Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
LEIKUR
CLAY Fighter 63 1/3, leikur fyrir
Nintendo 64 frá Interplay. Leikurinn
er slagsmálalcikur en þó leyfður
fyrir alla aldurshópa.
I VENJULEGUM slags-
málaleikjum má oft sjá stór
vöðvabúnt slást við ninjur og
karategaura og aðra slíka óvini, í
Clay Fighter er staðan aðeins
öðruvísi, þú ert búinn til úr leir og
átt að slást við aðra óvini búna til
úr leir.
Leikurinn á sér stað á Kla-
ymodo-eyju einhvemtímann í ná-
inni framtíð. Hinn illi Dr. Kiln hef-
ur búið til einkaher og hyggst ná
yfírráðum í heiminum þegar
Mister Frosty og vinir hans
ákveða að stoppa dr. Kiln og
sigra heiminn sjálfir. Það fer
kannski ekki mikið fyrir sögu-
þræðinum í þessum leik en
það er bætt upp með hraðri
atburðarás og flottum
karakterum.
Leikurinn er í tvívídd
þannig að þú sérð aðeins á
hliðina á fígúrunum með-
an þú ert að slást, samt
er hægt að stökkva til
hliðar og fleira sem ekki hef-
ur verið mögulegt í tvívíddar
leikjum eins og Mortal
Kombat, Street Fighter og
fleiri leikjum. Önnur nýj-
ung er að ef þú ert kýld-
ur út um glugga eða dett-
ur eitthvert niður þá
hoppar andstæðingurinn á
eftir þér og bardaginn heldur
áfram.
Hægt er að velja um átta per-
sónur í leiknum og einnig hægt að
finna nokkrar bónus persónur með
því að klára leikinn með öllum
körlunum meðal annars.
Enginn
skortur
er á árás-
um í leiknum, bæði
eru fjölmargar grunnárásir sem
valda ágætlega miklum skaða séu
þær notaðar rétt og fléttaðar sam-
an í svokallað Combo. Einnig er
hægt að finna sérstök brögð sem
taka oft allt að helming eða meira
af orku andstæðingsins.
Grafíkin í leiknum er með af-
brigðum góð og sérstaklega
flott hvernig umhverfi leiksins
hefur verið hannað sérstaklega
fyrir hverja einustu persónu leiks-
ins. Þó leikurinn sé afar hraður
slagsmálaleikur þar sem vopn
eru oft notuð þá ætti hann að
höfða jafnt til flestra aldurs-
hópa, jafnvel þeirra yngstu og
allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi.
Ingvi M. Árnason
Dreamcast
nálgast
SEGA-menn leggja nú síðustu hönd
á Dreamcast-tölvuna sem sett verður
á markað í Japan í næsta mánuði.
Einskonar generalprufa var á New
Challenge-ráðstefnunni í Tókýó
fyrir stuttu en þá kom meðal ann-
ars fram hvað vélin ætti að kosta.
Dreamcast-tölvan kemur á
markað 27. nóvember næst-
komandi í Japan en á Vestur-
löndum um mitt næsta ár. Við
kynninguna á New Challenge-
ráðstefnunni kom fram að
tölvan verður seld á sem nem-
ur um 13.000 krónum í Japan, sem
gerir hana vel samkeppnisfæra við
keppinautana. Fimm leikir verða
kynntir um leið og tölvan, Godzilla
Generations, Sega Rally 2, Virtual
Fighter 3th, Pen Pen Triathlon og
July. Til stóð að kynna nýjan Sonic-
leik um líkt leyti, Sonic Adventure,
en hann kemur ekki á markað fyn' en
um miðjan desember.
Að sögn Sega-manna er fjöldi
leikja væntanlegur á næstu vikum,
þar á meðal leikur úr smiðju Res-
ident Evil-manna sem ekki verður til
fyrir aðrar gerðir leikjatölva, og
Namco, framleiðandi Tekken-leikjar-
aðarinnar, hyggst einnig senda frá
sér leik fyrir Dreamcast.
Margir bíða spenntir eftir tölvunni
og ýmsar tölvuverslanir bjóða mönn-
um upp á að skrá sig á lista fyrir tölv-
um þegar þær koma á markað, til að
mynda bandaríska netverslunin
Game Cave, http://www.game-
cave.com/, sem hyggst verða helsti
seljandi Dreamcast-tölva frá Japan,
en fleiri munu eflaust slást í þann
hóp.
KiiMjim Pálviun
illJlMlflífilMrtrtlIf
t* HiUVH « 4
klip.iiUu! Mií Ljnþicur t«|R«e4i
Ú V WHlifSV S* RirliS *| **
ii#i ilíVci UIR )
it» **i*ö»# *•*>■<?■* Au
t nín-.itu i t«vciy»Í^t
hi b«
*rj sit ú*fctl
W íÍí*w, H *« **«!»« trt «qa
4 ^jpí omnm ?«ithqwí ** Wþiiiwígi h »
x* H ’ H •** tmf '&i* !<
ixéfiii M* vi «Á (Í»S titfil i í*f rf|ii Cþíjf vr.jv,
lí ** &» M #***%*&*,téitoil!* H
ftjiSN*?* WFfáitiffc m
»! «S** nkifili AtDt fs! þií? tfÍM i! féf ’Hfl'ð .
fftlft H -*! I* KHp **4 gígriíjtsn m
■ ■ , *:. i. • .. . ; ... .. •
■ ■ »• ►- ■■ ‘ . n.nífci
v'-'w i> !•*::•. ’
þ«4í Irf jjsjsi tq 3»fA¥‘» *5 iik piéfi «1 þivj. Vtfto
’l góíif g>M« Ái;*yyi49i4fA
is; tíi,p,ji(ti:liivl^' miPII vkíí j 4»
'if k. WW. jsl íXlí 09 j t* HiiíKélJlj fi.
