Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stjórn siðaráðs hvetur lækna til að taka ekki þátt í gerð gagnagrunns
Aðalfundur LI sættir sig ekki
við gagnagrunnsfrumvarpið
Margrét Frímanns-
dóttir um samþykkt
Kvennalistans
Vel í lagt
miðað við
styrkleika
„MÉR finnst þetta nokkuð vel í lagt
miðað við styrkleika Kvennalistans.
Það er hins vegar fyrst og fremst
kjördæmanna og samráðshópanna,
sem vinna að framboðsmálum í ein-
stökum kjördæmum, að svara þess-
um kröfum," sagði Margrét
Frímannsdóttir, formaður Alþýðu-
bandalagsins, um kröfur landsfund-
ar Kvennalistans um sæti á fram-
boðslistum samfylkingar.
Margrét sagðist hafa rætt við for-
ystukonur Kvennalistans, en engin
formleg viðbrögð hefðu korriið fram
við kröfunni. Það yrði fundur í
hópnum sem stýrir vinnunni af
hálfu flokkanna í þessari viku og
væntanlega yrði einnig fundur í
samráðshópunum í Reykjavík og
Reykjanesi í vikunni. Þá myndu
koma fram formleg viðbrögð.
Margrét sagði að Kvennalistinn
vildi halda þeim þremur þingsætum
sem hann hefur í dag í Reykjavík og
á Reykjanesi, en krafan fæli einnig í
sér varaþingmannssæti og hugsan-
lega þingsæti í öðrum kjördæmum.
Þetta væri því vel í lagt miðað við
styrkleika flokksins.
■ Kvennalistinn/12
---------------
Vatnaflugvél
bætist í flotann
NÝ flugvél bættist í flugvélaflota
landsmanna þegar Kári Guðbjörns-
son lenti nýsmíðaðri Aventura 2,
flugvél á Hafravatni. Þetta er
fyrsta vatnaflugvélin sem flutt er
til landsins f mörg ár.
Vélina keyptu Kári og tveir fé-
lagar hans nýsmíðaða í Flórída.
Hún er tveggja sæta, eins hreyfils
og ber tæplega 300 kílé.
STJÓRN siðaráðs Læknafélags ís-
lands hyggst beina því til íslenskra
lækna að þeir taki ekki þátt í gerð
miðlægs gagnagrunns á heilbrigðis-
sviði. Þetta kemur fram í umsögn
stjórnarinnar um lagafrumvarpið frá
í gær. Aðalfundur Læknafélags ís-
lands samþykkti í gær ályktun þar
sem segir að fyrirliggjandi frumvarp
um gagnagrunn á heilbrigðissviði sé
óviðunandi.
Að sögn Guðmundar Björnssonar,
formanns Læknafélags íslands,
samþykkti fundurinn ályktun um
stuðning við álit stjórnar félagsins
með 25 atkvæðum gegn 8. Að sögn
Guðmundar urðu gagnlegar umræð-
ur á fundinum og var það eindreginn
vilji fundarmanna að styðja stefnu
stjórnarinnar í málinu. „Með þessari
tillögu höfnum við ekki frumvarpinu
heldur teljum það óviðunandi í nú-
verandi mynd og að það þurfi að
koma til á því talsverðar breytingar
til þess að læknar geti fallist á það,“
sagði hann.
Annarri tillögu vísað til stjórnar
með 16 atkvæðum gegn 14
Fundurinn í gær var framhaldsað-
alfundur en afgreiðslu fyrri tillögu
stjórnarinnar var frestað á aðalfundi
í síðasta mánuði. A þeim fundi var
deilt annars vegar um tillögu stjórn-
aiúnnar og hins vegar um tillögu
þriggja lækna, sem voru hlynntir
frumvarpinu með skilyrðum.
