1927, og var hér við
nám á sínum tíma.
Hjónin byggðu sér myndarlegt
íbúðarhús, sem nú er með miklum
trjágarði í kring, ræktarlegur og vel
hirtur.
Eygló verður lengi talin ein
mesta hamhleypa þessarar byggð-
ar, er þá alveg sama að hverju
gengið er, húsmóðirin með prjóna-
na, við kartöflurækt eða silungs-
veiði, allt leikur í höndum hennar,
dugnaðurinn engu líkur.
Þau hjónin eignuðust tvo syni,
bráðskemmtilega glókolla, sem eru
fyrir löngu orðnir hámenntaðir
embættismenn.
Er ritari var um fermingu minn-
ist hann heimsóknar að Vatnagarði
með Óskari og fannst það vera
skemmtilegt ferðalag. Það var lær-
dómsríkt að kynnast lítillega hvern-
ig fólk bjó, þetta var afskekkt, þau
kynni sitja eftir í hugskotinu, lengi
á eftir.
Það var vel um alla hluti gengið í
Vatnagarði og mikil reglusemi ríkti
þar á bæ. Hef fyrir satt að húsmóð-
irin hafi verið mikil driftarkona,
heimilið hafi verið sjálfu sér nægt
með alla hluti. Þau bjuggu ekki
stórt en hlúðu vel að sínu.
ÓSKAR
JÓNSSON
Jón bóndi var þá farinn að gefa
sig og vegna þess þurftu þau að
hætta búskap. Enn þann dag í dag
hefur jörðin ekki verið gefin föl, þar
er þó gott til búskapar, nema allt er
óuppbyggt, nóg landrými og jafn-
lent.
Að lokum vil ég þakka langa vin-
áttu og margar góðar stundir er við
áttum saman, einkum á hinum
skemmtilegu skólaárum. Þá var oft
kátt á hjalla.
Við hjónin vottum allri fjölskyld-
unni dýpstu samúð.
Þorkell Bjarnason.
Þeim fækkar nú óðum starfs-
mönnum Héraðsskólans á Laugar-
vatni sem helgað hafa honum
starfskrafta sína frá upphafsáram
hans. Óskar Jónsson var nemandi
skólans á áranum 1933-1935 og
fljótlega eftir það hóf hann störf við
skólann bæði sem kennari og lengst
af sem húsvörður og skólasmiður.
Kynni okkar Óskars hófust fyrst er
ég kom að Laugarvatni haustið
1948. Leiðir lágu þó ekki saman að
ráði þá en skólasystkini mín í yngri
deild sögðu mér frá hinum dug-
mikla reikningskennara sínum,
Rangæingnum Óskari Jónssyni,
sem væri svo leiftrandi af áhuga að
enginn kæmist hjá því að læra hjá
honum. En frá haustinu 1962, er við
Margrét settumst að á Laugarvatni,
tókst með okkur varanleg vinátta.
Við fyrstu kynni vakti athygli hið
drengilega yfirbragð og óvenju fal-
legur augnsvipur. Duldist eigi að
hér var á ferð greindur maður sem
geislaði frá sér hlýju og hjálpfýsi.
Viðmót hans og framkoma við þá
sem komu til dvalar á Laugarvatni
var hlýlegt og uppörvandi og hann
sýndi öllum áhuga og reyndi ávallt
að draga fram jákvæða þætti í fari
fólks. Héraðsskólinn varð starfs-
vettvangur langrar ævi Óskars. Öll
hans störf einkenndust af stakri al-
úð, vandvirkni og trúmennsku.
Hann var listasmiður - allt lék í
höndum hans hvort sem um var að
ræða nýsmíð eða viðgerð gamalla
muna. Húsnæði Héraðsskólans og
lagnir allar gjörþekkti hann og var
strax kominn á vettvang ef eitthað
fór úrskeiðis hvort sem var að nóttu
eða degi. Alveg sérstaklega fylgdist
hann með að hitakerfið væri í lagi,
sem skiptir svo miklu máli fyrir
fólk. Þáttaskil urðu í lífi Óskars
haustið 1950 er hann kvæntist
Eygló Þuríði Þórðardóttur frá
Vatnsnesi í Grímsnesi, dugmikilli
myndarkonu. Bar heimili þeirra og
umhveifi merki um sameiginlega
smekkvísi og ráðdeild í smáu og
stóra. Þau hjónin áttu barnaláni að
fagna. Mannvænlegir synir færðu
þeim tengdadætur og hóp barna-
barna sem veitt hafa þeim mikla
gleði. Kvöldið áður en Óskar lést
áttum við Margrét því láni að fagna
að ná fundi hans. Augun voru skýr
og leiftruðu sem fyrr, sami áhuginn
og áður fyrir viðmælendum og öllu
sem viðkom fjölskyldunni. Okkur
duldist þá ekki að honum var brugð-
ið, handtakið síðasta var fast og
hlýtt og við fengum sterka tilfinn-
ingu fyrir að hugsanlega væri þetta
hinsta kveðjan. Laugarvatn kveður
trúan og tryggan verkamann. Við
hjónin og börn okkar kveðjum góð-
an vin með þakklæti og söknuði og
sendum Eygló og fjölskyldunni allri
dýpstu samúðarkveðjur.
Óskar H. Ólafsson.
Nú þegar ég kveð Óskar Jónsson
kennara og smið eftir margra ára-
tuga samveru og vináttu á Laugar-
vatni vil ég ininnast hans með
nokkram orðum. Óskar lauk námi
frá Héraðsskólanum að Laugar-
vatni með góðum árangri. Þá kom í
ljós hve hagur hann var ekki síst í
trésmíði. Nokkru síðar vantaði smið
og kennara í handavinnu við skól-
ann. Bjami Bjarnason skólastjóri
og Þórarinn Stefánsson handa-
vinnu- og teiknikennari fóru þá þess
á leit við Óskar að hann tæld þetta
starf til reynslu. Á þessum tímum
var lítið um atvinnu og varð það úr
að hann tók starfinu, fyrst sem
skólasmiður og handavinnukennari
og síðar kenndi hann einnig stærð-