Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kjósa Bandaríkjamenn
" um afstöðu til forsetans?
------iKosningarnar að þessu
sinni eru sagðar snúast ekki
eingðngu um einstaka fram-
bjóðendur heldur ekki síður um
afstöðu almennings til hneyksl
ismála forsetans,
MIKIL eftirvænting ríkir hjá friðelskandi fólki úti um allan heim um hvort
bandaríska þjóðin muni meta forsetann að verðleikum.
Morgunblaðið/Kristinn
Allra heilagra messa
ALLRA heilagra messa var á sunnudaginn en þann
dag er látinna minnst. Fjölmargir lögðu leið sína í
kirkjugarða til að vitja leiða ástvina sinna. Starfs-
fólk kirkjugarðanna í Reykjavík var fólki til þjón-
ustu þennan dag, veitti upplýsingar um legstaði og
vísaði gestum veg. Þá var ’uoðið upp á margháttaða
tónlistardagskrá í Fossvogskirkju og var hún
fjölsótt.
™ Nýkomið!
Dúkar, diskamottur, pottaleppar og púðaver
- sérlega skemmtilegar vörur.
Einnig mjúk vattefni með efni báðum megin.
Góð í úlpur, vesti, kápur og fleira.
-búðirnar
Unnið að framtíðarsýn Hrafnistu
Skj ólstæðingar
orðnir um 800
HRAFNISTA er
rekin af Sjó-
mannadagsráði og
annast vistun og ýmsa
aðhlynningu fyrir aldraða.
Heimilið í Reykjavík var
opnað 1957 og var upphaf-
lega ætlunin að einbeita
sér að þjónustu fyrir
aldraða sjómenn og ekkj-
ur þeirra og enn er reynt
að sjá til þess að um helm-
ingur vistmanna sé úr
röðum þeirra. Heimilið í
Hafnarfirði var reist 1977.
Starfsmenn stofnunarinn-
ar eru alls um 750 og
skjólstæðingar um 800 ef
með eru taldir allir þeir
sem fá einhverja þjón-
ustu, að sögn Sveins H.
Skúlasonar forstjóra.
„Heilbrigðisráðuneytið
setur ákveðnar kröfur um
lágmarksþjónustu sem stofnanir
af þessu tagi skuli veita til að fá
daggjöld greidd,“ segir Sveinn.
„Þar sem við fáum rekstrarféð
frá opinberum aðilum fmnst okk-
ur að við verðum að taka við fólki
alls staðar af landinu.
Við önnumst vistun aldraðra
en einnig fólks sem þarf auk þess
hjúkrun inni á stofnuninni og sá
þáttur er sífellt að aukast. Nú eru
alls 318 manns á deildum Hrafn-
istu í Reykjavík og 227 í Hafnarf-
irði.“
- Sumir búa á eigin heimilum
við stofnunina. Hvers njóta þeir?
„Hátt á annað hundrað manns
býr í grennd við dvalarheimilin
tvö og njóta margs konar þjón-
ustu af okkar hálfu. Fólkið getur
fengið mat hér, notað sundlaug-
ina og getur nýtt sér ákveðna
læknisþjónustu, fengið fötin
þvegin, fengið hárgreiðslu,
fótsnyrtingu og fleira. Prestar
annast helgihald hjá okkur með
reglubundnum hætti.
Hjá okkur er næturþjónusta
og fólkið er með neyðarhnappa,
félagslífið er fjölbreytt hér og
öflug fóndurkennsla. Einnig eru
hér verslanir. Þetta er eins og Iít-
ið bæjarfélag, það eina sem vant-
ar er lögreglustjóri eða fangelsi!"
- Hvernig gengur að sinna um-
sóknum?
„Þörfín er að aukast og alls eru
um 800 manns með umsóknir á
biðlista. Vegna biðlistanna er fólk
nú orðið eldi'a þegar það kemur
til okkar og því oft orðið stutt í
hjúkrunarþörfina.
