Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Hvalveiðar í samræmi
við umhverfíssjónarmið
Morgunblaðið/Kristínn
GÍSLI Erlendsson, skólastjóri Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði, og
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., ræða hvalamálið
sín á milli á fundi Sjávarnytja á laugardag.
ÁBYRG stjómun og nýting náttúru-
auðlinda brýtur hvorki gegn um-
hverfis- né viðskiptasáttmálum og því
ætti íslendingum að vera óhætt að
hefja hvalveiðar nú þegar. Þetta kom
fram á fundi Sjávarnytja um hval-
veiðar sem haldinn var sl. helgi. Þar
kom einnig fram að afrán hvala getur
haft veruleg áhrif á vöxt og viðgang
þorskstofnsins á næstu árum.
Arnai' Þór Jónsson, lögfræðingur,
fjallaði á fundinum um hvalveiðar ís-
lendinga í þjóðréttarlegu samhengi
og fullveldisrétt ríkja til að hagnýta
náttúruauðlindir sínar. í máli hans
kom fram að kærunefnd GATT frí-
verslunarsamningsins teygir sig ansi
langt til að standa vörð um viðskipta-
frelsi. Hann sagði Bandaríkjamenn
þannig hafa haft uppi ýmiskonar
hótanir gagnvart þjóðum sem hyggj-
ast taka upp hvalveiðar. Tilraunir
þeirra til að gera alvöru úr hótunum
sínum hafi hinsvegar oftast verið
stöðvaðar af kærunefnd GATT en
einnig séu dæmi þess að þeir hafi
ekki gert alvöru úr hótunum sínum,
t.d. í tilviki Norðmanna. Hann sagði
því augljóst að GATT-samningurinn
hafi verið túlkaður þannig að við-
skiptafrelsi njóti forgangs fram fyrir
umhverfisverndarsjónarmið.
Fundur Sjávar-
nytja um hvalveið-
ar við Island
Trúverðug stjómun
auðlindarinnar nauðsynleg
Arnar sagði ábyrga stjórnun nátt-
úruauðlinda og nýtingu þeirra
hvorki brjóta gegn umhverfis- né
viðskiptasáttmálum. Fyrir Islend-
inga skipti mestu að stjórnun nátt-
úruauðlindanna sé ábyrg og trúverð-
ug. Meðan svo sé ættu þeir að vera
innan allra ramma lögfræðilegra for-
sendna. „Innflutningsbönn sem miða
að því að þvinga önnur ríki til að
breyta í samræmi við staðla þess rík-
is sem banninu beitir eru ekki talin
standast GATT-samninginn. íslend-
ingar eru ekki aðilar að Alþjóða
hvalveiðiráðinu og því ekki bundnir
af hvalveiðibanninu sem þar var
ákveðið. Fyrir liggja einnig nokkuð
nákvæmar upplýsingar um stofn-
stærð og veiðiþol hvalastofna við ís-
land. Ef fyrir liggur að stofnar séu í
veiðanlegu ástandi við íslands-
strendur er það ekki brot á umhverf-
isrétti að hefja veiðar, heldur bein-
línis í fullu samræmi við meginsjón-
armið hans um sjálfbæra þróun,“
sagði Arnar Þór.
56 þúsund hrefnur
á gmnnsævi við fsland
Gísli Víkingsson, hvalasérfræðing-
ur á Hafrannsóknastofnun, fjallaði á
fundinum um ástand hvalastofna við
ísland, einkum langreyðar-, sand-
reyðar- og hrefnustofna. Hann fjall-
aði einnig um úttekt vísindanefndar
NAMMCO á hrefnustofninum sem
samþykkt var á aðalfundi ráðsins í
sl. sumar. Samkvæmt henni eru nú í
Mið-Atlantshafshrefnustofninum um
72 þúsund dýr en Gísli sagði að áætl-
aður fjöldi á grunnsævi við Island
væri um 56 þúsund dýr. Viðkomu-
hraði stofnsins væri áætlaðm- um 2%
og árlegur afrakstur um 253 dýr.
Sagði Gísli að þær rannsóknir sem
gerðar hafi verið á hvalastofnum við
Island bendi eindregið til þess að
heíja megi veiðar nú þegar.
