Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 36

Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ MENNTUN Sókrates - Comenius Margir íslenskir leik-, grunn- og framhaldsskólanemendur og kennarar hafa stofnað til samstarfs, með styrk frá Comeniusar-áætlun Sókratesar, við skólastofnanir í ýmsum Evrópulöndum. María Hrönn Gunnarsdóttir spjallaði við Gerði Gestsdóttur og Sigrúnu Arnadóttur, um málið. Vinsæl áætlun í menntamálum # íslenskir skólar eru í samstarfi við níutíu skóla í átján Evrópulöndum. # Kennarar geta skráð skólann sinn í gagnabanka þótt fyrir ókratesar-Comeniusar-sam- starfsáætlun Evrópusam- bandsins í menntamálum hef- ur nú verið starfrækt í 3 ár. Is- lenskir skólar eru í samstarfi við níutíu skóla á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi í 18 Evrópu- löndum. Samstarfið var sett á lagg- irnar með það m.a. að markmiði að stuðla að gagnkvæmri þekkingu á verkefni liggi ekki menningu og málefnum Evrópu- þjóða og auka tengsl og samstarf milli skóla í Evrópu. Gerður Gests- dóttir, deildarstjóri á Landsskiif- stofu Sókratesar, hefur umsjón með áætluninni fyrir Islands hönd. Hún segir verkefnin sem þegar hafa hlotið styrk vera afar fjöl- breytt og styrkþega vera á öllum aldri. Morgunblaðið/Kristinn GERÐUR Gestsdóttir sér um Sókratesar-Comeniusar-áætlunina fyrir íslands hönd. Samstarfsáætlunin skiptist í þrjá flokka. Innan fyrsta flokksins eru samstarfsverkefni milli skóla og verða skólar frá þremur löndum að taka þátt í hverju verkefni. Sér Gerður sjálf um að úthluta styi'kj- um vegna þessara verkefna. „Meg- intilgangur Comeniusar-1 er að efla Evrópusamvinnu, auka gæði menntunar með áherslu á þverfag- lega verkefnavinnu, auka þekkingu á menningu og tungu Evrópuþjóða og efla tengsl milli nemenda annars vegar og kennara hins vegar,“ segir Gerður. Hvert verkefni er til þriggja ára og tekur einhver einn | kennari að sér að stýra því. „Fyrsta skrefið til að taka þátt í svona verk- j efni er að finna skóla til að starfa I með. Það er hægt að gera í gegnum persónuleg sambönd eða í gegnum landsskrifstofuna. Það er líka hægt að finna samstarfsskóla í PartBase, sem er gagnabanki á Netinu yfir skóla þar sem áhugi er á þátttöku. Islenskir skólar geta skráð sig í þennan gagnabanka og það er upp- lagt að gera það jafnvel þótt maður í hafi ekki einhver ákveðin verkefni í huga,“ segir Gerður. „Auk þess berast mér margar fyrirspurnir að * utan um íslenska skóla og listi yfir þá sem hafa haft samband í sumar liggur frammi hér á ski’ifstofunni." I svipinn taka tæplega 30 íslenskir Menntaskólinn á Egilsstöðum Menningararfleifð í ferðaþjónustu rannsökuð NEMENDUR á ferðaþjónustu- braut Menntaskólans á Egilsstöð- • um luku við verkefni styrkt af Comeniusi-1 áætlun Sókratesar síðastliðið vor. Verkefnið unnu þau í samstarfi við Invernes Col- lege, sem er í Fort William við Loch Ness í Skotlandi, og tvo finnska skóla, Savonlinna Institu- te of Health Care, Business and Tourism og Talvisalo Ilukio, einnig í Savonlinna. Kristín Snæ- þórsdóttir og Sigrún Árnadóttir, kennarar við ME höfðu umsjón með verkefninu hér á landi en „Sigurborg Hannesdóttir, sem var deildarstjóri ferðaþjónustu- brautarinnar þegar verkefnið hófst, átti hugmyndina," segir Sigrún. Verkefnið stóð yfir í þrjú ár, eins og gert er ráð fyrir í Comeniusar-1 áætluninni. „Yfirtitill þess var Mermingararfleifð í ferðaþjónustu í dreifbýli. Fyrsta árið gerðu nem- endurnir úttekt á einum ákveðnum stað þar sem tekist hefur að tengja þjóðlega arfleifð ferðaþjónustu í sveit. Þeir völdu Sænautasel, gam- alt eyðibýli á Jökuldalsheiði, sem var endurbyggt árið 1992 og er nú haft opið fyrir ferðamenn yfir sum- arið. Næsta ár var þemað hlutverk þjóðlegrar tónlistar í ferðaþjónustu og þriðja árið gerðu nemendur út- tekt á þjóðlegu handverki í ferða- þjónustu hér á Austurlandi,11 segir