Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ E: ; I GILL Jónsson segir að þrátt fyrir að nú séu til staðar í þjóðfélaginu öll iskilyrði til efnahagslegs vaxtar sé Ivöxturinn undanfarin ár að mestu bundinn við höfuðborgarsvæðið. Þangað renni 60% af auknum ríkisútgjöldum. Þar njóti ein- staklingar og fyrirtæki íýmri fyrirgreiðslu á fjármagnsmarkaði. Fólk úti á landi njóti ekki jafnréttis varðandi hluti eins og kostnað við að mennta börn sín og hita híbýli sín. „Tvískinnungi í byggðamálum verður að ljúka. Menn eru stöðugt að tala um að það eigi að vernda byggðina og stöðva fólksflóttann en straumurinn heldur áfram enda eru í gangi gagnverkandi straumar í þjóðfélaginu. Ann- aðhvort verða að koma fram róttækar breyt- ingar núna eða straumurinn verður enn stríð- ari,“ segir Egill í samtali við Morgunblaðið. Kjaramunur í landinu Menn hafa verið að framfylgja byggða- stefnu hérlendis í meira en aldarfjórðung en straumurinn heldur alltaf áfram suður. Er ekki fullreynt að stjómvöld geta ekki spornað við þessari þróun? „Aður bjuggum við við þannig efnahagsleg- ar og pólitískar aðstæður að ekkert líf í þessu landi gat þróast eðlilega. Verðbólgu- og stjórnleysisárin voru sérstaklega erflð atvinnulíflnu og enduðu með ósköpum. En á síðustu árum höfum við lifað í öðru umhverfi, þar sem ytri skilyrði eru atvinnulífmu hagstæð. Því eru nú öll skilyrði til þess að þróa eðlileg samfélög á landsbyggðinni ef hún fær að njóta jafnræðis við höfuð- borgarsvæðið í kjörum og afkomu.“ Af hverju heldur straumurinn áfram? „Vegna þess að það er svo mikill kjaramunur í landinu. Ef við lítum á þrjá neysluliði; raforku til húshitun- ar, vöruverð og rekstrarkostnað við heimilisbflinn kemur í ljós að það munar meira en einum meðaltals mánaðarlaunum landsbyggðinni í óhag. Miðað við þau svæði þar sem launin eru lægst geta menn eignast ein eða tvenn mánaðarlaun til ráð- stöfunar með því að breyta sinni bú- setu; flytja utan af landi og á höfuð- borgarsvæðið. Fleira kemur til. Landsbyggðar- fólk er annars flokks viðskiptavinir hvað varðar aðgang að peningum og bankaþjónustu. Landsbyggðin hefur annan veðsetningarstuðul en Reykja- vík, meira að segja í viðskiptum við Húsnæðisstofnun. Þó eru útlánatöpin í bankakerfmu mest hér í Reykjavík. Rúmlega 54% tapaðra útlána í bankakerfinu eru vegna Reykjavikur þar sem búa 39% landsmanna. Þrengingar landbúnaðarins Það sem er hvað alvarlegast í því, sem er að gérast nú, er að byggðar- lög, sem hafa staðið vel, eru farin að tapa fólki; eins og Höfn, Egilsstaðir og Sauðárkrókur. Þessh- staðir hafa átt landbúnaðinn að bakhjarli en vegna þess hvað þrengt hefur að landbúnaðinum er fólki þama að fækka. Þrengingar landbúnaðarins eiga stóran þátt í byggðavandanum, sem nú herjar á.“ Það er eitt atriði mikið í umræðunni og snýr að sálrænum afleiðingum þess að afla- heimildirnar hafa verið að færast á færri hendur. Um leið og farið er að líta á réttinn til að sækja sjóinn sem einkaeign rofni tengsl al- mennings við undirstöðuatvinnuveginn og byggðarlögin. Hvað segir þú um það? „Þetta er mikið í umræðunni og ég held að þetta hafi mikil sálræn áhrif. Mín skoðun er sú að það þurfi að vinna gegn þessu með því til dæmis að veita auknar aflaheimildir fyrir löndun og vinnslu á fiski í landi. Þótt það væri ekki nema 5-10% aukning held ég að það yrði sálræn upplyfting. I þessum efnum verðum við að stíga einhver slík skref.