Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Járnhúsgögn í Hagkaup HAGKAUP hóf sölu á járnhús- gögnum í gær. Húsgögnin eru frá Tékklandi og eru úr massífu járni, ýmist með gler- eða við- arplötum. Um er að ræða, hillur, sófaborð, lampaborð, stóla, blaðagrindur, arinsett, kerta- stjaka og margt, fleira. Húsgögn- in fást í Hagkaup Skeifu, Kr- inglu, Smáratorgi og Akureyri. ------------- Grænmetisréttir á Pizza Hut FRAM kom fyrir stuttu á Neyt- endasíðunum að lítið framboð væri af skyndibitafæði fyrir græn- metisætur í tveimur þekktum skyndibitafæðiskeðjum í Reykjavík. Hjá Steinþóri I. Ólafssyni, eiganda Pizza Hut, kom fram að boðið væri upp á salatbar, grænmetispizzu og grænmetispastarétt á veitingahús- inu. Steinþór sagði að skylda væri að bjóða upp á salatbari á Pizza Hut veitingahúsum um allan heim. Hon- um hefði sjálfum ekki litist alltof vel á hugmyndina þegar hann hóf reksturinn fyrir 10 árum. Fyrst um sinn hefði salatbarinn aðallega verið sóttur af útlendingum. Smám sam- an hefði Islendingum fjölgað og væri salan nú orðin nokkuð stöðug. Með salatbamum er selt brauð og súpa. Sérstök grænmetispizza og pastaréttur með grænmeti eru á matseðli Pizza Hut. -----♦-♦-♦--- Nýr orku- drykkur HAFIN er sala á nýjum orkudrykk undir nafninu NICE. Orkudrykkur- inn er framleiddur úr náttúrulegum afurðum og hentar sérstaklega vel fyrir og eftir íþróttaviðburði, próf, erfiðan vinnudag eða ferðalag að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Umboðsaðili NICE á íslandi er Eð- alvín ehf. og ýemur orkudrykkurinn frá Svíþjóð. í hverri dós eru 250 ml. NICE fæst í flestum stórmörkuð- um, matvörubúðum, líkamsræktar- stöðvum og sölutumum um land allt. Sala á ávöxtum og grænmeti Stykkjaverði breytt í kfló- verð í síðustu verslununum ÞRÁTT fyrir að innlent bann á notkun stykkjaverðs í sölu á græn- meti og ávöxtum hafi verið fest í sessi með aðild Islendinga að samn- ingnum um Evrópskt efnahags- svæði var lítið gert til að uppræta stykkjaverðið þar til Samkeppnis- stofnun kannaði ástandið í matvöru- -verslunum undir lok september. Að- alástæðan fyrir því að óeðlilegt þyk- ir að styðjast við stykkjaverðið er að hver eining getur verið ákaflega misþung og þar af leiðandi misdýr í innkaupum fyrir neytendur. Dæmi hefur verið tekið af því að blaðlauk- ur á 98 kr. stykkið geti vegið 62 g eða 278 g. Viðskiptavinurinn greiði því 353 kr. fyrir kílóið af þyngri blaðlauknum og 1.580 kr. fyrir kílóið af léttari blað- lauknum. Munurinn á kíló- verðinu er 348%. Lárus ísfeld, innkaupa- maður hjá Nýkaup, sagðist vera að breyta stykkjaverði í kílóverð þegar talað var við hann á fimmtudag. Fyrir breytinguna voru rabbarbari, gul melóna, sellerí, blaðlauk- ur, jöklasalat og grænkál seld í stykkatali. Eftir breyting- una er aðeins hægt að fá vigtað grænmeti og ávexti á stykkjaverði samkvæmt kíló- verði, t.d. 250 g af baunaspír- um á fjórðungi af kílóverði. Við vigtuðu vörumar verður gerð grein fyrir mælieininga- verði, næringargildi, uppruna o.fl. þegar merkingarnar verða tilbúnar í byrjun næsta mánaðar. Stykkjaverðið hagstæðara fyrir neytendur Lárus sagði að með breytingunni væri verið að uppfylla ákveðin laga- skilyrði. Hins vegar væri hans per- sónulega skoðun að eðlilegra væri að selja allt grænmeti og ávexti á stykkjaverði. „Við kaupum vöruna yfmleitt inn á stykkjaverði og hvert stykki er ákaflega svipað að þyngd, t.d. kaupum við 100 stykki af eplum í 18 kg kössum. Erlendis er vai-an yf- mleitt seld á stykkjaverði og eðlilegt er að fara eins að hér. Með