Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKIIREYRI Menntamálaráðherra tekur fyrstu skóflustungu að byggingum Háskólans á Akureyri Tímabært að háskólmn eignist húsnæði hannað að þörfum hans .. Morgunblaðið/Kristján BJORN Bjarnason menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustungu að byggingum Háskólans á Akureyri í gær, en hann tekur hér í hönd Þor- steins Gunnarssonar rektors að því loknu. Stórvirkar vinnuvélar hófu þá strax framkvæmdir við jarðvegsvinnu en þeim á að vera lokið 1. desember næstkomandi. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra tók fyrstu skóflustungu að byggingum Háskólans á Akui’eyrar í gær, föstudag, en þar er um að ræða nýtt kennsluhús um 2.000 fer- metrar að stærð og er kostnaður áætlaður um 260 milljónir króna. Fram kom í ávarpi Bjöms við þetta tækifæri að meiri breytingar hefðu orðið á háskólanámi hér á landi á síðustu 10 árum en nokkru sinni frá því Háskóli Islands var stofnaður árið 1911. Háskólinn á Akureyri hefði átt mikinn þátt í þeim breytingum. „Má kveða svo fast að orði að með tilvist sinni hefði skólinn skapað nýja vídd,“ sagði Bjöm Bjarnason og bætti við að í vikunni hefði verið rætt á Alþingi að Háskólinn á Akureyri væri eitt- hvert mikilvægasta framlag síðari ári til að hefta enn meiri byggða- röskun í landinu. í máli Björns kom fram að stjóm- endur Háskólans á Akureyri hefðu sýnt áræði og dugnað við að feta inn á nýjar brautir við breyttar aðstæð- ur á háskólastigi, en í vetur verða væntanlega samþykkt ný lög um um háskólann sem auka munu sjálf- stæði hans og skapa honum ný sóknarfæri. Björn sagði vissulega tímabært að háskólinn eignaðist húsnæði sem sérstaklega væri hannað og sniðið að þörfum hans. Nokkurt fé hefur verið ætlað í fjárlagafrumvarpi til þess verks sem framundan er en Bjöm sagði að þegar línur hafi skýrst væri æskilegt að samið yrði um framkvæmdahraða og fjárveit- ingar yrðu í samræmi við hann. Fyrsta skrefið stigið Fjórði áfangi framkvæmda við Háskólann á Akureyri er bygging rannsóknarhúss, en Akureyrarbær baust á síðasta ári til að fjármagna byggingu þess og hefur málið verið rætt milli fulltrúa menntamálaráðu- neytis og bæjaryfirvalda. „Afstaða mín er sú að menntamálaráðuneytið eigi ekki að taka á sig allar skuld- bindingar fyrir hönd ríkisins vegna rannsóknarhúss. Skilgreina verði þörf háskólans á rými í húsinu og síðan greiði skólinn fyrir þá að- stöðu. Rannsóknarstofnanir og aðr- ir verða að standa undir sínum hluta af kostnaði við byggingu húss- ins,“ sagði menntamálaráðhema en að hálfu ráðuneytisins væri höfuðá- hersla lögð á að Ijúka öðram og þriðja áfanga framkvæmda. „Við er- um að stíga fyrsta skrefið á þeirri leið í dag,“ sagði Bjöm og skoraði á velunnara skólans að taka höndum saman svo myndarlegt háskólasetur risi sem fyrst í hjarta Akureyrar. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði bygg- ingasögu háskólans formlega hefj- ast með þeim framkvæmdum sem í vændum eru, en ekkert af því hús- næði sem hann nú starfar í er byggt með hliðsjón af þörfum hans. Þorsteinn nefndi að bygging fyr- irlestrarsala sem fyrirhuguð er síð- ar gæti tengst starfsemi utan há- skólans, þar væri hægt að hýsa ráð- stefnur og listviðburði og væri há- skólinn fyrir sitt leyti tilbúin að ræða við þá sem hagsmuna ættu að gæta á þessum sviðum um mögu- lega aðild þeirra að uppbyggingu og rekstri húsnæði af því tagi með gagnkvæma hagsmuni í huga. „Lík- legra er að hér verði myndarlegar að málum staðið ef hagsmunaaðilar sameinast um að Ijúka á tiltölulega skömmum tíma einu stórhuga og metnaðarfullu verkefni heldur en ef kröftum er dreift í að reisa mörg að- skilin hús sem erfiðara verður að fjármagna og nýting sumra þeirra yrði hlutfallslega lítil.