Étur milljón tonn af flski á ári
Gísli ræddi einnig á fundinum
heildarát hvala við Island, þ.e. hve
mikið hvalhnh éta af mismunandi
tegundum. Þar kom m.a. fram að
langreyður étur mest allra hvala við
ísland, eða yfir 2,5 milljónh tonna af
sjávarfangi á ári. Hrefna étur yfh 2
milljónh tonna en samtals éta allar
hvalategundh við íslans yfir 6 millj-
ónh tonna af sjávarfangi á ári.
Gísli ræddi sérstaklega um fiskát
hvala og sagði að hrefna æti lang-
mest af fiski eða rúma 1 milljón
tonna á ári eða jafn mikið og allar
aðrar hvalategundh til samans. Gísli
sagði þorsk vera talinn um 1-6% af
fæðu hrefnu og því ljóst að afrán
hvala gæti haft veruleg áhrif á fram-
tíðarþróun þorskstofnsins. Hann
benti á að þorskstofninn gæti minnk-
að um 10-20% ef hvalastofnar fengju
og gætu vaxið óhindrað. Hinsvegar
væru takmörk fyrir því hvað hvala-
stofnar gætu vaxið mikið og nú sé
talið að stofnarnh hafi náð 70% af
þeirri stærð sem mest getur orðið.
Mikill skortur á
rannsóknagögnum
Gísli lagði hins vegar ríka áherslu
á að nokkurrar óvissu gætti í þessum
útreikningum því þeh væru byggðir
á fremur takmörkuðum gögnum.
Hann benti í því sambandi á að
hrefnustofninn við ísland væri mjög
stór en aðeins væru til um 50 hrefnu-
magar til rannsókna, flesth yfir 10
ára gamlir. Þannig væri mikill skort-
ur á magasýnum sem séu nauðsyn-
leg til að greina fæðuval tegunda.
Ekki séu til nein gögn fyrh sumar
tegundir og því þurfi meðal annars
að styðjast við erlendar rannsóknh.
„ÉG byrjaði að veiða hval átta ára
ára gamall með fóður mínum. Hval-
veiðar eru fyrh mér aðeins ein grein
fiskveiða og það er eins með hval-
veiðar og allar fiskveiðar, maður vill
alltaf ná lengra. Vill betri bát, betri
búnað og meiri afla. Fyrsti báturinn
okkar var aðeins 40 fet á lengd, um
13 metrar, en engu að síður veiddum
við hrefnu á þessum bát, allt um 22
dýr á ári,“ segh Bastesen.
Hresst upp á mann-
skapinn á Islandi
Hann heldur svo áfram að lýsa
upphafinu: „Við náðum svo að fá
okkur stærri bát, 60 feta eða um 20
metra langan, árið 1968. Þá voru
vandræði vegna lítillar hvalgengdar
við ströndina, svo við fórum að fara í
Barentshafið. Þennan bát höfðum
við til 1974, þegar hann sökk. Árið
eftir fengum svo litlu stærri bát og
héldum hvalveiðunum áfram, meðal
annars við ísland þar til landhelgin
var fiutt út í 200 mflur. Við vorum þá
reyndar á leið til Grænlands, en þar
áttum við hvalkvóta. Þá var venjan
að koma við á íslandi á heimleiðinni
til að hressa upp á áhöfnina og taka
vatn, kost og olíu.
Hvalimir hurfu inn í tölvuna
Hvalvertíðin stendur frá vori og
fram á haust, en á vetuma vorum við
á fiskveiðum. Við náðum góðum ár-
angri og efth því var tekið í banka-
kerfínu svo 1978 fékk ég lán til að
byggja nýjan bát 106 feta langan eða
um 35 metra. Hann var tilbúinn 1979
og þá var lánið komið í 72 milljónh
íslenzkra króna. Með nýjan og dýran
bát var ekki um annað ræða en að
keyra á fullum krafti allt árið og það
gekk vel til ársins 1982. Þá var
skyndilega bannað að veiða hval
vegna þess að hrefnustofninn hrein-
lega hvarf inn í tölvu. 200.000 hvalir
hurfu á einu bretti inn í tölvuna og
aðeins 17.000 voru eftir samkvæmt
Steinar Bastesen, stórþingsmaður í Noregi, ráð-
leggur Islendingum að hefja hvalveiðar
Byrjaði átta ára
á hvalveiðunum
Norski stórþingsmaðurinn og hvalveiðimaðurinn Steinar Bastesen
var hér á landi um helgina og flutti meðal annars erindi um hval-
veiðar á ráðstefnu í Reykjavík. Hjörtur Gíslason hitti Bastesen að
máli til að fræðast um feril hans og áhrif hvalveiða Norðmanna á
útflutning sjávarafurða og á sókn ferðamanna til Noregs.