Einn þremenninganna, Högni
Óskarsson geðlæknir, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að tillaga
stjórnarinnar, sem samþykkt var á
fundinum í gær, hefði verið nokkuð
breytt frá fyrri aðalfundi, m.a. væri
nú frumvarpinu ekki hafnað eins og
þá heldur lagt til að málinu yrði
frestað og gerðar á frumvarpinu
breytingar.
Hann sagði að þrátt fyrir sam-
þykkt fyrri aðalfundar hefði stjórn
Læknafélagsins ekki haft samráð við
flutningsmenn hinnar tillögunnai-
um breytingar á tillögugerðinni milli
funda. Tvær tillögur lágu því fyrir
aðalfundinum í gær og eftir úrskurð
fundarstjóra um að aðeins yrði hægt
að samþykkja aðra tillöguna var
samþykkt með 16 atkvæðum gegn 14
tillaga um að vísa tillögu Högna og
félaga til stjórnar. Högni sagði að
eftir samþykkt þeiiTar tillögu hefði
tillaga stjórnarinnar verði borin upp
og samþykkt með 25 atkvæðum
gegn 8 eins og fyrr sagði.
Fresta afgreiðslu
I ályktuninni sem framhaldsaðal-
fundurinn samþykkti í gær segir að
grundvallaratriðum um persónu-
vernd, samþykki sjúklinga, eftirlit
með nýtingu gagnagrunnsins og tak-
markað aðgengi annarra vísinda-
manna sé ábótavant í frumvarpinu
iim miðlægan gagnagrunn á heil-
brigðissviði og þurfi frekari umfjöll-
un. „Ekki hefur verið skoðað hvort
frekari þróun og uppbygging á
dreifðum gagnagrunnum geti upp-
fyllt vísindaleg mai-kmið miðlægs
grunns. Aðalfundurinn telur því að
fresta beri afgreiðslu frumvarpsins
þar til þessum atriðum hafa verið
gerð fullnægjandi skil,“ segir í álykt-
uninni, sem felur í sér að fallist er á
álit stjórnar Læknafélagsins um
frumvarpið frá 27. október sl.
I umsögn stjórnar siðaráðs
Læknafélags Isiands um frumvarp-
ið, sem send var Alþingi í gær, segir
að stjóm siðaráðs Læknafélagsins
telji að frumvarpið stríði gegn 10.
grein laga um réttindi sjúklinga frá
1997 og 4. mgr. 2. gr. sömu laga um
samþykki fyrir vísindarannsóknum.
Einnig telur stjórnin að frumvarpið
stríði gegn reglum Evrópuráðsins
um lífsiðfræði.
„Stjórn siðfræðiráðs telur að um-
ræða um miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði sé skammt á veg
komin og fjölmörgum spurningum
ósvarað varðandi öryggi persónu-
upplýsinga. Stjórnin leggst því ein-
dregið gegn frumvarpinu og mun
beina því til íslenskra lækna að þeir
taki ekki þátt í gerð slíks grunns,“
segir í umsögninni.
Morgunblaðið/Rax
Andlát
HULDA
JAKOBSDÓTTIR
HULDA Jakobsdóttir,
fyrrum bæjarstjóri
Kópavogs, lézt á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur
sl. laugardagskvöld 87
ára að aldri. Hún var
fyrsta konan, sem
gegndi _ bæjarstjóra-
starfi á íslandi og var
bæjarstjóri frá 1957 til
1962. Hulda var ásamt
eiginmanni sínum,
Finnboga Rút Valde-
marssyni í forystu fyrir
uppbyggingu Kópavogs
á fyrstu árum bæjarfé-
lagsins. Hún var kjörin
heiðursborgari Kópavogs árið 1976.
Hulda Jakobsdóttir fæddist 21.
október árið 1911. Foreldrar hennar
voru Jakob Bjarnason vélstjóri og
Guðrún Armannsdóttir.
Hún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1931.
Þau Hulda og Finnbogi
Rútur eignuðust fimm
böm og eru fjögur
þeirra á lífi.
