Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar Minni eftirspurn eftir vinnuafli en í fyrra Vísbendingar um eftirspurn eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæði og iandsbyggð, f sept. 1998 r~TJ Landsby Fiskiðnaöur Iðnaður Byggingarstarfsemi Verslun og veitingast. Samgöngur Sjúkrah.rekstur Önnur þjónustustarts. SAMTALS Hemld: pjóðtiagsstofmm Dómsmálaráðherra um erindi Magnúsar Leopoldssonar Svarað eins fljótt og kostur er MAGNÚS Leopoldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður áttu í gær fund með Þor- steini Pálssyni dómsmálaráðherra í framhaldi af bréfi sem Jón Steinar skrifaði dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir því íyrir hönd Magnúsar að ráðherrann hefði frumkvæði að því að afla lagaheim- ildar til þess að opinber rannsókn gæti farið fram á gerð leirstyttunn- ar í Geirfínnsmálinu. Þorsteinn sagði í samtali við blaðið eftir fundinn í gær að ráðu- neytið myndi nú fara yfir erindið í heild sinni. „Við fórum yfir erindi þeirra sem barst skriflega og feng- um ýmsar skýringar frá þeim varðandi efni bréfsins. Við sögðum þeim að við myndum taka erindið til skoðunar og meðferðar og stefnum að því að gefa þeim svar eins fljótt og kostur er á. Það verður reynt að vinna hratt að því,“ sagði Þorsteinn. NYJAR íslenskar rannsóknir sýna að þeim konum sem eru með stökk- breytt brjóstakrabbameinsgen er ekki eins hætt við að fá sjúkdóminn og áður hefur verið talið. I fréttatil- kynningu frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að greint er frá þessum niðurstöðum í grein sem birtist í breska læknablaðinu Lancet í dag. 37% kvenna með stökkbreytt gen fái sjúkdóminn Steinunn Thorlacius líffræðingur og Jórunn E. Eyfjörð, sameinda- erfðafræðingur á Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði, unnu að þessum rannsóknum í samvinnu við starfs- fólk Krabbameinsskrárinnar og Formaður grænlensku landstjórnar- innar á frumsýningu JONATAN Motzfeldt, formaður landstjórnar Grænlands, og eig- inkona hans, frú Krisljana Motzfeldt, eru stödd hér á landi í tilefni fundar ráðamanna fs- lands, Færeyja og Grænlands. Hjónin komu hingað til lands síðdegis í gær og áttu fund með Halldóri Blöndal samgöngu- ráðherra. Að því búnu voru þau viðstödd frumsýningu á græn- lensk-dönsku myndinni Hjarta ljóssins í Háskólabíói, og mátti sjá að vel fór á með þeim og fyrrverandi biskupi fslands, hr. Sigurbirni Einarssyni. Motzfeldt átti fund með Dav- íð Oddssyni forsætisráðherra og Anfinn Kallsberg, lögmanni Færeyja, í ráðherrabústaðnum í morgun, þar sem m.a. var skipst á skoðunum um Evrópu- mál og samband landanna við Evrópusambandið. bandaríska vísindamenn. „Erlendar rannsóknir hafa sýnt að allt að 90% þeirra kvenna sem eru með stökkbreytt gen sem nefnt er BRCA 2 og er á litningi númer 13 fái brjóstakrabbamein en ís- lensku rannsóknimar benda til að hlutfallið sé mun lægra eða 37%. Hafa þessar niðurstöður vakið mikla athygli, en viðurkennt er að hér á landi séu góðar aðstæður til rannsókna á þessu sviði. Þess má geta að íslenskir vísinda- menn hjá Krabbameinsfélaginu og Landspítalanum áttu þátt í að ein- angra þau tvö gen sem tengjast ættlægu brjóstakrabbameini," segir í fréttatilkynningu frá Krabba- meinsfélaginu. ATVINNUREKENDUR töldu æskilegt að fjölga starfsfólki í sept- embermánuði um 401 eða 0,47% af áætluðu vinnuafli samkvæmt at- vinnukönnun Þjóðhagsstofnunar, en það er minni eftirspurn eftir vinnuafli en á sama tíma í fyrra þegar atvinnurekendur vildu fjölga um 533. Hins vegar er fjölgunin meiri úti á landsbyggðinni nú ólíkt því sem var í fyrra og nemur hún 1,1% af vinnu- afli þar, en samsvarandi tala fyrir Reykjavík er 0,2%. I könnuninni eru fyrirtæki beðin að meta hvort fjöldi starfsmanna sé hæfilegur miðað við umsvif í mán- uðinum eða hvort ástæða sé til að fjöljga eða fækka. A landsvísu er helst vilji til að bæta við starfsfólki í fiskiðnaði, byggingarstarfsemi, verslun og veitingarekstri og annarri þjónustu- starfsemi. Þá gætir ákveðinnar mettunar í eftirspurn eftir vinnuafli Frumvarp um smíði varðskips RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að leggja fram frumvarp um að varðskip Landhelgisgæslunn- ar verði smíðuð innanlands. Deilt er um hvort bjóða eigi út smíði varðskips á Evrópska eíhahagssvæðinu. Ríkisstjórnin samþykkti fyrr í mánuðinum til- lögu um að smíða skipið hér. Með því að setja ákvæði um það í lög telur dómsmálaráðuneytið að lagagrundvöllur fyrir því sé tryggður. Tækjaieit fyrir RÚV