Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 5 & MINNINGAR fræði eða reikning eins og hann kallaði það. Einnig gerðist hann svo umsjónarmaður skólans. Síðan átti hann heima á Laugarvatni þar til hann dó. Þórarinn og Óskar unnu saman að smíðakennslunni þar til Þórarinn hætti störfum vegna aldurs, eftir það annaðist Óskar það einn þar til hann hætti einnig af aldurssökum. Óskar virtist geta laðað fram hjá nemendum sínum prúðmennsku og áhuga fyrir viðfangsefninu. í smíða- kennslunni reyndi hann að fínna það verkefni er hverjum hentaði. Ef illa gekk þá var hann hjálplegur að fullgera hlutina á þann hátt að nem- andinn hélt næstum því að hann hefði gert allt sjálfur og hélt því virðingu sinni. Víða út um land eru ennþá til ýmsir vel gerðir smíðahlutir unnir af nemendum eftir leiðsögn Óskars frá fyrstu kennsluárum hans. Reikningskennsla hans þótti einnig góð. Óskar var vinsæll af nemendum sínum. Margir þeirra hafa haft samband við hann allt frá fyrstu kennsluárunum. Hann ávann sér virðingu bæði nemenda og ann- arra. Óskar var smekklegur hag- leiksmaður, enda kom það sér vel við hin margvíslegu verk er fylgdu starfí hans sem umsjónarmanns Héraðsskólans. í smíðahúsinu við vatnið var hann helst að hitta, þar var hans aðal vinnustaður og efnis- geymsla. Hann var snillingur í að gera upp gamla hluti, oft illa fama, er komu sem nýir frá honum. Óskar var félagslyndur og átti gott með að eignast kunningja og vini, var alls staðar velkominn, orðhagur og gamansamur, skýrði mál sitt vel með hógværum orðum, átti gott með að finna umræðuefni er hentaði hverju sinni. Hann var vel að sér í því er varðaði land og þjóð, var ákveðinn málsvari bændastéttar- innar, enda af bændafólki kominn. Um 1950 byggði Óskar íbúðarhús sitt á Laugarvatni, sama ár og und- irritaður á næstu lóð. Þá var erfitt með byggingarefni, það skammtað og naumt. Hús hans hlaut nafnið Brún. Þaðan er víðsýnt. Utsýni í vesturbyggð skólastaðarins er yfír vatnið allt til Hekiu en þar við ræt- ur ólst hann upp, enda var honum oft litið til eldfjallsins mikla. Sama ár giftist Óskar eftirlifandi konu sinni Eygló Þórðardóttur frá Vatns- nesi í Grímsnesi myndar- og hæfi- leikakonu. Þau eignuðust tvo syni, Jón yfirverkfræðing hjá Vatnsveitu Reykjavíkur og Þórð lækni, for- stöðumann glasadeildar Landspítal- ans. Sagt er að synimir hafí báðir fengið í arf bestu eiginleika foreldra sinna. Báðir eru þeir giftir góðum og vel menntuðum konum. Barna- börn Óskars og Eyglóar eru sex, öll hin myndarlegustu og ganga menntaveginn. Húsið Brún ber þess merki að þar er öllu vel við haldið, lóð þess uppræktuð og vel hirt. Heimilið ber vott um snyrtimennsku, reglusemi og hagsýni utanhúss sem innan. Full ástæða er að geta þess að Ósk- ar bar mjög fyrir brjósti velferð skólastaðarins á Laugarvatni. Hann harmaði mjög þegar lagabreytingar þær urðu að veruleika að Héraðs- skólinn og Húsmæðraskólinn voru lagðir niður þótt húsnæði þeirra væri áfram notað. Óskar tók nokkurn þátt í störfum fyrir sveitarfélagið, var gjaldkeri sjúkrasamlagsins meðan það starf- aði, var endurskoðandi Laugardals- hrepps um árabil o.fl. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Laugardals. Við Óskar unnum oft saman við hin ýmsu verkefni. Frá stofnum Sameigna skólanna Laugai'vatni 1953, er mér bar að hafa umsjón með, var oft leitað til Óskars við allskonar störf, ekki síst eftir að hann hætti störfum við skólann vegna aldurs. Meðal annars við skipulag og gæslu á tjald- og hjól- hýsasvæðum á Laugai-vatni. Þar eignaðist hann marga vini og kunn- ingja og leysti öll störf af hendi á frábæran hátt. Ég heimsótti Óskar í Ljósheima á Selfossi mánudaginn 12. október um kl. 3 e.h. síðasta daginn sem hann lifði. Hann var þá að sjá frem- ur máttlítill en vel málhress, gerði að gamni sínu að venju. Hann taldi að veturinn væri framundan enda kalt. Það snjóaði í fjöll