því að breyta verðinu yfir í kílóverð er að- eins verið að brengla verðskyn neyt- endans. Eflaust finnst flestum betra að átta sig á því að ákveðin appelsína kosti 39 kr. heldur en hvað hún er þung og þar af leiðandi hvað greiða eigi fyrir hana samkvæmt kílóverði við kassann. Viðskiptavinir Nýkaups hafa lítið notað aðgang að vog í versluninni í tengslum við kílóverð á grænmeti og ávöxtum í lausu enda Óskýrt með staðlaða vöru Hér á landi hefur verið ólöglegt að selja grænmeti og ávexti á stykkjaverði frá ár- inu 1990. Samkeppnisstofnun gerði at- hugasemd við að enn væri stuðst við stykkjaverð í nokkrum matvöruverslunum undir lok september síðastliðins. Anna G. Olafsdóttir fór á stúfana og komast að því að verið er að breyta stykkjaverði í kíló- verð í síðustu verslununum. kvæmdastjóri Bónuss, sagði að Samkeppnisstofnun hefði gert at- hugasemd við að avókadó væri selt í stykkjatali í versluninni í haust. Fljótt hefði verið brugðist við og verðmerkingu breytt til samræmis við lagabókstafinn. Nú væri því ekkert selt á stykkjaverði í verslun- inni. Reyndar sagðist Guðmundur ekki hafa haft hugmynd um að bannað væri að selja grænmeti og ávexti í stykkjaverði og tók fram að þar sem hann hefði kynnt sér við- skiptahætti í Danmörku væri stykkjaverðið nánast allsráðandi. Aðspurður sagðist hann ekki hafa orðið var við að viðskiptavinirnir kvörtuðu yfir kílóverðinu. Hins veg- ar sagði hann augljóst að kílóverðið ætti misvel við, t.d. væri í raun eðilegra að selja léttari vöru sem keypt væri í smærri einingum á stykkja- verði. þarf eftir að hafa vigtað vöruna að umreikna þyngdina yfii' í kílóverð." Lárus sagði að kílóverðið kæmi ekki betur út fyrir neytendur heldur en stykkjaverðið. „Þegar við vorum með stykkjaverð miðuðum við gjarn- an við lægra verð en kílóverð á vör- unni á almennum markaði, t.d. verð fyrir 280 g íremur en 300 g. Nú er miðað við almennt kílóverð svo stykkjaverðið hefur væntanleg verið heldur lægra. Þar fyrir utan er ég viss um að kílóverðið á eftir að fæla neytendur frekar frá því að kaupa vöruna. Eg get nefnt sem dæmi að sjá að 170 g af grænkáli kosta ekki 159 g eins og áður heldur kosti kílóið 935 ki'. en fæstir kaupa auðvitað kíló af grænkáli." Viðskiptavinir kjósa stykkjaverð Þórður Þórisson, innkaupastjóri hjá Hagkaup, sagði að stykkjaverði hefði verið breytt í kílóverð eftir at- hugasemdir Samkeppnisstofnunar fyrir fimm til sex vikum. Nú væru aðeins nokkur dæmi um vigtað grænmeti og ávextir væru seld efth’ stykkjaverði, t.d. væri poki með 1,3 kg af eplum seldur á ákveðnu verði. Fljótlega yrði komið upp merkingu með mælieiningaverði við uppvigtað- ar vörur af því tagi. Ekki stæði hins vegar til að hætta að selja uppvigtað- ar vörur á kílóverði enda væri ekki séð að sá háttur stríddi gegn lögum um verðmerkingar. Þórður sagði að ein ástæðan fyrir því að verðmerkingum hefði ekki verið breytt fyrr hefði falist í því að viðskiptavinir hefðu fremur kosið stykkjaverð en kílóverð, t.d. væri talsvert spurt af hverju ekki væri lengur hægt að kaupa iceberg á stykkjaverði. Því til viðbótar væri gi-einilegt að kílóverðið fældi við- skiptavini stundum frá vörunum. Sérstakiega þegar um létta vöru á borð við krydd væri að ræða. Guðmundur Marteinsson, fram- Einar Jónsson, fram- kvæmdastjóri Nóatúns, segir að tilmæli Samkeppnisstofn- unar hafi verið virt og stykkjaverði breytt í kílóverð í haust. „Mér hefur hins vegar ekki fundist alveg skýrt hvað ætti að gera við staðlaða vöru eins og jarðarber í öskjum. Er ætlast til að vigtað sé upp úr hverri öskju?