Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fræðslurit um launajafnrétti kynjanna Dreifstýrt launa- kerfi leiðir til launamisréttis RITIÐ Launajafnrétti í fram- kvæmd í dreifstýrðu launakerfí, er komið út á vegum Jafnréttisráðs, Jafnréttisnefndar BHM og Jafn- réttisráðgjafar Reykjavíkurborg- ar með styrk frá félags- og fjár- málaráðuneytinu auk Reykjavík- urborgar. Ritinu er ætlað að fræða forstöðumenn stofnana og trúnaðarmenn stéttarfélaga um launajafnrétti kynjanna en því hefur verið haldið fram að dreif- stýrt launakerfi, sem tekið var upp við síðustu kjarasamninga hafi leitt til aukins launamisréttis kvenna og karla. A kynningarfundi með forstöðu- og trúnaðarmönnunum kom m.a. fram að tilgangur bæklingsins er að leiðbeina um kynbundið launa- misrétti og hvemig megi bregðast við því. Bent er á að nauðsynlegt sé við gerð sérhvers vinnustaðasamn- ings og við framkvæmd hans að huga að hvemig eyða megi því launamisrétti sem gæti verið til staðar á vinnustað og hvernig tryggja megi að misréttið milli kynjanna aukist ekki. Markmið með dreifstýrðu launakerfi er að auka sveigjanleika launakerfisins, draga úr miðstýringu í launaá- kvörðun og fela stofnunum út- færslu og framkvæmd kjarasamn- inga. Að koma á skilvirku launa- kerfi sem taki mið af þörfum stofn- ana og starfsmanna og að hækka hlut dagvinnulauna. Ekki fyrir bókaskápinn „Þetta er ekki rit fyrir bóka- skápinn," sagði Birgir Bjöm Sigur- jónsson, einn höfundanna. „Við er- um að leggja hér drög að miklu verki, sem brýnt er að vinna.“ Sagði hann að upphaf verkefnisins mætti rekja til þess að fjölmargir félagsmenn í aðildarfélögum BHM, einkum og sér í lagi konur, hefðu snúið sér til jafnréttisnefndar bandalagsins og lýst áhyggjum vegna dreifstýi-ðs launakerfis. Bent hefur verið á að víða í þeim löndum, þar sem kerfið hefur verið tekið upp hafi komið fram hrópleg- ur launamunur milli kynja. Misrétti bundið kvennastörfum Birgir Bjöm sagði að við gerð síð- ustu kjarasamninga hafi tekist að tryggja samningsréttaraðild stétt- arfélaganna að stofnanasamning- um, fá fram yfirlýsingu frá fjár- málaráðherra og borgarstjóra, sem fól í sér skuldbindingar um að barist yrði gegn því launamisrétti kynjanna, sem launasamningurinn hefði hugsanlega í för með sér og að bregðast almennt við launamis- rétti. Loks hafi verið ákveðið að samningsaðilar og kjararannsókn- arnefnd ynnu faglega athugun á Morgunblaðið/Árni Sæberg HÖFUNDAR ritsins Launajafnrétti í framkvæmd í dreifstýrðu launakerfi, þau Elsa S. Þorkelsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Birgir Björn Siguijónsson og Vigdís Jónsdóttir. launamisrétti, afleiðingum þess og hvemig mætti bregðast við því. „Auðvitað veldur það okkur áhyggjum að launamisréttið er býsna mikið bundið við hefðbundin kvennastörf,“ sagði Birgir Bjöm. „Það era til stórar stofnanir, þar sem við sjáum að starfsmenn hafa til langs tíma verið á lágum laun- um. Þetta er pólitísk ákvörðun. Ég er sannfærður um að við eram komin vel á veg. Við erum farin að tala um launamisréttið sem stað- reynd og við eram farin að semja um hvernig eigi að bregðast við í kjarasamningum. Þetta mun verða til að afnema launamisréttið. Þá sannfæringu byggi ég á því að það er þjóðhagslega óhagkvæmt að sóa svona verðmætum eins og felast í því að virkja ekki konur með sama hætti til athafna og starfa í ís- lenskuþjóðfélagi og karla.“ Spá um fbúafjölda næstu fímm árin Breyting á mannfjölda eftir aldursflokkum Komiö við í miöstöð kosningabaráttu minnar viö Garöatorg í Garðabæ. Opiö veröur virka daga frá kl. 16:00 - 21:00 og um helgar frá 11:00 - 15:00. Símar: 565 7341 og 565 7342. Prófkjör sjálfstæðismanna á Reykjanesi 14 nóv. 1 998. Fólki á aldrin- um 40 til 64 ára fjölgar verulega FÓLKI á aldrinum 55-59 ára mun væntanlega fjölga um á fjórða þús- und á næstu fimm áram, eða um þriðjung frá því sem nú er, og þeim sem verða á aldrinum 50-54 ára ár- ið 2003 mun Ijölga um tæplega þrjú þúsund eða um 20% frá því sem nú er. Fólki á fertugsaldri mun hins vegar fækka. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Guðmundssonar, skipulagsfræð- ings hjá Þjóðhagsstofnun á Mann- virkjaþingi 1998 sem haldið var á Grand hótel Reykjavík í gær. I máli Sigurðar kom m.a. fram að samkvæmt reiknilíkani sem gert hefði verið á þróunarsviði Byggða- stofnunar á sínum tíma væri reikn- að með því að íbúum hér á landi fjölgaði um 0,9% á ári á næstu ár- um og að landsmenn yrðu orðnir rúmlega 287 þúsund árið 2003. Lítil fjölguu þeirra sem eru að stofna heiniili Hann sagði að þegar horft væri til þeirra breytinga sem verða sam- kvæmt þessari spá væra það ekki heildartölurnar sem vektu athygli heldur hversu örar breytingar yrðu í fjölda í einstökum aldurs- flokkum. Miðað við óbreytta fæð- ingartíðni yrði nokkur fjölgun í aldurshópnum fjögurra ára og yngri frá árinu 1998 til ársins 2003, en þeim sem hefja munu skóla- göngu á næstu áram myndi hins vegar fækka nokkuð. Hins vegar yrði mikil íjölgun í aldursflokkun- um 10 til 14 ára. Þeim sem Ijúka grannskólanámi mun fækka og þar með þeim sem byrja í framhalds- skólum. Sigurður sagði að það sem vekti athygli þeirra sem koma að íbúða- markaðinum væri væntanlega það að ekki yrði um mikla íjölgun að ræða í hópi þeirra sem era að stofna sitt fyrsta heimili. Á hinn bóginn væri mikil fjölgun í þeim hópum sem reikna má með að hafi alið upp börn sín og séu hugsan- lega að íhuga breytingar í húsnæð- ismálum því til aðlögunar. Rit með úr- skurðum ráðuneytis Umhverfisráðuneytið hefur gefið út rit með úrskurðum sín- um á sviði byggingar- og skipu- lagsmála á árunum 1991 til og með 1995. Það hefur að geyma samtals 86 úrskurði ráðuneytis- ins á þessu sviði, sem birtir eru í heild, ásamt ágripum af hverj- um úrskurði, laga- og reglu- gerðarskrá og ítarlegri atriðis- orðaskrá. Ritið er 288 bls. að stærð. Við útgáfu ritsins var haft að leiðarljósi að úrskurðirnir yrðu aðgengilegir fyrir byggingar- nefndir, sveitarstjórnir og hagsmunaðila á sviði bygging- ar- og skipulagsmála svo og allan almenning, segir í frétta- tilkynningu. Ritið fæst keypt í Bóksölu stúdenta og kostar 1.500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.