Morgunblaðið - 24.10.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.10.1998, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 VIÐSKIPTI MCRGUNBLAÐIÐ 10-11 kaupir fímmtung; vara sinna frá vöruhúsi Baugs hf. Ekkert óeðlilegt við viðskiptin TÍU-ELLEFU verslanimar munu frá og með næstu viku kaupa alla sína þurrvöru frá nýrri vörudreif- ingarmiðstöð Baugs hf., Aðföngum. Þar með mun um fimmtungur vara 10-11 verða keyptur í gegnum fyr- irtæki í eigu stærsta samkeppnis- aðilans, en þurrvaran er um 20% af veltu 10-11. Hertha Þorsteinsdóttir inn- kaupastjóri 10-11 segir að ekkert óeðhlegt sé við þessi viðskipti og af þeim hljótist einungis hagræði fyr- ir 10-11 sem skili sér í betra verði og þjónustu við viðskiptavini versl- anakeðjunnar. Hertha segir að Aðfóng hafi boð- ið verslanakeðjunni til samstarfs um innkaup og eftir að hafa velt málinu fyrir sér ákvað fyrirtækið að hefja viðskipti við Aðfóng, þar sem það taldi það skynsamlegan kost, og hefjast þau viðskipti í næstu viku. Áður hafði staðið til að 10-11 byggði sína eigin dreifingarmiðstöð en horfið hefur verið frá því þar sem þessi kostur var talinn mun hagkvæmari. Einnig hafði Búr, dreifmgarmiðstöð kaupfélaganna, Nóatúns og 11-11, boðið 10-11 tií samstarfs um innkaup, að sögn Herthu. Aukið hagræði af því að versla við einn birgi Hertha segir að augljóst hag- ræði skapist af því að versla við einn birgja og einn heildsala, í stað þess að versla við marga. Nú muni vörumar, sem áður komu í mörg- um bílum, koma með einum bíl í verslanimar. Auk 10-11 verslananna sjá Að- fóng nú Baugsverslununum; Hag- kaup, Nýkaup, Bónus og Hrað- kaup; fyrir vömm. Hertha segir að sér finnist ekk- ert óeðlilegt við að 10-11 versli við fyrirtæki í eigu stærsta samkeppn- isaðilans og segir það í raun koma best út íyrir viðskiptavininn og það sé það sem skipti öllu máli fyrir 10- 11. I aðföngum fá allir vörumar á sama verði, enda er fyrirtækið sjálfstæð eining innan Baugs-sam- steypunnar og sé með aðskilinn rekstur. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi viðskipti. Þetta þýðir eingöngu betra verð til viðskiptavinarins og betri þjónustu.“ Eingöngu verður um kaup á pakkavöra að ræða en pakkavara er nú um 20% af veltu 10-11 versl- ananna. Öll ferskvara kemur áfram frá þeim heildsölum sem 10-11 hef- ur verslað við til þessa, að sögn Herthu. „Þetta er mjög hagstæð og hag- kvæm lausn. Þeir era með nær all- ar vörar sem við eram að bjóða í verslunum okkar og það sem er umfram það verður keypt sérstak- lega frá heildsölum." 10-11 hefur flutt inn vörur frá Tesco í Bretlandi og mun halda því áfram. Deutsche ræðir kaup á Bankers Trust Frankfurt. Reuters. DEUTSCHE Bank AG hefur ekkert viljað segja um blaða- frétt þess efnis að hann eigi í undirbúningsviðræðum um kaup á Bankers Trast, sjö- unda stærsta bankaeignar- haldsfélagi Bandaríkjanna. „Við höfum fyrir reglu að segja ekkert um markaðs- orðróm,“ sagði talsmaður stærsta banka Þýzkalands. Bankers Trast vill ekki heldur nokkuð um málið segja. Thule tekur sölukipp THULE bjór, sem Sól-Víking framleiðir í 500 ml dósum, hefur tekið mikinn sölukipp að undan- förnu. Stefán Steinsen markaðs- og sölustjóri bjórs hjá Sól-Víking þakkar söluna auglýsingum sem birst hafa í fjölmiðlum þar sem fylgt er eftir velgengni bjórsins í nýlegri bjórkeppni í Danmörku. Thulebjór koma á markaðinn árið 1993 og var svar ölgerðar- innar Sanitas við Egils Gull bjórnum frá ölgerðinni Egill Skallagrímsson hf. Síðan þá hef- ur sala á bjórnum minnkað jafnt AUGLÝSING ÞESSIER EINGÖNGU BIRTIUPPLÝSINGASKYNI A Skráning hlutabréfa íslenskra aoalverktaka hf. á Verðbréfaþingi Islands Verðbréfaþing fslands hefur samþykkt að skrá hlutabréf íslenskra aðalverktaka hf. á Vaxtarlista þlngsins þann 30. október nk. Heildarnafnverð hlutafjár: Heildarnafnverð hlutafjár félagsins er kr. 1.400.000.000 og skiptist (jafnmarga einnar krónu hluti. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverjum einnar krónu hlut I félaginu. Starfsemi samkvæmt samþykktum: Tilgangur samkvæmt 3. grein samþykkta félagsins er „alhliða verktakastarfsemi á íslandi og erlendis, kaup og sala eigna, útleiga, efnissala og efnisvinnsla. Einnig rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Félaginu er heimilt að taka þátt I annarri starfsemi og vinnslu og gerast eignaraðili og þátttakandi I öðrum félögum og fyrirtækjum." Mllliganga viö skráningu: íslandsbanki hf., kt. 421289-5069, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, sími 560- 8000 og bréfsími 560-8190. Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsing og önnur gögn um íslenska aðalverktaka hf. liggja frammi hjá viðskiptastofu íslandsbanka hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavlk og á skrifstofum fslenskra aðalverktaka hf. á Keflavíkurflugvelli og Hátúni 6a, 105 Reykjavík. í§LANS§BANHi og þétt vegna tilkomu fleiri teg- unda á markaðinn. „Samkvæmt sölutölum dags- ins í dag er hann hinsvegar kominn 114% yfir áætlun októ- bermánaðar og það má segja að salan hafi gengið framar öllum vonum. Eg þakka árangurinn auglýsingunum okkar fyrst og fremst enda hef ég ekki fengið neitt nema jákvæð viðbrögð við þeim,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. Stefán segir að mikið hafi ver- ið hringt að undanförnu og spurt hvort bjórinn verði fáanlegur í glerflöskum og segir Stefán að það sé í athugun hjá fyrirtækinu, en það verði ekki gert nema þessi aukna sala haldist stöðug áfram. Stefán segir að sala bjórsins sé í kringum 2^40% af heildarmark- aðnum hjá ÁTVR og býst hann við að sú tala hækki upp í 4,0% eftir októbermánuð. Sól-Víking framleiðir einnig bjórtegundirnar Carlsberg og Viking auk þess sem það flytur inn Fosters bjór. SHlS/KO Brautryðjandi og íheiminum eini framleiðandi tölvuvoga byggða á eðlisfrœði tónkvíslar. Tónkvíslavogir hafa ýmsa kosti umfram aðrar tölvuvogir. Viðkynnum SHlhjKB rannsóknarvogir á sýningunni „ÍAPÓTEKINU" sem er á Grand Hótel Reykjavík iaugardaginn 24, október. ®Plastos Miðar og Tæki ehf. Krókhálsi 1*110 Reykjavík • Sími: 567-8888 • Fax: 567-8889 V erðbréfafyrirtækið Handsal hf. Hjálmar Kjartans- son ráðinn HJÁLMAR Kjartansson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri verðbréfa- fyrirtækisins Handsals hf. Hjálmar mun taka við starfinu þeg- ar formlegt leyfi fyrir ráðningunni hefur fengist frá viðskipta- ráðherra en að sögn Ragnars S. Halldórs- sonar varaformanns stjórnar Handsals er búist við að leyfið fáist á næstu vikum. Þangað til mun Þorsteinn Ólafs fráfar- andi framkvæmdastjóri halda um stjómartaumana í fyrir- tækinu. Hjálmar er fæddur 1958. Hann er cand. oecon. frá Há- skóla íslands 1992 og hefur lokið MBA prófi frá Regis há- skólanum í Denver í Colorado í Bandaríkjunum Hjálmar hefur meðal annars verið fjármála- og markaðs- stjóri Happdrættis Háskóla íslands frá 1994-1996 og fjár- málstjóri de CODE genetics. Inc í Delaware í Bandaríkjun- um frá 1996. Erlend verð- bréf fyrir 2,2 milljarða í SEPTEMBER voru hrein kaup innlendra aðila á erlend- um verðbréfum 2.204 milljónir króna. Þetta er um 750 millj- ónum króna meira en í ágúst og hefur fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa ekki verið jafn mikið síðan í nóvem- ber í fyrra, að því er fram kom í Morgunfréttum íslandsbanka í gær. Að sögn Sigurðar B. Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra VÍB, var gjaldeyrisútstreymið vegna verðbréfakaupa um 15 milljarðar á síðasta ári og stefnir vafalaust í að það verði meira í ár. „Ráðstöfunarfé líf- eyrissjóðanna hefur aukist á milli ára og skýrir það að ein- hverju leyti þessa aukningu á milli mánaða. Eins var um verðlækkun að ræða á verð- bréfamörkuðum í september og rökrétt að eiga meiri við- skipti þegar verðið er lágt og draga úr kaupum þegar það er hátt,“ segir Sigurður B. Stef- ánsson Hjáltnar Kjartansson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.