Afli! fiý b(4i<<»pí*9.'» 4f*aiP»»*
Kristján Pálsson á Netið
NETIÐ er til marga hluta brúklegt
og þá ekki síst til samskipta við fólk.
Fáir þurfa meira á að halda að kom-
ast í samband við almenning en
stjómmálamenn og Netið gefur þeim
betri möguleika en áður að ná sam-
bandi við umbjóðendur, kynna
stefnumál sín og gefa netverjum færi
á beinum samskiptum. Bjöm Bjarna-
son menntamálaráðherra var fyrstur
þingmanna til að átta sig á möguleik-
um netsins, en aðrir hafa fylgt í kjöl-
farið.
Styttist í kosningar og stjórnmála-
menn nýta margir tækifærið til að
koma sér fyrir á Netinu, öðrum
þræði til að kynna baráttuna sem
framundan er. Kristján Pálsson al-
þingismaðui- er einn þeirra sem það
gerir, en Kristján segir að það eigi
sér nokkurn aðdraganda að hann
kom sér fyrir á Netinu og sú ráðstöf-
un sé hugsuð til lengri tíma. Barátta
sem hafin er vegna prófkjörs sjálf-
stæðismanna í Reykjaneskjördæmi
eigi þó eftir að vera áberandi á síðun-
um næstu vikur, sem vonlegt væri,
en hann hafi hugsað sér að vefsíðum-
ar opni fleh-i samskiptaleiðir milli
hans og almennings og gefi honum
færi á að koma á framfæri skoðunum
sínum á mönnum og málefnum.
Leirbrúður
að slást
South
Park-leikur
SOUTH PARK-þættirnir hafa
verið vinsælt efni í sjónvarpi og á
Netinu og eru nú loks konmir í
sjónvarp hér á Iandi. Þættirnir
hafa notið gríðarlegra vinsælda
vestan hafs og varla minnka vin-
sældirnar þegar kemur á markað
leikur byggður á þáttunum.
Fyrir jól er fyrirhugað að út
komi leikur byggður á South
Park-þáttunum. Vekur athygli að
leikurinn er fyrir Nintendo 64,
enda hafa Nintendo-menn forðast
sem mest þeir mega að gefa út
leiki með ofbeldi og dónaskap ým-
iskonar. Leikurinn verður enda
ekki eins krassandi og þættirnir,
en nógu krassandi samt; að sögn
þeirra sem séð hafa forútgáfu
hans eru þeir félagar Cartman,
Kyle og Stan ekki síður orðljótir
og háðskir en í þáttunum.
Ymislegt kemur uppá í hverjum
þætti og ekki verður minna að
gerast í leiknum, því leikandi þarf
að glíma við óða kalkúna, frelsa
móður Cartmans frá geimverum
ovopnaður kúavörpu, prumpu-
dúkku og svampörvabyssu.
Inn á milli koma síðan kaflar úr
þáttunum og ýmsar persónur birt-
ast sem eru áhorfendum að góðu
kunnar.
Hægt verður að spila leikinn yf-
ir Netið, fara í póstaleik, grá-
myglustöru og sparkað í barnið.
Viðbót við
PlayStation
FRAMUNDAN er barátta á milli
Sega og Sony um yfirráðin á leikja-
tölvumarkaðnum og enginn skyldi
vanmeta Nintendo í þeim slag. Vænt-
anlega á verð eftir að lækka og ýmis-
legur aukabúnaður að líta dagsins
ljós til að svara Dreamcast-tölvu
þeirra Sega-manna.
Á árlegri leikjasýningu í Tókýó í
byrjun október kynnti Sony viðbót
við PlayStation sem kallast
PocketStation. Hægt er að nota tæk-
ið sem minniskubb, en einnig til að
keyra sérstakan hugbúnað eins og
sjálfstæð leikjatölva. 31 leikur verður
tilbúinn þegar PocketStation kemur
á markað og einnig hugbúnaður sem
hægt er að lesa inn í PlayStation
tölvu og auka þannig styrk og aðra
eiginleika leikjapersóna, skiptast á
upplýsingum við aðra eða nota
PocketStation sem klukku eða dag-
bók.
Samkvæmt upplýsingum Sony
kemur PocketStation á markað
næsta vor og kostar nálægt 2.000
krónum. Ekki er ljóst hvort eða
hvenær PocketStation kemur á
markað á Vesturlöndum.
$z»,s
VI*
ALLUR PAKKinilU AÐEIIUS KR. 99.990,-
Sf|
WM
■^iiilfcawa 18
i Enterprize turn
i Intel Celeron Pll 300 Mhz örgjörvi
117" skjár með aðgerðum á skjá
32 MB SDRAM innra minni
i 4,3 GB harður diskur
I 32 hraða geisladrif
i 4MB Grafixstar 560 PRO AGP skjákort
116 bita 3D hljóðkort
I 80 W hátalarar
i 33.6 bás mótald m/ faxi 81 símsvara
I 4 mánaða Internetáskrift
1 Windows lyklaborð
aja hnappa Logitech mús
ows 98 uppsett og á CD
Skeifunni 11 • Rvk • Snni:550-4444 og Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarf. • Sími 550-4020