Laugardals- ins um nóttina, sem hann dó. Ég þakka Óskari fyrir samfylgd- ina á liðnum áratugum. Eygló, Jón og Þórður, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar innileg- ar samúðarkveðjur. Eiríkur Eyvindsson. Með Óskari Jónssyni er genginn enn einn þeirra manna sem ríkast- an þátt áttu í uppbyggingu skóla- seturs á Laugai’vatni. Hann kom til Laugarvatns sem nemandi héraðs- skólans 1933, réðst þangað kennari 1938 og varð brátt staðarsmiður og umsjónarmaður bygginga. Svo mikilli tryggð tók hann við staðinn að Laugarvatn átti alla hans orku og umhyggju til æviloka. Hér festi hann ráð sitt og stofnaði heimiii, reisti sér og fjölskyldu sinni einbýl- ishús. Orð fór af því hve vel honum lét að kenna og leiðbeina ungling- um; hann kenndi m.a. reikning fyrr á árum og þótti framúrskarandi reikningskennari. En lengst var hann smíðakennari, og þess verður lengi minnst hve vel honum tókst að fá nemendur sína til að skapa hvers kyns húsmuni, fallega og hagnýta í senn, og gefa þeim um leið trú á eigin getu og hæfni. Að- stoð sína veitti hann að sögn ætíð á þann hátt að nemendurnir fyndu sem minnst til þess að þeir hefðu nokkra hjálp þegið. Ég var að vísu aldrei nemandi hans en fylgdist vel með þegar hann kenndi börnum mínum, sem minnast hans með þakklæti og varðveita gi-ipina frá kennslu hans allt að því sem helga dóma. Þegar Héraðsskólinn á Laugar- vatni tók að víkka starfsemi sína og stofna deildir sem síðar urðu sjálf- stæðir skólar var Óskar Jónsson ætíð reiðubúinn til aðstoðar. Menntaskólanum var hann slíkur hollvinur, bæði í orði og á borði, að eigi verður fullþakkað. Eftir að samvinna skólanna um sameigin- lega þjónustu var skipulögð með stofnun Sameigna skólanna árið 1953 varð Óskar önnur hönd og sjálfsagður staðgengill fram- kvæmdastjóra þeirra hvenær sem á þurfti að halda, gagnkunnugur og ætíð reiðubúinn. Ég kynntist Óskari Jónssyni fyrst nokkuð sem nemandi hér á Laugarvatni um og eftir árið 1952 og síðar sem starfsmaður, m.a. tvö sumur og þá stundum undir stjórn hans við ýmis störf við skólana. Öll þau kynni eru ljúf í minningu og þá ekki síður sú mikla tryggð, vinsemd og velvild sem ég hef notið af hans hendi og fjölskylda mín öll frá því við settumst hér að árið 1970. Ég leyfi mér, fyrir hönd Mennta- skólans að Laugarvatni, að þakka Óskari Jónssyni alla hans styrku stoð og atbeina frá upphafí. Eigin- konu hans, sonum þeirra tveimur og fjölskyldum þeirra sendum við Rannveig og böm okkar einlægar samúðarkveðjur. Kristinn Kristmundsson. Elsku afi, þegar kemur að kveðjustund eru mér efst í huga öll þau sumur sem ég dvaldi hjá ykkur ömmu á Laugai-vatni og allar þær góðu stundir sem ég átti þar. Ég vil þakka þér, elsku afi, fyrir þá hlýju og umhyggju sem þú sýndir okkur Söru alla tíð og hversu vel þú fylgd- ist með framvindu náms míns og hvattir mig áfram. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Eygló Ósk Þórðardóttir. + Kristján Högni Pétursson frá Ósi fæddist í Bol- ungarvík 23. októ- ber 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi ísa- fjarðar að morgni 19. október sl. For- eldrar hans voru hjónin Þorsteina Guðmundsdóttir, f. 31.5. 1885, d. 7.9. 1963, og Pétur J. Ólafsson, f. 7.11. 1884, d. 31.5. 1963. Högni átti fjögur systkini: Guðmund- ur, f. 9.10. 1909, fórst með mb. Baldri 30.1. 1941. Ólafur, f. 14.4. 1913, fórst með mb. Baldri 30.1. 1941. Jóhanna, f. 20.7. 1917, d. 1962. Hún missti einnig Óskar mann sinn með mb. Baldri. Yngstur er Jónas Helgi, f. 19.10. 1924, vélstjóri á fsa- firði. Högni kvæntist 18.6. 1944 Ebbu Sigurbjörgu Þórðardótt- ur, f. 18. júní 1926, d. 15. febrú- ar 1991. Hún var dóttir Helgu Árnadóttur og Þórðar Pálma- sonar, sem bæði voru ættuð úr Skagafirði. Dóttir Högna og Ebbu er Guðmunda Olöf, f. 29.12. 