“ Háskólin á Akureyri kominn á beinu brautina Valgerður Sverrisdóttir þingmað- ur ávarpaði samkomuna fyrir hönd þingmanna kjördæmisins og sagði m.a. að Háskólinn á Akureyri hefði alltaf verið niðri á jörðinni, hann hefði lagt áherslu á að mennta fag- fólk í starfsgreinum sem skortur hefði verið á og þá einkum á lands- byggðinni. Það sem ekki síður væri mikilvægt væri að langflestir braut- skráðir kandídatar frá háskólanum byggju og störfuðu á landsbyggð- inni og það væri mikilvægt fyrir þjóðina sem heild. Anægjulegt hefði verið að fá tækifæri til að fylgjast með stofnuninni, þessu óskabarni, vaxa og eflast og það sem mikilvæg- ast væri - að sanna sig. „Sá áfangi sem menntamálaráð- herra hóf hér með táknrænum hætti er ákaflega mikilvægur og hann varðar þá leið sem miðar að því að hér rísi háskólastofnun með 750 nemendum og öll starfsemi verði hér í þessu fallega umhverfi," sagði Valgerður. „Það er vilji okkar allra og ásetningur að framtíð há- skólans megi verða björt. Borgar- brautin er að rísa bein og breið. Há- skólinn á Akureyri er kominn á beinu brautina.“ Aksjón 26. október, mánudagur 12.00^-Skjáfréttir 18.15Þ-Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýnd- ur kl. 18.45,19.15,19.45, 20.15 og 20.45. 21 .OOÞMánudagsmyndin Launráð (Scam). Glæsikvendið Maggie Rohrer lifir á því að tál- draga og féfletta einmana karl- pening á fínni hótelu Miami- borgar. En dag einn hittir hún ofjarl sinn og þá kárnar gaman- ið. Aðalhlutverk: Christopher Walken og Lorraine Bracco. 1994 Blaðbera vantar í Háagerði/Stóragerði. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýs- ingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Snjóbylur og ófærð á Víkurskarði Aðstoða þurfti 35 manns í 19 bflum VÍKURSKARÐ hefur verið ófært frá því á fimmtudagskvöld, en starfsmenn Vegagerðarinnar biðu átekta í allan gærdag með að opna veginn. Reyna á að opna veginn um leið og veður lægir, en það verður samkvæmt veðurspá ekki fyrr en í dag, laugardag. Glórulaus snjóbylur hefur verið á Víkurskarði frá því á fimmtudagskvöld. í fyrrinótt biðu um 35 manns í 19 bílum á Víkur- skarði eftir aðstoð, en bílarnir sátu þar fastir. Jón Haukur Sigurbjörnsson, rekstrarstjóri Vegagerðai’innar á Akureyri, sagði að snjóraðnings- tæki hefði teppst efst í skarðinu um kl. 18 á fimmtudagskvöld en það komst hvergi sökum þess að bílar voru fastir einkum í og við Hrossa- gil. Leitað var eftir aðstoð og fór hjólaskólfla upp skarðið til að að- stoða bíla sem þar sátu fastir og að opna veginn. Hún lokaðist einnig inni og var þá önnur send á vett- vang. Um kl. 6 á fóstudagmorgun hafði tekist að losa alla bfla og koma flestum þeirra niður af skarðinu, en einhverjir voru skildir eftir. Á skarðinu voru bæði fólksbílar og flutningabílar. Engum varð meint af volkinu. Vegurinn til Grenivíkur lokaðist í gær, en snjóflóð féll á veginn við Víkurhóla í gærdag. Þá féll lítið snjóflóð á veginn milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur og lokaðist vegurinn um tíma af þeim sökum. Sigurhæðir - Hús skáldsins Sími: 462 6648 - Fax: 462 6649 - Netfang: skald@nett.is Námskeið í Grettissögu Öll þriðjudagskvöld frá 3. nóv. til 8. des. kl. 20-21.30. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráning lil fiinnitud. 29. okt. Skrifstofur fyrir skáld og fræðimenn Umsóknarfrestur til 30. okt. vegna leigu í nóv. og des. og til 15. nóv. fyrir leigu fyrri hluta árs 1999. „íslands ÍOOO ljóð“ Fyrsta ljóðakvöldið verður miðvikudaginn 4. nóvember. Skráning og upplýsingar hjó forstöðumanni Sigurhæða, Erlingi Sigurðarsyni, kl. 13.30-16.30 virka daga. Fimmtán listakonur sýna SIÐASTI sýningardagur sýn- ingar fimmtán listakvenna í Galleríi Svartfugli í Grófargili verður á miðvikudag, 28. októ- ber. Sýningin er fjölbreytt en þar eru sýnd listaverk unnin með textfl, málun, skúlptúr, grafík og leir. Konurnar reka saman Gallerí Listakot á Laugavegi 70 í Reykjavík og hafa sýnt víða áður bæði á einkasýningum og á samsýn- ingum. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 daglega, en lokað er á mánudögum. Haust- fagnaður HAUSTFAGNAÐUR Gilfé- lagsins verður í Ketilhúsinu í kvöld, fyrsta vetrardag og hefst hann kl. 22. Flutt verður tónlist af ýmsu tagi, ljóð og athuga- semdir af munni fram. Innritun nýrra félaga fer fram frá kl. 13 til 14 í dag, laugardag á skrif- stofur Gilfélagsins. Vitna leitað Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri óskar eftir því að vitni að umferðaróhappi við gatnamót Þingvallastrætis og Oddeyrar- götu um kl. 16 í gær gefi sig fram. Bfll lenti þar á gang- brautarljósi. Vitað er að öku- maður á ljósleitum eða hvítum pallbfl ók þar um um þetta leyti og er hann beðinn um að gefa sig fram við lögreglu. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn verður í Dvalarheimilinu Hlíð kl. 11 á morgun, öll börn velkomin. Guðsþjónusta kl. 14 í kirkjunni, fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðuð til guðsþjónustunnar. Fundur með foreldram verður í Safnað- arheimilinu eftir messu. Æsku- lýðsfélagsfundur í kapellunni kl. 17. Biblíulestur í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar á mánudagskvöld kl. 20.30. Sálm- ur 51 lesinn og íhugaður með yfirskriftinni: Angist og iðrun. Mömmumorgunn í Safnaðar- heimili á miðvikudag frá 10 til 12. GLE RÁRKIRK JA: Fjöl- skylduguðsþjónusta verður kl. 11 á morgun. Foreldrar, afar og ömmur hvött til að fjömenna með börnunum. Barnakór Gler- árkirkju leiðir sönginn. Biblíu- lestur og bænastund kl. 20 á mánudagskvöld og náttsöngur kl. 21. Kyrrðar- og tilbeiðslu- stund kl. 18.10 á þriðjudag. Há- degissamvera kl. 12 á miðviku- dag, oreglleikur, altarissakra- menti og fyrirbæn. Léttur há- degisverður á vægu verði. Opið hús fyrir foreldra og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. H JÁLPRÆÐISHE RINN: Dagur heimilasambandsins á morgun, sunnudag og af því til- efni verður kaffisamsæti kl. 15.30. Almenn samkoma kl. 17 í umsjá heimilasambandssystra. Ath. fundur á mánudag fellur niður. Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. KK fyrir 6-10 ára krakka á miðvikudag kl. 17 og 11 plús mínus fyrir 10 til 12 ára á fóstudag. Flóamarkaður er alla föstudaga frá kl. 10 til 17. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. KFUM og K: Almenn sam- koma kl. 17 á sunnudag. Ræðu- maður sr. Sigfús Ingvason, prestur í Keflavík. Boðið upp á súpu og kaffi eftir samkomuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.