Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 45 AÐSENDAR GREINAR Er kvótakerfið hagkvæmt? A FYRSTU þremur árum kvótakerfisins höfðu menn ekki gert það upp við sig hvoru kerfinu þeir ættu að fylgja. Þetta sést á mynd 3.1. Útgerðir þreifuðu fyi’ir sér í vali á milli sóknarkvóta og aflakvóta. En árið 1987 fer það að festast í sessi hvoru kerfinu menn vilja fylgja. Eftir 1988 fer fjármagnið í útgerð aftur að dragast saman og hefur gert það allt til dagsins í dag, eins og sagt var frá í annarri greininni. Ágúst Sæmundsson an 1991 hefur sókn í botnfisk verið á stöðugi’i niðurleið. Þar sem vísitala sóknar hefur farið minnkandi á undan- fömum árum leikur enginn vafi á því að það sé kvótakerfið, þar sem öll veiðiskip eru sett undir sama hatt, sem hefur haft áhrif á útgerðir til að haga veiðunum á hagkvæm- ari hátt. Gott fiskveiðistjórn- unarkerfí til skyn- samlegrar nýtingar Aukning vegna sóknarkvóta Sóknin dregst saman um 4% milli 1984 og 1985 en síðan vex hún eftir það. Fyrst um 16% á tveggja ára tímabili en síðan um 75% á þremur árum. Astæða þessarar aukningar er í fyrsta lagi tilvist sóknarkvóta. Önnur ástæða er samdráttur í stofni botnfiska, án þess að tekið hafi verið tillit til þess í leyfilegum heildarafla og úthlut- uðum kvótum, þannig að hver veiðiferð ber minna úr býtum. Síð- Dæmin sýna að hagkvæmni í botnfiskveiðum á íslandi hefur aukist talsvert eftir að kvótakerfið var innleitt, sérstaklega eftir að það var endurbætt 1990. En hvað með möguleika fiskistofna til að endurnýja sig ár frá ári? Ein ástæðan fyrir því að kvótakerfið var innleitt 1984 var sú staðreynd að þorskstofninn, sem stendur undir meira en fjórðungi aflans, var í hættu. Núna er ástand hrygn- ingarstofns þorsks talið vera vax- andi og ástand annarra veiðistofna Reynslan kennir okkur, segir Ágúst Sæmunds- son í þessari lokagrein af þremur, að hag- kvæmni í botnfísk- veiðum hefur aukizt talsvert eftir að kvóta- kerfíð var innleitt. botnfisks er misgott en þó er eng- inn þeirra talinn nálægt hruni. Aukin ábyrgð skilar sterkum stofnum Það er enginn vafi á því að aukin ábyrgð útgerða á afla og viðhaldi fiskistofna hefur stuðlað að því að veiði- og hrygningarstofnarnir eru jafn stöðugir og þeir eru í reynd. Það hefur án efa virkað hvetjandi til skynsamlegi-ar nýtingar á auðlind- inni. Sá ábati sem fæst út úr slíkri stjórnun getur enn ekki verið mældur til fjár þar sem hann er ávísun á áframhaldandi nýtingu auðlindarinnar fyrir framtíðarkyn- slóðir. En betur má ef duga skal. Það er ekki nóg að fáeinar þjóðir sem stunda sjávarútveg fari eftir slíku kerfi heldur þarf að kynna nið- urstöður okkar fyrir öðrum þjóðum og búa í haginn fyrir uppbyggingu fiskistofna og ekki síst vemdun hafsins. Höfundur er stjórnmálafræðingur. 3tC UÖI Lat !■ ISLEIVSKT MAL HERMANN Þorsteinsson í Reykjavík skrifar mér afar vin- samlegt bréf sem ég þakka kær- lega. Honum er sem áður mjög hugað um hreinleik móðurmáls okkar og ódeigur í baráttu sinni fyrir góðu málfari. Eg verð að játa að ég er í nokkrum efnum umburðarlyndari gagnvart breyt- ingum sem tunga okkar hefur tekið. Kannski eru það aldurs- mörk á umsjónarmanni. Nokkur efnisatriði sem fram koma í bréfi Hermanns: 1) Sögnin að uppgötva er samsett af atviksorðinu upp og sögninni að götva sem í fyrnd- inni merkti að grafa. Herborg „drottning Húnalands“ er látin segja í Guðrúnarkviðu inni fyrstu: Sjálf skylda eg göfga, sjálf skylda eg götva, sjálf skylda eg höndla hrör þeirra. Herborg átti sjálf að götva lík ættingja sinna. Hrör er lík, sbr. hröma = „verða að líki“. Sögnin að uppgötva hefur fengið óeigin- lega merkingu, og fyrsta þýðing hennar í Islenskri samheitaorða- bók er finna. I Eiríks sögu rauða segir: „A því gerðist orð mikið, að menn myndi leita lands þess, er Leifur h'afði fundið.“ Nafnorðið, sem samsvarar sögninni að finna, er fundur, enda tölum við um landafundina miklu. 2) Hermanni er mjög í mun að menn segi þökk, en noti ekki danska tökuorðið takk. Man ég vel að Sigurður skólameistari var svo orðvandur og hreinmáll, að hann skrifaði í gestabók Út- garðs: „Þökk, þökk,“ en ekki takk. En ég held að takk sé orð- ið svo fast í málinu, að því verði ekki útrýmt, jafnvel þótt menn gerðu að því mikinn reka. Sjálf- ur segir umsjónarmaður dags daglega „takk fyrir“, og ekki „þökk fyrir“ nema hann setji sig í mjög hátíðlegar stellingar. Það sem hann notar sjálfur, treystist hann ekki til að meina öðrum. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 976. þáttur 3) Trúuðum mönnum er kappsmál að gera greinarmun á sögnunum að nefna og skíra, og er það vel skiljanlegt, ekki síst ef menn vita að skíra merkti upp- haflega að hreinsa. En hér verða hálar slóðir og götur vandratað- ar. Ævagömul dæmi eru þess að skíra merki sama og nefna, og í Islenskri samheitaorðabók er skáletrað að merking sagnarinn- ar að skíra sé nefna. Ég endurtek þakkir mínar til Hermanns Þorsteinssonar. Ég held kannski að ég hafi valdið honum vonbrigðum með því sem hér fer á undan. Hitt veit ég líka, að hann kann manna best að skilja að menn hafi misjafnan smekk, og því einu geta þeir haldið fram sem þeir trúa sjálfir. ★ Nikulás norðan kvað: Sigurður sem var í K.A. var sambland af hörku og þráa og svo sundgeturíkur, að hann synti sem slíkur yfir 75 tugi áa. Höfundur segist hafa kennt í brjósti um ef. flt. af á, það komi svo sjaldan fyrir. ★ Ekki mun hafa leynt sér hvaða mætur ég hef á Sverri Kristjáns- syni rithöfundi. Fáir hafa á þess- ari öld skrifað íslenskt mál svo fagurlega sem hann. Hann var líka fágætur samræðusnillingur og sögumaður. Hið sama má segja um félaga hans, Tómas Guðmundsson, þótt hann yrði maklega miklu fræg- ari fyrh’ ljóð sín en laust mál. Þessii’ tveii’ snillingar sömdu frásagnaþætti sem komu út í átta bindum undir samheitinu íslensk- ir örlagaþættir. Því miður ætla ég að nú séu þessar bækur lítt fá- anlegai’. Ég les þær aftur og aftur og alltaf með jafnmikilli ánægju og aðdáun - ef ekki meii-i. Stíl- verk þessara manna, úrval úr þeim, ætti að vera skyldulesning allra íslenskra unglinga. í þessum verkum fer saman virðing fyrir viðfangsefninu og virðing fyrir móðurmálinu, kui’teisi og kúltúr. Orðfærið er auðugt og máttugt, stundum er frásögn þeirra svo listræn og mögnuð, að manni þyk- ir það eina satt sem þeir segja. ís- lenskt mál og íslensk menning í heild sinni eiga þeim ómælda þakkarskuld að gjalda. Mér þykir verst að það er ekki fjarri að þessar bækur hafi fallið í nokkurt eftirtektarleysi, að ég ekki segi gleymsku. En enginn verður af þeim svikinn. Lestur góðra bóka er besta aðferðin til þess að verða góður í íslensku. Lestur og aftur lestur. Og ekki sakar að vera útsmoginn í öðrum tungumálum en ís- lensku. Við kvöddum fyrir skömmu Halldór Kiljan Laxness og kvöddum þó ekki, því að hann verður langlífur í landinu í verk- um sínum. Halldór las og las alla skapaða hluti, og færni hans í er- lendum málum var ótrúleg. Þeg- ar þetta fer saman við meðfædda hæfileika og ævilanga ástundun, verður til snillingur. Þetta var nú svona hálfgerð predikun, en í fullri alvöru mælt. ★ Inghildur austan kvað: „Musteri mannorðsins hrynja“, í mæðutón sönglaði Brynja og lúin og þvæld og langtímaspæld út af látustuj afnrétti kynja. ★ Þá hann um það þrautpíndurbað, þegar hann gefí upp anda, að keyrður sé fyrir utan spé (með aöfalle) í eldsofn hvítglóanda. (Úr Hugvekjusálmum Jónatans Pálsson- ar revisors = Kristjáns Þorgeirs Jakobs- sonar lögfr.). Auk þess fær Þór Jónsson stig fyrir „íjórðung gengin í tvö“. ÞRÓUN í verðmæti botnfiskveiðiflotans og sókn 1984 til 1997 (vísitala = 100 árið 1984). Heimild: Fiskifélag ísiands og Þjóðhagsstofnun. Viðbótarsæti til Kanarí í janúar og febrúar með Heimsferðum Sértilboð til Kanarí 25. nóvember í 19 nætur Kanaríeyjaferðir Heims- ferða hafa fengið ótrúleg- ar viðtökur og aldrei fleiri hafa bókað ferð á þennan vinsæla áfangastað ís- lendinga í sólinni. Við höfum nú fengið viðbótar- sæti og gistingu í janúar- og febrúarferðir okkar og nú getur þú tryggt þér frábæra ferð með gistingu í hjarta ensku strandarinnar. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsilegum Boeing 757-vélum án millilendingar. Verðið hefur aldrei verið lægra en nú í vetur. Góðar íbúðir í hjarta ensku strandarinnar Otrúlegt verð 48.632 Verð frá kr. Ferð í 19 nætur, 25. nóv. m.v. hjón með 2 börn, Tanife. Verð kr. 59.960 M.v. 2 í íbúð, Tanife, 25. nóveni- ber, 3 vikur. Brottfarardagar • 21. okt. • 25. nóv. • 14. des. 21. des. 28. des. • 4. jan. 11. jan. • 1. feb. 8. feb. 22. feb. • 1. mars 15. mars 22. mars 29. mars • 5. apr. 12. apr. 19. apr. Verð kr. 77.960 M.v. 2 í íbúð, Tanife, 8. febrúar 2 vikur. Innifalið í verði, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjóm, skattar. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sfmi 562 4600. www.heimsferdir.is I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.