Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ ^58 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 Safnaðarstarf Sunnudags- morgunn í Hallgríms- kirkju FYRIRLESTUR verður haldinn á morgun, sunnudag kl. 10 árdegis. Efnið verður í höndum Steinunnar Jóhannesdóttur rithöfundar en hún kallar það ,Á heimleið". 400 ára minning Guðríðar Símonardóttur. Steinunn hefur um langt skeið rannsakað líf og sögu Guðríðar, skrifað leikritið „Heimur Guðríðar", sem flutt hefur verið mjög víða í kirkjum landsins. Kl. 11 verður messa og bamastarf. Bama- og unglingakór Hallgrímskirkju syng- ur og báðir prestarnir þjóna fyrir altari, en sr. Sigurður Pálsson pré- dikar. Fermingarbörn og fjölskj'ld- ur þeirra em sérstaklega hvött til þátttöku. Guðbrandsmessa og fyrirlestur í Langholtskirkju Hin árlega Guðbrandsmessa í Langholtskirkju verður haldin á morgun, sunnudag. Pessi messa sækir fyiirmynd í messubók Guð- brands biskups, Graduele - Grallar- ann - sem gefin var út 1594. Messan verður bæði sungin á íslensku og lat- ínu. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, rektor í Skálholti, prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt sóknarpresti sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Kam- merkór Langholtskirkju syngur foma kórtónlist og leiðir almennan söng undir stjóm Jóns Stefánssonar. Eftir messu, kl. 12.25, heldur sr. Kristján Valur stutt erindi um Gra- duale - Grallarann - messubók Guð- KIRKJUSTARF A * Brimilsvallakirkja. Sveinn heitinn Bjömsson, listmál- ari, málaði altaristöflumyndina í vinnustofu sinni í þessu húsi haustið 1996. Krýsuvíkurkirkja sú sem nú stendur var reist árið 1857 en kirkja hefur verið í Krýsuvík frá því á mið- öldum og var hún helguð Maríu mey í kaþólskum sið. Kirkjan er nú í umsjá Þjóðminjasafns Islands, sem vinnur að endurbótum á henni og kirkjugarðinum. Að lokinni skoð- un „Sveinshúss" verður farið í messukaffi í Krýsuvíkurskóla í næsta nágrenni við „Sveinshús". Kaffiveitingar verða í boði fyrir kr. 500 til stuðnings við starfsemi skól- ans. Messugestum gefst nú kostur á að skoða vinnustofu og híbýli Sveins Bjömssonar listmálara í húsinu hans bláa við Gestsstaðavatn í Krýsuvík og einnig að gerast þátt- takendur í stofnun styrktarfélags Sveinssafns. Sveiflukvöld í Keflavíkurkirkju SVEIFLUKVÖLD til styrktar kaupum á góðu söngkerfi í kirkjuna verður í Keflavíkurkirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Poppmessur em að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og einnig eru sveiflukvöld á aðventu búin að festa sig í sessi. Til að þessi tegund tón- listar skili sér vel, er nauðsynlegt að búa yfir góðu söngkerfi. Það er að frumkvæði popparanna sjálfra sem þetta er gert nú. Á sveiflukvöldinu koma fram Ruth Reginalds, Einar Júlíusson, Rúnar Júlíusson, Magnús Kjart- ansson, Birta Sigurjónsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Ragn- heiður Skúladóttir, ásamt Kór Keflavíkurkirkju og poppbandi kirkjunnar sem er skipað Einari Erni Einarssyni organista, Baldri Jósepssyni, Guðmundi Ingólfssyni, Þórólfi Inga Þórssyni og Arnóri Vilbergssyni. Miðar verða seldir við inngang- inn. Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Allir hjartan- lega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri bama (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. KFUM og KFUK v/Holtaveg. Samkoma verður í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg á morgun, sunnudaginn 25. október, ki. 17. Sigvaldi Björgvinsson flytur ritningarlestra og bæn. Ársæll Að- albergsson formaður Skógarmanna segir frá starfinu í Vatnaskógi. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson lýsir sýn prófasts á störf KFUM og KFUK í Reykjavík. Helga Vilborg Sigur- jónsdóttir syngur einsöng og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur flyt- ur ræðu dagsins. Mikil dagski-á og vonast er til að allir áhugasamir og fólk hvaðanæva úr borginni fjöl- menni. Krýsuvikurkirkja. brands biskups, sem sungið var eftir hér á landi fram á síðustu öld. Að venju verður boðið upp á kaffisopa eftir messu og em allir velkomnir. Fjölskyldan árið 2000 NÆSTKOMANDI sunnudag verð- ur haldin tónlistarguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju í tilefni fjöl- skyldudags kirkjunnar. Þema guðs- þjónustunnar er „Fjölskyldan árið 2000“. Tónlistarguðsþjónusta er guðsþjónusta þar sem höfuðáhersla er lögð á tónlist, íhugun og fyrirbæn og er formið að sænskri fyrirmynd. í tónlistarguðsþjónustunni á sunnu- dag syngur Kristján Helgason ein- söng, en hann hefur lokið söngkenn- araprófi frá söngskóla Reykjavíkur og syngur nú í kór Hafnarfjarðar. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Eftir stund- ina er boðið upp á molasopa í safn- aðarheimilinu og mun sr. Þórhallur þá segja frá hjónanámskeiðum kirkjunnar. Kirkjuafmæli Á MORGUN, sunnudaginn 25. október, verður þess minnst með hátíðarmessu í Brimilsvallakirkju í hinum forna Fróðárhreppi að 75 ár em liðin frá vígslu kirkjunnar, en hún var vígð þann 28. október 1923. Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju flytur hátíðarsöngva sr. Bjama Þorsteins- sonar, en organleik og kórstjóm annast þau Kjartan Eggertsson og Nanna Þórðardóttir. Veronika Osterhammer, sem búsett er á Brimilsvöllum syngur einsöng. Söfnuður Brimilsvallakirkju á sér merkilega sögu, þótt ekki sé hún löng, en hann var stofnaður út úr Ólafsvíkursöfnuði árið 1915.1. janú- ar 1994 vom söfnuðimir aftur sam- einaðir og er kirkjan síðan skil- greind sem grafarkirkja. Hún er þokkalegasta hús og jafnan tiltæk til þjónustu. Kirkjukaffi verður í Safnaðar- heimili Ólafsvíkurkirkju eftir mess- una. Sóknarprestur er sr. Friðrik J. Hjartar. Messa í Krýsu- víkurkirkju MESSAÐ verður í Krýsuvíkur- kirkju sunnudaginn 25. október kl. 14:00, á siðbótardegi. Séra Gunnþór Ingason, sóknarprestur Hafnar- fjarðarkirkju, messar. Boðið verður upp á akstur fyrir þá sem það kjósa og lagt af stað frá Hafnarfjarðar- kirkju kl. 13. Þeim sið verður fram haldið að taka altaristöflumynd kirkjunnar niður við lok haustmessunnar og færa hana til vetursetu í hlýrri húsakynnum. Að þessu sinni verður hún flutt yfir í „Sveinshús" í Krýsu- vík, steinsnar frá kirkjunni, þar sem hún verður varðveitt til vorsins en ATVINNU- AUGLÝSINGAR Veldu þér tekjur Háartekjur. Öruggartekjur. Frjáls vinnutími. Skemmtilegt starf. Ábyrgt samstarfsfólk. Viltu vera með? Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 3. nóvember, merktar: „V — 6571" TIL SÖLU Jörð til sölu Til sölu er jörðin Sigrídarstadir í Fljótum, Skagafirði. Á jörðinni er íbúðarhús, útihús, 33 hektara tún og gott beitiland. Veiðiréttur er í Flókadalsá. Jörðin er án greiðslumarks. Hentar vel fyrir hrossa- og sauðfjárbú. Einnig eru til sölu nokkur hross á tamningaaldri. Uppl. í síma 467 1136 eða 467 1027 á kvöidin. Verslun til sölu á Akranesi Af sérstökum ástæðum er til sölu verslun með barna- og kvenfatnað. Verslunin er í leigu- húsnæði á góðum stað. Tilvalið fyrir aðila sem vilja starfa sjálfstætt. Nánari upplýsingar hjá Fasteignamiðlun Vesturlands, Akranesi, s. 431 4144. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsölur Framhald uppboðs verður háð á fasteigninni Miðtúni 7, Hólmavík, f immtudaginn 29. október 1998 kl. 14.00. Þinglýstir eigendur eru Þórunn Einarsdóttir og Guðbjörn Sigurvinsson. Gerðarbeiðandi er Byggingarsjóður rikisins. Sýslumaðurinn á Hólmavík, 22. október 1998. TILK YNNING AR Handverksmarkaður Handverksmarkaður verður á Garðatorgi í dag, laugardaginn 24. október, frá kl. 10—18. Milli 60 og 70 aðilar sýna og selja muni sína. Kvenfélagskonur sjá um kaffisölu. SMÁAUGLÝSINGAR TIL SÖLU Aukakílóin af — hringdu. Klara, sími 898 1783. FÉLAGSLÍF Dalvegi 24, Kópavogi. Almenn samkoma i dag kl. 14. Ræðumaður Sigrún Einarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferð sunnud. 25. okt. Frá BSÍ kl. 10.30 Þyrilsnes. Gengið um nesið. Komið við hjá brúnni yfir Bláskeggsá, fyrstu steinsteyptu brúnni á islandi. Verð kr. 1.700/1.900. Myndakvöld verður haldið í Húnabúð, Skeifunni 11, mánu- daginn 2. nóvember kl. 20.30. Sýndar verða myndir frá áherslu- svæði Útivistar í Skaftárhreppi. Aðganseyrir er kr. 600, innifaldar eru kaffiveitingar. Miðasala hafin í áramóta- ferðina 30. des.—2. jan. Heimasíða: centrum.is/utivist Skíðadeild Víkings Vetrarkaffi Vetrarkaffi verðurí skíðaskála Víkings sunnudaginn 25. október kl. 13.30. Félagar velkomnir. Stjórnin. SYN /r.,<1./«, kamnn" I r. rJðfjof BiUn Iracy nlmtUlAln t Isltndi. Fssný Jéamssdidálllr Elnarintsl 34. 101 R»k. Slmi 551 5555. Fai: 551 5810 BRIAN námskeiðið Phoenix-leiðin til angurs. námskeið 3/11. Kynning á Tracy-nám- skeiðum i sal Hótels ieiða 26/10 kl. 19. Allir velkomnir. Phoenixklúbb- félagar munið fundinn mánu- daginn 26/10 kl. Fanný Jónmundsdóttir, umboðsmaður Brian Tracy námskeiða á fslandi. Sími 551 5555. FERÐAFÉLAG @ ÍSÍANDS MORKINNI6 - SÍMI S98-K33 Sunnudagsferð 25. október kl. 10.30 Bláfjöll - Vífilsfell - Jós- epsdalur. Fjallganga eftir endi- löngum Bláfjöllum út á Vífilsfeli og komið niður í Jósepsdal. Verð 1.300 kr. Um 5—6 tima ganga. Myndakvöld verður í Mörk- inni 6 á föstudagskvöldið 30. október kl. 20.30. Góðir gestir koma að austan, þær Inga Rósa Þórðardóttir frá Ferðafélagi Fljótsdalshérðas og Ina Gísladóttir frá Ferðafélagi Fjarðarmanna koma og sýna myndir og kynna gönguleiðir á Austfjörðum. Allir velkomnir. Gerist félagar og eignist árbók- ina 1998: Fjaliajaröir og Framaf- réttir Biskupstungna. Árgjaldið er 3.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.