Aður var kannski litið tfl þess
hve umsóknirnar hefðu verið hjá
okkur lengi en nú eru þær ekki
raunverulega virkar fyrr en vist-
unarmat hefur farið fram. Því má
svo ekki gleyma að stundum get-
ur borist umsókn og viðkomandi
getur haft svo brýna þörf að við
teljum nauðsynlegt að bregðast
strax við. En því miður er þetta
alltaf val vegna þess að plássin
eru of fá.
Forsendan fyrir daggjöldunum
er samkvæmt lögum vistunar-
matið, sem starfshópur
hér annast í samstarfi
við sveitarfélögin. Nær
400 hafa nú verið metnir
svo að þeir hafi brýna
þörf fyrir að vera hér.“
- Hvað með framkvæmdir á
næstu árum?
„Hér hefur nú farið fram stefn-
umótunarvinna í 18 mánuði. Við
viljum gjarnan auka sértekjum-
ar. Við erum með í Reykjavík
nýja og vel búna sundlaug sem er
einhver sú besta á Reykjavíkur-
svæðinu. Sennilega gætum við
nýtt þessa aðstöðu betur til þjón-
ustu fyrir aldraða. Fleiri þyrftu
að geta notað hana.
Ef nægilegt fjármagn fæst til
► SVEINN H. Skúlason er
fæddur 1944 í Reykjavík og
lauk prófi frá Verzlunarskóla
Islands. Hann vann f nokkur ár
hjá tryggingafélaginu Ábyrgð,
var einnig framkvæmdastjóri
Verslunarmannafélags Reykja-
víkur og var framkvæmdastjóri
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík. Árið 1985 hóf
hann störf hjá Iðnaðarbankan-
um og síðar Islandsbanka og
gegndi þar ýmsum stjórnunar-
störfum og var útibússtjóri
1993-1998. Hann tók við starfi
forstjóra Hrafnistu I. september
sl.
Sveinn er kvæntur Sólveigu
Erlendsdóttur og eiga þau tvö
börn.
þess verður m.a. reynt að auka
vægi hjúkrunarinnar. Við stefn-
um að því að reisa 60 rúma
sjúkradeild á lóðinni í Reykjavík
og í Hafnarfirði á að vera hægt
að bæta við deild með 90 rúmum.
Einnig eru hugmyndn- um 60
íbúða leigublokk í grennd við
Hrafnistuheimilið í Hafnarfírði.
Heimilið í Reykjavík var mikil
framfór á sínum tíma en er á
vissan hátt barn síns tíma. Her-
bergin eru lítil, alveg niður í 9
fermetra og ljóst að þau
fullnægja ekki kröfum nútímans í
því tilliti."
- Er kannað skipulega meðal
skjólstæðinga hvernig þeim líkar
aðbúnaðurinn?
„Ekki hefur það nú verið gert
svo ég viti og reyndar væri það
kannski athugandi að gera það í
einhverjum mæli. Hins vegar
finn ég það á báðum heimilunum,
þótt þau séu mjög ólík vegna
þess hve húsið í Hafnarfirði er
miklu yngra og nýtískulegra, að
fólk er almennt ánægt.
Það geta verið ákveðnir erfið-
leikar sem fylgja því að fara inn í
mjög lítið herbergi en á móti
kemur öryggið, stutt er í lækna
og fólk losnar við einsemdina.
Herbergið er ekki aðalatriðið
heldur að fá alla þjónustu sem
maður þarf á þessum
aldri, segja margir
slq'ólstæðinganna eftir
að þeir eru komnir inn. í
Hafnarfirði er dagvist
fyrir um 50 manns, oft
er hún fyrsta skrefið að fullri
vist.“
- Er fólk farið að spyrja hvern-
ig aðstæður séu til að nota tölvu á
herbergjunum?
„Ekki er það ennþá svo en
varla langt í það. í Hafnarfu-ði er
vistmaður hátt á níræðisaldri
sem er formaður heimilisráðs.
Hann hefur mikinn áhuga á ætt-
fræði og notar þá tölvuna. Bréf
sem hann sendir mér eru öll
skrifuð á tölvu.“
Nær400 í
brýnni þörf
fyrir vistun