Kynni sig á réttum for- sendum FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla íslands áskilur sér rétt til að kæra hvern þann sem á fölskum forsendum kynnir sig í hennar nafni, segir í fréttatil- kynningu, sem Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísinda- stofnunar, og Pétur Matthías- son, innheimtustjóri Ríkisút- varpsins, hafa sent frá sér. „Tækjaleitarfólki á vegum innheimtudeildar hefur alla tíð verið bannað að kynna sig á annan hátt en þann að það sé á vegum Ríkisútvarpsins... Kynn- ingar þess efnis að um könnun sé að ræða, hvað þá könnun Félagsvísindastofnunar, hafa aldrei verið liðnar og hefur Ríkisútvarpið áréttað bann við þessu,“ segir í fréttatilkynning- unni. hjá peningastofnunum og í sam- göngum vilja menn fækka. Á landsbyggðinni vildu menn fjölga um 291 og vildu atvinnurek- endur einkum fjölga í fiskiðnaði, verslun og veitingarekstri og bygg- DOKTOR Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir og sérfræðingur 1 iyfiækningum á Landspítalanum, var í gær skipaður í embætti land- læknis af Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra frá 1. desember næstkomandi. Tekur hann við af Ólafi Ólafssyni sem verið hefur land- læknir frá árinu 1972. „Ég er bæði stoltur og þakklátur fyrir að hafa verið valinn til að gegna þessu embætti og það er ekki síst vegna þess hversu miklir ágætis- menn það voru sem sóttu um embættið og ánægjulegt að vera í þeirra hópi,“ sagði Sigurður Guð- mundsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „í öðru lagi er það sér- stakur heiður og ánægja að fá að taka við þessu starfi af Ólafi Ólafs- syni sem hefur gegnt því af þeirri alúð, natni og krafti sem við öll þekkjum og það verður ekki auðvelt að feta í fótspor hans.“ Sigurður sagði fullsnemmt að tala um áherslur en taldi einsýnt að starfið héldi áfram að þróast eins og verið hefði, það gerðist jafnan með nýjum mönnum og nýjum tímum. „Ég sé ýmiss konar áhersluatriði í framtíðinni sem eru öllum ljós svo sem málefni stóru spítalanna í Reykjavík, málefni heilsugæslunnar á landsbyggðinni, stöðu vísinda- rannsókna sem ég er mikill áhugamaður um að geta eflt, ekki síst á sviði faraldsfræði, og sé hlut þessa starfs mikinn í því efni,“ sagði Sigurður að lokum. Sigurður Guðmundsson er fæddur 25. september 1948 og lauk kandídatsprófi frá Háskóla íslands ingarstarfsemi. Á höfuðborgar- svæðinu var æskileg fjölgun starfs- fólks mest í þjónustu við atvinnu- rekstur, í tæknigreinum og í sér- hæfðum iðnaði, sem og í verslun og veitingarekstri, alls um 110 manns. vorið 1975. Hann tók bandarískt sér- fræðipróf í almennum lyflækningum árið 1981, í smitsjúkdómum árið 1984 og hlaut sérfræðileyfi á íslandi í lyflækningum með smitsjúkdóma sem undirgrein í desember 1983. Hann lauk doktorsprófi í læknis- fræði frá Háskóla íslands árið 1993- Sigurður starfaði að loknum námsár- um á Borgarspítalanum árin 1985-1993 en eftir það á Landspítal- anum. Frá árinu 1989 hefur hann verið dósent við læknadeild Háskól- ans, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítala frá árinu 1994 og sviðs- stjóri fræðslusviðs spítalans. Hann var aðstoðarlandlæknir í janú- ar-mars í fyrra. Þá hefur Sigurður starfað í fjölmörgum nefndum á vegum heil- brigðisyfirvalda, Háskólans, lækna- samtakanna, krabbameinsfélaganna, setið í ritstjórn Læknablaðsins og ritað fræðigreinar og bókarkafla í fagi sínu og fyrir almenning. ------------------ Ríkisskattstj óri lætur af störfum RÍKISSKATTSTJÓRI, Garðar Valdimarsson, hefur óskað eftir j lausn frá störfum frá og með 31. des- ember, og hefur fjármálaráðherra fallist á beiðni hans. Garðar hefur gegnt stai’fi ríkis- skattsjóra frá júlí 1986, fyrir utan tvö ár, frá maí 1995 til maí 1997, er hann var formaður samninganefndar um tvísköttunarmál. íslensk rannsókn í Lancet Minni hætta talin á brióstakrabba Sigurður Guð- mundsson skip- aður landlæknir ÁLAUGARDÖGUM H OLTAC AftDAR ■sJESrJBS: BLAÐAUKINN Innan veggja heimilisins fylgir Morgunblað- inu í dag og er hann 24 síður. Meðal efnis er tísk- an á heimilinu, {• *** í DAG fylg- ir auglýs- ingablað frá Ikea, iman. hernásíis Bónus og Rúmfata- lagernum sem kynna jólaversl- * ’Vlo fjallað um val á myndarömmum, viðtal við fólk sem gerði upp ibúð f JTir; miðbæ Reykjavíkur ' unina í Holta- görðum. og rætt við for- mann Félags innan- hússarkitekta. • usw«ft Joyner get- ur hvílt í friði B1 Rúnar æfir í Svíþjóð Leikurinn við Sviss í Höllinni B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.