Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 63

Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 23. þing Alþýðusambands Austurlands Stjórnvöld fylgi launastefnunni í ÁLYKTUN 23. þings Alþýðusam- bands Austurlands, ASA, er þess ki-afíst að stjórnvöld fylgi þeirri launastefnu sem aðilar vinnumark- aðarins og ríkisstjóm móta. Um- hugsunarefni sé, að í kjölfar samn- inga sem byggjast á yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um launajöfnun, að opinberir aðilar, ríkisvald og sveitarfélög gangi á undan með því að auka launamuninn með viðbótar launahækkunum til hærra launaðra hópa í samfélaginu. „Pað er með öllu ólíðandi að opinberir aðilar geri samninga sem þeir ekki geta staðið við nema með auknum álögum á al- menning," segir í ályktuninni. 23. þing ASA lýsir yfir stuðningi við kvótaþing og verðlagsstofu skiptaverðs en lýsir eftir byggða- stefnu stjórnvalda í ljósi þess að íbú- um á félagssvæði ASA fer fækkandi. Þingið ki-efst þess að stjórnvöld noti hluta af því svigrúmi sem góðærið í efnahagslífinu hafi skapað til að koma til móts við íbúa landsbyggð- arinnar og jafna þann aðstöðumun sem til staðar sé í dag. Þingið krefst lægra vömverðs, jöfnun orkukostn- aðar, að ferðakostnaður allra sjúk- linga sem ekki geta fengið þjónustu heima íýrir verði greiddur af hinu opinbera og að samgöngur innan svæðisins verði bættar með jarð- gangagerð. Hvalveiðar hefjist á næsta ári Þingið krefst svara sem fyrst við þeirri spurningu hvort stóriðja rísi á Reyðarfirði svo og virkjanir henni tengdar. Þingið krefst þess að sú orka sem fæst í fjórðungnum verði notuð til atvinnuuppbyggingar á Austurlandi en ekki flutt í burtu. Þá krefst þingið þess að Alþingi sam- þykki nú þegar að hvalveiðar verði hafnar strax á næsta ári. Þingið krefst þess að greiðslur úr tryggingakerfinu fylgi þróun lægstu launa og að þau skerðingarákvæði sem koma til vegna launa úr lífeyris- sjóðum og vegna tekna maka verði afnumin hjá Tryggingastofnun ríkis- ins. Norræna húsið Fyrirlestrar um barna- kvikmyndir FJÓRIR fyrirlestrar um barnakvik- myndir í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, verða í Norræna húsinu í dag, laugardag. Fyrirlestr- arnir hefjast með setningu Riitu Heinámaa, forstjóra Norræna húss- ins, kl. 10. Fyrirlesarai' eru Eva Færevaag frá Norsk Filminstitutt, Bitte Eskilson frá Svenska Film- institutet, Ulrich Breuning frá Det Danske Filminstitut og Petri Kemppinen frá finnska sjónvarpinu YLE TVl. Dæmi úr kvikmyndum verða sýnd af myndbandi. Fyrirlestrarnir eru ætlaðir kenn- urum, leikskólakennurum, foreldr- um, kvikmyndafólki og öllum þeim sem áhuga hafa á uppeldi barna, barnakvikmyndum og barnamenn- ingu, segir í fréttatilkyningu. Útdrættir á ensku verða fáanlegir á staðnum. Að loknum hverjum fyr- irlestri verður spurningum gesta svarað. Opið hús hjá FS OPIÐ hús verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í dag, laugar- daginn 24. október. Bæði kennslu- hús skólans, Hamar og Oddi, verða opin gestum og munu kennarar og nemendur kynna starfsemi skólans í kennslustofum og í miðrými. Þá verður brugðið upp myndum úr sögu skólans. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Kl. 14.45 syngur kór skól- ans nokkur lög og kl. 15 verður fundur skólameistara og námsráð- gjafa með forráðamönnum skólans. Kaffisala verður á staðnum. ísafjörður Málþing um byggðastefnu OPIÐ málþing um byggðastefnu verður haldið í Edinborgarhúsinu á Isafirði á vegum fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Isafjarðarbæ laugardaginn 24. október. Dagskráin hefst kl. 13 með þing- setningu. Einar Kristinn Guðfinns- son alþingismaður setur þingið. Að lokinni þingsetningu flytja eftirfar- andi erindi: Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar: Forsendur byggðastefnu, Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar í ísafjarðar- bæ: Sveltur sitjandi kráka ..., Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Tónlistar- skólans í Bolungarvík: Er það vont eða venst það fyrir vestan? Halldór Jónsson, vinnslustjóri Básafells hf.: Frumkvæði heimamanns skiptir sköpum. Að lokum flytur Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður samantekt. Þingstjóri er Laufey Jónsdóttir. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og allir velkomnir. Tækifæriskaup S5 I Seljum um helgina nokkur sófasett og borðstofusett með miklum afslætti. | Bara um þessa helgi Opið: laugardag kl. 10-16 sunnudag kl. 13-16 ggjCK) Raðgreiðslur LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 6& Jafet Melge sýnir á 22 MANNFRÆÐINGURINN, list- heimspekingurinn og nytjurtafræð- ingurinn Jafet Melge opnar mál- verkasýningu á veitingahúsinu 22 við Laugaveg 22 í dag laugardag kl. 17. Viðfangsefni Melge er mannkyns- sagan, en ritgerðir hans hafa verið bii'tar í íslenskum blöðum og tímarit- um, segir í fréttatilkynningu. Grein- ar hans hafa fjaliað um menningar- mál, fræðigreinar um drauga og ferðalög hans um bambusskóga As- íu. Sýningin er sölusýning og stendur til 20. nóvember. ■ í KRAMHÚSINU við Skólavörðu- stíg verður haldið námskeið í leiklist dagana 1. nóvem- ber til 20. desem- ber þar sem megin- áhersla verður lögð á andlega þætti listarinnai'. Únnið verður út frá að- ferðum Stan- islavskis, Lee Stra- bergs, Mark Olsen o.fl. Gerðar verða æfingar sem stuðla að andlegri vakningu, auknu sjálfstrausti og innsæi í eðli mann- sekjunnar, segir í fréttatilkynningu. Leiðbeinandi er Þorsteinn Bach- mann, leikari, útskrifaður frá Leik- listarskóla íslands 1991. Kennt verð- ur á sunnudögum 3 klst. í senn. LEIÐRÉTT Ekki í boði Krabbameinsfélagsins MISHERMT var í blaðinu á fimmtu- dag að finnskur prófessor í faralds- fræði, Timo Hakulinen, hefði verið hér á ferð í boði Krabbameinsfélags íslands. Hann var hér staddur á fundi samtaka norrænna krabba- meinsfélaga. HÖFUM OPNAÐ SÉRVERSLUN Barbour . 0 * t <$.••• f| a !. n i T í -$,H C O U.N i n y C t o I )■* : H G 1 KLASSÍSKUR ÚTIVISTARFATNAÐUR KVARTCO ehf. Umboös- og heildverslun Nýbýlaveyl 28, Dalbrokkumetjln, 200 Kópavogi S. 564 3327 — /L—q_ ------------Ntb+lavegur------- TOYOTA j j Jön Bakan ____________Dalbrekka________ Opiö mán. - föstud. 13-18 og iaugard. 10-14 Allir haustlaukar með 50% afslætti á meðan birgðir endast Ttm er fímgt að Mtja niður áamtlaukatm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.