1943, gift Jóni M. Egils- Mikill heiðursmaður er genginn á vit feðra sinna, þar sem fer tengdafaðir minn, Högni Péturs- son, fyrrverandi bóndi á Ósi í Bol- ungarvík. Hann lést að morgni 19. október sl. tæplega 87 ára að aldri. Högni fæddist og ólst upp í Bolung- arvík í skjóli foreldra og systkina. Hann byrjaði snemma að taka til hendi við þau störf er algengust voru á þeim tíma, fiskvinnu og gegningar búfjár. Pétur faðir hans átti jafnan kindur og gekk Högni oft til gegninga fram að Miðdal að afloknum vinnudegi. Högni byrjaði ungur til sjós, um fermingu, sem ekki þótti tiltökumál á þeim tíma. Fyrst hjá Oddi Oddssyni, þekktum formanni í Bolungarvík. Oft minnt- ist hann veru sinnar hjá Oddi og þeirra er voru honum samskipa þar, með glettni og á léttum nótum, en það var eitt af hans aðalsmerkj- um alla tíð, allt til hinstu stundar. Síðan lá leið hans á stærri báta. Hann fór snemma á sfld, fyrst á Svölunni með Helga Einarssyni og síðan á svonefndum Samvinnufé- lagsbátum frá Isafirði. En leiðin lá aftur heim. Högni keypti sér skektuna Sigrúnu og reri henni um tíma, og síðan keypti hann Nóa sem var 3-4 tonn að stærð. Um tíma hafði hann hug á að fylgja félögum sínum er fóiu til náms í Stýrimanna- og Vélskóla, en ekkert varð úr því. Fjölskyldan varð fyrir miklu áfalli er mb. Bald- ur fórst 30. janúar 1941 og með honum Guðmundur og Ólafur bræður Högna ásamt Óskari mági þeirra og Runólfi mági Ólafs. En Högni hafði ekki aðeins áhuga á sjómennsku, hann hafði einnig ánægju af skepnum og búskap. Árið 1941 keypti hann hlut í jörð- inni Miðdal sem er enn í hans eigu. Er hann kvæntist sinni ungu brúði Ebbu 1943 keypti hann jörðina Ós. Jörðin hafði verið í eyði um eins árs skeið, húsakostur var lélegur sem enginn. En af dugnaði og eljusemi byggðu þau upp jörðina bæði hvað snerti húsakosti og ræktun. Högni var framsýnn maður, hann fékk snemma traktor og heyvinnuvélar, súgþurrkun og mjaltavél komu jafnt og rafmagnið. Árið 1971 keyptu þau jörðina Fremri-Ós og sameinuðu jarðirnar í eina. Á Ósi var alla tíð blandaður búskapur, þó Högni hafði meiri ánægju af kind- um en kúm. Hann hugsaði um bú- stofninn af einstakri natni og alúð ekki síður en samferðamennina. Aldrei lá betur á honum en þegar hann var að bera upp hey númer tvö framan við húsið því hann vildi syni. Þeirra börn eru Helga, sambýl- ismaður hennar er Guðmundur Ragn- arsson, þau eiga þrjú börn. Kristján Högni, bóndi á Osi, kona lians er Sunna Reyr Sigurjóns- dóttir, þau eiga Qögur börn. Egill, kona hans er Jó- hanna Bjarnþórs- dóttir, þau eiga tvo syni. Högni gegndi íjölda trúnaðar- starfa samhliða bústörfunum. Hann var vitavörður Óshólavita frá byrjun búskapar á Ósi og til hinsta dags. Aðstoðarmaður snjóruðningsmanna á Óshlíð um árabil, sem oft var kulda- og áhættusamt. Hann sat í land- búnaðarnefnd hreppsins og sat einnig í stjórn Búnaðarfélags Hólshrepps. Gegndi starfi forðagæslumanns til fjölda ára. Hann var einn af stofnendum Mjólkursamlags ísfirðinga og sat í sljórn Kaupfélags fsfirð- inga. Utför Kristjáns fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. alltaf vera vel birgur af heyjum. Ekki er hægt að minnast heimil- isins á Ósi án þess að nefna hann Grím, Hallgrím Jónsson, en hann var heimilisfastur á Ósi hátt á fjórða áratug. Aldrei heyrði ég styggðaryrði falla þeirra á milli. Fjöldi unglinga var alltaf á Ósi á sumrum, oft 4-5 í einu og nokkrir voru sumar eftir sumar, og dæmi eru um tvo ættliði. Allir fengu þeir gott veganesti út í lífið undir hand- leiðslu Högna. Hjónin á Ósi upp- skáru eins og þau sáðu, tryggð kaupafólksins í þeirra garð hefur verið einstök. Árið 1987 hættu þau Ebba og Högni búskap á Ósi og flutti á mölina. Högni dóttursonur þeiiTa og kona hans Sunna Reyr tóku við jörðinni og sá hann því lífs- starf sitt áfram í höndum afkom- enda sinna. Þegar í kaupstaðinn var komið settist Högni í helgan stein, enda kominn hátt á áttræðis- aldur. Þrátt fyrir 44 ára búskap í sveit hafði áhuginn fyrir sjónum ekki dvínað. Umhyggja