útreikningum vísindanefndar Al-
þjóða hvalveiðháðsins. Þetta var að
sjálfsögðu kolvitlaus niðurstaða. Það
var mér fyllilega ljóst og sömuleiðis
starfsbræðum mínum við hvalveið-
arnar.
Áfall
Þetta var áfall fyrh mig, því hval-
veiðin skilaði mér um helmingi árs-
tekna á hinum nýja báti. Án hval-
veiða var það deginum Ijósara að ég
færi á hausinn. Ég þurfti ekki að
hafa menntun í viðskiptfræði frá
frægum skóla til að sjá það. Fisk-
veiðikvótar voru einnig skomh niður
og baráttan fyrh áframhaldandi
veiði varð harðari. Árið 1984 var ég
svo valinn formaður norsku hval-
veiðisamtakanna, Norges smaahval-
fangerlag. Mitt eina markmið var á
koma hvalveiðum á að nýju. Ná hin-
um 200.000 hrefnum aftur út úr tölvu
Alþjóða hvalveiðháðsins.
Tölvan reiknar bara eftir því
hvernig hún er forrituð og mötuð á
staðreyndum. Á þessum tíma, 1982,
voru engin forrit til til að reikna út
stofnstærðh hvala, en það var engu
að síður gert og auðvitað varð út-
koman tómt rugl. Þess vegna varð
það auðvelt fyrh friðunarsinna að ná
völdum í vísindanefndinni. Sérstak-
lega vegna þess að mat á stofnstærð
hrefnu var alls ekki á dagskrá árs-
fundarins þetta ár og því vom hval-
veiðiþjóðhnar ekki búnar undh þessi
átök. Það átti ekki að gerast fyrr en
1983, en fyrh vikið var veiðibannið
samþykkt.
Verkefni við Sómalíu
Þegar ég tek eitthvað að mér,
stefni ég alltaf að árangri, að vera
STEINAR Bastesen, stórþings-
maður í Noregi og fyrrverandi
hvalveiðimaður, segir hvala-
skoðun og hvalveiðar fara vel
saman.
beztur, sama hvað það er sem ég
fæst við. Árið 1985 náði ég sam-
komulagi við Alþjóðabankann um
verkefni fyrh bátinn minn við
Sómalíu. Þá fékk ég greiðslu fyrh
verkefni og gat farið að borga af lán-
um á bátnum á ný, en sjálfur hafði
ég engar tekjur efth að ég var hætt-
ur á sjónum. Ég hef því starfað að
hvalveiðimálum í 12 ár án launa ann-
arra en þeirra, sem útgerðin gat
fært mér. Ég gat ekki bæði sinnt út-
gerðinni af krafti og verið í forystu
fyrh hagsmunasamtökum hvalveiði-
manna og til að gera langa sögu
stutta fór útgerðin á hausinn 1989.
Ástæðan var tvíþætt, annars vegar
engar tekjur af hvalveiðum og annh
mínar sem formaður hvalveiðisam-
takanna. Ég gat ekki sinnt útgerð-
inni eins og þurfti.
Stimplaður hægri
öfgamaður
Á þessum árum 1984 til 1996 var
ég ímynd hvalveiða í Noregi, ekki
bara heima fyrh, heldur úti um all-
an heim. Ég var stöðugt í fjölmiðl-
um við öll hugsanleg tækifæri.
Steinar Bastesen varð þá þekktur
sem sá sem braut niður andstöðuna
við hrefnuveiðar og kom þeim á að
nýju. 1995 komu menn frá Green-
peace frá Hollandi og Þýzkalandi og
reyndu að taka skipið mitt. Það varð
mikið sjónarspil, þegar ég reyndi að
kasta þeim fyrir borð og allt var
fest á filmu og kom í fjölmiðlum víða
um heim. I framhaldinu reyndi
Greenpeace að sverta mig eins og
hægt var og meðal annars var ég
ásakaður um aðild að sprengingun-
um í Oklahoma.
