Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ágúst HÁSKÓLANEFND Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, þau Guð- mundur Gíslason, Helga Hreinsdóttir, Emil Björnsson og Einar Már Sigurðsson, voru meðal þeirra sem sátu stofnfund Fræðslunets Aust- urlands í Neskaupstað. Fræðslunet Austurlands stofnað Háskólanám auk- ið á Austurlandi FRÆÐSLUNET Austurlands var stofnað í Neskaupstað sl. föstudag en tilgangur með stofnun þess er að bjóða upp á aukið háskólanám á Austurlandi fi-á starfandi háskóla með aðstoð fjarskiptabúnaðar og að efla símenntun og fullorðinsfræðslu í fjórðungnum. Fræðslunetið er tengiliður milli háskólastofnana og annarra stofn- ana, sem bjóða upp á stutt og lengra nám fyrir einstaklinga, fyiártæki og stofnanir á Austurlandi. Þar fer fram kynning, skipulagning og miðl- un á námi til íbúa Austurlands sem þess óska hverju sinni, segir í frétt frá Háskólanefnd SSA, sem unnið hefur að undirbúningi netsins. Landssími Islands útvegaði myndfundarbúnað og kom honum upp í Verkmenntaskóla Austur- lands, Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu og Menntaskólan- um á Egilsstöðum og leigir síminn skólunum búnaðinn. Stofnaðilar Fræðslunetsins eru Bændaskólinn á Hvanneyri, Háskóli Islands, Há- skólinn á Akureyri, Kennaraháskóli Islands, Samvinnuháskólinn Bif- röst, Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu, Hússtjórnarskól- inn á Hallormsstað, Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskóli Austurlands ásamt Sambandi sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi, samtök launþega og atvinnurek- enda svo og einstök fyrirtæki á Austurlandi. Hvammi gefíð sjónvarpstæki Húsavík - Konur úr Félagi þing- eyskra kvenna í Reykjavík tóku sig saman og fóru 17 þeirra í hópferð til heimaslóðanna á Húsavík. Áttu þær góða kvöldstund með vinum og kunningjum á svokallaðri Stjörnuhátíð sem er árviss við- burður nokkun-a félagasamtaka á Húsavík. Konurnar komu færandi hendi og gáfu Hvammi, heimili aldr- aðra, stórt sjónvarpstæki til af- nota í samkomusal heimilisins. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, formaður félagsins, afhenti for- stöðumanni heimilisins, Herði Arnórssyni, tækið og gat hann þess að þetta væri ekki fyrsta gjöfin því frá því heimilið tók til starfa hafa þær gefið píanó auk fleiri gjafa sem hann vildi sér- staklega þakka. Kjördæmisþing sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra Prófkjöri hafnað Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SJÁLFSTÆÐISMENN á Norðurlandi vestra vilja starfa áfram í sama kjördæminu en hafa ekki ákveðið hvort þeir vilja sameinastöðrum. Blönduósi - Sjálfstæðismenn í Norð- urlandskjördæmi vestra héldu kjör- dæmisþing sitt um helgina á Blönduósi. Hugmyndum kjördæma- nefndar um að skipta núverandi kjördæmi upp var mótmælt en eng- in afstaða var tekin til þess hvoit Norðurlandskjördæmi vestra ætti að fylgja Vesturlandi og Vestfjörð- um eða Norðurlandi eystra. Tillaga um prófkjör var felld með miklum meirihluta og ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að flytja verkefni veðdeildar Landsbanka Islands til Sauðárkróks var fagnað. Geir Haarde fjármálaráðherra var gestur fundarins og flutti hann yfir- gripsmikla ræðu um stöðuna í stjórnmálum, kjördæmamálið og það starf sem framundan er. Fjármála- ráðherra sagði það engum í hag að landið sporðreistist með því að allir flyttu á suðvesturhornið. Það þyrfti að komast að því hvað veldur þess- um straumi fólks á höfuðborgar- svæðið. Geir greindi þingfulltrúum frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að flytja verkefni veðdeildar Lands- bankans norður á Sauðárkrók og sköpuðust við það a.m.k. sex árs- verk. I umræðum kom fram sú skoðun hjá mörgum þingfullti-úum að íbúar á höfuðborgarsvæðinu væru ekki daglega að hugsa um misvægi at- kvæðanna og þörfina á að leiðrétta það. Hins vegar væri það nokkuð ljóst að þrátt fyrir hið mikla vægi at- kvæðis íbúa dreifbýlisins þyrfti hann daglega að hugsa um það hvernig verja ætti sína heimabyggð. I álykt- un kjördæmaþingsins segir m.a. að forsenda breytinga til jöfnunar at- kvæðavægis sé að raunhæfar að- gerðh' séu gerðar til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Nauðsyn- legar ákvarðanir og fjái'veitingar þurfa að koma til svo þetta megi ganga eftir. Geh' Haai’de fjármálaráðherra flutti ræðu sína upp á „gamla móð- inn“ eins og hann sagði sjálfur en notaði ekki nútíma tækni til að koma máli sínu á framfæri eins og t.d. að varpa glærum á vegg eins og Vil- hjálmur Egilsson þingmaður hafði gert fyrr um daginn. Af þessu tilefni varð Hjálmari Jónssyni að orði: Geir vill efla allra hag/ og opna ríkissjóð- inn./ Ætlar að tala í allan dag/ upp á „gamla móðinn“. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Góð þátttaka í norrænu skólahlaupi í Vík Fagradal - Allir nemendur, kenn- arar og starfsfólk Grunnskóla Mýrdalshrepps sem mættir voru í skólann tóku þátt í norrænu skólahlaupi sem hlaupið var í Vík í blíðskaparveðri í sl. viku. Átta- tíu og þrír af áttatíu og sjö nem- endum skólans tóku þátt. Að sögn Magnúsar Sæmunds- sonar íþróttakennara hlupu nem- endur samtals 455 km þ.e. 5,482 km á nemanda. Að loknu hlaupi bauð Víkurskáli öllum upp á kaffi og kakó. Morgunblaðið/Silli FÉLAGSKONUR úr Félagi þingeyskra kvenna er heimsóttu Húsavík. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Vetrarríki á Ströndum Árneshreppi - Talsverður snjór er kominn hér í sveit enda byrj- aði að snjóa 13. síðasta mánaðar og hefur verið snjókoma eða él síðan. Jarðlaust er orðið fyrir búfé því klammi er mikill á jörð og fé komið á hús eða við hús, þ.e. sett inn og gefið og sett út á daginn ef smá uppstytta kemur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.