Signán. Kennari frá ME stjórnaði verkefninu í heild sinni fyrsta árið, annað árið stjórnuðu Finnarnir og skoski skólinn var stýriskóli síð- asta árið. Ferðaþjónustubrautin er fjög- urra anna starfsnámsbraut innan ME þannig að enginn nemandi var með öll þrjú árin en nokkrir fengu tækifæri til að fylgja verkefninu eftir á milli ára. Ferðuðust um allt Austurland Verkefnið var að hluta fellt inn í námsefni ferðaþjónustubrautarinn- ar. Fyrstu tvö árin var 50 mínútna kennslustund á viku varið til þess en síðan var ákveðið að í viku hveiri fengju þeir tvær kennslu- stundir til að vinna að verkefninu. Var það gert í ljósi þess að verk- efnið var mjög tímafrekt og út- heimti mikla vinnu af hálfu nem- endanna og vegna þess að nemend- um þótti ekki gæta samræmis milli vinnuálags og fjölda þeirra eininga sem þeir fengu fyi-ir verkefnið. Fóru þó margar frístundir þeirra í að safna gögnum og vinna úr þeim. Ferðuðust þeir um allt Austurland, allt frá Borgarfirði eystri til Djúpa- vogs, til að viða að sér efni og upp- lýsingum. Auk þess fengu nemend- urnir tækifæri til að kynna niður- stöður verkefnanna á sérstökum ráðstefnum sem haldnar eru árlega á vegum ferðaþjónustubrautar menntaskólans og annaiTa sem starfa að ferðamálum á Austur- landi. Verkefnið fólst í því að hver skóli tók að sér að rannsaka þemun þrjú í sínu heimahéraði. Síðan sömdu nemendurnir skýrslu um árangurinn og gerðu þrjú myndbönd, eitt fyrir hvert þema. Einnig gerðu kennararnir sér- staka skýrslu um framvindu mála. I lok hvers árs var síðan skipst á skýrslum og myndböndum. „Nem- endurnir fengu þar tækifæri til að bera sig saman við hópana í Finn- landi og Skotlandi og þeir lærðu mikið á því að kynnast vinnu- brögðum hver annars og sjá hvemig hinir hóparnir unnu úr verkefninu," segir Sigrún. Þjóðleg tónlist lítið notuð Sigrún segir það hafa verið sér- staklega skemmtilegt að fylgjast með nemendunum þessi þrjú ár sem þeii' tóku þátt í verkefninu og sjá hvernig þau þroskuðust við að fá þessa ábyrgð. I því sambandi segir hún: „Afrakstur annars árs- ins varð nokkuð rýr en þau komust að niðurstöðu sem varð þeim töluverð uppgötvun. Þeir fundu nefnilega út að þjóðleg tón- list er svo til ekkert notuð í ferða- þjónustu á svæðinu. Þetta sama ár gætti nokkurrar þreytu á verk- ÞJÓÐLEGIR nemendur við Sænautasel. Ljósmynd/Nemendur í M.E. færi til að prófa nýjar kennsluað- ferðir sem að sögn hennar gáfust mjög vel. Markmið verkefna sem þessara er meðal annars að þau séu þver- fagleg. Segir Sigrún að vel hafí tekist til að því leyti. Enskukenn- arar hafi t.d. aðstoðað nemendurna við að þýða ýmiskonar efni, en enska var valin sem sam- starfstungumál á milli skólanna, semja texta og flytja og áfangi í myndbandagerð kom að góðu gagni. Meðlimir myndbandaklúbbs skólans aðstoðuðu einnig við mynd- bandagerðina fyrstu tvö árin en að öðru leyti sáu nemendurnir sjálfir um að semja handritin og klippa efnið. „Fyrir vikið urðu myndbönd- in persónuleg og þannig vildu þau einmitt hafa þau,“ segir Sigrún. „Mörg þeirra uppgötvuðu sjálf sig í gegnum þessa vinnu,“ segir hún aukinheldur. „Einn aðstoðar- maðurinn hafði t.d. svo mikla ánægju af kvikmyndatökunum að hann hefur ákveðið að læra kvik- myndagerð í stað þess að verða matreiðslumaður eins og hugur hans stóð til.“ efninu hjá hópnum,“ segir Sigi'ún. „Síðan skömmuðust þau sín svo- lítið þegar þau sáu afrakstur hinna hópanna en ég tel að þau hafi lært mjög mikið af mistökum sem hópurinn gerði annað árið. Síðasta árið var greinilegt að þau voru mjög metnaðarfull og vildu gera vel.“ „Fyrsta árið var vinnan við verkefnið frekar kennarastýrð," segir Sigrún enn fremur, „en eftir það unnu nemendur mjög sjálf- stætt." Gaf það kennurunum tæki- ELSA Ágústa Eysteinsdóttir og Björn Valsson undirbúa tökur við Álfastein í Borgarfirði eystri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.