hans fyrir sjó- mönnum var mikil. Og sem vita- vörður Óshólavita gat hann lagt sitt af mörkum. Hann gætti Vitans frá árinu 1943 og allt til dauðadags. Herbergið hans á Sjúkrahúsinu var ósköp lítið en úr glugganúm sínum gat hann séð, kvölds og morgna, hvort ljós logaði á vitanum, það var aðalatriðið. Meðan heilsa entist til útivistar rölti hann á bryggjuna og í beitningaskúrana og spjallaði við karlana. Alls staðar mætti hann vinsemd og hlýju og lýsir það vel hans eigin mannkostum. Það veitti honum mikla ánægju eftir komu farsímans, þegar ég gat hringt til hans utan af sjó og sagt honum fréttir af veðri, aflabrögðum og hvar við værum. Eftir lát Ebbu fór heilsu hans að hraka og síðustu fimm ár ævinnar bjó hann á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur. Ég þakka tengdaföður mínum sam- fylgdina og bið honum guðs bless- unar. Far þú í Mði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jón M. Egilsson. Ó, mikli mildi Guð, sem miðlar gæðum öllum og veitir oss það allt, vort eigið sem vér köllum, KRISTJÁN HÖGNI PÉTURSSON gef þú mér hjarta hreint og helga dagfar mitt, svo hegðun mín og mál æ mikli nafnið þitt. > Lát þú mig æ hvert orð um ævidaga vanda og forðast flærð og lygð, en fast á sannleik standa, hvert verk mitt vitna lát um vandað hjartaþel, og hvað, sem hefst ég að, til heilla stuðla vel. Lát mig sem auðið er við alla friði halda, og aldrei gott né illt með illu neinum gjalda. Ef auðlegð eignast ég, við ótta þinn mér halt, og mér að vita veit, að vel sé fengið allt. (Helgi Hálfdánarson.) Það er margt í þessum orðum sem lýsir afa. Minningarnar eru margar sem leita á hugann nú þeg- ar afi hefur kvatt þennan heim. Ævi hans var orðin löng en jafn- framt gæfurík. Við systkinin nutum þess sem börn og fram á fullorðinsár, að vera í sveit hjá afa og ömmu á Ósi. Þær minningar eru tengdar björtu veðri og lýsir það best ánægjunni sem við höfðum af dvölinni hjá þeim. Að sjálfsögðu litum við alltaf á okkur, sem fullgilt vinnufólk þó kannski hafi nú verið meiri fyrirhöfnin en léttirinn að því að hafa okkur með. Flest var í föstum skorðum og aldri vinnufólksins tilheyrðu ákveðin verk. Hlutverk þess yngsta var æv- inlega að gefa hænunum, síðar bættist við að reka kýr og vera í fjósinu. Mikla virðingu bárum við fyrir þeim sem eldri voru og höfðu ábyrgðarmeiri verk. Grímur, Hall- grímur Jónsson, bjó um langt skeið hjá afa og ömmu og gekk til úti- verkanna með afa. Á sumrin var mannmargt á Ósi og er það ein- stakt hvað margir hafa haldið tryggð við afa þó liðnir séu áratug- ir. Fyrir það viljum við þakka. Afi gekk með kaupafólkinu til alh-a verka og kenndi og leiðbeindi af mikilli natni. Eftir matmálstíma mátti sjá hópinn fara út í einni hala- rófu og allir á hvítbotna gúmmí- skóm. Ómmu fannst þessi skófatn- aður ekki upp á marga fiska og mátti enginn láta sjá sig í skónum niðri á mölum. Auðvitað hlýddu því allir. Bæði við leik og störf var afi óþreytandi að segja sögur, bæði frá því í „gamla daga“ og einnig þjóð- sögur. Alltaf var stutt í glettnina; Hann hafði gaman af því að spjalla og ekki síst kynnast skoðunum og hugðarefnum unga fólksins. Þegar farið var á „Rússanum" var tíminn oft notadrjúgur í þeim tilgangi. Það veitti afa mikla ánægju að geta fylgst með afkomendahópnum stækka. Minningamar eru fjársjóð- ur sem makar okkar og börn hafa fengið hlutdeild í, af kynnunum við afa. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni manna er hans sakna. > Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Á kveðjustund er væntumþykja og þakklæti efst í huga okkar. Helga, Högni og Egill. Kveðja til langafa Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakkahér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við vitum að nú er hann langafi kominn til langömmu og þau munu fylgjast með okkur. ,[• Barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.