Á yngri árum starfaði
Hulda Jakobsdóttir
mikið að félagsmálum
og var m.a. formaður
byggingamefndar
Kópavogskirkju og
skólanefndar Kópavogs
um langt árabil. Auk
starfa sinna, sem bæjar-
stjóri Kópavogs, átti hún sæti í bæj-
arstjóm í eitt kjörtímabil. Hún var
sæmd riddarakrossi Hinnar íslenzku
fálkaorðu árið 1994.
Sólveig Pétursdóttir um áskorun sjálfstæðiskvenna
*
Ihuga þetta mál alvarlega
SÓLVEIG Pétursdóttir, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, segist taka
áskomn Landssambands sjálf-
stæðiskvenna um að hún gefi kost
sér í kjöri til varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins á næsta landsfundi
mjög alvarlega og þyki sér vænt
um þessa stuðningsyfirlýsingu.
„Ég er að íhuga þetta mál alvar-
lega og stefni að því að taka
ákvörðun fljótlega,“ sagði Sólveig
ennfremur.
„Ég minni á að ég fékk þó
nokkum fjölda atkvæða á síðasta
landsfundi í þetta embætti án þess
að hafa lýst yfir framboði. Mér
finnst að það sé bæði eðlilegt og
skynsamlegt að konur séu kallaðar
til frekari ábyrgðarstarfa fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Hins vegar lít
ég fyrst og fremst á sjálfa mig sem
sjálfstæðismann
sem starfar í
þágu sjálfstæðis-
stefnunnar. Ég
hef verið nokkuð
lengi í stjómmál-
um og hef auðvit-
að metnað til
þess að sækjast
eftir frekari
ábyrgðarstörfum
fyrir flokkinn.
Ég vil líka minna á að það eru al-
þingiskosningar í vor og ég tel að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi öflug
sóknarfæri í þeim kosningum,“
sagði Sólveig.
„Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins er ekki fyrr en í mars 1999,“
sagði Bjöm Bjamason, mennta-
málaráðherra, aðspurður hvort
Sólveig
Pótursdóttir
hann hefði í hyggju að gefa kost á
sér í kjöri til varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins. „Það er mikilvægt
að menn nýti tímann vel og einbeiti
sér að málefnalegu starfi vegna
stefnumótunar með hliðsjón af
þingkosningunum næsta vor, en ég
tel hins vegar alveg ótímabært að
hefja kosningabaráttu vegna vara-
formannskjörs,“ sagði Bjöm enn-
fremur.
„Það eru rúmlega fjórir mánuðir
til landsfundar og mér finnst
ótímabært að fara að leiða hugann
að þessu í alvöru. Ég hef ekki tekið
neina ákvörðun um framboð,"
sagði Geir H. Haarde fjármálaráð-
hema, aðspurður um það hvort
hann hyggðist gefa kost á sér við
kjör til varaformanns Sjálfstæðis-
flokksins.
I Sérblöð í dag________www.mbi.is
32SÍMIR
Á ÞRIÐJUDÖGUM
HEFURÞÚ
SPURNINGAR.
VARÐANDl
FJÁRíESTINGAR
ogLÍFEVRISMÁL?
UOQUMOOM
WMUWUINMCUM
ÁVERDBRÉFADÓGUM
Ahokduou
HÚMIUUUSÍHJ4U40M
OGAIKXMWU
HARUUMVT&lbtMHlM
VERIÐ VELKOMIN!
Blaðinu í dag fylglr
auglýsingablað um
verðbréfadaga
Búnaðarbankans á
Blönudósi og
Hólmavfk dagana
4.-6. nóvember.
Auglýsingunni er
dreift á fyrrgreind-
um stöðum.
Helgi gerði tvö mörk í norska
bikarúrslitaleiknum / C12
Þjálfari Kaiserslautern fylgdist
með Pétri Marteinssyni / C1