“ sagði Einar. Hann sagðist halda að aðalá- stæðan fyrir stykkjaverðinu hefði falist í því að stykkja- verð viðgangist víðast erlend- is. Heildsalar hefðu því keypt vöruna á stykkjaverði og ættu auðveldast með að selja hana áfram á stykkjaverði. Nú þyrftu kaupmenn að vigta vörana og umreikna stykkjaverðið yfii’ í kílóverð. Hjördís Björgvinsdótth', í 10/11, sagði að stykkjaverði á grænmeti og ávöxtum hefði verið breytt í kílóverð eftir athugasemdh' Samkeppnis- stofnunar í haust. Breytingin hefði ekki verið einföld því að sumt hefði verið keypt af heildsölunum á stykkjaverði. Nú væri gerð krafa um fá vöruna í kílóverði af heildsölunum og hefði t.d. verið farið að því í tengslum við innkaup á jöklasalati. Sigurður Teitsson, framkvæmda- stjóri 11/11, sagði að breytingin ætti að vera um garð gengin í öllum 11/11 verslunum eftir að Samkeppnis- stofnun hefði gengið eftir því í byrj- un mánaðarins. „Breytingin hefur tekið lengri tíma en ella af því að við kaupum flest inn á stykkjaverði en nú á allt að vera komið í gott horf,“ sagði hann. Stjómmálaskóli FUF í Reykjavík Stjórnmálaskóli Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík mun hefja göngu sína nk. mánudag. í haust verður dagskrá stjórnmálaskólans sem hér segir: Mánudagurinn 26. október. Kl. 18.00-19.30 Saga Framsóknarflokksins Leiðbeinandi: Finnur Ingólfison Kl. 20.00-22.00 Ræðumennska Leiðbeinandi: Vigdís Hauksdóttir Mánudagurinn 2. nóvember. Kl. 18.00-19.30 Ræðumennska, framhald Kl. 20.00-22.00 Fundarsköp Leiðbeinandi: Vigdís Hauksdóttir Mánudagurinn 9. nóvember Kl. 18.00-19.30 Samskipti við fjölmiðla Leiðbeinandi: Árni Magnússon Kl. 20.00-22.00 Umræður um starfið framundan. Skólinn er öllum opinn! Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifitoju Framsóknarflokksins í síma 562 4480. Nýtt Snyrtivörur fyrir ald- urshópinn 18-34 ára KOMIN er á markað ný húð- vörulína frá Jergens, sem nefn- ist Bioré (Bee your’ray) sem er sérstaklega framleidd fyrir fólk á aldrinum 18-34 ára. Forvitnilegasta nýjungin er plástur til djúphreinsunar á húð og svitaholum á nefi. Plásturinn binst óhreinindum í svitaholun- um og lyftir þeim upp. Tvær tegundir húðhreinsunarefna eru hluti línunnar, annars vegar í gelformi til hreinsunar á venju- legri húð og hins vegar í sápu- formi sem ætlaður er til djúp- hreinsunar og á fitumeiri húð. Einnig er komið nýtt rakakrem í Bioré-línunni, algjörlega olíu- frítt. Kremið inniheldur II r í jff| btors / ‘jfea&V Nutramide TM sem hjálpar til að viðhalda rakajafnvægi húðar- innar og ver hana gegn UV- geislum sólarinnar. Vörurnar fást í apótekum og eru seldar á kynningarverði um þessar mundir. Frystir sveppir SVEPPIR hafa verið á tilboðsverði í nokki'um verslunum að undan- fömu. Tilvalið er að kaupa 1-2 kíló þegar verðfall verður og frysta í litl- um skömmtum. Sveppirnir era skornir niður í litl- ar sneiðar og eru bestir ef þeir eru steiktir í smjöri eða smjörva. Ein pönnufylli í einu. Hægt er að nota mismunandi krydd, t.d. salt, pipar, majoram og timian í einn hlutann og salt, pipar, oregano og salvia í annan hlutann. Sveppimir eru látnir kólna þegar þeir hafa verið steiktir. Síðan eru þeir settir í litla plastpoka í hæfi- lega skammta, merktir eftir ki-ydd- blöndum og frystir. Þegar á að nota þá má affrysta þá í örbylgjuofni áð- ur en þeir eru settir í réttinn en það er ekki nauðsynlegt. Einnig má skella sveppunum í samlokur, heitar eða kaldar, til dæmis með skinku eða pepperoni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.