“ En varðandi fólksflóttann frá landsbyggðinni. Hvað geta opinber- ir aðilar reynt, sem ekki hefur verið gert á undanförnum áratugum? „Ég tel að byggðastefnan hafi lít- ið verið nema frasi á undanfórnum áratugum. Það hefur verið mikill tvískinnungur í þessum málum. Hér fyrr á ár- um voru ýmsir sjóðir sem höfðu það að mark- miði að efla atvinnulífið úti á landi, fyrst og fremst. Hér á ég við togaravæðingu og frysti- húsauppbyggingu. Það hafa verið stigin skref í samgöngumálum og t.d. varðandi jöfnun símkostnaðar en það hefur ekki verið tekist á við það verkefni að jafna kjör fólksins í land- inu. Aukning í ríkisútgjöldum á undanfömum árum hefur að mestu leyti leitað hingað, á höf- Tvískinnungi í byggðamálum verður að ljúka Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, telur að byggðastefnan standi á tímamótum og framundan séu tímar þar sem ræðst hvort það tekst að stöðva flóttann frá landsbyggðinni til höfuðborgar- innar. Pétur Gunnarsson ræddi við Egil. Morgunblaðið/Árni Sæberg EGILL Jónsson, alþingismaður og stjórnarformaður Byggðastofnunar. Menn verða að fara að hugsa heildstætt um þetta land uðborgarsvæðið. 60% aukningar ríkisútgjalda hafa hafnað í Reykjavík, 20% á Reykjanesi og 20% á öðrum landshlutum. Það er niðurstaða Haralds L. Haraldssonar hagfræðings í skýrslu sem hann vann fyrir Byggðastofnun. Þetta einfaldlega sýnir það að peningarnir leita til Reykjavíkur. Og fólkið fylgir á eftir. Það sem af er þessu ári hefur álíka fjöldi flutt suður frá landsbyggðinni og nú býr á Egils- stöðum. Ég er sannfærður um að það megi spoma við þessari þróun ef mönnum er alvara og fólkið, sem býr úti á landi, hefur sannfær- ingu fyrir því að það sé verið að vinna af viti í málunum." Hvaða markmiðum telur þú að þurfí að stefna að? „Það auðveldar okkur að átta okkur á því að það liggja fyrir nið- urstöður könnunar sem Stefán Ólafsson prófessor gerði og birtist í ritinu Búseta á íslandi. Þar sýnir hann fram á með skýrum hætti hver er hvatinn að búferlaflutning- unum. Af þessum niðurstöðum tek- ur byggðatillaga forsætisráðherra mið. Ef menn taka á málunum á þeim grundvelli og fólkið á landsbyggðinni finnur og sér að það er vilji á bak við þau markmið, sem sett eru fram, er ég sannfærður um að þessu verður snúið við. I þessu riti Stefáns kemur líka fram að í raun og veru eru þeir fleiri, sem vildu flytjast úr þéttbýlinu út á land, en hinir, sem vilja flytjast þaðan og hingað suður séu skil- yrði svipuð. Það sem sérstaklega brennur á, umfram kjaraþáttinn, er einhæfni atvinnulífsins.“ Menn hafa lengi reynt að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Sérðu einhvernýráð til þess? „Eins og ég sagði eru forsendm-nar fyrir því að reka fyrirtæki allt aðrar nú en áður. Þess vegna höfum við miklu meiri möguleika á að takast á við nýjungar og nýsköpun en áð- ur. Verðgildi landsins hefur aukist með bætt- um samgöngum og aukinni ferðaþjónustu og veitingarekstri. Sjávarútvegurinn er að hverfa frá erfiðleikatímabili og þótt hann hafi mikið þróað sig til aukinna verðmæta á margt fleira eftir að koma fram í kjölfar þess að staða fyrirtækjanna hefur batnað og þau mynda eigið fé. Það eykur viðleitni þeirra til að leita í nýjungar og þá verður til annað en mjölvinnsla og frystihús. Laun í sjávarútvegi Ég held að þeir, sem stjórna at- vinnulífinu úti á landi, verði líka mjög að hugsa til þess að kjör fólks- ins þar séu með þeim hætti að það vilji starfa þar áfram. í þessu góð- æri í fískveiðum og fiskvinnslu verður sjávar- útvegurinn að hugsa til þess að lægstu launin séu með þeim hætti að fólkið geti lifað af þeim. í byggðatillögu forsætisráðherra, sem nú liggur fyrir þingi og er markvissasta plagg sem hefur komið fram um þessi mál, er lögð áhersla á eflingu atvinnuþróunarstarfs og stuðning við eignarhaldsfélög, sem hafi að markmiði nýsköpun og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. 60% aukning útgjalda hafna í Reykjavík Menn verða að fara að hugsa heildstætt um þetta land en ekki stýra fjármagninu viljandi eða óviljandi inn á tiltölulega lítið svæði. Það er grundvallaratriði að hugsunin í þessum efnum breytist. Það er langbest fyrir alla að- ila að það geti verið eðlileg búseta á landinu þannig að hægt sé að nýta þá fjárfestingu sem búið er að leggja í.