Ég var úthrópaður sem alþjóðleg-
ur hægri öfgamaður, aðeins vegna
þess að ég sóttist efth stuðningi
ákveðinna samtaka í Bandaríkjunum,
sem einnig berjast gegn öfgasinnum í
náttúruvernd. Loks erum við komin
fram á árið 1997, en þá voru kosning-
ar til norska Stórþingsins. Þá hafði
ég verið í 12 ár í fararbroddi fyrh
hvalveiðum og tekið vhkan þátt í
stjórnmálum fyrh hönd hægri
flokksins, bæði í heimabyggð minni
og á landsvísu. Ég var þá hættur sem
formaður hvalveiðisamtakanna og
hafði ákveðið að hætta afskiptum af
hvalveiðum og stjómmálum og snúa
mér að fiskveiðum á ný.
Hafði aldrei heyrt
minnzt á flokkinn
Ég átti þá efth að sinna þremur
verkefnum á erlendri grundu, ráð-
stefnum í Indónesíu, Japan og
Simbabwe og var mikið fjarverandi.
Á þessum tíma var verið að ganga frá
uppstillingu á flokkslistana vegna
þingkosninganna, en enginn virtist
hafa þörf fyrh mig. Það var svo
hringt í mig til Kyótó og spurt hvort
ég gæti hugsað mér að taka þátt í
kosningunum og ég sló til. Þá fékk ég
símbréf um að skipa fyrsta sæti á
framboðslista, sem ég hafði aldrei
heyrt um. Þetta var lítill áhrifalaus
flokkur, sem hét Tverpolitisk fol-
kevalgte, en gengur nú undh nafninu
Kystpartiet. Ég sagði engu að síður
já, því ég vissi að gæfi ég kost á mér,
kæmist ég á þing. Ég ferðaðist svo
víða um Noreg til að kynna málstað-
inn og seldi meðal annars boli og
fleira. Herferðin hófst í byrjun ágúst,
en kosningarnar voru einum og hálf-
um mánuði síðar. Ég náði örugglega
inn á þing fyrh mitt fylki, Nordland,
var tíundi af tólf fulltrúum.
Hvalveiði táknræn
fyrir ákvarðanafrelsi
Það er ljóst að vinna mín að hval-
veiðimálum og sjálfbærri nýtingu
auðlinda hafsins, skilaði mér þess-
um árangri. Fyrh mér er hvalveiði
táknræn fyrir rétt okkar til að
ákveða hvemig við nýtum auðlindir
okkar á sjálfæran hátt. Það verður
bæði að stunda hval- og selveiðar
ásamt fiskveiðunum eigi ekki að
raska jafnvæginu í lífkeðju hafsins.
Það er ekki hægt að skipuleggja
nýtingu náttúruauðlinda út frá til-
finningum. Sú vitleysa endar með
því að öfgasinnarnir fara að tala um
tilfinningar þorsksins og annarra
fiska og ætla sér að banna veiðar á
fiski líka.
Hefjið hvalveiðar
íslendingar verða að vakna og átta
sig á því að þeir eiga sjálfir rétt á því
að ákveða hvort þeh vilja veiða hval
eða ekki. Við höfum byrjað hvalveið-
ar í Noregi og þannig rutt brautina
fyrh' flehi. Við höfum ekki orðið var
við nein vandkvæði vegna veiðanna.
Við höfum hvergi fengið á okkui' við-
skiptabann eða hindranh. Sjávaraf-
urðum okkar hefur hvergi verið hafn-
að, útflutningur þeirra eykst stöðug,
ferðamönnum fjölgar og sífellt flehi
ferðamenn fara í hvalaskoðunarferðh
frá Noregi. Hvalveiðar og hvalaskoð-
un ganga mjög vel hlið við hlið. Ég
hef því aðeins ein og mjög einfóld
skilaboð til Islendinga. Gerið sem
Norðmenn og hefjið hvalveiðar," seg-
h Steinar Bastesen.