“ Hvað gerir Byggðastofnun til þess að berj- ast gegn straumnum til höfuðborgarsvæðis- ins? „Ég held því fram að það hafi orðið afar mikil breyting á starfsemi Byggðastofnunar á undanförnum þremur árum. Þetta er orðin nýtískuleg stofnun og það er ekki mikið hnjóðað í hana um þessar mundir. Þróunarfé til höfuðborgar Það koma liðlega 200 milljónir í hlut þessar- ar stofnunar á fjárlögum og það hefur lítið breyst frá því að núverandi stjórn tók við. Þróunarfé íákissjóðs fer að stærstum hluta gegnum stofnanir, sem tengdar ena lands- byggðinni, en því er að mestu úthlutað í stofn- anir á höfuðborgarsvæðinu. Við í stjórn Byggðastofnunar höfum valið að fara með forræðið í atvinnuráðgjöf og ný- sköpun heim í byggðirnar. Af þeim toga var flutningur þróunarsviðs stofnunarinnar norður á Sauðárkrók. Það var liður í því að koma forystunni í þessum málum út á land, í það um- hverfi þar sem menn hugsa rökrétt í byggðamálum." Lamaðist ekki starf þróunarsviðs- ins við það að starfsfólkið hætti allt við flutninginn norður á Sauðárkrók? „Nei, starfsemin hefur stóreflst. Það varð einn starfsmaður áfram hjá þróunarsviðinu en að öðru leyti kom nýtt fólk til starfa. Starfsemin hefur stóreflst. Það eru horfur á að konur starfi þar til jafns við karla og er það vel. Þetta fólk vinnur mun nánar en áður með atvinnuráðgjöfunum og í tengslum við þá.“ En hefði ekki verið rökrétt að flytja stofnunina alla út á land? „Það hlýtur að verða næsta skref, en það verður ekki gert núna fyrir kosningar. Sá árangur sem að var stefnt hefur náðst en með tilliti til fenginnar reynslu og áherslu á flutn- ing stofnana út á landsbyggðina hlýt- ur stofnunin að verða flutt þangað.“ Egill segir að það hafi verið liður í þeirri stefnumótun stjórnarinnar að efla starfsemi atvinnuþróunarfélag- anna úti um landið og tengja þau saman sem stofnunin kom á fót Byggðabrúnni svokölluðu, þ.e. fjar- fundabúnaði, sem gerir fólki, sem statt er í ólíkum byggðarlögum, kleift að „hittast" og halda fundi án þess að fara að heiman. Egill segir að þegar sé þessi fé- lagsskapur atvinnuþróunarfélaganna orðinn mjög öflugur og komin á öflug tengsl þeirra við mennta- og rann- sóknastofnanir í landinu. Öflug þekkingarmiðlun Einnig var það markmið með kaupum á þessum búnaði að styðja víð viðleitni til þess að koma á fót fjarkennslu á háskólastigi á lands- byggðinni. Sú viðleitni segir hann að hafí bor- ið mikinn árangur því á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru frá því að Byggðabrúin var opnuð hefur framboð á fjarkennslu á háskóla- stigi margfaldast. „Hér er um gríðarlega öfluga þekkingar- miðlun að ræða og nýtt forystuhlutverk Byggðastofnunar í byggðamálum," segir Eg- ill. „I byggðatillögu forsætisráðherra er lögð áhersla á aukið háskólanám úti á landi og sér- staklega getið um Austurland og Vestfirði og nú er það staðreynd að í báðum þessum lands- hlutum og víðar er farið að stunda háskóla- nám heima í héraði." Egill segir einnig eftirtektai’vert að í sam- vinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga sé nú starfandi starfshópur sem sé að leita leiða til þess að nýta mögu- leika Byggðabrúarinnai' til þess að efla starf grunnskólastigsins og framhaldsskólastigsins. „Stóra málið er að það þarf að koma lífi í byggðirnar. Sums stað- ar hefur lítið verið byggt og gert í heilan áratug og iðnaðarmenn hafa ekki setið auðum höndum heldur farið suður í upp- sveifluna á höfuðborgarsvæðinu þar sem vinnu er að fá. Þess eru dæmi að nú sé verið að hefja opinberar framkvæmdir úti á landi án þess að einn einasti heimamaður vinni við þær. Iðnaðarmennirnir eru fluttir í burtu. Það þarf að koma lífi í byggðirnar, þá skap- ast möguleikarnir og þá tekst okkur að ná því markmiði að landsbyggðin haldi sínu í fólksfjölguninni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.